Morgunblaðið - 28.01.1984, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
Sir Eric Gairy, fyrrum forsætisráðherra á Grenada, sem var steypt af stóli fyrir fjórum árum, sneri heim
úr útlegðinni fyrir nokkrum dögum. Var honum vel fagnað af stuðningsmönnum sínum og er jafnvel
talið, að hann hyggist bjóða fram í kosningunum, sem brátt verða haldnar á eynni. Ekki eru allir jafn
hrifnir af heimkomu Gairys því að hann þótti bæði einráður og undarlegur á síðustu stjórnarárum
sínum. Hann hafði t.d. miklar áhyggjur af fljúgandi diskum og skoraði einu sinni á Sameinuðu þjóðirnar
að láta það mál til sín taka.
friðmælast
Egypta og ísraelsmenn
Tel Atít, 27. janúar. AP.
DAGBLAÐ STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR í fsrael, Davar, greindi frá því í
gsr, að það hefði góðar heimildir fyrir því að samskipti ísrael og Sovétríkjanna
á diplómatískum vettvangi færu batnandi og farið gæti svo að í byrjun næsta árs
myndi verða tekið upp stjórnmálasamhand ríkjanna á nýjan leik.
Dagblaðið vitnaði í samtöl við viðræður við ísraelska diplómata
ónafngreinda sovéska diplómata í sem litlar fregnir hafi farið af. Þá
Washington, sem segjast hafa átt segir blaðið, að ísraelski sendiherr-
Fárviðri í Kaliforníu —
Bretlandseyjum
22
Buhari, leiðtogi her-
stjórnarinnar í Nígeríu:
Skikkan komið
á efnahagsmál
l^igos, Nígeríu, 27. janúar. AP.
MÖHAMMED Buhari, leiðtogi her-
stjórnarinnar í Nígeríu, fylgdi fram-
kvæmdastjóra SÞ, Javier Perez de
('uellar, úr hlaði í dag og kvaddi hann
með þeim orðum, að nýja stjórnin
ætlaði sér ekki að selja útlendingum í
hendur efnahagslífið í landinu.
Hann sagði ennfremur, að
stjórnin væri staðráðin í að koma
skikkan á efnahagsmálin með
skynsamlegri fjárfestingu og að
erlendum fyrirtækjum væri guð-
velkomið að festa fé í landinu. Þess
yrði þó gætt, að ítök þeirra yrðu
ekki of mikil.
Skuldir Nígeríumanna erlendis
nema 40 milljörðum dollara. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
veitt þeim vilyrði fyrir tveggja
milljarða dollara láni, en Buhari
hefur farið fram á betri kjör.
Stjórnin heldur áfram að hreinsa
til í ríkiskerfinu.
hláka á
Loh Angelcs, London 27. jan. AP.
MIKIL veðurhæð var í dag í Kaliforníu
og vindhraðinn náði þar krafti felli-
byls.
Þrír létu lífið og 12 íbúðarhús
brunnu er rafmagnsstaurar brotn-
uðu í rokinu og féllu á þau með neist-
aflugi. Einn sem lést, var í bifreið
sem fauk fyrir björg, annar varð
undir tré sem rifnaði upp og sá þriðji
lést af völdum rafstraums.
Mikil úrkoma hefur fylgt veður-
hæðinni og víða hefur neyðarástand
ríkt þar sem rigningin hefur bæst í
uppbólgnaðar krapafullar árnar.
Hundruð manna hafa orðið að flýja
heimili sín.
Hláka er einnig á Bretlandseyjum
þar sem gífurlega mikið snjóaði á
dögunum. Víða hafa verið sam-
göngutruflanir af völdum blotans og
ann í Washington, Meir Rosenne,
hafi alloft að undanförnu átt leyni-
fundi með Anatoly Dobrynin, sendi-
herra Sovétrikjanna. ísraelsk yfir-
völd og sovésk hafa ekki tjáð sig um
frétt Davar.
Sovétríkin slitu stjórnmálasam-
vegir farið í kaf í leysingarvatni.
Manntjón þó ekkert.
í Teighnmouth í suðvesturhluta
Bretlandseyja skall á ofsarok með
miklu hagléli. Stóð óveðrið aðeins yf-
ir í nokkrar sekúndur. Haglkúlurnar
voru á stærð við golfkúlur. Þök rifn-
uðu af fjölda húsa, tré rifnuðu upp
með rótum og rafmagns- og ljósa-
staurar brotnuðu.
bandi við ísrael i stríðinu 1%7. Sov-
étríkin viðurkenna þó Ísraelsríki og
skipst hefur verið á ópólitískum
sendinefndum. Stjórnmálasamband
hefur hins vegar farið fram um hol-
lenska sendiráðið í Moskvu og
finnska sendiráðið í Tel Aviv. Abba
Eban, fyrrum utanríkisráðherra
ísraels, svo og ýmsir háttsettir
ísraelskir embættismenn hafa látið
frá sér fara, að þeir telji Sovétmenn
mjög áhugasama um endurnýjað
stjórnmálasamband.
Butros Ghali, utanríkisráðherra
Egyptalands, sagði í gær, að sam-
búð Egyptalands og Sovétríkjanna
hefði batnað svo að undanförnu, að
ekkert skorti nú nema egypskan
sendiherra í Moskvu og sovéskan
sendiherra í Kairo. „Þegar aðstæð-
ur leyfa verður úr því bætt,“ sagði
Ghali i samtali við dagblað í Saudi
Arabíu. Sambúð Egyptalands og
Sovétríkjanna hefur verið stirð síð-
an árið 1972, er þáverandi forseti
Egyptalands, Anwar Sadat, sagði
17.000 sovéskum ráðgjöfum að
snauta til síns heima.
