Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 t Faöir okkar, ÁSTÞÓR B. JÓNSSON, málarameistari, Kleppsvegi 28, lést 20. desember. Ester Rut Ástþórsdóttír, Reynir Ástþórsson. t VALOIMAR ÓLAFSSON lést í Sjúkraskýli Bolungarvíkur 20. desember sl. Jaröarförin veröur auglýst siöar. Sólveig Halldórsdóttir. Maöurinn minn, + JÓN AOILS, leikari, lést 21. desember. Jóhanna Aóils. 1 Fósturmóöir mín, \ ÓLAFÍAG BLÖNDAL fré Grjóteyri, Ásbraut S, Kópavogi, andaöist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö miövikudaginn 21. desember. Unnur Pálsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓHANN Á. GUOLAUGSSON, Frakkastíg 5, lést 9. desember á Elliheimilinu Grund, jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ágústa Jóhannsdóttir, Guólaug Jóhannsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Erna Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Ármannsson, Þórir Jóhannsson, Áslaug Guönadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu mér og minum vinarhug viö fráfall móöur minnar, KRISTÍNAR GÍSLADÓTTUR frá Þverá. Ólafur Vigfússon. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SVAVARS GÍSLASONAR, bifreíöastjóra, Skipasundi 62. Gísli Svavarsson, Guölaugur Bjarnadóttir, Ólöf Svavarsdóttir, Vióar Bjarnason, Míllý Svavarsdóttír, Ríkharö Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Okkar allra bestu þakkir sendum viö þeim er veittu okkur sam- hygö og hlýhug viö andlát og jaröarför BALDVINS TRAUSTA STEFÁNSSONAR. Sérstakar þakkir sendum viö lœknum og ööru starfsfólki Sjúkra- húss Seyöisfjaröar, Sjúkrahúss Neskaupstaöar og lyflækninga- deildar Landspítalans er önnuöust hann í veikindum hans á sl. hausti. Guö blessi ykkur öll. Margrét Ivarsdóttir, Vilhjélmur örn Baldvinsson, Svanhvít Baldvinsdóttir, Stefén Ingvar Baldvinsson. Minning: Júlíana Friðriksdóttir fyrrum yfirhjúkrunarkona Fædd 12. september 1891 Dáin 13. desember 1983 í dag, um vetrarsólstöður, er til grafar borin merk og minnileg kona, Júliana Friðriksdóttir hjúkrunarkona, er andaðist 13. þ.m., 92 ára að aldri eftir við- burðaríkt lífshlaup. Er jólin nálg- ast, leggst hún til hinstu hvíldar. Jólaskap og upprisutrú mörkuðu líf hennar og líknarstarf. Júlíana fæddist á Kraunastöð- um í Aðaldal, S-Þing., 12. sept- ember 1891, og voru foreldrar hennar Friðrik Jónsson, bóndi á Helgastöðum í Reykjadal, land- póstur og hagsýnn dugnaðarmað- ur og listamaður (Húsavíkur- kirkja), og kona hans Guðrún Þorgrímsdóttir, sem ættuð var úr Aðaldal eins og bóndi hennar. Voru systkinin mörg og öll efnileg. Ungbarn að aldri var Júlíana tek- in í fóstur af móðurbróður sínum, Sigurjóni Þorgrímssyni, veit- ingamanni á Húsavík, og konu hans Júlíönu Guðmundsdóttur. Voru þau barnlaus og mikil vinátta milli heimilanna, og hafa þau hjón kunnað vel að meta þetta vinarbragð. Veittu þau Júlíönu litlu hina haldbestu menntun og umhyggju, er hún bjó að alla ævi, og unni hún fósturforeldrum sín- um hugarástum. Er Júlíana stálpaðist, var hún sett til mennta í Unglingaskóla Húsavíkur og naut tímakennslu í ensku og dönsku. Ég þekki ekki skólasögu Húsavíkur, en athygl- isvert er, að slíkir menntunar- möguleikar buðust þar jafn- snemma á öldinni, olli þetta ásamt menntandi áhrifum heimilisins straumhvörfum um allt líf Júlí- önu. Hún varð þegar í æsku hand- gengin öllu því besta í íslenskum bókmenntum, og kunni hún utan- bókar ótæmandi sjóð, að mér fannst, af íslenskum kveðskap, enda var hún gædd stálminni, er hún hélt til síðustu ára, las alla ævi fyrnin öll af erlendum jafnt sem innlendum skáldskap og bjó yfir hafsjó af þekkingu á persónu- sögu samtíðar sinnar. Uppeldi og upplag Júlíönu hefur markast af metnaðarfullu kappi í lífsbaráttu fyrri ára, og rúmlega tvítug ræðst hún í það stórvirki, sem þá var, að halda til náms til Vesturheims við upphaf fyrra heimsstríðs. Hún hélt til Kanada og gerðist ráðskona á sjúkrahúsi, því sjálf þurfti hún að standa straum af öllum kostnaði við nám sitt. Stundaði hún síðan hjúkrun- arnám í Grand Forks í Norður- Dakota í Bandaríkjunum og lauk því haustið 1919. Þá hóf hún fram- haldsnám og starfaði umk hríð við hjúkrun í Winnipeg, en hélt heim til íslands sumarið 1920 eftir sex ára dvöl vestanhafs. Þótti það ekki lítill fengur að fá jafn velmennt- aða hjúkrunarkonu að Sjúkrahús- inu á Akureyri, en þar gerðist Júlíana yfirhjúkrunarkona strax við heimkomuna, og komu þau Steingrímur læknir ýmsu þarflegu til leiðar. Auk þess kenndi hún heilsufræði á