Morgunblaðið - 28.01.1984, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
Gífurleg stemmning var á kapprsðufundi
milli formanna Sjálfstæðisflokk.sins og Al-
þýðubandalagsins, Þorsteins Pálssonar og
Svavars Gestssonar, í Hafnarfjarðarbíói.
Tóku áheyrendur, sem troðfylltu húsið, vel
undir með ræðumönnum og mátti ekki á milli
sjá hvor hafði betur. Hallast undirritaður að
því að úrslitin í einvíginu hafi verið jafntefli.
Það kom í hlut Þorsteins Pálssonar að
hefja kappræðuna. Hann sagði að við þær
efnahagslegu aðstæður sem þjóðin byggi
núna, væri meiri ástæða til þess en áður að
vega og meta árangur af aðgerðum sem
gripið hefði verið til, og horfa í réttu ljósi á
þau vandamál sem óleyst væru og ekki hefði
enn tekist að ráða við.
Þorsteinn sagði að hægt væri að hafa
mðrg orð um þær aðstæður, sem við blöstu
er núverandi ríkisstjórn tók við á sl. vori, en
einfaldast væri að vitna til Svavars Gests-
sonar sjálfs, sem í fyrravor sagði neyðarað-
stæður á íslandi, eftir að hann hefði sjálfur
setið í ríkisstjórn í fimm ár.
Þessi einfalda framsetning lýsti vand-
anum betur en nokkuð annað, sagði Þor-
steinn. Síðan hefði náðst samkomulag um
mjög viðamiklar aðgerðir í efnahagsmálum
er komið hefðu inn á flest svið efnahags- og
fjármála.
Frá kappræðufundinum í Hafnarfjarðarbíói.
Eins og sjá má er bekkurinn þétt setinn og
staðið er í öllum göngum.
Mbl. KÖE.
magnsöfl fengju ekki einokunaraðstöðu á
útvarpsmarkaðnum neins og Morgunblaðið
og fleiri íhaldsblöð" hefðu á dagblaðamark-
aðnum.
Auk þessa voru Þorsteinn og Svavar
spurðir um njósnahneykslið í Noregi, hvern-
ig þeir teldu best staðið að stjórnun fisk-
veiða, um orsakir atvinnuleysis, um jafn-
rétti kynjanna í launamálum og um fram-
kvæmdasjóð fatlaðra. í lok fyrirspurnatíma
héldu þeir hvor um sig stutta ræðu áður en
kom að lokaorðum.
Við það tækifæri sagði Þorsteinn að Svav-
ar Gestsson alþingismaður hefði haft uppi
stór orð vegna ummæla iðnaðarráðherra
vegna kjaradeilunnar í álverinu. Sagðist
Þorsteinn ekki ætla að vitna í ummæli Svav-
ars Gestssonar alþingismanns, heldur ann-
ars manns, Svavars Gestssonar félagsmála-
ráðherra. Árið 1980 hefðu kjaradeilur staðið
yfir. Þær hefðu staðið í nokkurn tíma, en
ekki verið alvarlegri en svo að ekkert verka-
lýðsfélag hefði boðað vinnustöðvun. Þá var
viðtal við Svavar í útvarpinu og um horfurn-
Gíftirleg stemmning á kappræðu-
ftindi Þorsteins og Svavars
Árangur af þessum aðgerðum sagði Þor-
steinn vera þann að komið hefði verið í veg
fyrir þá alvarlegu neyð, sem Svavar Gests-
son benti á, almennt og víðtækt atvinnu-
leysi. Nýju blóði hefði verið hleypt inn í
framleiðslustarfsemi og gróandi væri í ið-
naði. Verðbólgan, sem komin var á suður-
amerískt stig, hefði verið lækkuð um meira
en hundrað prósentustig. Vextir hefðu farið
hraðlækkandi, og í fyrsta skipti í sögunni
hefði vísitala matvörukostnaðar lækkað án
þess að til aukinna niðurgreiðslna hafi kom-
ið.
Kvað Þorsteinn þetta undraverðan árang-
ur og sagði að landsmenn allir hlytu að
fagna þessum mikla árangri og vera reiðu-
búnir til þess að taka áfram þátt í því að
tryggja varanlegt jafnvægi í efnahagslífinu
og skapa möguleika til bættra lífskjara.
