Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 33 meðlimir Lúðrasveitar Reykjavík- ur sakna nú góðs félaga og vinar í stað. Ævisaga manns sem hrifinn er á brott á besta aldri og í blóma lífsins verður ekki skráð í löngu máli, en ævisaga Kristjáns er góð saga, saga manns sem hafði góð- mennsku, hjartahlýju og heiðar- leika að aðalsmerki. Það er að mínu mati það dýrmætasta sem hægt er að skilja eftir sig og ég á ekki betri ósk litla dóttursyni hans og nafna til handa en þá að hann fái að lifa áfram í afa sínum. Jón Kristjánsson sem nú fylgir syni sínum til nýrra heimkynna fæddist í Bolungarvík þann 10. desember árið 1900 og var því 83 ára þegar hann lést að morgni að- fangadags jóla. Eins og títt var um unga menn fædda og uppalda í sjávarþorpum varð sjómennskan megin hluti lífsstarfs hans. Jóni kynntist ég fyrst þegar við Kristján sonur hans tengdumst fjölskyldubönd- um og þekkti ég hann ávallt sem sama ljúflinginn og Kristján son- ur hans var og táknrænt finnst mér það vera fyrir samheldni fjöl- skyldu hans að þeir feðgarnir hefja nú hinstu ferðina saman. Nú þegar leiðir skiljast að sinni, þakka ég og fjölskylda mín vinum okkar fyrir góða samfylgd og biðj- um þeim allrar blessunar. Ást- vinum þeirra, Sigríði og Margréti, börnunum og öðrum sem stóðu þeim næst vottum við dýpstu sam- úð. Páll Sigurðsson Guðjón Eggert Einarsson - Minning Fæddur 1. mars 1966 Dáinn 16. desember 1983 Óumræðanlega var fréttin sár föstudagskvöldið 16. þ.m. að Guð- jón frændi minn væri dáinn, hefði látist í bílslysi þá um kvöldið. Hann, sem var svo ungur, aðeins 17 ára, hlaðinn starfsorku, lífs- gleði og björtum framtíðarvonum. Guðjón var fæddur 1. mars 1966, næstelsta barn hjónanna Hólmfríðar Hlífar Steinþórsdótt- ur og Einars Páls Bjarnasonar, skrifstofustjóra Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Á Stokkseyri átti hann sín fáu æviár. Strax í barn- æsku var þessi káti og aðlaðandi drengur hugljúfi allra, sem hann umgengust. Að skyldunámi loknu stundaði hann nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og síðan við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Skólaslit fyrir jólafrí höfðu far- ið fram á föstudag, og um kvöldið ætluðu skólasystkinin að hittast og skemmta sér. í þá ferð var Guð- jón að fara, ásamt unnustu sinni og fleiru ungu fólki, þegar slysið hörmulega varð. Guðjón var mikill efnispiltur, reglusamur, prúður og vammlaus í umgengni allri og framkomu. í fé- lagsstörfum og íþróttum var áhuginn. í störf fyrir Ungmenna- + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞÓRA D. HELGADÓTTIR frá Fróöhúsum, Borgarbraut 1, Borgarnesi, veröur jarösungin frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 14 e.h. Ferö veröur frá Umferöarmiðstööinni kl. 11 f.h. Helga Ólafsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Ella Dóra Ólafsdóttir, Bóra Ólafsdóttir, Eðvaró ÓLafsson, Ólöf ÓLafsdóttir, Sigurður Blomsterberg, barnabðrn og barnabarnabörn. t EGILL S. KRISTJÁNSSON, bankaritari, Einarsnesi 46, sem lóst 19. desember veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 3 e.h. Katla Níelsen, Margrét Egilsdóttir, Kristján Steindórsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Guöjón Vilbergsson, Gréta Níelsen, Bjarney Guðmundsdóttir, Þór Níelsen og dsstur hins látna. + Sonur minn og faöir okkar, HARALDUR EYLAND PÁLSSON frá Siglufiröi, Hólmgaröi 10, Raykjavfk, er andaöist 18. desember sl. veröur jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.30. Guöbjörg Eiríksdóttir, Eyþór Haraldsson, Haraldur Haraldsson, Guöbjörg Haraldsdóttir. