Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 20

Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi irmanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Frá reiknitölum til raunsæis Fjárlög síðustu ára vóru byggð á reiknitölum, sem vóru í litlu samræmi við verð- lagsþróun í landinu. Þau reyndust haldlaus sem rammi utan um ríkisútgjöldin og verri en engin sem hagstjórn- artæki í þjóðarbúskapnum. Gleggsta dæmi þessa eru fjár- lög líðandi árs, sem reist vóru á reiknitölu, er náði naumast helft verðbólguvaxtar milli ár- anna 1982—1983. Spátala fjár- laganna, sem stóð til umtals- verðs tekju- og greiðsluaf- gangs, endar fyrirsjáanlega í hrikalegum ríkissjóðshalla. Þessi vinnubrögð eru víti til varnaðar. Fjárlög komandi árs eru reist á raunsæi um tekjur og gjöld ríkissjóðs, að því bezt verður séð. Hjöðnun verðbólgu og raunhæfari tekju- og gjaldaáætlanir gera stjórnun I og aðhald í ríkisbúskapnum virkara. Hægt er að gera markvissari greiðsluáætlanir hjá ráðuneytum, ríkisstofnun- | um og fyrirtækjum og fylgja því fastar eftir að ekki sé farið út fyrir þann ramma, sem fjárlög eiga að vera í ríkis- búskapnum. Þessi er höfuð- kostur fjárlaga 1984 í saman- burði við fjárlög líðandi árs. { annan stað setur sú kreppulægð, sem grúfir yfir atvinnu- og efnahagslífi þjóð- arinnar, mark sitt á fjárlaga- gerðina. Þjóðartekjur drógust saman um 4,5% 1982, um 3,5% til viðbótar 1983 og spá stend- ur enn til 4—5% viðbótar- samdráttar 1984, fyrst og fremst vegna fyrirsjáanlegs aflasamdráttar. Ef miðað er við skattheimtu og lántökur, innlendar og er- lendar, 1982, fært á verðlag nýsamþykktra fjárlaga, hafði Alþingi fimm til sex milljörð- um króna minna til skipta við fjárlaga- og lánsfjárlagagerð 1984 en 1982. Þetta segir óhjákvæmilega og hvarvetna til sín í ríkisbúskapnum. Þeir sem horfa fram hjá þessari viðblasandi staðreynd í sam- anburði á fjárlagafjárveiting- um, fyrr og nú, eru ekki hæfir matsaðilar á fjárlagadæmið. Það eru ekki aðeins rýrð þjóðarframleiðsla og rýrðar þjóðartekjur, þriðja árið í röð, sem sníða okkur þrengri kjara- og fjárlagaflíkur. Þar vegur og þungt sú arfleifð, sem kemur fram í skuldasöfn- un erlendis, sem jókst úr 15 milljörðum króna 1978 í 32 milljarða 1983, með tilheyr- andi vexti lánsfjárkostnaðar. Önnur hlið á þessu sama fyrir- bæri er viðskiptahallinn við umheiminn, sem var enginn 1978, en varð samtals 12.300 milljónir króna á árabilinu 1979—1983. Viðskiptahallinn og skuldaaukningin eru mæli- kvarði á eyðslu þjóðarinnar, umfram tekjur, á tímum fyrri ríkisstjórnar. Og binda okkur bagga sem skerða ráðstöfun- artekjur þjóðarinnar til langr- ar framtíðar. Fjárlög 1984 marka og stefnu stjórnvalda í verðlags-, launa- og gengismálum. Stjórnarliðar telja þau grunn til að byggja á nýjan stöðug- leika í efnahagslífi okkar. Það — ásamt því að ná verðbólgu niður á sama stig og í ná- grannalöndum okkar — geri síðan þjóðinni kleift að rétta úr kútnum, styrkja og fjöl- hæfa atvinnulífið, sem sé for- senda þess að auka þjóðartekj- ur ný. Þjóðartekjur og lífskjör séu í raun sama fyrirbærið. Framtíðin sker síðan úr um, hver framvindan verður. Ingólfur á Hellu Ingólfur Jónsson á Hellu, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, var um áratugi í fremstu víglínu íslenzkra þjóðmála. Hann kom víða við sögu. Var leiðandi maður í héraði og stærsta stjórnmála- flokki þjóðarinnar, þingmaður og ráðherra í mikilvægum málaflokkum: landbúnðar-, samgöngu-, iðnaðar- og orkumálum. Það er forvitni- legt að kynnast ævistarfi manns sem sat við stjórnvöl á helztu uppgangstímum í sögu þjóðarinnar, þá rakið er á bók, en út er komið síðara bindi ævisögu hans „Umhverfi og ævistarf". Skráð hefur og búið í bókarform Páll