Sagði Þorsteinn ekki hafa vantað
hrakspárnar þegar lagt var af stað. Svavar
hefði lýst því með mörgum orðum að að-
gerðirnar myndu hafa kreppu í för með sér
og svo mikla minnkun eftirspurnar að hrun
yrði í innlendri iðnaðarframleiðslu, inn-
lendri þjónustu og verslun. Af þessu mundi
skapast fjöldaatvinnuleysi í iðnaði, verslun
og þjónustu. Þetta hefði verið megin uppi-
staðan í málflutningi Svavars þar til fyrir
mánuði eða svo. Núna kæmi hann hins veg-
ar fram og segði svo blómlega tíma í
atvinnulífinu, iðnaðinum, versluninni og
þjónustunni, að virkilega væri tilefni til
þess að hækka kaupgjald vegna hins mikla
ágóða í þessum atvinnugreinum.
Þorsteinn sagði þjóðina standa frammi
fyrir miklum vanda í sjávarútvegi og tíma-
bundnu atvinnuleysi, vegna þess að afli hef-
ur minnkað. Á þessu ári mættum við veiða
helmingi minna af þorski en 1982, eða jafn
mikið og bátaflotinn einn kom með að landi
á þeim velmektarárum, sem Svavar sat í
ráðherrastóli. Ríkisstjórnin hefði kappkost-
að að bregðast við þessum vanda og unnið að
undirbúningi aðgerða í atvinnumálum.
Alið á upplausn
„En hver hefur hlutur Alþýðubandalags-
ins verið,“ spurði Þorsteinn, „í þeirri miklu
baráttu sem við höfum gengið í gegnum á
undanförnum mánuðum. Málflutningur
þeirra hefur einkennst af svartsýni, niður-
rifsstarfsemi og nöldri. Markmið þeirra er
að skapa upplausn. AUur málflutningur 1
þeirra byggist á því að velta sér upp úr þeim j
þrengingum, sem við erum að ganga í gegn-
um, eins og þeir séu að segja þjóðinni að hún
eigi ekkert að leggja á sig til þess að vinna
sig út úr þeirri neyð sem hér ríkti í vor og
Svavar Gestsson lýsti best allra manna fyrir
kjósendum. Því fer fjarri að við höfum kom-
ist fyrir allan vandann, en Alþýðubandalag-
ið sér það eina markmið í þessari stöðu að
ala á upplausn," sagði Þorsteinn Pálsson í
upphafsræðu sinni.
Svavar hóf sitt mál með því að segja að
Þorsteini hefði verið tíðrætt um viðskilnað
Ragnars Arnalds í fjármálaráðuneytinu
vegna þess að í Hafnarfirði vildi hann vekja
athygli á því hvernig Matthías Á. Mathiesen
hefði stjórnað ríkisfjármálunum á sínum
tíma og skilið við ríkissjóð verr en nokkur
annar fjármálaráðherra í sögunni, því þessa
dagana sæktist hann eftir ráðherrastóli
Matthíasar.
Sagði Svavar að ríkisstjórnin hefði ætlað
sér að afnema verðbólguna með því að láta
láglaunamanninn í landinu borga hana
niður. Sjálfvirknin í efnahagslífinu væri þó
enn í fullum gangi hjá öllum öðrum en
launamönnunum sjálfum, sem bannað væri
að selja vinnu sína hærra verði.
Svavar sagði atvinnuöryggi hafa verið
efst á óskalista ríkisstjórnarinnar, en eftir
sjö mánaða setu hennar væru atvinnuleys-
ingjar fleiri en nokkru sinni síðan á land-
flóttaárum viðreisnarstjórnarinnar, sem
hann kallaði svo. Ein ástæðan væri sam-
dráttarniðurskurðarsvartsýniskreppustefna
ríkisstjórnarinnar, sem byggði starf sitt á
því að fjármagnið væri upphaf og endir alls.
Uppsagnarbréfin, sem birtust þúsundum
einstaklingum þessa daga, væru órækasti
votturinn um árangur af stefnu stjórnarinn-
ar.
Þegar hér var komið sögu fengu Þorsteinn
og Svavar hvor um sig fimm mínútur áður
en fyrirspurnatími hófst. Færðist Þorsteinn
nú allur í aukana og hóf hann mál sitt með
því að segja, að sjáandi sæi Svavar ekki og
heyrandi heyrði hann ekki. „Verðbólgan
hefur ekki lækkað á íslandi hjá Svavari
Gestssyni. Hjá öllum öðrum hefur hún
lækkað. Það er einn maður sem ekki sér það
og ekki veit af því, og það er Svavar Gests-
son.
Hann dró hér upp mynd af þeim áhyggj-
um sem við öll höfum vegna þess að afli
hefur farið minnkandi og dregið úr atvinnu
við sjávarsíðuna."
Engar úrlausnir Svavars
„En heyrði einhver hann nefna eina til-
lögu til úrlausnar. Bauð hann þjóðinni upp á
eitthvað til að leiða okkur út úr ógöngunum?
