Morgunblaðið - 28.01.1984, Qupperneq 48
Tölvupappír
IIII FORMPRENT
Hverfisgotu 78. Simar 25960 25566
EUROCARD
V -----J
S1AÐFEST lANSIRAIIST
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
3000 manns án atvinnu:
1,3 milljónir
greiddar í bæt-
ur daglega
„ÞAÐ LIGGJA. enn ekki fyrir ná-
kvaemar tölur um fjölda atvinnu-
lausra, en ég hef á tilfinningunni aö
fjöldi þeirra sé hinn sami og fyrir
viku, eda um eöa yfir 3000 manns,“
sagði Eyjólfur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuleysis-
tryggingasjóös, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær.
Svo sem fram kom í frétt Morg-
unblaðsins á laugardaginn var,
töldu þeir Eyjólfur og óskar Hall-
grímsson, deildarstjóri í félags-
málaráðuneytinu, þá, að tala at-
vinnulausra væri um þrjú þúsund
eða rösklega það. Kvað Eyjólfur
þann fjölda atvinnulausra manna
jafngilda því, að greiddar væru 1,3
milljónir króna í atvinnuleysis-
bætur daglega að jafnaði, fimm
daga vikunnar.
Eyjólfur Jónsson sagði í gær, að
í næstu viku myndi það væntan-
lega skýrast, hver yrði framvind-
an í atvinnumálunum. Þá yrðu æ
fleiri fyrirtæki i sjávarútvegi
komin í gang á ný, og eins lægju
þá fyrir nákvæmar tölur um at-
vinnuleysi í janúar.
Samninganefndir starfsmanna og framkvæmdastjórnar ÍSALs á fundi í húsnæöi ríkissáttasemjara um miðjan dag í
gær. MorgunblaJið/ Kristján Einarsson.
Pia Cramling og Jón L. Árnason
þungt hugSÍ. Morgunblaðið/KÖE
ÍSAL hefur ekki ennþá.
sótt um fulla aðild að FÍI
Pia vann Jón L.
SÆNSKA skákkonan Pia Cramling
sigraði Jón L. Árnason í æsispenn-
andi skák í alþjóðlegu skákmóti
Búnaðarbanka fslands sem hófst á
Hótel Hofi í gær.
Tveimur öðrum skákum lauk
einnig í gærkvöldi. Shamkovich
frá Bandaríkjunum og Margeir
Pétursson og DeFirmian og Helgi
Ólafsson sömdu jafntefli. Skákir
Sævars Bjarnasonar og Alburts,
Guðmundar Sigurjónssonar og
Jóhanns Hjartarsonar og Knez-
evic og Jóns Kristinssonar fóru í
bið.
ÍSLENSKA álfélagið sótti ekki
um fulla aðild að Félagi ís-
lenskra iðnrekenda í gær, eins
og jafnvel hafði verið búist við,
en það hefði þýtt að Vinnuveit-
endasamband íslands hefði
farið með samningsmál við
starfsmenn ÍSAL fyrir þeirra
hönd. Eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær sam-
þykkti ríkisstjórnin á fundi sín-
um á fimmtudag að fella úr
gildi skilyrði þess efnis að
ISAL standi utan samtaka
atvinnurekenda á íslandi. Sam-
kvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun ÍSAL ekki ætla
að sækja um aðild aö Félagi
íslenskra iðnrekenda meðan
einhver hreyfing er á samning-
um þeirra við starfsmenn fyrir-
tækisins.
Samningafundi deiluaðila í
fyrrinótt lauk um fjögurleytið
og var boðað til nýs fundar
klukkan 16 í gær. Að sögn Arn-
ar Friðrikssonar, aðaltrúnað-
armanns starfsmanna álvers-
ins, komu fréttirnar um sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar báðum
samninganefndunum jafnmikið
á óvart. Samningaviðræður
gengu stirðlega fyrir vikið í
gær, en þegar fundir hættu um
kvöldmatarleytið, var boðað að
nýju til fundar hjá ríkissátta-
semjara á morgun, sunnudag,
klukkan 16. í dag munu samn-
inganefndirnar funda í
Straumsvík um ýmis sérmál.
