Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 '*■ aj 118M ynnifiii ftm itnilli , EKKERt sem horfanoi EK /" ást er . . . ... ad endurgjalda kossinn TM Rag U.S. Pat Ott -all rights reservad c T9Q3 Los Angeles Trmes Syndicate Ég er fyrir löngu búinn að banna þér að hringja til mín í vinnutímanum! HÖGNI HREKKVÍSI Mjóafjarðarskessan Útvarpshlustandi skrifar: „Útvarpið hefur nú loks fengið óskadraum sinn uppfylltan, svo- kaliaða Rás 2. Þetta fyrirtæki kostaði nú ekki nema tæpar 40 milljónir. Nógir peningar þá. Og upp á hvað er svo boðið í þeim herbúðum? Matseðillinn er popp og meira popp, rokk og pönk, bárujárn, bylgjurokk, grýlur, leppalúðar, tíkarrassar, þarma- gustar, fretnaglar, óhljóð, ýlfur, öskur og önnur tröllslæti. Ekki verður annað séð en fjandinn sjálfur hafi hlaupið í útvarpið. Eða leiddi kannski fyrrverandi formaður útvarpsráðs Mjóafjarð- arskessuna þarna til öndvegis? Varla verða svona undur skýrð á annan hátt en þann, að skessan hafi brugðið upp annarri hendi sinni fyrir sálarglugga æðstu presta Ríkisútvarpsins og ært þá. Og nú syngja þeir í gegnum Rás 2 eins og stendur í vísunum um Mjóafjarðarskessuna: Takið úr mér svangann og langann; nú vil eg að gilinu ganga. Takið úr mér svilin og vilin; fram ætla eg í Mjóafjarðargilið. Hvernig væri nú að Rás 2 tæki tappann úr tíkarrassanum og semdi nýbylgjulag við skáldskap æðstu prestanna? Þarmagustar yrðu vafalaust bestu flytjendurn- ir, og ekki vantar skessuna stað- gengla. Ýmsir hefðu kannski haldið að poppararnir hefðu unnið fræki- legan sigur, þar sem þeir geta nú þeyst á þarmagustum 8 tíma í dagvinnu og kvöld- og næturtíma eftir þörfum, þá væri nóg af þeirri gandreið komið; þá yrði létt nokk- uð á plágunni í Rás 1. Nei, ekki aldeilis. Utvarpsstjórinn tilkynnti að ekki mætti svíkja þá sem yrðu afskiptir dýrðinni vegna fjarlægð- ar. Hún er máttug Mjóafjarðar- skessan, þegar hún fær brugðið upp hendinni. Hvaða fjarlægð skyldi nú maðurinn meina? Varla er það Akureyri, því að eftir þeirri dagskrá, sem þaðan berst, virðist skessan ekki hafa náð þar mikilli fótfestu. Hlustendakönnun var gerð. Hún var í anda skessunnar. Þar fengu þeir sem mest hlusta á útvarp ekki að koma nærri. Frækilegur sigur vannst að hætti herforingja, sem virða almennan kosningarétt að vettugi. Njóti þeir sigursins eins og þeir hafa aflað. Vafalaust verða allir þeir sem um þetta eru annars sinnis að una við ósigur sinn um nokkra framtíð, því að varla munu ráðamenn útvarpsins yfirgefa faðmlög skessunnar. Það sýnir okkur þjóðsagan um trunt, trunt og tröllin í fjöllunum. í mestu nauðum finnast oftast einhver ráð og svo er einnig hér. Margir hafa orðið sér úti um upp- tökutæki og er það hið mesta þjóð- ráð, þegar í nauðir rekur. Það er ekki mjög dýrt að eignast svona tæki. Hægt er að koma sér upp miklum forða hinnar ágætustu tónlistar sunginnar og leikinnar. Sá er þetta ritar á nú um 500 lög, sem safnast hafa með ýmsu móti, en þar fer lítið fyrir tónum úr Mjóafjarðargilinu. Upptaka á tónbönd er ódýr og flestum viðráð- anleg og auk þess skemmtilegasta tómstundagaman og þroskandi, þegar vel er að staðið. Þetta má gera með ýmsu móti. Fyrir kemur en sjaldgæft þó, að eitthvað bita- stætt er að hafa í útvarpi, helst þegar Pétur Pétursson er með þætti, sem sjaldan gerist, því að honum virðist nú ærið þrengt, sem vonlegt er við þær aðstæður, sem nú eru við þá stofnun. