Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Enn barist f Afganistan Hinn 27. desember 1979 réðst sovéski herinn inn í Afganistan og enn er barist þar í landi. Sovét- menn halda úti rúmlega hundrað þúsund manna liði í Afganistan. Hins vegar hefur þeim ekki tekist að sölsa allt landið undir sig og jafnvel í Kabúl, höfuðborg- inni, er öryggi herstjóranna og leppa þeirra ógnað. Afg- anska þjóðin og frelsissveit- ir hennar risu gegn her- námsliðinu og um eða yfir fjórar milljónir Afgana hafa flúið ættland sitt til nágrannaríkjanna, Pakist- ans og írans. Fjögurra ára stríð gegn afgönsku þjóð- inni hefur orðið Sovét- mönnum til skammar og minnkunar á alþjóðavett- vangi. Fimm sinnum hefur ein- dreginn meirihluti ríkja heims staðið að samþykkt tillagna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hvatt er til þess að sjálfstæði Afganistans sé virt og hlutlaus staða ríkis- ins utan hernaðarbanda- laga, að Afganir fái sjálfir að taka ákvarðanir um framtíð sína og flóttamenn fá Afganistan fái að snúa til heimkynna sinna í friði og með sæmd. Jafnoft hafa Kremlverjar haft þessar samþykktir að engu. Þeir hundsa meirihlutavilja þjóðanna þegar þeim hent- ar, þeir rjúfa landamæra- helgi nágrannaþjóða þegar þeim sýnist og þeir berjast af miskunnarleysi gegn Afgönum með það eitt fyrir augum að gera land þeirra að hluta sovéska heimsveld- isins. Á þeirri tækniöld sem við lifum býsnast menn oft yfir því hvað heimurinn sé orð- inn lítill. En þegar kemur að því að ræða atburði eins og innrásina í Afganistan og draga lærdóma af þeim láta margir, meira að segja einnig hér á landi, eins og heimurinn sé raunverulega svo stór að það geti aldrei gerst hér sem kemur fyrir aðra. Þetta er mikill og hættulegur misskilningur. Afganskir frelsissinnar segja einmitt: Við trúöum því sem Sovétmenn sögðu, að samband okkar og þeirra væri sérstakt og friðsam- legt, við vorum of andvara- lausir, þess vegna fór sem fór: Gætið þið ykkar! Og í friðarumræðu samtímans líta Vesturlandamenn sem búið hafa við frið í 40 ár fyrst í eigin barm og þeir sem gera kröfu til mestrar lýðhylli komast að þeirri niðurstöðu, að það gerist aldrei hér og þess vegna sé sjálfsagt að taka mark á friðargala Kremlverja — annars verði veröldinni tor- tímt í kjarnorkustríði. Tíu aðildarríki Evrópu- bandalagsins (Efnahags- bandalags Evrópu) gáfu út harðorða yfirlýsingu í gær, þriðjudag, vegna fjögurra ára hernaðar Sovétmanna gegn Afgönum. Þar er það enn ítrekað að forsendan fyrir friði í Afganistan sé heimkvaðning sovéska inn- rásar- og hernámsliðsins. Þetta hlýtur að vera krafa allra frelsis- og friðarsinna en hún er ekki einu sinni til umræðu í Sovétríkjunum. Þar starfa „friðarhreyf- ingar“ aðeins í þeim til- gangi að koma á „friði“ á Vesturlöndum með því að ríki Atlantshafsbandalags- ins afvopnist. í friðarskapi jólanna er okkur hollt að íhuga örlög Afgana en miklu betra væri auðvitað að við gætum með friðsam- legum ráðum losað þá und- an hernaðargreip hins gír- uga nágranna. Lóðir í Reykjavík Aþví ári sem nú er að líða hefur orðið þögul bylt- ing öllum þeim til hagsbóta sem vilja byggja í Reykja- vík. Sú breyting hefur orðið að í stað þess að þurfa að bíða lengi og í óvissu eftir því hvort unnt sé að fá lóð eru umsóknir afgreiddar með jákvæðum hætti eftir hendinni, ef ekki er um sér- stakar óskir að ræða. Af gögnum borgarráðs má sjá að þar er jafnt og þétt verið að úthluta lóðum og eftir að hætt er að gera það í kipp- um samkvæmt punktakerfi eða öðrum úrvinnslureglum eru lóðaúthlutanir hættar að vera sama fréttaefni og áður. Þessi þögula bylting í lóðamálum Reykjavíkur undir forystu Davíðs Odds- sonar og meirihluta sjálf- stæðismanna á eftir að gjörbreyta viðhorfi í bygg- ingamálum í höfuðborginni. Sjálfboðaliðar leggja síðustu hönd á frágang í hinni nýju sjúkrastöð SÁA við Grafarvog í gær. Ljósm. KÖE. Ný sjúkrastöð SÁÁ vfgð í dag: Kostnaður um 20 þúsund krónur á hvern fermetra HIN nýja sjúkrastöð SÁÁ — Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið, sem reist hefur verið við Grafarvog í Reykjavík, verður vígð í dag. Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir í stjórn samtakanna mun lýsa húsið tekið í notkun og gera grein fyrir nafni stöðvarinn- ar, sem valið hefur verið úr um átta þúsund tiliögum, sem borist hafa. Þá mun Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra, flytja ávarp. Að sögn Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, framkvæmda- stjóra SÁÁ, hefur bygging sjúkrastöðvarinnar gengið mjög vel og hratt fyrir sig. Að- eins eru um 16 mánuðir síðan fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin og um 15 mánuðir frá því framkvæmdir hófust. Sagði Vilhjálmur að allir þeir aðilar, sem þarna hefðu lagt hönd á plóg, ættu miklar þakkir skildar, fyrst og fremst þær þúsundir landsmanna, sem hefðu gert bygginguna mögulega með framlögum sín- um. Kostnað við bygginguna sagði Vilhjálmur vera mjög mikinn, enda húsið stórt og ekkert til þess sparað, en þó næmi kostnaður aðeins um 20 þúsund krónum á hvern fer- metra, þegar húsið væri full- búið, að meðtöldum gatna- gerðargjöldum og öllum hús- búnaði og alls þar á milli. Þessar tölur sagði Vilhjálmur að væru lægri en almennt gerðist í byggingu heilbrigðis- húsnæðis hér á landi. Að lokinni vígslu hússins í dag verður öllum landsmönn- um boðið að koma og líta á sjúkrastöðina nýju, sagði Vilhjálmur, milli klukkan 17.30 og 20. Fyrstu sjúkl- ingarnir munu koma inn á sjúkrastöðina þegar fyrir ára- mót. Arinbjörn RE tafðist á heimleið: Fékk fastsetning- artóg í skrúfuna Skuttogarinn Arinbjörn RE-54 tafðist um sólarhring á leiðinni til landsins frá Englandi um hátíð- irnar, vegna þess að skipið fékk tvisvar tóg í skrúfuna. Um hádegi í dag á togarinn að vera kominn I slipp, að sögn Magnúsar Gests- sonar, útgerðarstjóra skipsins. „Skipið var um 303 mílur austur af Vestmannaeyjum snemma að morgni 22. desem- ber þegar það fékk fastsetn- ingartóg af stóru skipi í skrúf- una. Með því að snúa svokall- aðri „turnmaskínu" aftur á bak losnaði um tógið og skipið gat haldið áfram ferð sinni áleiðis til Eyja,“ sagði Magnús í sam- talí við blaðamann Mbl. „Þeir náðu þó ekki fullri ferð, ætli skipið hafi ekki siglt á átta míl- um eða svo. Upp úr klukkan sjö á Þorláksmessumorgun, þegar skipið var um 180 mílur frá Vestmannaeyjum.stoppaði það síðan alveg. Það var dreginn vír undir skipið til að reyna að veiða upp það sem hafði farið í skrúfuna, en án árangurs. Þegar Arin- björn hafði verið á reki í þrjá eða fjóra tíma flaut upp endi á tóginu. Honum var náð um borð og aftur var hægt að ná tóginu úr með turnmaskínunni. Skipið sigldi svo fyrir eigin vélarafli til Eyja, þar sem það mætti björg- unarskipinu Goðanum. Þar var kíkt á skrúfuna en síðan sigldi togarinn áfram til Reykjavíkur fyrir eigin vélarafli. Hingað kom hann um kl. 17.30 á jóla- dag,“ sagði Magnús Gestsson. Hann sagði að athugun hefði leitt I ljós að helmingur öxul- hlífar væri brotinn af og hinn helmingurinn beyglaður. Skrúfublað hefði bognað en menn gerðu sér vonir um að skemmdirnar væru ekki alvar- legri og að skipið kæmist aftur á veiðar 2. janúar eins og fyrir- hugað hefði verið. Magnús sagði veður hafa verið gott á meðan á baslinu stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.