Morgunblaðið - 28.01.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
GIMLI 59841307-1 atk.
Krossinn
Samkoma i kvöld, kl. 20.30, aö
Álfhólsvegi 32, Kópavogi.
Allir velkomnir.
Somhjólp
Opiö hús í Þribúðum félags-
miöstoö Samhjálpar, Hverfis-
gölu 42, í dag kl. 14.00—17.00.
Littu inn. Þiggöu veitingar og
ræddu um daginn og veginn.
Þú ert hjartanlega velkomin.
Samhjólp.
Elím, Grettisgötu 62,
Reykjavík
Á morgun, sunnudag, veröur
sunnudagaskóii kl. 11.00 og al-
menn samkoma kl. 17.00. Verlö
velkomin.
Heimatrúboðiö
Hverfisgötu 90
Almenn samkoma á morgun
sunnudag kl. 20.30.
Allir velkomnir.
UTIVISTARFERÐIR
Skíðaganga sunnudag-
inn 29. jan. kl. 13.
Leiti — Eldborgir — Jósepsdal-
ur: Hentugt skíöasvæöi, einnig
fyrir byrjendur. Mætiö i fyrstu
skíöagöngu ársins. Verö 200 kr.
fritt f. börn. Brottför frá bensín-
sölu BSÍ. Símsvari: 14606. Sjá-
umst.
Útivist
Tilkynning frá
Skíöafélagi Reykjavíkur
Toyota-skiöagöngumótiö sem
frestaö var sl. sunnudag veröur
haldiö sunnudaginn 29. janúar
nk. á Kjarvalstúni. Mótiö hefst
kl. 14.00 e.h. Gengiö veröur 5
km fyrir konur og 10 km fyrlr
karla. Upplýslngar í síma 12371.
Stjórn Skíöafélags Reykjavíkur.
Fíladelfía Suöurnesjum
Sunnudagaskólar Fíladelfíu:
Njarövíkurskóli kl. 11.00,
Grindavíkurskóli kl. 14.00.
Kristján Reykdal.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferöir sunnudag-
inn 29. janúar:
1. Kl. 13. Skíöagönguferö á
Mosfellsheiöi. Fararstjóri:
Hjálmar Guömundsson.
2. Kl. 13. Kjalarnesfjörur: Farar-
stjóri: Siguröur Kristinsson.
Verö kr. 200.
Brottför frá Umferöarmiöstöö-
inni, austanmegin Farmiöar viö
bil. Frilt fyrir börn í fylgd fullorö-
inna. Komiö hlýlega klædd og í
þægilegum skóm.
Feröafélag Isiands.
Innritun hafin
i fjögur námskeiö sem hefjast í
næstu viku.
1. Mánudagur, bútasaumur
(alm.)
2. Þriöjudagur, bútasaumur,
framh. (vélsaumatækni).
3. Miðvikudagur, búlasaumur,
teppanámskeiö.
4. Fimmtudagur. hnýtingar.
virkaQ
K!.ipparstiq ?5 — 27
sirrtt 24 747
VEROBREFAMARKAOUR
HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 687770
Simatimar kl. 10—12 og 3—5.
KAUP 0G SALA VEOSKULOABRÉfA
Arinhleösla
Sími 84736.
Snjómokstur
Uppl. í simum 73716 — 14113.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Félög sjálfstæðismanna í Breiðholti
Trúnaöarmannafundur
Viö minnum á boöaöan fund meö trúnaöarmönnum Sjálfstæöis-
flokksins í Breiöholli:
Þorsteini Pélssyni,
formanni Sjálf-
stæöisflokksins, og
Friórik Sophussyni,
varaformanni Sjálf-
stæöisflokksins,
þriójudaginn 31.
janúar, kl. 20.30, i
Geröubergi.
Mætiö stundvislega.
Stjórnirnar.
FYRIR FRAMTÍÐINA
Austurland
Sjálfstæöisflokkurinn efnir fil almenns stjórnmálafundar i Valaskjálf á
Egilsstööum. sunnudaginn 29. janúar, kl. 15.30.
Ræöumenn veröa Þorstelnn Pálsson, formaöur Sjálfslæöisflokksins,
Friörik Sophusson, varaformaöur SjálfstaBöisflokksins og Katrín
Fjeldsted, læknir.
Almennar umræöur.
Allir velkomnir Sjálfstæöisflokkurinn.
Launþegafélag
Sjálfstæöisfólks Suðurnesjum
heldur almennan fund, i samkomuhúsinu Garöi, sunnudaginn 29.
janúar, kl. 14.00.
Dagskré:
Kvótamél og fram-
tíóarhorfur f atjórn
fiakveiöa meö tilliti
til veióikvóta.
Framaögumenn:
Þorateinn Gíelason,
fiskimálastjóri og
Guöjón Kriatjéns-
aon, formaöur Far-
manna- og fiski-
mannasambandsins.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Minning:
Svovar Jón Antorn-
son sjómaður
Fæddur 12. janúar 1913
Dáinn 22. desember 1983
Hinn 29. desember var gerð út-
för Svavars Jóns Antonssonar frá
Ólafsfjarðarkirkju að viðstöddu
fjölmenni. Hann varð bráðkvadd-
ur 22. desember á heimili sínu
Strandgötu 8, Ólafsfirði. Mér er
ljúft að minnast í nokkrum orðum
fósturföður mannsins míns. Svav-
ar fæddist 12. janúar 1913 og var
alinn upp á Ólafsfirði. Foreldrar
hans voru Elín Guðrún Gunn-
laugsdóttir, f. 19.04. 1882, d. 21.08.
