Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 21 Stuttfréttir LESTARSLYS Hwange /imbabwc, 24. des. AP. FARÞEGALEST fór út af sporinu skammt frá borginni Hwange í Zimbabwe á, að- fangadag jóla. Nokkur hundr- uð farþegar voru í lestinni og létu 31 lífið, en 215 slösuðust. Orsakir slyssins voru ókunnar síðast er fréttist, en lestin kastaðist skyndilega af sporinu og ultu 6 vagnar ofan í 5 metra djúpan skorning við hlið spors- ins. PÓLITÍSK ÁRÁS París, 24. des. AP. Lögregluyfirvöld I París eru þeirrar skoðunar, að stjórn- málalegar ástæður búi að baki sprengjutilræðinu við Grand Vefour veitingahússið kunna, en sprengja sem þar sprakk seint á Þorláksmessu slasaði 12 manns, þar af konu eina lífs- hættulega. Talsmaður lögreglunnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að ekkert benti til að tilræðið tengdist undir- heimaerjum og því væri lík- legra þangað til annað kæmi í ljós, að einhver hinna ýmsu fylkinga múhameðstrúar- manna í Miðausturlöndum hafi staðið fyrir sprengingunni. Fleiri en ein slík fylking hefur hótað Frökkum slíkum aðgerð- um í Frakklandi, verði franska friðargæsluliðið ekki hvatt frá Beirút þegar í stað. MYNDBANDA- UMSVIF Kru.sM-l, 26. desember. AP. DAGBLAÐ eitt í Belgíu greindi frá því um hátíðirnar, að belgíska lögreglan hefði lagt hald á 4.000 ólögleg myndbönd með frægum kvikmyndum. Væri um mesta myndbanda- misferli Evrópu að ræða. Sagði blaðið öll myndböndin hafa verið í háum gæðaflokki og all- ir möguleikar á því að taka þau öll upp og þannig magna mis- ferlisumsvifin. Fréttin sagði myndböndin að verðmæti 50 millj. belgískra franka, en það er um ein milljón dollara. Belg- íska lögreglan hafði ekki stað- fest fregnina síðast er fréttist, en ekki neitað henni heldur. BRUNTLAND FORMAÐUR Sameinudu þjóAunum, 24. desember. AP. GRO Harlem Bruntland, hin norska, fyrrum forsætisráð- herra Noregs um skeið árið 1981, hefur verið skipuð for- maður samstarfsnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem athuga mun hver framtíð umhverfisins sé á þessum síð- ustu og verstu tímum. Nefndin á að bera fram tillögur til úr- bóta í mengunarvörnum, nátt- úruvernd og þvíumlíku. Frú Bruntland tilheyrir einnig annarri nefnd sem starfar með líkum hætti og hin nýskipaða nefnd á að gera. Er það Palme-nefndin svokallaða eftir Palme hinum sænska. PÓLITÍSK- UR FLÓTTA- MAÐUR Madrid, 27. desember. AP. SOVÉSKUR áhafnarmeðlimur á verksmiðjutogara, sem lagði að hafnargarði á Tenerife á Kanaríeyjum fyrir fáum dög- um, hefur stungið af og er bú- inn að óska eftir hæli sem póli- tískur flóttamaður. Hann hef- ur verið fluttur til Madrid þar sem hann dvelst undir lög- regluvernd. Maðurinn heitir Arif Zukauskas er er frá Lithá- en. Hann er annar Sovétmað- urinn sem biðst hælis á Spáni á þessu ári. Hinn fyrri dvelst nú í Bandaríkjunum. Nicaragua: Biskupinn kominn til Bandaríkjanna Sandinista-stjórnin sagöi skæruliða hafa drepið hann Managua, 27. desember AP. STJÓRNARHERINN í Nicaragua hefur hafið meiriháttar hernaðarað- gerðir gegn skæruliðum