Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL —
Sífellt minnkandi
verðbólga í
OECD-ríkjunum
Hækkunin í nóvember var aðeins 0,3% aö meöaltali
FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR jókst um 0,3% í ríkjum Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu, OECD, í nóvembermánuði sl., en til sam-
anburðar jókst framfærslukostnaður í löndunum 24 um 0,6% í októ-
hermánuði. Ríki OECD samanstanda af 23 iðnríkjum Vesturlanda og
Japan.
I skýrslu OECD um málið
segir, að sú þróun til minnkandi
verðbólgu í ríkjum stofnunar-
innar, sem hófst árið 1980 hafi
greinilega ekki tekið enda. Enn
eigi verðbólga í löndum OECD
eftir að minnka.
Ef litið er á helztu ríki OECD
kemur í ljós, að framfærslu-
kostnaður jókst í Bandaríkjun-
um í nóvembermánuði um 0,2%.
Hann jókst um 0,3% i október,
um 0,5% í september og 0,3% í
ágúst. Tólf mánaða hækkun til
nóvemberloka var um 3,2% í
Bandaríkjunum, en sex mánaða
hækkun var hins vegar um
2,0%.
í Japan minnkaði fram-
færslukostnaður um 0,6% í
nóvembermánuði sl., en hann
jókst í október um 0,9%, dróst
saman um 1,3% í september og
dróst saman um 0,3% í ágúst.
Tólf mánaða hækkun til nóvem-
berloka var um 1,8%, en sex
mánaða hækkunin var um 0,1%.
í Vestur-Þýzkalandi var
aukning framfærslukostnaðar
um 0,2% í nóvembermánuði sl.,
en framfærslukostnaður stóð í
stað í október. Um 0,2% aukn-
ing varð í september og um
0,3% aukning í ágúst. Tólf mán-
aða hækkun til nóvemberloka er
um 2,6% og sex mánaða hækk-
unin er 1,5%.
í Frakklandi er aukning á
framfærslukostnaði um 0,4% í
nóvember sl., en aukningin í
október og september var um
0,8% og um 0,6% í ágúst. Tólf
mánaða hækkun til nóvember-
loka var um 9,8%, en sex mán-
aða hækkunin er 4,1 %.
í Bretlandi var hækkunin um
0,4% í nóvember og hefur verið
sú sama allar götur síðan í ág-
úst sl. Tólf mánaða hækkunin í
Bretlandi til nóvemberloka var
um 4,8%, en sex mánaða hækk-
unin var um 2,4%.
Á Ítalíu var aukningin á
framfærslukostnaði í nóvember
sl. um 1,0%, en hafði verið um
1,5% í október, 1,3% í septem-
ber og um 0,5% í ágúst. Tólf
mánaða hækkun til nóvember-
loka var um 12,7%, en sex mán-
aða hækkunin var hins vegar
um 5,9%.
Aukningin á framfærslu-
kostnaði í Kanada í nóvember
sl. var engin, en hafði verið um
0,6% í október. Framfærslu-
kostnaður stóð í stað í septem-
ber og jókst um 0,5% í ágúst.
Tólf mánaða hækkun til nóvem-
berloka var um 4,2%, en sex
mánaða hækkunin var um 2,7%.
Af framansögðu er ljóst, að
verðbólga er á hröðu undan-
haldi í ríkjum Efnahags- og
framfararstofnunar Evrópu.
Nýir menn taka við
rekstri Marmorex sf.
NÝLEGA tóku þeir Atli Haf-
steinsson og Baldur Guðgeirsson
við rekstri fyrirtækisins Marmorex
sf., Helluhrauni 14, Hafnarfirði.
Fyrirtækið sérhæfir sig í fram-
leiðslu á gluggakistum, stigaþrep-
um, borðplötum til hvers kyns
nota, legsteinum og fleiri hlutum
sem mikið mæðir á.
Hráefnið, marmarasandur, er
síðan unnið sérstaklega í Marm-
orex, eftir erlendu einkaleyfi.
Vörur úr þessu efni upplitast
ekki, veðrast né springa, svo
viðhald er ekkert, að sögn þeirra
Atla og Baldurs. Eingöngu er
unnið eftir sérpöntunum og eng-
ir tveir hlutir eru eins.
Frá Corda-námskeiði KLM á dögunum. Fremst á myndinni eru íslendingarnir, Auður Björnsdóttir frá Samvinnu-
ferðum-Landsýn t.v., Gyða Sveinsdóttir frá Útsýn og Órvar Sigurðsson frá Arnarflugi.
Sækja tölvunámskeið hjá KLM-
flugfélaginu í Hollandi
STARFSFÓLK Arnarflugs og ís-
lenzkra ferðaskrifstofa hefur á und-
anfornum mánuðum farið í sérstaka
þjálfun hjá hollenzka flugfélaginu
KLM til að kynnast notkun og
möguleikum Corda-tölvukerfis
KLM, sem Arnarflug tengist, að
sögn Magnúsar Oddssonar, sölu- og
markaðsstjóra Arnarflugs.
