Morgunblaðið - 28.01.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
35
inn að minnka á nýjan leik, og
verður i lok tímabilsins sá sami og
í upphafi. Hrygningarstofninn
lagast svolítið um tíma, en minnk-
ar síðan aftur. Athugið að meðal-
nýliðun þessi 6 ár er nálægt því að
vera söm og meðalnýliðun áranna
1955—1963 þegar stóri heildar-
stofninn minnkaði verulega, úr
2600 þúsund tonnum í 1500 þúsund
tonn.
Þetta dæmi sýnir að það er af-
skaplega erfitt að byggja þorsk-
stofninn upp, og þótt við næðum
honum upp í „kjörhæð" er næstum
óframkvæmanlegt að ná úr honum
hámarksafrakstri (450 þ. tonn ár-
lega) og halda hrygningarstofnin-
um (og heildarstofninum) uppi um
leið, en þetta er einmitt langtíma-
markmið Hafrannsóknastofnun-
ar. Þær aðferðir sem nú er beitt
byggjast á „heppni". Spádómar
sem byggja á meðaltölum eru
mjög varhugaverðir.
Önnur markmið
Það sem hér hefur verið sagt
sýnir að óhjákvæmilegt er að gera
ráð fyrir sveigjanlegri sóknar-
stefnu í framtíðinni, ekki síst eftir
að búið er að byggja þorskstofninn
upp; hvenær sem það nú verður.
Slík sveigjanleg stjórn er
óframkvæmanleg nema menn búi
yfir haldgóðri vitneskju um þá
nýliðun sem í vændum er hverju
sinni. Reyndar hafa menn þegar
gert sér nokkra grein fyrir því
hvað slík vitneskja gæfi í auknum
arði af þorskveiðum, samanber
grein dr. Þorkels Helgasonar í
Ægi 1979.
Islendingar, og þar með taldir
fiskifræðingar, tala gjarnan um
góðan árgang sem „happ“, sam-
anber dr. Jakob Jakobsson um
sumargotssíld í Ægi 1979. Vissu-
lega er það heppilegt fyrir þjóðar-
hag þegar náttúran gerir vel við
okkur. í fyrirlestri okkar í Nor-
ræna húsinu 13da janúar veltum
við því fyrir okkur hvort ekki
mætti með grundvallarrannsókn-
um á afkomu þorskseiða og ung-
viðis gera sér grein fyrir þeim
þáttum sem ráða nýliðunarferl-
inu. Við settum reyndar fram hug-
mynd sem ekki er hægt að rekja
hér. Okkur er það vel ljóst að hér
er um viðamiklar haffræðilegar og
vistfræðilegar rannsóknir að
ræða, og að óvíst er um skjótan
árangur. Þrátt fyrir það teljum
við að ekki verði hjá því komist að
ráðast í þetta verkefni af fullum
krafti.
Nú væntum við þess að fá
skammir fyrir greinina, i ljósi
þess sem á undan er gengið. Vafa-
lítið verður okkur núið um nasir
að allt tal um vistfræðirannsóknir
sé „gamlar lummur" sem fiski-
fræðingar hafi þekkt árum saman,
og því óþarfi að tíunda hér. Því er
til að svara, að við lestur á
ástandsskýrslum og ýmsum öðr-
um plöggum Hafrannsóknastofn-
unar, og greinum eftir fiskifræð-
inga, hefur okkur ávallt fundist að
það vantaði vistfræðilegan bak-
hjarl í umræðuna. Grunntónninn í
skrifum fiskifræðinganna er á þá
lund að í sjónum ríki einhverskon-
ar stöðugt meðaltalsástand, þann-
ig að með jafnri sókn í fiskistofn
megi fá úr honum jafnan og góðan
afla um aldur og ævi. Rannsókna-
áherslur sýna þetta sama.
Fyrr á árum var því einlægt
haldið fram að flókin vistkerfi
væru í eðli sínu stöðug, og þessi
skoðun á sér málssvara enn þá. Á
seinni hluta sjöunda áratugarins
fóru vistfræðingar sem fylgdust
með stofnsveiflum dýra að efast
um þessar hugmyndir, og á þeim
áttunda hafa fjölmargar greinar
verið birtar, og reyndar heilar
bækur, þar sem þessar jafnvægis-
hugmyndir eru hraktar. Rann-
sóknir á þorski verða að taka mið
af þessu og beinast í ríkari mæli
að sveiflum í fjölda einstaklinga
og lífþyngd — og að leita að
ástæðum fyrir þessum sveiflum.
Meðaltalsdæmin og jafnvægishug-
myndir ganga seint upp.
I)r. Jón Ounnar Ottósson og dr.
Sigurður Snorrason eru lífíræð-
ingar að mennt.
Helga Jónsdóttir
Akureyri 75 ára
Helga í Bjarkastíg 7 fæddist á
Akureyri 28. janúar 1909 og á
sama afmælisdag og móðir mín.
Stundum finnst mér að ég eigi
tvær mömmur.
