Morgunblaðið - 28.01.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
21
Teiknað af hjartans áhuga
Myndlist
Valtýr Pétursson
I anddyri Norræna hússins
hanga nú nokkrar teikningar
eftir hinn þekkta hljómlistar-
mann Árna Elfar. Hann hefur
vakið eftirtekt í blöðum og tíma-
ritum með teikningum sínum, og
því kemur þessi sýning ekkert á
óvart. Hann hefur teiknað alla
sína tíð og nú fyrst hefur hann
safnað saman nokkrum myndum
og sett upp sýningu. Árni er einn
af þessum merkilegu mönnum,
sem allt virðist leika í höndun-
um á og sjálfsagt er hann jafn-
vígur á flest, ef ekki allt, er hann
tekur sér fyrir hendur. Teikn-
ingar hans benda sterklega í þá
átt og því má bæta við, að teikn-
ing er eitt það erfiðasta, sem
myndlistarmaður leggur hönd á.
Því miður hefur verið heldur lítil
rækt lögð við teikningu eingöngu
hér á landi, en vonandi stendur
það til bóta með vaxandi grafík.
Það er langt síðan ég gerði
mér ljóst, að teikningar Árna
Elfars væru nokkuð sérstæðar
og að hann væri einn af fáum
hér á landi, sem verulega hefði
öðlast tök á þessari erfiðu list-
grein. Skopmyndir hans af
kunningjum og þekktum persón-
um í þjóðfélaginu, sem sýndar
voru fyrir skömmu í sjón-
varpinu, færðu mér heim þau
sannindi, að Árni væri afar
næmur einnig fyrir hinu sér-
staka og á stundum kátlega í
fari samtíðar sinnar. Þessi litla
og snotra sýning sannar það og
það sem meira er, Árni leikur á
als oddi er hann teiknar
skemmtilega svipmyndir úr
ferðalagi Sin fóníuhljómsveitar
íslands til Austurríkis og Þýska-
lands fyrir nokkrum árum. Pav-
arotti, Victor Borge og Giles eru
þarna bráðlifandi og fleiri góðir
menn koma þarna við sögu.
Húsamyndir og fyrirmyndir frá
Færeyjum eru þarna einnig á
veggjum, en ekki skal teija upp
meira að sinni. Sjón er sögu rík-
ari. Þessi sýning lætur ekki mik-
ið yfir sér, en hverjum og einum
ætti að verða skemmt við að
skoða þessar teikningar.
Það er nokkuð auðséð á þess-
um teikningum Árna, að hann er
fljótur að finna og skilja fyrir-
myndar sínar. Lína hans er
snögg og dansar oft eftir
myndfletinum. Árni hefur næma
tilfinningu fyrir átökum svarts
og hvíts og hann hefur vald yfir
því, sem hann vill koma frá sér,
á svo eðlilegan hátt að maður
freistast til að halda því fram að
hann hafi ekkert fyrir hlutun-
um.
Þeir sem vilja sjá skemmtileg-
Ungur maður sem fæst við
myndlist heldur sýningu í fyrsta
sinn í Ásmundarsal þessa dag-
ana. Hann heitir Sævar Daní-
elsson, og varla hefði hann getað
valið verri tíma til að koma sinni
fyrstu einkasýningu á framfæri.
Veðráttan hefur ekki verið eins
leiðinleg um langan aldur og
færðin eftir því. Það dróst því
dálítið hjá mér að skoða sýningu
Sævars, en loksins tókst að koma
því í verk, og myndir hans komu
ar teikningar ættu ekki að láta
þessa sýningu framhjá sér fara.
Þarna er haldið á penna af mik-
illi leikni og næmri tilfinningu.
Það gladdi sinnið í hreti og
ófærð að kynnast við þessar
myndir.
mér svolítið á óvart.
Sævar Daníelsson hefur ekki
verið í neinum af þeim mörgu
skólum, sem kenna myndlist í
þessum bæ, en segist hafa verið í
námskeiði við myndlistaskólann.
Það er því næst að telja hann
sjálfmenntaðan i iistinni, og er
margt sem bendir til þess á þess-
ari sýningu. En sumt af því, sem
gerir myndlist að unaði fyrir
fólk, verður ekki lært af öðrum
en hins vegar er farið í eigin
Sævar Daníelsson
barm og þaðan dregið það, sem
við yfirleitt köllum tilfinningu
fyrir formi og lit. Þetta er aðeins
einn liður í því að skapist lista-
verk og skal ekki fjölyrt um
þessa þætti að sinni. En þessi
sýning Sævars er einkennandi
fyrir einlægt viðhorf til mynd-
sköpunar. Það er sama í hvaða
stíl er unnið og hverjar stefnur
eru dýrkaðar. Innst inni er það
persóna listamannsins, sem ræð-
ur úrslitum, og ef vel er með
slíkt farið verður árangurinn
eftir því.
Þau verk, sem Sævar Daní-
elsson sýnir að þessu sinni eru
öll í líkum dúr, en hafa afar
ákveðna litaskiptingu og því
bæði lík hvert öðru og ólík.
Formið er nokkuð einhæft og er
dregið af rörum eða slöngum, en
liturinn er samanþjappaður og
hefur miklu sterkari rödd, ef svo
mætti segja. Fyrirmyndir Sæv-
ars eru ekki sérlega aðlaðandi og
virðast hafa svolítið súrrealískt
ívaf, en liturinn er aftur á móti
mjög hnitmiðaður og gegnir sinu
hlutverki vei að mínum dómi.