Magnús Oddsson sagði að
stærstu ferðaskrifstofurnar hér á
landi tengdust nú kerfinu, en á
dögunum hefðu tveir starfsmenn
Samvinnuferða-Landsýnar og Út-
sýnar farið í vikunámskeið í höf-
uðstöðvar KLM í Amsterdam.
„Við eigum síðan pantað pláss á
námskeiðum í febrúar fyrir far-
skrárfólk.”
„Tenging okkar við Corda-
tölvukerfið hefur reynst mjög
happadrjúg. Með því komumst við
inn í eitt fullkomnasta bókunar-
kerfi veraldar, sem hefur að
geyma upplýsingar um hina ólík-
legustu hluti," sagði Magnús
Oddsson, sölu- og markaðsstjóri
Arnarflugs að endingu.
Janúar-september 1983:
Raforkunotkun
jókst um 3,7%
Heildarraforkunotkun fyrstu níu
mánuði ársins 1983 var 2.729 giga-
wattstundir, borið saman við 2.632
gigawattstundir á sama tíma árið
1982. Aukningin milli ára er um
3,69%.
Forgangsorka er langstærsti
hluti raforkunotkunarinnar, en
samtals voru notaðar um 2.557
gigawattstundir, borið saman við
2.465 gigawattstundir á sama tíma
árið 1982. Aukningin milli ára er
um 3,73%.
Almenn notkun var upp á 1.166
gigawattstundir fyrstu níu mán-
uði síðasta árs, en var til saman-
burðar um 1.096 gigawattstundir á
sama tíma árið 1982. Aukningin
milli ára er 6,39%.
Svokölluð stórnotkun í for-
gangsorku var um 1.391 giga-
wattstund, en var til samanburðar
um 1.369 gigawattstundir á sama
tíma árið 1982. Aukningin miili
ára er um 1,61%.
Ef litið er á stórnotkunina kem-
ur í ljós að stærstur hlutinn fer til
fslenzka álfélagsins, eða um 1.000
gigawattstundir fyrstu níu mán-
uði síðasta árs, borið saman við
1.020 gigawattstundir á sama tíma
árið 1982. Samdrátturinnn milli
ára er um 2,0%. íslenzka járn-
blendifélagið fékk um 201 giga-
wattstund, en til samanburðar um
198 gigawattstundir á sama tíma
arið 1982. Aukningin milli ára er
um 1,5%. Áburðarverksmiðjan
fékk um 124 gigawattstundir
fyrstu níu mánuði síðasta árs, en
til samanburðar um 88 giga-
wattstundir á sama tíma árið
1982. Aukningin milli ára er um
40,9%. Til Sementsverksmiðjunn-
ar fóru um 12 gigawattstundir f
fyrra og það sama árið 1982. Til
Keflavíkurflugvallar fóru um 54
gigawattstundir í fyrra, en 51
gigawattstund á sama tíma árið
1982. Aukningin milli ára er tæp-
lega 6%.
Janúar-nóvember 1983:
GJALDEYRISKAUP bankanna
nettó voru jákvæð um 44 milljónir
króna fyrstu ellefu mánuði síðasta
ár, þegar keyptur gjaldeyrir var að
verðmæti um 24.547 milljónir króna,
en seldur gjaldeyrir hins vegar að
upphæð um 24.503 milljónir króna.
Til samanburðar má geta þess,
að gjaldeyriskaup bankanna nettó
voru neikvæð um 2.451 milljón
króna á sama tíma á árinu 1982,
en þá var keyptur gjaldeyrir að
verðmæti um 23.524 milljónir
króná, en seldur gjaldeyrir hins
vegar að upphæð um 25.975 millj-
ónir króna.
Gjaldeyriskaup bankanna nettó
í nóvembermánuði voru jákvæð
um 402 milljónir króna, þegar
Ef litið er á afgangsorkuna
kemur í ljós, að fslenzka álfélagið
fékk 11 gigawattstundir fyrstu níu
mánuðina í fyrra, en 12 giga-
wattstundir á sama tíma árið
1982. Samdrátturinn er tæplega
8%. Þá fékk íslenzka járnblend-
ifélagið um 161 gigawattstund, en
til samanburðar um 155 gigawatt-
stundir á sama tima árið 1982.
Aukningin milli ára er því tæp-
lega 4%.
keyptur gjaldeyrir var samtals að
verðmæti um 3.238 milljónir
króna, en seldur gjaldeyrir hins
vegar að verðmæti um 3.836 millj-
ónir króna.
Til samanburðar má geta þess,
að gjaldeyriskaup bankanna nettó
í nóvember á árinu 1982 voru jákv-
æð um 140 milljónir króna, þegar
keyptur gjaldeyrir var samtals að
verðmæti 2.924 milljónir króna, en
seldur gjaldeyrir hins vegar að
verðmæti um 2.784 milljónir
króna.
Gjaldeyriskaup bankanna vorn
verulega neikvæð á árinu 1982, eða
upp á liðlega 1.172 milljónir
króna. Hins vegar voru þau já-
kvæð árin þar á undan.
Gjaldeyriskaup bankanna
jákvæð um 44 milljónir