í norðausturhéruðum landsins og tveimur hér- uðum um miðbik landsins. Sagt er, að mikið mannfall hafi orðið hjá hvorum tveggja. Kómversk-kaþólskur biskup, sem flýði frá landinu ásamt 1300 indíánum, er nú kominn til Bandaríkjanna. Haft er eftir heimildum innan hersins í Nicaragua, að hafnar séu miklar hernaðaraðgerðir gegn skæruliðum í norðaustur- héruðunum en þeir eru flestir af ættflokki Miskito-indíána, sem sætt hafa miklum ofsóknum af hendi sandinista. Miskito-indí- ánar og indíánar af Suma- og ERLENT Rama-ættflokki hafa verið neyddir til að yfirgefa átthaga sína og setjast að annars staðar í landinu og hafa af þeim sökum snúist gegn stjórninni í Man- agua. 1 síðustu viku fór rómversk- kaþólskur biskup, Salvador Schlaefer, sem búið hefur í Nic- aragua í 38 ár en er fæddur í Bandaríkjunum, fyrir flokki 1300 Miskito-indíána yfir Ianda- mærin til Honduras þar sem indíánarnir vilja leita hælis fyrir árásum sandinista. Schla- efer er nú kominn til Bandaríkj- anna en við komuna til Hondur- as sagði hann, að skotið hefði verið á flóttafólkið á leiðinni, bæði með stórskotaliðsvopnum og frá flugvélum. Þegar fyrst fréttist um flótta biskupsins eða hvarf hans og indíánanna hélt sandinista- stjórnin því fram, að hann hefði verið drepinn af skæruliðum, sem Bandaríkjamenn styddu og það þótt hann væri sjálfur af bandarísku þjóðerni. Svo reynd- ist ekki vera eins og nú hefur komið í ljós og þykir flótti hans og indíánanna vera mikið áfall fyrir stjórnina í Managua. f útvarpsstöð skæruliða, 15. september, sagði sl. sunnudag, að 8000 andstæðingar sandin- istastjórnarinnar berðust gegn stjórnarhernum í héruðunum Jinotega og Nueva Segovia og að þeir hefðu náð á sitt vald tveim- ur bæjum rúmlega 200 km fyrir norðan Managua. Stjórn sandin- ista hefur ekkert sagt um þessar fullyrðingar. Ung og AP ástfangin Karólína prinsessa af Mónakó Ijómar af ást og hamingju þar sem hún stendur við hlið manns- efnis síns, ítalans Stephano Cas- iraghi, en þau verða gefin saman í hjónaband á morgun, fimmtu- dag, í furstahöllinni í Mónakó. HAGKAUPS Nokkur dæmi um verð. Okkar verð Leyft verð Emmessís/Kjörís 1 I. kr. 45.00 - kr. 59.00 - Skafís/Mjúkís 1 I. kr. 55.00 - kr. 71.75 - ís blóm/bikarar 4 stk. kr. 38.00 - kr. 49.50 - Gottena ískex 150 gr. kr. 19.95 - kr. 24.50 - Coca-Cola 1 I. án glers kr. 26.80 - kr. 35.70 - Sprite 1 I. án glers kr. 22.80 - kr. 30.40 - 7 Up 1 I. án glers kr. 26.80 - kr. 35.70 - Pepsi-Cola 1 I. án glers kr. 21.40 - kr. 28.55 - Ritz-kex rautt 200 gr. kr. 29.95 - kr. 35.80 - Maarud snack kex 150 gr. kr. 25.40 - kr. 36.60 - Maarud flögur 4 teg. 100 gr kr. 27.90 - kr. 35.30 - Maarud Cristers 80 gr. kr. 22.50 - kr. 46.90 - Maarud saltstengur 250 gr. kr. 38.75 - kr. 48.85 - Buggles kr. 53.40 - kr. 66.95 - Party Dip kr. 11.20 - kr. 14.70 - Eldorado túnfiskur 185 gr. kr. 35.00 - kr. 43.90 - Gunnars mayonaise 400 gr. kr. 29.95 - kr. 37.60 - Gunnars mayonaise 1000 gr. kr. 67.75 - kr. 85.00 - Opíd ídag til kl. 19 HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.