Akureyri veturinn 1921—22 og starfaði með Halldóru Bjarnadóttur að félagsmálum kvenna, aðstoðaði hana með sín- um ágæta söng, eins og Halldóra segir sjálf frá. 17. júlí 1921 gekk Júlíana að eiga ungan verslunarmann á Ak- ureyri, Harald Björnsson frá Veðramóti. Mikið leiklistarstarf var þá á Akureyri, eins og ævin- lega, og var Haraldur með allan hugann við leiklistina. Fór svo, að + Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö fráfall og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSTRÍOAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Brautarhóli, Höfnum. Vilhjélmur Magnússon, börn tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöir, ömmu og langömmu, ELÍNAR JÓNSDÓTTUR, Sörlaskjóli 34. Jóhanna Ólafsdóttir, Fríöa Ólafsdóttir, Friöþjófur Kartsson, Jón Ólafsson, Sigrún Þorleifsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Guðmundur Gíslason, Eyvindur Ólafsson, Bjarndís Bjarnadóttir, Sigríöur Ólafsdóttir, Hreiöar Hólm, Hallveig Ólafsdóttir, Sigurþór Sigurðsson, barnabörn og barnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför SIGURLAUGAR SVEINSDÓTTUR frá Hlíö í Höröadal, Litlageröi 3. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Vífilsstaöaspítala. Börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað í dag veröa skrifstofur okkar lokaöar vegna jaröar- farar JÓNS EIRÍKSSONAR frá Meiöastööum. Tölvuskólinn Framsýn og Ljósafl. þau tóku í sameiningu þá ðrlaga- ríku ákvörðun að brjóta allar brýr að baki sér, selja ágæta húseign, er þau höfðu komið sér upp, og halda til Kaupmannahafnar til leiklistarnáms Haraldar. Mætti segja, án þess rýrð sé varpað á neinn, að þau hafi með þessu djarfmannlega átaki sannað gildi æðri menntunar í leiklist. Óstudd- ur af konu sinni hefði Haraldur aldrei náð á tindinn, þaðan sem ljóma stafar af nafni hans í frægðarsögu íslenskrar leiklistar. Er þeirra hjóna beggja minnst nú, hans sem hins mikla meistara túlkunar mannlífsins í framsögn tungunnar og látbragði, og henn- ar, sem átti eld skáldskapar í sál- inni og kærleikslogann, sem knúði hana sífellt að líkna þjáðum. Eftir heimkomuna frá Kaup- mannahöfn settust þau hjónin að í Reykjavík, þar sem Haraldur gerðist leikari. Ekki voru launin há hjá leikurum, og börnin voru þrjú, en áfram var barist af sama dugnaði og ósérhlífni. Júlíana gerðist næturhjúkrunarkona við Hvítabandið við stofnum þess 1934 og vann þar til 1942. Gekk hún þá aukavaktir og vann við af- leysingar, m.a. á Landspítala og St. Jósepsspítala og við berkla- skoðun, og eitt sumar á stríðsár- unum gerðist hún ráðskona Barnaheimilisins á Staðarfelli. Enn hélt Júlíana til starfsnáms í Vesturheimi 1951 og vann að hjúkrun í Grand Forks og Winni- peg í tvö ár, en hóf eftir heimkom- una einkahjúkrun á Borgarspítal- anum við stofnun hans 1953. Þar vakti hún yfir sjúkum og líknaði deyjandi fólki þar til hún var komin á níræðisaldurinn. Hún vakti yfir móður minni í þrenging- um hennar sumarið 1972. Var Júlíana gædd þeirri sérstöku náð- argjöf líknar og miskunnarþokka, sem lærdómur einn og menntun fær ekki veitt. Þar þarf annað að koma til, og er sem sérhver góð gjöf, er kemur að ofan. Gildir hið sama um læknislistina. — Oft barst Júlíönu beiðni um hjúkrun, er hún var sárlasin sjálf, og var þá sem hún gleymdi eigin þreytu og depurð. Við hlið sjúklingsins fann hún sjálfa sig. Þar fann hún nýjan þrótt og æðri tilgang lífsins. „Guð kallaði sína postula ljós þessa heims, því að þeir lýstu líkn- arbraut til eilífra fagnaða", segir í helgum fræðum. Hinu hvíta ljósi þeirrar líknarbrautar var Júlíana Friðriksdóttir gjörsamlega helguð í köllun sinni sem hjúkrunarkona, móðir og húsfreyja. Á þeim svið- um báðum lagði hún sig alla fram. Oft var hún mjög þreytt. Stundum sótti að henni kvíði. En hún fann styrk í trúnni, bæninni og sálma- kveðskapnum. Og vinkonur henn- ar voru henni styrkur, einnig af yngri kynslóðinni. Börnin voru hennar mesta uppörvun, en með þeim og henni voru miklir kær- leikar. Eru þau þrjú: Stefán, yfir- læknir, dr. med., dósent við Há- skólann, kvæntur Sveinrúnu Árnadóttur; Dóra, B.A. frá HÍ, búsett í Noregi, gift Fin Frodesen kommandör, fyrrum yfirmanni norska sjóhersins, og Jón, kunnur arkítekt í Reykjavík, kvæntur Ás- laugu Stephensen. Eiga þau öll mannvænleg börn. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Júlíönu samfylgdina og alla vináttu og tryggð hennar og fjölskyldu hennar. Þórir Kr. Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.