Það var fyrst og fremst litameð-
ferð Sævars sem kom mér á
óvart, og það er ekki oft, sem
jafnsamunninn lit getur að líta
hjá byrjendum. Sævar er vissu-
lega byrjandi, og hann lofar
góðu. Þarna er eingöngu mál-
verk á striga, og allar eru þessar
myndir nafnlausar. Það kom
mér einnig á óvart, hve sterkur
heildarsvipur er á þessari sýn-
ingu Sævars. Þarna eru sem sagt
vönduð vinnubrögð, sem útfærð
eru á persónulegan hátt án þess
að sprikla þurfi út í allar áttir og
berja trumbur. Alvarlegur lista-
maður, sem er að þreifa sig upp
eftir stiganum, oft hef ég endað
greinar með að minna á að allt
tekur sinn tíma og látum þau orð
flakka að lokum.
Björgunametið Markús
Útgerðarmenn og skipstjórar um land allt
sem tekiö hafa björgunarnetið Markús um
borð, svo og aðrir sem hafa áhuga á að
kaupa netið, hafi samband við mig sem allra
fyrst með pantanir. Einnig þeir sem vilja
breyta um umbúðir á netinu úr pokum yfir í
sérhannaða kúta, sem hafa þá hæfileika
umfram pokann að netið er alltaf hreint og
þurrt þegar taka þarf netið í notkun.
Þar sem skólastjóri Stýrimannaskólans, Friörik
Ásmundsson, ásamt björgunarsveitunum í Vest-
mannaeyjum, hefur boöiö mér til viku dvalar í
Vestmannaeyjum til samráös viö björgunaræf-
ingar, þar sem nýjungar í notkun björgunarnets-
ins verða sýndar í fyrsta sinn, er nauösynlegt fyrir
þá skipstjóra og útgeröarmenn sem vilja fá netin
fyrir vertíöina aö hafa samband viö mig sem fyrst
því fyrst afgreiði ég pantanir á netinu til skipa, hin
málefnin koma á eftir.
Útgáfa á myndbandaefni
Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, hefur
boðið Markúsi björgunarnetahönnuöi alla sína aö-
stoö til vals á myndum og enskum skýringatextum
í nefndarkynningarstarfsemi. Magnús Bjarn-
freösson, fréttamaður, ásamt Guömundi Hall-
varössyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur
og varaforseta Sjómannafélags íslands munu sjá
um íslenskan texta og tal. Borgþór Kjærnested,
fréttamaöur og útvarpsmaöur, mun sjá um texta á
Norðurlandamálum. Jón Sveinsson, forstjóri Stál-
víkur, er að útvega mér íslenskan skipaverkfræð-
ing búsettan í Þýskalandi og mun hann sjá um
þýskan texta. Bjarginga-félagiö í Þórshöfn hefur
útvegaö mér þekktasta útgeröarmanninn í Þórs-
höfn, sem umboðsmann fyrir Færeyjar, og mun
nemandi við HÍ, færeyskrar ættar, sjá um fær-
eyska textann. í Svíþjóö mun umboðsmaður
veröa Ottó Lövdal, skipstjóri, búsettur í Gauta-
borg. Hann mun annast umboössölu á sænskum
markaði. I Danmörku hef ég hug á aö hinn þekkti
skipstjóri í Hirtshals, bróöir þeirra Eggerts og
Þorsteins Gíslasona, taki aö sér sölu í Danmörku.
Ég færi fjárveitinganefnd Alþingis sérstakar þakk-
ir fyrir veitta styrki undanfarin ár til kynningar á
björgunarneti Markúsar víösvegar um land, þá vil
ég þakka ráðherranum falleg ummæli til mín í
umræöu um gildi björgunarnetsins til björgunar
mannslífa úr sjó og ám, vötnum og höfnum lands-
ins, en þeir vinna nú heilshugar aö því aö reglu-
gerö veröi sett um aö skylt veröi aö hafa net um
borö í öllum skipum, smáum og stórum. Þaö eru
ráðherrarnir Albert Guömundsson, fjármálaráð-
herra, Sverrir Hermannsson, iðnaöarráöherra, og
Matthías Bjarnason, samgöngumálaráöherra. Aö
lokum færi ég öllum landsmönnum á landi og sjó
sérstakar þakkir mér veittar hugsjón minni til
handa og nefni ég þar sérstaklega aö gefnu tilefni
skipstjórann af Hópsnesinu frá Grindavík, Jens
Óskarsson, ásamt skipshöfn hans sem vann afrek
í stórsjó og náttmyrkri aö bjarga sex mannslífum
af vestur-þýska flutningaskipinu Kampen síðast-
liöið haust, er þaö fórst út af Suðurlandi. Þar var
sex mannslífum bjargað í björgunarnetið Markús.
Þrír menn voru meðvitundarlausir og gátu þar
með enga björg sér veitt, en eftir aö búiö var aö
bjarga þeim í netiö voru þeir híföir um borö í
Hópsnesið. Á sama tíma komu hin lögboðnu
björgunartæki, sem til eru um borð í Hópsnesinu
og skylt er aö hafa, aö engum notum í þessu
tilfelli; aö sögn skipstjórans, Jens Óskarssonar, í
símtali nú nýlega og aö hans dómi heföi þessi
björgun ekki átt ser staö nema vegna þess aö
hann haföi björgunarnetið Markús um borö til-
tækt.
Virðingarfyllst,
Markús Benjamín Þorgeirsson,
Hvaleyrarbraut 7, Hafnarfirði, sími: 51465.