Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Sveinn skallapoppari og sérríflöskurnar tvær Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Hver er... Sjónvarpsleikrit á vegum íslenska sjónvarpsins. Höfundur: Þorsteinn Marelsson. Leikstjórn og stjórn upptöku: Hrafn Gunnlaugsson. Kvikmyndun: Örn Sveinsson. Hljóð: Böðvar Guðmundsson. Klipping: Jimmy Sjöland. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Ég þekki ekki mikið til rithöfund- arins Þorsteins Marelssonar en minnist þess þó að hafa eitt sinn hlýtt á útvarpsleikrit eftir þennan ágæta mann. Leikrit þetta fjallaði um þann séríslenska vítahring sem endar og upphefst í svokölluðu helg- arfylleríi. Lýsti leikritið bærilega sálarfjötrum þess fólks sem leggur á sig hausverk og magakveisu einu sinni í viku svo það megi um stund eiga griðastað í hálfmyrkvuðum heimi. Heimi sem hæfir máske þeim tíma sem kenndur er við sokkabönd, en leggur fjötra á samfélag foreldris og barns. En slíkt samfélag nær aldrei að blómstra í námunda við ölteiti né heilaertandi efni af öðrum toga. Hið mikilvægasta í lífinu, trún- aðartraustið milli foreldris og barns, brestur og þá er fátt eftir sem skipt- ir máli. Þessi hugsun fannst mér endur- óma í fyrrgreindu útvarpsleikriti Þorsteins Marelssonar og sömuleiðis í nýbökuðu sjónvarpsleikriti hans er nefnist „Hver er ...“ Leikrit þetta fjallar um popptónlistarmanninn Svein sem í ölæði missir annað aug- að í átökum við eiginkonu sína. Þessi atburður rýfur trúnaðarbandið milli þeirra hjóna og Sveinn hrekst af mölinni útí sveit þar sem hann telur sér trú um að hann njóti næðis á ónefndum heimavistarskóla til iðk- unar tónsmíða. Sveini verður þó lítið úr verki því hann hefir í ölæðinu í raun skorið sundur lífsstrenginn — þann streng er batt hann við eigin- konuna og litla soninn. Finnst mér lýsing Hrafns Gunnlaugssonar á sálarstríði Sveins meistaraleg, sér- staklega eru áhrifarík þau mynd- skeið er sýna Svein í svefnrofunum aleinan í kennaraíbúðinni, en myndavélin hvarflar milli martrað- anna á andliti hans að myndum litla drengsins er hann sendi pabba sín- um í útlegðinni. Þessi atriði eru hófstillt en segja meira en flest ann- að sem hefir verið fest á íslenska filmu. Auðvitað endar myndin á því að Sveinn skallapoppari hrekst úr kennarastöðunni. Vafalaust túlkar hann ófarirnar þannig að heimurinn sé andsnúinn séníinu, í það minnsta þeirri tegund sénís sem aðeins er fært um að skapa eitt einasta snilld- arverk. En Sveinn skallapoppari hef- ir einmitt á samviskunni eitt slíkt. Aumt hlutskipti að vísu, en í þeirri sælu trú að öl sýni innri mann má umbera mótlætið og veita særðum metnaði framrás á vængjum tilfinn- inganna. En þar með hefir hringur- inn lokast einsog hjá helgardrykkju- liðinu. í stað þess að spyrna við fót- um í veruleikanum leitar Sveinn lausnar í algleyminu. Heimur hans verður sífellt umsnúnari og áttlaus- ari. Sveinn gerist förumaður sem gríp- ur í nistið er geymir myndina af barninu á þeim stundum er sjálfs- vorkunnsemin flæðir yfir bakka. í stað þess að samgleðjast konunni í lögfræðináminu finnur hann enn sárar til eigin menntunarleysis. Hann getur ekki lengur snúist til fagnaðar með öðrum heldur sogast dýpra og dýpra í viðjar sjálfsins. Hann hefir raunar aldrei slitið sig fullkomlega frá þeirri veröld sem leið áfram á ljúfum vængjum hass- ins og brennivínsins og lamba- kjötsins sem fyllti veisluborð popp- heimsins. Kannski er hann útbrunn- inn af gjálífinu. í það minnsta leit- aðist Þórhallur Sigurðsson við að sýna Svein skallapoppara i slíku ljósi. Trúði ég því næstum að Þór- hallur væri ekki að leika Svein held- ur væri hann bara orðinn svona þreyttur á skemmtibransanum. Það eru mjög fáir menn gæddir slíkum hæfileika að geta skriðið undir nán- ast hvaða skinn sem er og skoðað þaðan veruleikann. Jón Viðar Jónsson er alger and- stæða Þórhalls að þessu leyti. Hann fellur eins og flís við rass að hlut- verki hins stranga skólastjóra, en það er ekki eins víst að hann passaði inní neitt annað hlutverk (mikið er annars gaman að fá tækifæri til að gagnrýna fyrrum samstarfsmenn í gagnrýnendastétt). Ég sé annars ekki frekari ástæðu til að fjalla um leikendur þessa verks, Hrafn hefur gott lag á amatörum og krakkarnir létu greinilega vel að stjórn. Jú ann- ars, ekki má gleyma Jónínu H. Jóns- dóttur í hlutverki ráðskonunnar. Þar var rösklega gengið til verks. Kvikmyndataka Arnar Sveinssonar var með ágætum og sömuleiðis hljóðsetning Böðvars Guðmundsson- ar. Auðvitað má sitthvað finna að framsetningu efnisins í þá veru að stundum hafi lopinn verið teygður um of en hvergi slaknaði þó á spenn- unni. Áhorfandinn hafði stöðugt á tilfinningunni að eitthvað válegt myndi gerast, en stóð svo uppi með tvær tómar sérríflöskur. Sumir myndu telja slíka eftirtekju rýra. Má vera, en segir ekki máltækið að oft velti lítil þúfa stóru hlassi? - Flugeldasala VALS í Valsheimilinu að Hlíðarenda Valsmenn! Kaupiö flugeldana hjá okkur. Fjölskyldupokar meö afslætti. Aöeins viöurkenndar vörur. Knattspyrnudeíld Vals GEYSIFJÖLBREYTT ÚRVAL - GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Viö höfum séö landsmönnum fyrir áramótaflugeldum og neyöarmerkjum frá 1916. Aöeins 1. flokks vörur. Skipablys — skipaflugeldar, okkar sérgrein. — Mjög góö kaup í fjölskyldupokum á kr. 600 og kr. 1.000. ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI. SÍMAR 28855 — 13605. _ ........................ Opið i kvold til kl. 20.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.