Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 11 Akureyri: 36 rjúpur að með- altali í veiðiferð Kristján Jóhannesson veiddi alls 501 rjúpu í ár Akureyri, 22. desember. „ÉG NÁÐI því takmarki mínu í gær að veiða yfir 500 rjúpur að þessu sinni,“ sagði Kristján Jó- hannesson, bifvélavirki á Akur- eyri, þegar Mbl. ræddi við hann á vinnustað. Hann sleppti því síð- asta veiðidegi rjúpnavertíðarinn- ar, sem er í dag, en aftur á móti var faðir hans, Jóhannes Krist- jánsson, á veiðum og hafði fengið á annað hundrað rjúpur, þegar hann lagði upp í morgun. Þeir feðgar eru kunnir fyrir margvíslega veiðimennsku, eða eins og Kristján orðaði það: „Upp úr áramótum kemur svartfuglinn á fjörðinn og þá förum við á trillunni okkar og veiðum hann. Síðan kemur þorskveiðitímabilið í apríl, sil- ungsveiðin í júní oglaxinn eftir það. í september er það svo gæsin og loks rjúpan frá 15. október." Kristján hefur farið 14 ferðir til rjúpna á þessu veiðitímabili, þannig að meðaltalsveiði í hverri ferð er um 36 rjúpur. Geri aðrir betur. Aðspurður segist hann aðallega veiða á skógarsvæðum Ljósavatns- skarðs, Bárðardals og Fnjóska- dals. Það sé skemmtilegasta veiðiferðin að veiða í kjarri, þá þurfi á verulegri þekkingu á veiðisvæðinu að halda og mest sé skotið á flugi, sem sé lang- skemmtilegasta veiðiaðferðin. Kristján hefur stundað veiði- skap allt frá árinu 1964, eða í tuttugu ár. Að hans sögn hefur aldrei fyrr verið jafn mikið um rjúpu á þessum veiðisvæðum, enda hafi hann aldrei fyrr fengið jafnmikinn afla á einu veiðitímabili. GBerg Ljósm. Mbl. — GBerg Kristján Jóhannesson á vinnustað í gær. HONDA Stórfelld verðlækkun á Honda bílum árg. ’83 >4ccord Var Nú aðeins Lækkun kr. Civic 3h beinskiptur 262.200 240.800 21.400 Civic 3h sjálfskiptur 296.700 276.200 20.500 Civic 3h „Sport" Uppseldur Civic 4h Sedan beinskiptur 315.100 289.900 25.200 Civic 4d Sedan sjálfskiptur 323.705 289.900 33.805 Quintet 5h beinskiptur Uppseldur Accord 3h beinskiptur Uppseldur Accord 4h Sedan beinskiptur 400.100 350.500 49.600 Accord 4h Sedan beinsk. EXS 438.800 377.900 60.900 Accord 4h Sedan sjálfsk. EXS 455.700 394.500 61.200 Prelude 2h beinskiptur EX 451.900 427.000 24.900 Prelude 2h beinsk. EX+P.S. 462.600 437.300 25.300 Öll verö miðuö við bankagsngi Yan : 0,12062 todgengi Yen: 0,12062 Verð in ryðvarnar og akráningar. Vatnagöröum 24, Símar 38772 — 39460 — 82089 Góðir greiðsluskilmalar A ISLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.