Nei. Hann talaði um hækkanir hjá opinber-
um fyrirtækjum. En hver var árangur af
starfi Alþýðubandalagsráðherra I ríkis-
stjórn? Það tók 6,1 viku að vinna fyrir raf-
hitunarkostnaði meðalíbúðar þegar þeir
settust í stólana 1978, en þegar Hjörleifur
Guttormsson yfirgaf ráðuneyti sitt, tók það
rúmar 18 vikur, eða þrisvar sinnum lengri
tíma. Það er umhyggjan fyrir launafólkinu í
landinu.
Svavar talaði um að nú ætti að hækka
matvæli. En hann veit það ekki og heyrir
það ekki og sér það ekki að í fyrsta skipti í
15 ár lækkaði vísitala matvörukostnaðar.
Samt er hér haldin stórkostleg ræða um
feykilegar hækkanir á matvælum," sagði
Þorsteinn Pálsson.
Nú var að nýju komið að Svavari Gests-
syni og gerði hann svokallaðan sjúklinga-
skatt að umtalsefni og sagði að nú væri ekki
lengur spurt að því þegar menn væru lagðir
inn á sjúkrahús hvað að þeim væri og hvern-
ig ætti að líkna þeim og lækna, heldur hvort
þeir ættu pening.
Þá var komið að fyrirspurnum þar sem
m.a. var spurt um álit Þorsteins og Svavars
á yfirlýsingu iðnaðarráðherra um hugsan-
lega lögbindingu til að koma í veg fyrir
verkföll starfsmanna í álverinu. Þorsteinn
kvað deiluna í álverinu alvarlegt mál. Hópur
launþega, sem samkvæmt skýrslum væri í
hópi hærra launaðra launþega, hefur gengið
fram fyrir skjöldu þó að launþegasamtökin
almennt tali um að við þessar aðstæður eigi
fyrst og fremst að rétta hag þeirra sem
lægstar tekjur hafa. Deilan gengi þvert gegn
því almenna viðhorfi sem ríkti innan laun-
þegahreyfingarinnar og á vettvangi stjórn-
málanna. Kvaðst hann vonast til að deilan
leystist án þess að grípa þurfi til einhverra
aðgerða.
„En það hefur oft komið til þess að sett
hafa verið lög þegar í óefni hefur verið kom-
ið. Þetta hafa engir stjórnmálamenn útilok-
að, og ég held að Sverrir Hermannsson hafi
ekki sagt annað en algengt er. Ég minnist
þess að Svavar Gestsson stóð að setningu
laga í sjómannadeilu og ákvað að gerðar-
dómur skildi skera úr þeirri deilu," sagði
Þorsteinn.
Svavar sagði Sverri hafa sagt hluti sem út
af fyrir sig væri algengt að segja, en það
væri nýstárlegt við yfirlýsingu hans að hún
væri gefin áður en fullreynt væri hvort sam-
komuiag gæti náðst. í henni fælist hótun til
allra íslenskra launamanna um að þeir
héldu sig á mottunni.
Saman í stjórn?
Þá var spurt hvort Svavar væri tilbúinn
til að setjast I ríkisstjórn undir forsæti
Þorsteins. „Ef Þorsteinn féllist á þær
meginkröfur sem Alþýðubandalagið gerir,
þá hefði ég ekkert á móti því að hann fengi
að vera fundarstjóri. Ég bendi á það að ég
hef áður haft flokksmenn úr Sjálfstæðis-
flokknum í fundarstjórasæti. Það gafst
ákaflega vel með Gunnar Thoroddsen, eins
og kunnugt er,“ sagði Svavar.
Var Þorsteinn þá spurður hvort hann
væri reiðubúinn að taka sæti í stjórn undir
forsæti Svavars. „Ég vil fyrst vekja athygli
á þeim ósmekklegu ummælum sem Svavar
Gestsson viðhafði hér um fyrrverandi for-
sætisráðherra. Ég hygg að það sé fátítt að
ráðherra hafi lýst forsætisráðherra sínum
sem fundarstjóra I ríkisstjórn án þess að
hann hefði þar annað hlutverk. Það hygg ég
að sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu.
En ég geri ekki ráð fyrir því eins og mál
standa í dag að það geti skapast sá málefna-
legi grundvöllur milli Sjálfstæðisflokksins
og Álþýðubandalagsins, sem leiddi til
stjórnarsamvinnu þeirra. Það ábyrgðarleysi
og úrræðaleysi, sem einkennir málflutning
Alþýðubandalagsins í dag, bendir ekki til
þess að það sé sá stjórnmálaflokkur, sem
treystir sér til að takast á við vandamál
þjóðfélagsins af ábyrgð og festu," sagði
Þorsteinn.
