Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 7 HUGYEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson Líkt er himnaríki mustarðskorni er maður tók og sáði í akur sinn. ML 13:31. Líklega þekkja íslendingar flestum þjóðum minna til sán- ingar í akur. Þó mun sá þekk- ingarskortur tæpast hamla skilningi á dæmisögum guð- spjallanna er tilheyra þessum helgidegi. Við vitum mæta vel hver lögmál gilda helst um sán- ingu, vöxt og uppskeru, hvað ber að varast og að hverju þarf að hyggja til þess að góður árangur náist. Við sáum nefnilega öll til margvísiegustu tegunda og er það mæta vel kunnugt, að eigi uppskeran að verða til þeirra nytja, sem vonir standa til, þá þarf undirbúnings við, og síðan má ekki skorta vökvun, birtu og yl, að ekki sé nú talað um hve mikilvægt er að hlúa að á ýms- um vaxtarskeiðum og gæta þess að ónytjugróðurinn fái ekki yfir- hönd og hamli þroska. Kunnugt er að guðspjöllin eru ekki að fjalla um búvegsvísindi þegar þar er minnst á sáningu, heldur mannlífið og jarðveginn og sáningarefnin á þeim vett- vangi. Þar er mörgu sáð og mikið á sig lagt, þó að ávextirnir reyn- ist ekki allir góðir til neyslu. Það er af svo mörgu að taka, þegar velja skal á milli þeirra fjöl- breyttu tegunda, sem okkur bjóðast í garðinn okkar eða lífs- akurinn, og þá er nú ekki fjöl- skrúðið minna, sem að okkur er rétt, án þess að við fáum nokkru ráðið hvort við viljum eða ekki. Og stundum, því er nú ver, vill fara eins og í kvæði segir, sem bókin Ulgresi fær nafn sitt af: „Undir heiðum himni víðum/ hvílíkt yndi að skemmta sér/ þegar blóm í brekku og hlíðum/ brosa hvar sem litið er./ En ill- gresið er oft og tíðum/ yndisleg- ast sýnist mér./“ Ætli að það sé nokkurt okkar ósnortið af yndisleika margs- konar eiturtrefja, sem eins og biðja þess í sakleysislegri og fag- urri ginning að vefjast utan um mann. Það er víst reyndar og áreiðanlega sterkur þáttur í því hlutskipti að heita manneskja, að eiga fangstað við ýmsan flækjugróður, að þreifa fyrir sér, takast á við, velja og hafna. Og líklega færir það einn mesta un- að, sem eignast má, að stælast í garðverkunum, ef að slíkt á ann- að borð nær ekki að gera mann örmagna eða fastan við ein- hverja slímmöskva, sem engu eira og að síðustu kæfa. Já, undir heiðum himni víðum, sýnist illgresið oft á tíðum ynd- islegast, og um það má gilda sem séra Hallgrímur sagði: „Villast menn úr máta/ má það sannleik játa“. Orð Drottins, sem gefið er til ávöxtunar og nefnist himna- riki, það er tíðum umlukið mörgu sem vex yfir það, tekur úr því safa og þroska og illgresið skríður að úr öllum áttum. Það er mikið fjallað þessa dagana um myndina Daginn eftir, er á að sýna afleiðingar kjarnorku- styrjaldar. Það er skelfilegt að hugsa til þess, að það skuli á valdi fáeinna manna að leggja allt í rúst á þessari jörð í svo að segja einu vetfangi, ef þeim býð- ur svo við að horfa, af einhverj- um vitfirrtum ástæðum. En væru þeir einir sekir ef svo færi? Hefðum við þá ekki öll sáð til þess, sem gerðist? Erum við ekki öll þátttakendur, bæði þiggjend- ur og gefendur í flestu sem fram fer í þessari veröld, berumst með á sömu bylgjunni og harla oft án „Það sem maður sáir... “ andófs við þeirri bylgju, sem kanna að leiða til tortímingar. Og er það ekki líka býsna oft gildandi í einkalífinu einnig, að við vöknum við það daginn eftir, að það sem við gerðum í gær eða létum ógert varð til þess vítis, sem við