Morgunblaðið - 28.01.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.01.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 11 Eineog mer synist .... Ég efast um að Frakkarnir skildu þetta Eiginlega er ég feginn að ég skuli ekki lengur þurfa að sinna þessari frönsku fréttastofu sem ég þjónaði í hjáverkum um árið. Maður símaði henni ef Fransmenn lentu í havaríi hér á ís- landsmiðum, sem þá var vitanlega orðið harla fátítt, og svo voru þeir alltaf óskaplega þakklátir þarna ytra ef eitthvert eldfjallið okkar byrjaði að spúa eldi og brennisteini, hvað stóð alltaf fyrir tveimur þremur málsgreinum í heimspress- unni með þessari venjulegu mynd frá Óla mínum Magg af glóandi björgum að iðka loftfimleika í háloftunum. Ég hygg að þetta hafi verið allt og sumt sem Frakkinn aetlaðist til af okkur íslendingum og að hann hafi verið alveg sáttur við það að hér útí hafinu byggi ósköp meinlaust og nægjusamt fólk sem blöðin í útlandinu þyrftu ekki að eyða prentsvertu á oftar en í mesta lagi fimm sex sinn- um á áratugi. Mér heyrðist Frakkarnir mínir meira að segja stundum vera fegnir. Þeir höfðu yfirdrifið af þjóðum á lager sem höfðu það fyrir sið að hrinda af stað heimsstyrjöld á tutt- ugu ára fresti. En nú er öldin önnur, og það er þessvegna sem ég prísa mig sælan í aðra röndina að minnstakosti að vera genginn af skipinu. Hvað gerði ég til dæmis ef mér bærist í fyrramálið svohljóðandi orðsending frá húsbændum mínum fyrr- verandi, einsog maður gæti rétteins átt von á: „Hvíslað hér í París að einn af ráðherrum ykkar sé orðinn spinnegal og vilji hverfa aftur til forn- íslenskrar stafsetningar. Kvað hafa státað af því í fjölmiðlum að hann sæti við það með sveittan skallann framá rauðar nætur að leiðrétta meint- ar stafsetningarvillur hjá undirsátum sínum. Telex- aðu okkur tvö hundruð orð í logandi hvelli. Hér mikill og góður markaður fyrir klikkaða ráðherra." Eða svo fleira sé tínt til: „Gengur fjöllunum hærra hér kringum Eiffelturn- inn að fjármálaráðherr- ann ykkar hafi lýst yfir opinberlega að hundar séu hafnir yfir lög. Kaligúla Rómarkeisari skipaði að vísu hestinn sinn ræð- ismann, en þetta var líka á þeim dögum þegar menn á þessum slóðum spáðu í innyflin í hænsnum og iðkuðu sitthvað fleira sem nú þætti hæpið. Fýsir að vita í fyrsta lagi hvort við eigum kannski von á því að hundur taki sæti í rík- isstjórn ykkar, og í öðru lagi hvort fyrrnefndur ráðherra hafi nokkuð sést á stjái í grennd við hænsnabú. Vinsamlegast telexaðu svosem fimm hundruð orð, og ennfrem- ur væri æskilegt að fá símamynd af fjármála- ráðherra og/eða mynd af fyrirmannlegum hundi að gamna sér við að naga í sundur fótlegginn á póst- manni eða einhverju því- líku.“ Eða enn, því af nógu er að taka: „Fullyrt hér á Parísar- slóðum að fyrrum ráð- herra hjá ykkur og núver- andi svokallaður komm- issar einnar voldugustu peningastofnunar þjóðar- innar hafi týnt glænýjum Mercedes Benz. Kvað hafa verið lýst eftir honum í L’Humanité ykkar íslend- inga sem heitir víst Tjod- viljinn hjá ykkur. Enn- fremur haft fyrir satt hér í Frans að gildustu emb- ættismenn íslenskir veiti sér svo ríflegan afslátt af kerrunum sínum að dygði til þess að framfleyta meðalfjölskyldu í tvö ár á þessum síðustu og verstu tímum. Ugglaust einber óhróður: jafnvel hér með milljónaþjóðunum eru gildustu embættismenn- irnir ekki svona svalir. Þeir næla sér í sporslurn- ar í kyrrþey. Höfum líka hlerað að á íslandi fái menn alltaf bíladellu þeg- ar þeir verði ráðherrar. Höfum að vísu heyrt talað um tunglæði í sambandi við geðsjúkdóma en aldrei um bíladellu í sambandi við stjórnarmyndanir. Svosem fimmtíu orð mundu duga um þetta. — P.S. Er það ekki líka bölv- uð skreyti að fyrsta sparnaðarráðstöfun allra nýrra ríkisstjórna sé að gefa ráðherrunum hálfan bíl?