Líndal. Ingólfur Jónsson var foringi sjálfstæðisfólks í víðlendu héraði um áratugaskeið, mið- stjórnarmaður lengst af og ná- inn samstarfsmaður for- manna Sjálfstæðisflokksins. Starfsvettvangur hans var þar sem ráðin réðust. Hann kom ótrúlega miklu til leiðar í þeim málaflokkum, sem hann fór með og í þágu þeirra umbjóð- enda, sem hann starfaði fyrir. Ævi Ingólfs Jónssonar á Hellu er eftirtektarverður kapítuli í þjóðarsögunni, sem skrifuð er frá degi til dags i störfum og verkum landsfólks- ins. Þeir, sem kunna vilja góð skil á þeirri samtímasögu, þurfa einnig að horfa til vett- vangs af sjónarhóli héraðs- höfðingjans á Hellu. „Blysför friðelsk- andi íslendinga“ Rætt við Helgu Bachmann, um blysfór tíu friðarhópa á Þorláksmessu „VIÐ trúum á umburdarlyndi og samninga í samskiptum manna og þjóða, en höfnum ofbeldi og ofstæki. Við trúum á hlutverk fs- lendinga á alþjóðavettvangi aó stuðla að friði og afvopnun." Með þennan boðskap að leiðarljósi boða tíu friðarhreyfingar til blys- farar allra íslenskra friðarsinna gegn kjarnorkuvá á Þorláksmessu. Blysfórin hefst kl. 17.00 á Hlemmtorgi, þar sem blys verða seld og tendruð. Verður síðan gengið niður Laugaveg að Lækjar- torgi. Engin ávörp verða flutt né kröfuspjöld borin af göngumönn- um, en á leiðinni syngja bæði Há- skólakórinn og Hamrahlíðarkór- inn. Morgunblaðið ræddi um blysförina við Helgu Bachmann, leikkonu, en hún er ein þeirra sem staðið hafa að undirbúningi blys- fararinnar. „Þessi blysför er fyrst og fremst friðartákn og táknræn byrjun á jólahátíðinni í þeim heimi sem við lifum í,“ sagði Helga. „Að blysförinni standa fjölmargir og það er sameiginleg von okkar að þessi stund frá Hlemmi að Lækjartorgi geti orð- ið mörgum kærkomin hugleiðing um þá ósk sem býr í brjóstum manna, óskina um að búa við frið. Blysförin er ekki farin fyrir sérstaka hópa heldur vil ég kalla „Blysfórin er táknræn byrjun á jólahátíðínni í þeim heimi sem við lífum í.“ Helga Bachmann, leik- kona. hana blysför allra friðelskandi fslendinga og þá skipta hvunn- dagsskoðanir, aldur og annað slíkt ekki máli. Er þetta ekki síst ganga barnanna, því að þeirra er framtíðin. Við trúum því að ekki þurfi kröfuspjöld til að koma friðarkröfunni á framfæri, sér- staklega nú þegar hátíð ljóssins gengur í garð. Það er von mín að blysförin verði til að vekja fólk til um- hugsunar því að ég óttast sér- staklega að til sé fólk sem telur að það geti lifað af kjarnorku- stríð. En ég trúi því líka að mannkynið geti tekið höndum saman, stuðlað að friði og komið í veg fyrir slíka vá. Því ef við missum trúna á manninn er til einskis að vinna að þessum málstað. Að lokum vil ég vitna í ákall sem Alkirkjuráðið hefur sent frá sér í tilefni jólanna, en þau orð lýsa kannski best til- gangi blysfararinnar. f myrkrum græðgi og örbirgð- ar lyftum við kyndli réttlætisins í myrkrum einmanaleika og uPPKjafar tendrum við friðarljós við loga vonarinnar f myrkrum ofbeldis og grimmdar kveikjum við friðar- Ijós Að blysförinni standa eftir- taldir hópar: Friðarhópur ein- stæðra foreldra, Friðarhópur fóstra, Friðarhópur þjóðkirkj- unnar, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Friðarsamtök listamanna, Menningar og frið- arsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvarandstæðinga, Samtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá og Friðarsamtök framhaldsskólanema. Söluhæstu bækur á jólamarkaði: Maclean, Jóhannes Snorrason og Eysteinn Bók Guðrúnar Helgadóttur mest selda barnabókin SKÆ^tULIÐARNIR eftir Alistair Maclean, Skrifað í skýin eftir Jó- hannes Snorrason og Eysteinn í eld- línu stjórnmálanna eftir Vilhjálm Hjálmarson, reyndust vera sölu- hæstu bækurnar á jólamarkaðinum nú, samkvæmt könnun er Félag ís- lenskra bókaútgefenda gerði hinn 19. desember sl. — Mest selda barnabókin í sömu könnun var Sitji guðs englar, eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Hér á eftir fer listinn í heild, tölur innan sviga gefa til kynna hvar í röðinni viðkomandi bók var í könnuninni 12. desember og aft- ast er innan sviga nafn útgefanda: Listi yfir 10 söluhæstu bækurnar í könnun 19. des. 1. (2) Skæruliðarnir, eftir Alist- air Maclean (Iðunn). 