1959, ættuð úr Fljótum og Árni
Anton Baldvinsson, f. 10.05. 1878,
d. 04.11. 1930, ættaður úr Flóka-
dal, Fljótum. Þau eignuðust sex
börn, Svanlaugu, Guðfinnu, Fjólu
Báru og Stefán, sem létust á unga
aldri og Jonu Guðrúnu, sem er
búsett á Ólafsfirði. Þegar Svavar
var sautján ára lést faðir hans og
tók hann þá að sér forsjá heimilis-
ins. Elín móðir Svavars ól upp
dótturson sinn Anton og var Svav-
ar honum ávallt sem faðir. Svavar
kvæntist 4. nóvember 1938 Guð-
nýju Ingimarsdóttur, en hún var
alin upp af hjónunum Guðfinnu
Steinsdóttur og Ásgrími Þor-
grímssyni á Karlsstöðum, Ólafs-
firði. Elín og Anton bjuggu síðan á
heimili þeirra, hann þar til hann
kvæntist og hún til dauðadags.
Síðustu sjö árin var Elín rúmföst
og naut góðrar hjúkrunar og um-
önnunar tengdadóttur sinnar og
sonar. Hjónaband þeirra Svavars
og Guðnýjar var einkar farsælt og
urðu utanaðkomandi oft vitni að
kærleika þeirra og umhyggju er
þau báru hvort fyrir öðru sem og
sínum nánustu og vinafólki. Auð-
vitað var líf þeirra enginn dans á
rósum frekar en hjá fólki almennt.
Kjörin voru kröpp fyrstu árin.
Veikindi sóttu þau heim, en þau
styrktu aðeins samheldni þeirra.
Þau eignuðust fjögur böm og fóst-
urbörnin urðu þrjú. Elstur barna
þeirra er Bergvin, verkstjóri á Ak-
ureyri, f. 1937. Hann kvæntist
Björku Björgvinsdóttur og eiga
þau þrjár dætur, þau slitu sam-
vistum. Gunnar Ellert, skipstjóri í
Keflavík, f. 1938, kvæntur Stellu
Guðmundsdóttur, þau eiga þrjú
börn. Guðfinna Ásdís, saumakona,
f. 1940, gift Gunnari Gunnarssyni,
vélgæslumanni, Ólafsfirði, þau
eiga fimm börn og Garðar, verk-
stjóri í Reykjavík, f. 1943, kvæntur
Sigurlínu Ingadóttur, þau eiga
tvær dætur. Fósturbörn þeirra eru
Anton Sigurðsson, skólastjóri í
Reykjavík, f. 1932, kvæntur önnu
Þóru Ólafsdóttur, þau eiga tvær
dætur. Margrét Anna, systurdótt-
ur Guðnýjar, f. 1949, gift Skúla
Friðfinnssyni, sjómanni á Ólafs-
firði, þau eiga sex börn og Svavar
Jón, dóttursonur þeirra, f. 1958,
ókvæntur. Hann er nú einn eftir
heima hjá ömmu sinni.
Svavar var meðalmaður á hæð,
dökkhærður, hárið farið að þynn-
ast seinni árin. Skarpleitur og
andlitsfríður. Hann hafði glaðlegt
yfirbragð, var oft glettinn í til-
svörum og brá fyrir sig glensi þeg-
ar tilefni gafst. Söngelskur var
hann og á yngri árum var hann í
karlakór staðarins. Hann hafði
yndi af því að taka í spil og spilaði
bridge þegar færi gafst sér til
ómældrar ánægju. Svavar var
góður heim að sækja og sat gest-
risnin alltaf í fyrirrúmi hjá hon-
um og konu hans. Hann var
snaggaralegur í hreyfingum og
fljótur að verki, vildi láta hlutina
ganga hratt og vel fyrir sig og hef-
ur sá eiginleiki gengið í arf til
barna hans, sem öll eru dugnaðar-
fólk.
Hann fór snemma að stunda
sjóinn. Níu ára gamall fékk hann
að róa upp á hlut á árabát með
gömlum og reyndum sjómanni úr
þorpinu. Þar með hófst ævistarf
hans, sem var alla tíð sjómennska
og störf tengd sjónum. Fyrri hluta
hjúskaparára sinna sótti hann
vetrarvertíðir sunnanlands, en bá
var enga vinnu að hafa á þeim
tíma heima fyrir. Seinni árin
stundaði hann sjóinn á trillu sinni
og þá oftast einn. Hann hlífði sér
ekki þó að hann ætti við erfið bak-
veikindi að stríða um árabil. Síð-
ustu þrjú árin tók hann upp á því
að fara í langar gönguferðir um
bæinn eða út í Múlann sér til
heilsubótar. Hef ég ekki séð hann
hressari eða við betri heilsu í
langan tíma en þegar við hjónin
kvöddum hann sl. haust að lokinni
sumardvöl á Ólafsfirði. Ég kýs að
minnast Svavars, þegar hann kom
siglandi á trillunni sinni drekk-
hlaðinni inn spegilsléttan Ólafs-
fjörð og geislar kvöldsólarinnar
glömpuðu á sjónum og lýstu upp
tinda fjallanna, sem mynda stór-
brotinn og fagran ramma um
Ólafsfjörð.
Guðný mín, ég sendi þér og
börnum þínum einlægar samúð-
arkveðjur og bið Guð að gcfa þér
styrk og blessa þér ókomin ár og
minningu um góðan mann.
Anna l>óra Ólafsdóttir
Birting
afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.