Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 19 Bandaríijunum, 27. desember. AP. HÁTÍÐARVEÐRIÐ í Bandaríkj- unum var eitthvert það kaldasta í manna minnum og allt suður til Florida skreyttu grýlukerti þak- skegg og ekki sást til sólar fyrir hríðarkófi og slyddu. Frostið var slíkt að meira minnti á Norðurpól en Bandaríkin. Alls höfðu í gær 268 manns látið lífið í kuldunum, sem staðið hafa síðan 17. desem- ber. Að margra viti varð átakan- legasta dauðsfallið í Ghent í New York að morgni jóladags. Tveggja ára barn, Sunshine Bill McKee, Floridabúi, stillir sér upp fyrir framan stálfák sinn, sem ber Elizabeth Perlmutter, varð úti þess merki að kalt hafi verið þar um slóðir að undanfórnu. 8 mánaða til 5 ára. Þau höfðu þétt glugga sína með heftiplástri og reynt síðan að halda á sér hita með gastækjum, sem reynd- ust lek. Ef mannfallið er frátalið, hef- ur orðið margs konar og ómet- anlegt tjón, til dæmis í ávaxta- ræktinni í Suðurríkjunum. í Florida og víðar hefur verið brunagaddur dag eftir dag og appelsínur og grapealdin hrein- lega frosið á trjánum. Ávaxta- bændur segja að tjónið sé gífur- legt, en það verði ekki metið til fulls þar sem kuldinn geisar enn Hundruð farast í kulda- kastinu í Bandaríkjunum fyrir utan heimili sitt. Móðir barnsins hafði brugðið sér í næsta hús að skiptast á jólagjöf- um og talið er að Sunshine litla hafi farið að leita móður sinnar. Óvíst er um atburðarásina, en svo virðist sem útidyrahurðin hafi skollið í lás er Sunshine var komin út í 23 stiga frostið á náttfötunum. Af sporum barns- ins í snjónum mátti merkja, að það hafi farið að flestum mögu- legum inngönguleiðum til að forða sér frá kuldanum. Af þeim 268 sem látist höfðu í kuldakastinu höfðu 100 frosið í hel, en talið er að öll kurl séu ekki til grafar komin. Margir harmleikir hafa orðið auk þess sem fyrr er getið. Til dæmis fannst sjö manna fjölskylda lát- in á heimili sínu í Olton í Texas, lijón með fjögur börn á aldrinum og óvíst hve lengi búið verður við heimskautaloftslagið. Víða hefur frostið verið milli 20 og 30 stig, sums staðar enn meira öðru hvoru. í meira en hundrað borg- um hefur mælst mesti kuldi á þessari öld í yfirstandandi kuldakasti. Páfí í ræðu á jóladag: Hvatti til minni hernaðar- útgjalda Páfagarði, 27. desember. AP. JOHANNES Páll páfi II hvatti í jóla- boðskap sínum leiðtoga þjóðanna til að draga úr útgjöldum til hermála og gefa gaum að hinum „ólýsanlega harmi“ foreldra, sem ekki geta brauðfætt börnin sín. I ræðu sinni, Urbi et orbi, sem páfi flutti að venju á jóladag, hvatti hann til viðræðna og „sann- gjarnra samninga" um vandamát- in í sambúð þjóðanna, sem gerðust „æ alvarlegri fyrir allt mannkyn“. „Gefið gaum að hinum ólýsan- lega harmi þeirra foreldra, sem geta ekki gefið börnunum brauðið, sem þau biðja um. Brauðið, sem þau gætu fengið fyrir örlítið brot af því fé, sem varið er til nýtísku- legra gjöreyðingarvopna." Um 50.000 pílagrímar voru sam- an komnir á Péturstorginu þegar páfi flutti ræðu sína en veðrið var milt á Ítalíu um hátíðirnar eins og AríftoQt Vivnr í FiVrónil. frarnlialdi nu ræour heppui þin Fyrir hundrað krónur á mánuði gerist þú þátttakandi í happdrætti þar sem tæpar 56 milljónir króna verða greiddar í vinninga — til yfir nítjánþúsund vinningshafa. Verður þú einn hinna heppnu? Vertu með frá byijun - við drögum þann 10. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.