Niðurstaða sjóprófa í Kampen-málinu í Hamborg:
Kampen ekki sjóhæft við
brottför frá Amsterdam
Lestarlúgur voru lekar og skipið um of hlaðið
MEGINNIÐURSTAÐA sjóprófa
vegna skipsskaðans þegar vestur-
þýzka flutningaskipið Kampen fórst
við Suðurströnd íslands 1. nóvem-
ber sl., var sú að skipið hafi ekki
verið sjóhæft, þcgar það sigldi frá
Amsterdam í Hollandi, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins. Sjó-
prófin fóru fram í Hamborg 23.—24.
janúar sl.
Þrjú atriði voru sérstaklega til-
tekin í sjóprófunum. Loftskeyta-
maður skipsins var ekki með í
ferðinni. Þá kom fram, að útgerð-
armenn skipsins hefðu vitað við
brottför skipsins frá Amsterdam í
Hollandi, að lúgulokur skipsins
voru lekar. Við könnun í Amster-
dam kom fram, að nokkur leki var
á lest númer 1, og enn meiri leki
með lúgum á lest númer 2. Þriðja
atriðið var síðan, að skipið var um
of hlaðið.
Lúgur skipsins höfðu verið
skoðaðar fyrir brottför með hlið-
sjón af því, að sambærilegur leki
hafði komið fram á systurskipum
Kampen, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Þá kom fram við sjóprófin, að
kolaryk mun sennilega hafa valdið
því að vélar Kampen stöðvuðust,
þegar skipið var á siglingu við
suðurströnd íslands. Af áhöfn
skipsins var aöeins 1. stýrimaður
kallaður fyrir til að gefa upplýs-
ingar.
Á sínum tíma kom fram, að
15—20 gráðu halli var á skipinu
nær alla leið frá Færeyjum til Is-
lands. Ekki kom nein skýring
fram á því við sjóprófin 1 Ham-
borg.
Kampen var á leið frá Amster-
dam í Hollandi með 5.300 tonn af
kolum fyrir Sementsverksmiðju
ríkisins, en til stóð að landa farm-
inum í höfninni á Grundartanga.
Skipið var í förum á vegum Eim-
skipafélags Islands og hafði verið í
leigusiglingum hjá Eimskip frá
miðjum septembermánuði.
Miðstjórn Alþýðusambands
íslands samþykkti harðorð mót-
mæli við samþykkt ríkistjórn-
arinnar. Segir þar meðal annars
að með þessu hafi ríkisstjórnin
haslað sér völl atvinnurekenda-
megin í samskiptum við aðila
vinnumarkaðarins, og um sé að
ræða beina íhlutun í löglega
vinnudeilu.
Ekki tókst að ná í fulltrúa
samninganefndar ÍSAL í
gærkveldi.
Sjá ályktun Alþyðusam-
bandsins, viðtal við Orn Frið-
riksson, aðaltrúnaðarmann,
og Ragnar Halldórsson, for-
stjóra ISAL, á bls. 2.
Austanátt
og rigning
Spáð var austan og suð-
austan hvassviðri í gær-
kveldi og snjókomu, en 950
millibara lægð var þá suð-
vestan við Grænland og skil
á undan henni að nálgast
landið og gert ráð fyrir að
þau færu yfir landið í nótt.
Jafnframt átti að hitna í
veðri og í dag er spáð austan
hvassviðri, slyddu og síðan
rigningu ojg 4—5 stiga hita á
landinu. A morgun, sunnu-
dag, kólnar aftur í veðri og
lægir og áttin verður norð-
lægari.
Strokufangi
gómaður
FANGI sem hefur verið í
gæzluvarðhaldi í hegningar-
húsinu á Skólavörðustíg vegna
innbrotsins í Hallgrímskirkju,
strauk á fimmtudagskvöldið
en var gómaður um miðjan
dag í gær.