Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Útburðarmálið á Akureyri: Safna undirskrift- um með beiðni um frestun fullnustu Akurejri, 27. desember. „ÉG GET ekki enn dagsett það hvenær dómi Hæstaréttar verður framfylgt, en það verður a.m.k. ekki fyrir áramót," sagði Elías Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, þegar Mbl. spurðist fyrir um framkvæmd í út- burðarmálinu svokallaða — þ.e. Missti mik- ið blóð eft- ir bílveltu MAÐUR skarst á höfði og hlaut áverka á baki og á brjóstkassa þegar bifreið sem hann ók valt á Elliöavatns- vegi, skammt frá Vífilsstaðavatni, um hádegisbilið á aöfangadag. Maðurinn var einn í bifreiðinni og missti vald á henni í lausamöl í beygju. Hann komst út ur bifreiðinni og fólk sem kom að ók honum að Víf- ilsstöðum. Þar var hringt á sjúkra- bíl og farið með manninn í sjúkra- hús þar sem gert var að sárum hans, en hann hafði misst mikið blóð. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið ölvaður. Bifreiðin er talin gjörónýt. deilu húseigenda að Þingvallastræti 22. Morgunblaðið hefur fregnað, að nú gangi undirskriftalistar um bæinn með áskorun til Jóns Helgasonar, dómsmálaráðherra, um að hann hlutist til um að framkvæmd dómsins verði frestað þar til Mannréttindadómstóllinn í Strassburg hefur fjallað um mál- ið. Jafnframt er skorað á dóms- málaráðherra, „að hann beiti sér fyrir endurskoðun laga þeirra, sem hér hefur verið dæmt eftir og að þau verði færð til nútímalegri viðhorfa svo forðast megi fram- vegis réttarslys á borð við þetta,“ eins og segir orðrétt á undir- skriftalistunum. Að sögn eins þeirra, sem að und- irskriftasöfnun þessari standa, er það álit þeirra, að fram að þessu hafi í íslensku réttarfari, þeim, sem fyrir áreitni hafa orðið, verið dæmdar miskabætur, en ekki dæmt á þann veg, að sá sem áreitninni olli hafi verið sviptur afnotum af eignum sínum. Því sýnist þeim þessi dómur Hæsta- réttar bera keim af hefndardómi framar öllu og það eigi þeir erfitt með að sætta sig við í íslensku réttarfari. — G.Berg. Hrafnkell Stefáns- son lyfsali látinn Honda-bifreiðin bókstaflega tættist í sundur við áreksturinn. Á heimleið úr jólaboði: Bifreið tættist í sundur við harðan árekstur HARÐUR árekstur varð á Reykja- nesbraut, um 2 kflómetra fyrir sunnan Straumsvík um klukkan 22 á mánudag. Þar skullu saman Honda, sem ekið var áleiðis til Reykjavíkur og tvær bifreiðir á leið suður. Ökumaður Hondunnar fór yfir á öfugan vegarkant með fyrrgreindum afleiðingum. Ellefu manns voru í bifreiöunum þremur. Þrennt var flutt í slysadeild, en meiðsli reyndust ekki alvarleg. Tvennt var í bifreiðinni á leið frá Keflavík á heimleið úr jóla- boði. Ökumanni fataðist akstur- inn skammt fyrir sunnan Straum og fór yfir á öfugan veg- arhelming. Bifreiðin, Honda, lenti utan í hlið Volvo-bifreiðar en ökumanni hafði tekist að sveigja til hliðar. En í kjölfarið kom Dodge Colt og skullu bif- reiðirnar saman af miklu afli. Dodge-inn snerist á veginum en Hondan kastaðist út af og bók- staflega tættist í sundur. Mikil mildi er að ekki varð stórslys. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla en farþegi, kona, rifbrotnaði. Bæði voru flutt í sjúkrahús og farþegi í Dodge-inum einnig. HRAFNKELL Stefánsson, lyfsali á ísafiröi, lést á Þorláksmessu, 53 ára gamall. Hann fæddist í Reykjavík 30. aprfl 1930, sonur Stefáns Jak- obssonar múrarameistara frá Galta- felli og Guðrúnar Guðjónsdóttur frá Reykjavík. Hrafnkell lauk embættisprófi í lyfjafræðí í október 1956, starfaði á vegum Lyfjaverslunar ríkisins í Kaupmannahöfn veturinn á eftir, var lyfjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins til ársloka 1969, við ríkis- spítalana 1971—1973 og varð lyf- sali á ísafirði síðsumars 1973. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir stéttarfélag sitt og fleiri. Kona Hrafnkels er Guð- björg Jónsdóttir. Hann lætur eftir sig sex uppkomin börn. Hrafnkell Stefánsson, lyfsali á ísa- flrði. Fjölmenn friðarganga á Húsavík Húiiavik, 27. desemb«r. JÓLADAGARNIR liðu hér að hefð- bundnum hætti og í góðu veðri og færð. Ljósaskreytingar í bænum voru með meira móti og nutu þsr sín vel þegar Húsvíkingar fjölmenntu til aft- ansöngs á aðfangadagskvöld. Á Þorláksmessu efndi Friðarhóp- ur Húsvíkinga til friðargöngu, sem hófst við sundlaugina kl. 17.30 og var fyrst gengið að kirkjunni. Þar ávarpaði séra Björn H. Jónsson göngumenn. Því næst var farið að