2. (1) Skrifað í skýin, annað bindi minninga Jóhannesar Snorra- sonar (Snæljós). 3. (3) Eysteinn í eldlínu stjórn- málanna, fyrra bindi. Vil- hjálmur Hjálmarsson skráði (Vaka). 4. (6) Bjarni Benediktsson í aug- um samtíðarmanna. Ólafur Egilsson annaðist útgáfuna (Almenna bókafélagið). 5. (10) Öldin okkar, minnis- verð tíðindi 1971—1975. Gils Guðmundsson tók saman (Ið- unn). 6. Bréf til Sólu (Sólrúnar Jónsd- óttur) rituð af Þórbergi Þórð- arsyni 1922—1931. (Útgefandi: Guðbjörg Steindórsdóttir). — Var ekki á fyrri lista. 7. (5) Landið þitt, ísland, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson. 4. bindi (Örn og Örlygur). 8. (4) Jakobsglíman, uppvaxtar- saga eftir Sigurð A. Magnús- son (Mál og menning). 9. Helför á heimskautaslóðir, eft- ir Hammond Innes (Iðunn). — Var ekki á fyrri lista. 10. (9) Saga Hafnarfjarðar 1908—1983, eftir Ásgeir Guð- mundsson 1. og 2. bindi (Skuggsjá). Listi yfir 5 söluhæstu barna- og ungl- ingabækurnar 19. des. 1. (2) Sitji guðs englar, eftir Guð- rúnu Helgadóttur (Iðunn). 2. (1) Fjórtán — bráðum fimm- tán eftir Andrés Indriðason (Mál og menning). 3. (3) Börnin syngja jólalög. ólaf- ur Gaukur valdi lögin (Set- berg). 4. Elías eftir Auði Haralds og Valdísi Óskarsdóttur (Iðunn). — Var ekki á fyrri lista. 5. Þegar ástin grípur unglingana eftir Ármann Kr. Einarsson (Vaka). — Var ekki á fyrri lista. Eftirtaldar búðir tóku þátt í könnun- inni 19. des. 1. Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, Rvk. 2. Bókabúð Máls og menningar, Rvk. 3. Embla, Rvk. 4. Bókabúð Olivers Steins, Hafn- arfirði. 5. Kaupfélag Borgfirðinga, Borg- arnesi. 6. Bókaskemma Hörpuútgáfunn- ar, Akranesi. 7. Bókaverslun Jónasar Tómas- sonar, ísafirði. 8. Bókabúð Brynjars, Sauðár- króki. 9. Bókabúð Jónasar Jóhannsson- ar, Akureyri. 10. Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar, Húsavík. 11. Bókabúðin Hlöðum við Lagar- fljótsbrú, Egilsstöðum. 12. Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn. 13. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. 14. Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vest- mannaeyjum. 15. Bókabúð Keflavíkur, Keflavík. Líklegt að við áfrýjum — segir Arni Grétar Finnson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar „ÉG HEF ekki séð dóminn og þar af leiðandi ekki dómsniðurstöður, sem dómurinn byggir á, og get því ekki tjáð mig um það af þcim sökum. En ég tel mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað, þó engin ákvörðun hafi ver- ið tekin um það,“ sagði Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, er blm. Mbl. spurði hann í gær hvað hann vildi segja um niðurstöður Bæjarþings Keykjavíkur í máli llafnarfjarðar gegn rfkissjóði vegna hlutar bæjarins af fram- leiðslugjaldi af álverinu í Straums- vík. Eins og Mbl. skýrði frá í gær var ríkissjóður sýknaður af kröfu Hafnarfjarðarbæjar um að sá hluti af framleiðslugjaldi af álver- inu í Straumsvík komi í hans hlut óskiptur, án þess að af sé tekinn kostnaður við eftirlit með álver- inu. Árni Grétar sagði einnig að- spurður um hvenær vænta mætti ákvörðunar um hvort áfrýjað yrði, að sú ákvörðun yrði væntanlega tekin strax og gæfist tími til að kanna dómsniðurstöður, en þeirra væri vart að vænta fyrr en eftir áramót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.