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN Þ. AÐILS, leikari, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 29. desember kl. 3 e.h. Jóhanna Aöils, Sif Aðils, Jón Aöils, Borghildur Aöils, Inga Aðils, barnabörn og barnabarnabörn. félagið og á íþróttavellinum var tómstundunum varið. Hjálpsamur var hann og viljugur. Ávallt til- búinn að rétta hönd til liðsinnis, hvenær, sem eftir var leitað. For- eldrum sínum og systkinum var Guðjón sannkallaður gleðigjafi öll sín hérvistarár. í félags- og íþróttamálum ungs fólks á Stokkseyri er stórt skarð ófyllt. Þar er góður félagi og ötull liðsmaður genginn. — En dýpst er sárið og höggið þyngst fyrir hans nánustu, foreldra, systkini og unn- ustuna ungu, sem nú liggur slösuð á sjúkrahúsi og fylgir í huganum ástvininum síðasta spölinn. Þeim votta ég djúpa samúð. Hér skal ekki getum leitt að til- gangi lífs og dauða. Örlögin eru oft svo miskunnarlaus. Oftar bónar Guðjón ekki bílinn fyrir frænda sinn. Oftar léttir hann ekki undir með mömmu sinni og pabba í dagsins önnum. En minningarnar eigum við eft- ir, — bjartar ylríkar minningar um drenginn góða og hjálpsama. Þær hugljúfu minningar létta syrgjendum sorgina þungu og lyfta hugum til hæða. Þessi fátæklegu orð við leiðar- lok frænda míns hefi ég ekki fleiri. Blessuð sé minning Guðjóns Eggerts Einarssonar. Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri. Nýting hótelsins batnar Stykkishólmj, 20. desember. í ÞESSUM mánuði var aðalfundur Þórs hf. í Stykkishólmi haldinn, en félagið rekur hótelið í Stykkis- hólmi. Á þessu ári hefir nýting bæði á herbergjum og eins annarri þjón- ustu aukist og hagur þess batnað að mun. Undanfarin ár hefir þróunin verið hægfara en horft alltaf í rétta átt. Fleiri og fleiri sækja nú Stykkishólm heim og þá sérstaklega að sumrinu til að njóta þess sem umhverfið hefir að bjóða. Bæði er það að hótelið greiðir fyrir því að fólk komist út um eyjar sem er sannarlegt ævin- týri í góðu veðri, auk þess sem öll þjónusta hótelsins er að dómi þeirra sem koma hingað, ágæt. Hótelstjórinn, Sigurður Skúli Bárðarson, reifaði á fundinum ýmsar hugmyndir til að auka rekstur hótelsins og munu þær allar teknar rækilega til athugun- ar- — Árni Þríár spumingar -um erlendan kostnað Til viðskiptavina okkar og þeirra sem hlut eiga að máli Hafskip hf. hefur sett sér sem eitt meginmarkmiö að gæta hagsmuna farmflytjenda varðandi kostnaðarmyndun við vörusendingar á erlendri grund. Enn betra tækifæri gefst okkur til þessa starfs eftir stofnun eigin umboðsskrifstofa erlendis og eftir því sem íslendingum starfandi þar vex þekking á aðstæðum. Sem einn lið í þessum ásetningi félagsins höfum við beint eftirfarandi spurningum til viðskiptamanna í von um, að svör gefi betri forsendur til að ráðast til atlögu á réttum stöðum með viðeigandi vopnum. Við viljum hér með minna viðskiptavini okkar á að senda okkur svörin sem fyrst. Við viljum einnig biðja aðra farmflytjendur og þá sem hlut eiga að máli að gera slíkt hið sama. Svör við spurningum má klippa hér úr blaðinu og senda Hafskip hf., eða koma þeim á framfæri til starfsmanna okkar á annan hátt, munnlega eða skriflega. Góð þátttaka í þessari skoðanakönnun verður okkur vopn í baráttunni gegn óþarfa milliliðakostnaði erlendis. 1 Fylgja eftirkröfur, þegar vara er keypt FOB? □ oft □ sjaldan □ aldrei 2Frá hvaða höfnum er mest um eftirkröfur? • a) ......................................... .......... b) ................................................... c) ................................................... 3Eru eftirkröfur óeðlilega háar, þegar vara er keypt ex-factory? ^ Ef svo er, frá hvaða höfnum helst? a) ................................................... b) ................................................... c) ................................................... Með þökk fyrir hjáipsemina. HAFSKIP HF. Pósthólf 524-121 Reykjavík HAFSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.