Foreldrar Heigu voru Þórunn
Friðjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal
og Jón Júlíus Jónatansson,
járnsmiður, fæddur að Hösk-
uldsstöðum í Reykjadal. Hann
hafði smiðju í Glerárgötu 3 og þar
málaði Freymóður „hann pabba"
standandi við aflinn.
Eftir nám í Barnaskóla íslands,
sem Matthías á Sigurhæðum
nefndi svo, stundaði Helga nám í
Héraðsskólanum að Laugum. Síð-
an lá leiðin í Húsmæðraskólann
Ósk á ísafirði, þar sem þau fræði
var að finna, sem framtíðarstarfið
reyndist byggjast á, numin undir
handleiðslu „fröken Gyðu“.
Haustið 1936 giftist hún Braga
Sigurjónssyni, skáldi og fv. ráð-
herra, Friðjónssonar skáldbónda á
Litlu-Laugum. Fyrsta hjúskapar-
árið bjuggu þau að Laugum í
Reykjadal en fluttust síðan til Ak-
ureyrar og byggðu árið 1944 fram-
tíðarbú í Bjarkastíg 7, sem er orð-
ið hugtak, a.m.k. hjá okkur vensla-
fólkinu.
Þau eignuðust sex börn: Sigur-
jón, skáld, sem krabbamein felldi
fyrir aldur fram, Hrafn, borgar-
dómara, Þórunni, stjórnarráðs-
fuiltrúa, Gunnhildi, sjúkraliða,
Ragnhildi, bankafulltrúa, og Úlf-
ar, mag.art., sem nú er í doktors-
námi við Berkeley-háskóla í Kalif-
orníu.
Konan, sem þessar staðreyndir
eiga við, er tengdamóðir mín. Nú
ætla ég í fyrsta sinn að fara á bak
við hana og birta að nokkru hug
minn til hennar og fá svo skellinn
að lesnum þessum línum.
Svo bar við á 17. júní árið 1959
að veðurguðirnir á Ákureyri, sem
að sjálfsögðu eru ekki þeir sömu
og „fyrir sunnan", kusu að sæma
66 stúdenta nafnbótinni með norð-
lenskri stórhríð. Handhafi húf-
unnar sá fyrir sér hvernig brotin
úr sérsmíðaða smókingnum frá
J.M.J. hyrfu út í veður og vind og
hugsaði til Þórunnar í þunnri
dragt og hælaháum skóm í snjón-
um. Auðvitað áttum við að verja
síðustu sumaraurum í skíðagalla.
En þá kom tengdamóðir mín til
skjalanna og lýsti því yfir í eitt
skipti fyrir öll að á 17. júní á Ak-
ureyri væri vor hvernig svo sem
annars viðraði. Það gerðist með
eftirfarandi hætti:
Uppburðarlaus sveinstauli
sunnan af Skaga fór í opinbera
heimsókn í Bjarkastíg 7. Hann
settist á eldhúskollinn á skörinni
— og sagði ekki orð. Þarna var þá
Helga að hita kaffi og baka brauð,
leggja á borð og laga til, elda mat
og skúra og lét þess getið rétt si-
svona að frá Menntaskólanum á
Akureyri brautskráðist enginn
nema að hafa blóm. Svo gekk hún
út í garð þar sem hún geymdi rós í
runna og gaf mér ásamt blóminu á
bænum, blómarósina sem fylgir
mér enn — og það var vor.
Bóndinn í Bjarkastíg rekur veð-
urathugunarstöð fyrir sjálfan sig.
Á slaginu klukkan sjö að morgn-
um bankar hann í barómetið,
gengur að austurglugganum og
gáir að Vaðlaheiðinni. Skyggnist
svo í suður að Súlum og bókar
veðrið þann daginn. Þetta finnst
tengdamóður minni óþarfa pjatt.
Á Akureyri er einfaldlega alltaf
gott veður, í mesta lagi mismun-
andi gott, og þarf engar skýrslu-
gerðir til að sýna fram á það.
Detti einhverjum í hug að malda í
móinn er honum vinsamlega vísað
á að í Bjarkastíg 7 sé veðrið alténd
svona. Það skyldi þó ekki vera
þess vegna að hún hefur ekki fyrir
því að spyrja um færðina þegar ég
hef undanfarin ár komið akandi
að sunnan í skíðaferðir um páska.
Að vísu vorum við þrjá daga á
leiðinni í fyrra, en það var ekki
hennar sök. Hún hafði ekki gefið
út neina veðurspá fyrir Holta-
vörðuheiði eða öxnadal — á Akur-
eyri var allt í sóma.
Móðurmóðir mín átti heima á
Stöðvarfirði. Síðan lá fyrir henni
að setjast að „fyrir sunnan" og
fara aðeins austur í heimsóknir.
Þótt hún væri komin undir nírætt
þurfti hún ekki að flýta sér og
brúkaði því ekki flugvélar — hafði
ekki vanist því í sveitinni. Nú brá
svo við eitt vorið að henni var val-
ið far með flugi. Af eðlislægri
kurteisi, sem aðrir virðast ekki
kunna en þeir sem litu ljósið
kringum aldamót, þótti ömmu
minni ekki taka því að afpanta
farið og gekk um borð. Þegar fokk-
erinn flaug yfir jökla mun hún
hafa litið upp frá prjónunum og
spurt sessunautinn af æðruleysi
íslenskra kvenna: Ætli þeir fari
nú ekki að halda af stað?