jólatré bæjarins sunnan við sam- komuhúsið og þar fluttu ávörp Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, og Guðrún Margrét Þrastardóttir, nemandi. Gangan var fjölmenn þó að mjög kalt væri í veðri. — FrétUritari. Tvftugur piltur fannst látinn í íbúð: Lést eftir átök við bróður og kunningja TVÍTUGUR piltur beið bana eftir að hafa lent í átökum við tvo átján ára gamla pilta í íbúð í Reykjavík aðfara- nótt Þorláksmessu. Piltarnir hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald til 25. janúar og er annar þeirra bróðir hins látna. Þeir voru handteknir að kvöldi Þorláksmessu og úrskurðaðir í gæzluvarðhald á aðfangadag, en sam- kvæmt heimildum Mbl. þykir Ijóst að þeir hafl ekki gert sér grein fyrir hin- um hörmulegu afleiðingum átakanna. Tildrög þessa hörmulega atburð- ar eru, að um kvöldmatarleytið síð- astliðið fimmtudagskvöld komu piltarnir, sem úrskurðaðir hafa verið í gæzluvarðhald, saman ásamt nokkrum fleirum í íbúð í Breiðholti. Vín var þar haft um hönd. Hinn látni kom til íbúðarinn- ar, sem hann bjó í, um klukkan 22 og upp úr miðnætti voru þeir þrír eftir í íbúðinni, hinn látni og pilt- Viðskiptamenn taka ákvörðun um gjaldmiðla erlendra lána segir Jónas H. Haralz bankastjóri „ÞAÐ ER á misskilningi byggt, að bankamenn skipti sér af því, í hvaða gjaldmiðli erlend lán séu tekin. Akvörðunin er alfarið í höndum viðskiptamanns hverju sinni og hankamenn gefa engar ráðleggingar í því sambandi," sagði Jónas H. Háraiz, banka- stjóri Landsbanka íslands, í sam- tali við Mbl., í tilefni ummæla Kristjáns Pálssonar, útgerðar- manns í blaðinu fyrir jól, þar sem hann gagnrýndi bankana fyrir að hafa beitt áhrifum sínum í þá átt, að útgerðarfyrirtæki tækju erlend lán sín í dollurum, sem hefði sýnt sig að væri óhagkvæmara, en lán í öðrum gjaldmiðlum. „Hins vegar hafa útgerðar- menn sjálfir litið þannig á, sem eðlilegt er, að heppilegast sé að taka lán í dollurum, vegna þess að útflutningur landsmanna er að stærstum hluta seldur í doll- ururn," sagði Jónas ennfremur. „Þá er það rétt, að bankamenn hér á landi, eins og erlendis, hafa talið dollarann ofmetinn undanfarin tvö ár. Reyndar eru þeir eindregið þeirrar skoðunar ennþá, þrátt fyrir þá þróun, sem átt hefur sér stað undanfarið," sagði Jónas H. Haralz, banka- stjóri Landsbanka fslands, að endingu. arnir tveir. Síðar um nóttina, lík- lega um þrjúleytið kom til átaka milli hins látna annars vegar og hinna tveggja. Urðu snörp átök og að þeim lokn- um fóru piltarnir tveir úr íbúðinni, án þess að gera sér grein fyrir af- leiðingum átakanna, að því er heimildir Mbl. herma. Þeir fóru til heimilis annars þeirra og sofnuðu þar. Móðir hins látna kom að syni sínum örendum um klukkan 17 daginn eftir, á Þorláksmessu. Um kvöldið voru piltarnir hand- teknir og úrskurðaðir í gæzluvarð- hald daginn eftir. Rannsóknarlög- regla ríkisins byggði kröfu sína á gæzluvarðhaldi á broti gegn ann- arri málsgrein 218. greinar hegn- ingarlaganna, sem hljóðar svo: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsu- tjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýt- ur bana af atlögu, og varðar brot þá allt að 16 ára fangelsi." Krafan um gæzluvarðhald var því ekki reist á, að um manndráp sé að ræða. Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir enn sem komið er og er dánarorsök því ekki kunn. Fiskstuldur úr ísbirninum: Játar að hafa tekið fisk ófrjálsri hendi TVEIMUR MÖNNUM var sleppt úr gæzluvarðhaldi fyrir jól vegna rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins á fiskstuldi úr frystihúsi ísbjarnarins í Reykjavík. Yfirverkstjóri fsbjarnarins hefur viður- kennt að hafa selt fyrirtæki í Hafnarfirði að minnsta kosti tvö tonn af fiski úr geymslum ísbjarnarins og hefur kaupandinn viðurkennt að hafa keypt fiskinn vitandi vits að hann var tekinn ófrjálsri hendi. Grunur leikur á, að fiskurinn hafi verið seldur úr landi. Eink- um var um að ræða ýsu unna til útflutnings. Tveir menn, eig- endur fiskverkunarfyrirtækis í Hafnarfirði, voru yfirheyrðir vegna rannsóknar málsins. Yf- irverkstjóranum var sleppt úr haldi á Þorláksmessu, en hin- um á aðfangadag, en hann var úrskurðaður í gæzluvarðhald til 29. desember. RLR hóf rannsókn málsins í síðustu viku eftir að beiðni barst frá ísbirninum vegna óeðlilegrar rýrnunar og var yf- irverkstjórinn staðinn að því, að taka fisk úr geymslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.