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að tafsamt reynist að dorga á þeim miðum, því eins og í vísunni stendur: Það er ekki þorsk að fá í þessum firði, þurru landi eru þeir á og einskis virði. En til eru önnur mið, sem vert er að leita á. Ýmsir eiga kunn- ingja, sem búa vel, með gott H.M.H. skrifar: Kæri Velvakandi. Mikið hefur verið skrifað um bókina Látum oss hlæja á lesenda- síðunum. Og langar mig að bæta nokkrum orðum þar við. Það er augljóst á þessum skrif- um að ekki kunna allir að taka gríni hér á landi. Einn af þeim sem mikið hefur skrifað um þetta efni er prestur hér í borg. Ég efast ekki um, að hann geti hlegið að Hafnarfjarðarbröndurum eða álíka skopsögum. En hvers vegna getur hann þá ekki hlegið að þess- um prestabröndurum? Gæti ástæðan verið sú að hann teldi sig og stétt sína öðrum æðri? hljómplötusafn úrvalstónlistar. Til þeirra er oft gott að leita til upptöku. Þó ærið hafi nú borið af leið í tónlistarflutningi útvarpsins um skeið og líklegt sé að þar birti lítið til nema síður sé og enginn viti hve lengi það afmenningar- tímabil, sem nú ríður yfir, stend- ur, þá mega þeir, sem annað vilja, ekki fara í fýlu eða leggjast undir feld í volæði. Það skemmir sálina. Þá er fátt betra en að eiga hug- Ijúfa tónlist í fórum sínum og vera í þeim efnum húsbóndi á sínu heimili. Þarna geta tónböndin gert kraftaverk. En það er svo eft- ir öðru, að nú á að fara að gera fólki sem erfiðast fyrir og leggja okurskatt á böndin, vafalaust til að standa undir uppeldi og fram- færslu grýlubarna útvarpsins. Um það þykir nú mest um vert á þeim tímum sem kallaðir eru neyðar- tímar. Þeir mörgu sem telja þjóð- ina nú skorta fremur annað og betra og vilja varðveita sálarfrið- inn ættu að kaupa strax eins mörg auð tónbönd eða bönd með hug- ljúfri tónlist og fjárhagur framast leyfir, áður en svartnættið skellur yfir. Betri er innri friður en inn- eign í banka. Góður er sá friður og ró, sem hin ljúfa tónlist færir þeim sem á hana hlýða, og væn- legri til andlegs þroska en þeir álagatónar sem þeim falla í skaut sem standa á gilbarmi Mjóafjarð- arskessunnar og hlýða á hennar þarmagust." Málið er bara það að prestar eru ósköp venjulegir menn og þar af leiðandi ættu þeir að geta sætt sig við þessa bók. Ég bara spyr: Hvers vegna má ekki gera grín að prest- um eins og öðru fólki? Bókaútgáfan SALT gefur þessa bók út vegna þess að hún starfar á kristilegum grundvelli. Takmarkið er, tel ég vera, að ná prestinum niður til fólksins. Þá fyrst mynd- ast grundvöllur fyrir eðlilegu arins. Mönnum ber að líta upp til ritningarinnar sjálfrar en ekki prestanna, þeirrar stéttar sem tekur að sér að koma boðskap hennar til fólksins. Kær kveðja." Prestar ættu að geta sætt sig við þessa bók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.