Kiessling-málið dregur dilk á eftir sér:
Talið að Wörner sitji
í völtum ráðherrastóli
Bonn, 27. janúar. AP.
SVO GÆTl farið, að Manfred Wörner, varnarmálaráðherra Vestur-l>ýska-
lands neyðist til að segja af sér embætti í kjölfarið á brottrekstri Gunther
Kiessling, næst æðsta hershöfðingja yfir herjum NATO. Þeir Wörner og
Helmut Kohl, kanslari Vestur-I*ýskalands, munu eiga fund að beiðni hins
fyrrnefnda fljótlega eftir helgina og er talið að Kohl muni þá ákveða hvort
Wörner verði látinn segja af sér eða ekki.
Embættismenn sem ekki vilja
láta nafna getið, segja Wörner nú
vera á völtum stóli vegna hins
mikla fjaðrafoks sem brottvikning
Kiesslings hefur valdið. Wörner
rak Kiessling um áramótin með
þeim orðum að hershöfðinginn
væri öryggi Vestur-Þýskalands
hættulegur. Þau ummæli voru
byggð á skýrslu sem vestur-þýska
leyniþjónustan lét Wörner í té. Þar
var Kiessling sakaður um að vera
tíður gestur á næturklúbbum
kynvillinga í Köln.
Umræddir embættismenn segja
að Helmut Kohl sé mjög reiður út í
Wörner og sé ástæðan sú að hann
hafi farið klaufalega með málið og
samsteypustjórnin væri fyrir vikið
bæði að athlægi gerð svo og gagn-
rýnd harðlega. Kohl hefur verið á
ferðalagi í Mið-Austurlöndum að
undanförnu og með honum er
helsti talsmaður stjórnarinnar,
Peter Bönish. Bönish sendi frá sér
fréttatilkynningu um málið í gær
og sagði þar að það væri alrangt að
Kohl væri að undirbúa brottrekst-
ur Wörners og allar vangaveltur
um „reiði Kohls" væru úr lausu
lofti gripnar. Hins vegar myndu
Kohl og Wörner ræða um málið
eftir helgina, því Wörner er mikið í
mun að Kohl heyri um hvað málið
snýst frá sínum sjónarhóli.
Manfred Wörner, varnarmálaráðherra, á tali við Behrendt, yfirmann
vestur-þýsku leyniþjónustunnar.
Stuttfréttir ...
Bannad að hýða
konur
iHlamabad, Pakistan, 27. janúar. AP.
IIERSTJÓRNIN í Pakistan
setti í dag lög, sem leggur
blátt bann við því að konur
séu hýddar og skiptir einu
hvert brotið er eða á hvaða
aldri konan er.
Fyrir hálfum öðrum mán-
uði var kona hýdd í fangelsi
í Peshawar fyrir hórdóm og
brugðust þá kvenfélög um
allt landið ókvæða við og
efndu víða til mótmæla.
Konurnar kröfðust þess, að
Zia U1 Haq, forseti, bannaði
þennan sið og varð hann
óðara við því. Samkvæmt
nýju lögunum má ekki held-
ur hýða karlmenn eldri en
45 ára og yngri en 18.
„Enga Kúbani
hér“
Seattle, Bandaríkjunum. 27. janúar. AP.
Kráareigandi í Seattle, sem
var búinn að fá nóg af slags-
málum og uppivöðslusemi
kúbanskra flóttamanna, setti
upp skiiti utandyra þar sem á
stóð „Engir Kúbanir hér“. í
dag tók hann það niður og
setti upp annað þar sem sagði:
„Við viljum ekki vandræða-
menn“.
Eftir að kráareigandinn,
Ray S. Armistead, setti upp
fyrra skiltið linnti ekki
mótmælum Kúbumanna og
samtaka þeirra og alls kyns
mannréttindanefndir hót-
uðu honum lögsókn og öðr-
um afarkostum. Ray hafði
því skiltaskipti til að eiga
það ekki á hættu að missa
vínveitingaleyfið. Arm-
istead segir, að eftir að Kúb-
anirnir fóru að venja komu
sínar á krána hafi heldur
betur skipt um til hins
verra. Slagsmál, hnífabar-
dagar, eiturlyfjasala og
sjálfum hefði honum marg-
sinnis verið hótað dauða.
Banvænn
bögglapóstur
WaycroHs, Georgfu, 27. janúar. AP.
ÞAÐ tók kviðdóminn ekki
nema klukkustund að kveða
upp sektardóm yfír mannin-
um, að hann hefði gerst sekur
um að senda ciginmanni fyrr-
um konu sinnar baneitraðan
skröltorm. llm orminn hafði
hann búið mjög fallega í
pakka með slaufu.
Til að skröltormurinn
kæmi ekki upp um sig í
höndum póstmanna fjar-
lægði sendandinn, James T.
Carter, aftasta hlutann af
halanum en það er með hon-
um, sem ormurinn lætur í
sér heyra. Viðtakandinn,
Joey V. Tanner, opnaði
pakkann með mestu varúð
og kom strax auga á snák-
inn. Hann kastaði þá frá sér
pakkanum og tókst svo að
vinna á" orminum með
heykvísl. Carter á yfir höfði
sér 20 ára fangelsisdóm og
10.000 dollara sekt.