“ Og loks gæti svohljóðandi telexskeyti alveg eins dottið inná borð hjá mér einsog allt er nú í pottinn búið: „Glannafréttir í blöðum hér ytra af hroðalegu blóðbaði í Reykjavík. f guðsbænum, hvað er að ske? Haft fyrir satt að lögregluþjónar vaði um göturnar og slátri öllum hundum sem þeir komist í færi við. Stórblöð í Sví- þjóð og á Bretlandseyjum með rosamyndir af haug- um af lögregluþjónum í óða önn að kyrkja trygg- asta vininn, og áhöld um hvort froðufelli meira, löggan eða hundspottið. (Er þetta ekki vindlareyk- ur samt fremur en froða sem umlykur Albert á myndunum?) í guðs al- máttugs bænum, hvað er eiginlega að gerast hjá ykkur? Gerðuð þið kannski alvöru úr því að dubba hund uppí ráðherra og ætlaði djöfsi að taka sér alræðisvald eða hvað? Telexaðu minnst tvö þús- und orð einsog skot, og í guðs almáttugs bænum hvar eru myndirnar? Er óli Magg kannski fallinn? Einskonar staðbundin stafsetning... — P.S. Já, það er af sem áður var þegar einu frétt- irnar frá ykkur þarna á skerinu voru af einni og einni duggu og slangri af eldgosum." Einsog ég sagði í upphafi erum við Islendingar sem- sagt heldur betur búnir að hasla okkur völl á landa- bréfinu, og ég þykist góður að vera sloppinn úr eldlín- unni. Sakleysingja einsog mér yrði það enda ofviða að útskýra fyrir heimsmönn- unum í Frans hvað sé að ske í íslensku þjóðlífi. Ég kæmist auðvitað ekki hjá því að svara neyðarópum þeirra, en það yrði fremur af vilja en mætti. Ætli ég gerði mikið betur en að svara síðasta telexinu þeirra eitthvað á þessa leið: „Allir hundar óhultir í Reykjavík og nágrenni. Hér var efnt til hávís- Gísli J. Astþórsson maður sé staddur hverju sinni hverskonar rithátt maður noti; og að ef maður skokki til dæmis neðanúr forsætisráðuneyti og uppí iðnaðarráðuneyti, þá breyt- ist stafsetning manns á leiðinni. Einskonar stað- bundin stafsetning, ef svo mætti að orði komast. Ég efast samt um að Frakkarnir mundu skilja þetta. Fransmenn eru sí- fellt að státa af því hvað þeir hugsi rökrétt. Og sömuleiðis þyrði ég ekki að hengja mig uppá það að- þeir skildu mig að heldur ef ég reyndi að færa gildu embættismönnunum sem fyrr er getið það til máls- bótar að bæklaðir íslend- ingar fengju líka afslátt af sínum kerrum; en ekki eins mikinn samt og ekki af eins fínum kerrum einsog gefur að skilja. Ef ég á að vera alveg ær- legur er ég á hinn bóginn alls ekki viss um ég hefði revnt að svara þessu fjasi þeirra um Kaligúla og hrossið hans. Mig hefði jafnvel grunað að þeir væru að gera grín að okkur. Auðvitað mundi okkur aldrei detta í hug að dubba hund uppí ráðherra. Hund- ur kann ekki á bíl, þóað aldrei væri annað. Fjár- málaráðherrann okkar, sá mæti mann, sagði líka ein- ungis að fyrr léti hann drepa sig en fara að lögum. Og er það ekki fullmikil tilætlunarsemi ef sami maðurinn sem setur lýðn- um lög á í þokkabót að fara eftir þeim? indalegra og hálýðræðis- legra skoðanakannana um hundahald, og þegar meirihluti borgaranna lýsti sig eindregið andvíg- an hundahaldi, þá var á hávísindalegan og hálýð- ræðislegan hátt umsvifa- laust ákveðið að leyfa það.“ Kannski ég hefði átt að bæta því við að stundum sé maður satt best að segja forsjóninni þakklátur fyrir það að stjórnvöld skuli þó ekki sjá ástæðu til þess að kanna vilja okkar almúgans í mikilvægari málum. Af einskærri skyldu- rækni hefði ég vísast líka reynt að hnoða saman frétt um nýju (þ.e. fornu) staf- setningarreglurnar okkar og reynt eftir föngum að út- skýra fyrir þeim frönsku hvernig það fari eftir því í hvaða stjórnarbyggingu Opið kl. 10 Opið kl. 10 Vörumarkaðurinn hf. 1 EIÐISTORG111 Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLA 1a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.