Svavar fékk orðið að nýju og sagði túlkun
Þorsteins á orðum sínum um fundarstjóra-
hlutverk forsætisráðherra útúrsnúning.
Þá voru frummælendur spurðir um við-
horf sín til frjáls útvarps. Kvaðst Þorsteinn
telja eðlilegt að leyfa frelsi í útvarpsrekstri
og að engar hömlur ætti að leggja á fjöl-
miðlun af þessu tagi, fremur en á útgáfu
blaða og bóka.
Svavar kvaðst þeirrar skoðunar að hugs-
anlega mætti slaka eitthvað á einkaréttar-
ákvæðum rfkisútvarpsins, en takmarka yrði
þá breytingu mjög og tryggja að sterk fjár-
ar í samningamálunum. Sagði hann þá að
þær aðstæður gætu komið upp að óhjá-
kvæmilegt yrði að höggva á deiluna með
lagasetningu. „Það var ekki einu sinni farið
að boða verkföll þegar félagsmálaráðherr-
ann Svavar Gestsson var farinn að hóta með
lagasetningu. Síðan kemur alþingismaður-
inn Svavar Gestsson og hneykslast þessi lif-
andi býsn. Hvernig á fólkið í landinu að
treysta mönnum, sem flytja þannig mál
sitt.“
Sjúklingaskattur Svavars
Þorsteinn vék síðan að tali Svavars um
sjúklingaskatt og sagði þetta ekki í fyrsta
sinn sem uppi væru hugmyndir um gjald af
þessu tagi. „Reyndar er það í lögum á ís-
landi að sjúklingar á ákveðnu sviði skuli
greiða fyrir að liggja á sjúkrahúsi. Hver
skyldi hafa markað þá stefnu? Hver skyldi
vera maðurinn sem það gerði? Hver skyldi
hafa sett lög árið 1982 á ári aldraðra? Það
var Svavar Gestsson. Hvað skyldi hafa verið
efni þeirra laga? Það var það nýmæli að
aldraðir sem lægju á sjúkradeildum skyldu
greiða kostnaðinn við að liggja þar. Það var
ekki verið að leggja til að þeir sem voru á
fullum launum, heildsalarnir og hálauna-
mennirnir, borguðu fyrir það að leggjast inn
á sjúkrahús. Stefnumörkun Svavars Gests-
sonar í íslenskri félagsmálasögu var sú að
aldraða fólkið, sem leggðist inn á sjúkra-
deildir, skyldi fyrst allra íslendinga greiða
gjöld fyrir að liggja á sjúkrahúsi, og það
meðan því entist líf til. Og svo kemur hann
fullur hneykslunar á því að verið skuli að
athuga að þeir sem eru á fullum launum
greiði gjald fyrir takmarkaða vistun," sagði
Þorsteinn.
Krcditkortin
„En það er ekki bara að Svavar Gestsson
hafi áhyggjur af því að heildsalar eigi að
borga þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús,
eins og gamla fólkið sem hann skikkaði til
þess. Hann hefur gert ýmislegt annað í þágu
þeirra. Núna er það orðið algengt að alþýða
manna nýtur hagræðis af því að hafa kred-
itkort. Hver skyldi hafa innleitt kreditkort á
íslandi? Það var viðskiptaráðherra sem
heitir Svavar Gestsson. En hverjir máttu
nota kreditkort með hans leyfi? Það voru
einvörðungu heildsalar og iðnrekendur á
ferðalögum erlendis. Þegar hinn almenni
launamaður kom og bankaði upp á hjá Svav-
ari og bað um að fá kreditkort eins og heild-
salarnir og iðnrekendurnir, þá sagði valds-
maðurinn í viðskiptaráðuneytinu nei; þau
væru bara fyrir heildsalana."
Lokaræða Svavars var daufari en hinar
fyrri, enda hafði Þorsteinn sorfið hart að
honum er á leið. Má segja að Svavar hafi
haft undirtökin í fyrstu lotu, en Þorsteinn
upp frá því. Sagði Svavar möguleika til að
rétta þjóðfélagið við, með því að fslenskir
launamenn sameinuðust um að hrinda af sér
oki þeirrar stjórnarstefnu, sem fylgt hefði
verið á undanförnum mánuðum. Mismælti
hann sig reyndar og sagði fyrst undanförn-
um árum, en leiðrétti sig er fundarmenn
hlógu tvívegis við mismæli hans.
— ágás.