Ég veit ekki hvort konur eru
öðru vísi en aðrir menn en ein-
hvern veginn finnst mér að
mömmur og ömmur séu það. Þeg-
ar tuttugu manns eru væntanlegir
í Bjarkastíg 7, nýfarnir eða ein-
faldlega á staðnum, svo sem geng-
ið hefur til á þeim bæ, er það eins
og við manninn mælt að tengda-
móðir mín tekur nál og enda, sest
í ruggustólinn í vesturstofunni og
byrjar að sauma út. Sjónvarpið er
ekki hennar mál.
Þeir sem hafa lesið lífsbókina
þannig að það heyri til mannlegu
samfélagi að gera sér rellu út af
hlutunum ættu að heimsækja
Helgu. Hún viðurkennir ekki
volæðistal og viðmælandinn
stendur sig að því að skammast
sín skellihlæjandi.
Ef kvenframboðsmenn skyldu
einhvern tíma velkjast í vafa um
baráttuefnin ættu þeir einnig að
banka upp á í Bjarkastíg. Hjá
Helgu lá málstaðurinn fyrir kvitt-
ur og klár löngu fyrr en drauma-
dísirnar fæddust: Maðurinn kona
er fyrst og fremst móðir.
Endist mér aldur óttast ég að
tölvubörnin biðji mig að fletta upp
á orðinu móðir í bók ef hún þá
verður til. Þá ætla ég að ganga í
stofukrók og kalla fram orðið
Helga.
Guðirnir gefi tengdamóður
minni gott veður alla ævitíð.
B.Þ.G.
Bubbi meðal
vísnavina
á Hótel Borg
FYRSTA vísnakvöld Vísnavina í ár
verdur á Hótel Borg mánudags-
kvöldið 30. janúar, og hefst kl. 20:30.
Á þeim stað og tíma verða vísna-
kvöldin framvegis, að því er segir í
tilkynningu frá Vísnavinum.
Á fyrsta kvöldinu koma m.a.
fram Bubbi Morthens, hópur af
Symre-námskeiðinu og spánskur
gítarleikari.
Aðalfundur Vísnavina verður
haldinn að Fríkirkjuvegi 11
fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20:30.
Árshátíð félagsins verður kvöldið
eftir, föstudaginn 10. febrúar kl.
20 í félagsheimili Rafveitunnar
við Elliðaár. Miðar fást hjá Aðal-
steini Ásb. Sigurðssyni í síma
28892.
Sambandsfrystihúsin:
11% aukn-
ing í fryst-
ingu frá 1982
Á ÁRINU 1983 framleiddu Sam-
bandsfrystihúsin 39.900 lestir af
frystum sjávarafurðum á móti
35.920 lestum árið 1982. Er þetta
mesta framleiðsla á einu ári til
þessa. Aukningin frá fyrra ári
nemur 3.980 lestum, eða 11 af
hundraði. Á 7 ára tímabilinu frá
1977 til 1983 hefur framleiðslan
tvöfaldast. Á árinu 1983 jókst
frysting þorskafurða um 14%,
frysting grálúðu um 19% og fryst-
ing karfaafurða um 6%. Fjögur
framleiðsluhæstu frystihúsin voru
Fiskverkunarstöð Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga, Hornafirði,
með 3.400 lestir, Meitillinn í Þor-
lákshöfn með 3.070 lestir, Kirkju-
sandur í Reykjavík með 2.950 lest-
ir og Fiskiðjusamlag Húsavikur
með 2.820 lestir. Mest aukning í
frystingu varð hjá Meitlinum í
Þorlákshöfn, 760 lestir, Búlands-
tindi, Djúpavogi, 560 lestir, og
Hraðfrystihúsi Breiðdælinga,
Breiðdalsvík, 550 lestir. Á árinu
1983 flutti Sjávarafurðadeild út
39.600 lestir af frystum sjávar-
afurðum á móti 34.400 lestum árið
áður. Aukning í útflutningi nam
því 5.200 lestum, eða 15 af hundr-
aði.
(FrétUtilkynning.)
IZ
GULLNI HANINN
BISTRO A BESTA
STAÐ í BÆNUM
Gullni haninn býður gestum sínum mat og
persónulega þjónustu, eins og best gerist
á góðu Bistro, - heimilislegum veitingastað.
Það sem Gullni haninn hefur framyfir
góð veitingahús er stœrðin.
Veitingasalurinn er ekki stór í sniðum,
hann er mátulega stór til að skapa
rétta stemmningu, góð persónuleg tengsl
á milli gesta og þeirra sem þjóna þeim til borðs.
Svo eru fáir, sem slá Gullna hananum við
í matargerð.
Mjög fáir.
LAUGAVEGI 178, SlMI 34780