sitjum í síðar. Það sem við sáðum til, það skilar sér fyrr eða seinna, gott sem illt. í bók- inni dýru segir að líkt sé himna- riki manni er sáði góðu sæði í akur sinn, en meðan fólkið svaf kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitisins. „A meðan fólk- ið svaf“. Er það ekki gildandi lýsing á því sem gerist harla oft á lífsakrinum, það festir rætur og bólgnar út, sem við aldrei vildum hafa með að gera, en það óx og dafnaði af því að við vorum grandalaus eða kærulaus, létum það viðgangast sem síðan hægt og bítandi gekk á lagið og óx okkur yfir höfuð, eða eins og stendur skrifað í bók einni: Ég veit ekki hvort vér vöktum eða sváfum/ vinir og bræður, múr- aðir inni í skúta/ fyrir þann boðskap, sem býður öllum mönnum/ að búa í friði og sátt á þessari jörð/ ... Hér stend ég í skugga, hér bið ég á báðum átt- um/ við borgarhlið, sem hafa víkkað og hækkað/ en innan grindanna glampar á þúsundir hjálma/ ó Guð minn, ó Guð minn, hvað sváfum vér lengi bræður.“ En hvað getum við þá gert, ég og þú, hvað getum við gert til þess að varðveita það sem er og verður okkur sjálfum og þessari veröld til nytja, hvað getum við framkvæmt til að gæta litla reitsins okkar, að hann ekki falli í fulla órækt og ávaxtaleysi? Sáðkornið, sem líkt er við himnaríki, það lítur út eins og orð á meðal annarra orða, smátt eins og mustarðskorn á meðal fræjanna, sem bera í sér yndis- legu iilgresisbreiðurnar. Én þó hefur mustarðskornið í sér fólg- ið þann merkilega þrótt, að það getur orðið öðrum jurtum meira og sprengt af sér og frá sér hvaða villigróður sem er, fái það að nærast. Og þess vegna hafa kristnir menn aldrei verið í vafa um hvað þeir ættu að gefa til þess að bera sér og sínum holla ávöxtu í lífinu, þeir hafa tekið undir með Páli: „Vakið, standið stöðugir í trúnni". Ýmsir kunna að segja: En er það ekki full- reynt að þetta svonefnt orð frá Drottni kemur litlu til leiðar til heilbrigði í þessari veröld? Verð- ur það ekki fremur og ævinlega eins og spíra, sem aldrei tognar neitt úr? Mér finnst það stund- um. Já, mér finnst það tíðum, þegar ég get ekki sjálfur þverfót- að fyrir því sem ég vildi hafa gert öðruvísi í gær, því sem ég vildi hafa sagt, sýnt og gert bet- ur en ég gerði. Og mér finnst það líka stundum þegar ég hugsa til kirkjunnar fyrr og síðar, hvað hún oft var vanmáttug og upp- burðarlítil, við að hlúa að gróðr- inum og vinna verkin, sem áttu að sýna ávextina af Orðsins ræktan. En ég er yfirleitt fljótur að ná mér aftur, því að í raun- inni finn ég fyrir þvi daglega, ef ég hugsa mig um, að hver ein- asta manneskja sem ég mæti er mótuð af Orðsins valdi, mótuð af líknarlund og kærleika og margskyns arfgengum kostum, sem eiga rætur í boðun og trú ára og alda, þrátt um allt, já þrátt fyrir allan villigróðurinn, sem stundum fær mann til að efast um að við getum lifað það sem heitir: Daginn eftir. Það má þykja tvísýnt, eins og sveipir og straumköst bylja á þjóðlífi samtfmans hér sem ann- ars staðar, hvernig kristni reiðir af, hvernig fer um mustarðskor- nið og vaxtarmátt þess á meðal helfjötra af óvinarótum. Vakan bíður okkar alla tíma í eigin garði og valið er okkar á þvi, hverju við hlynnum að í kringum okkur, hvort við gefum fordæmi, til fylgdar við Jesúm Krist eða ekki. Megi sú bæn lifa með okkur sem séra Hallgrímur orðaði svo: Þú gafst mér akurinn binn — þér gef ég aftur minn/ Ast þína á ég ríka/ eigðu mitt hjartað líka/ Ég gef og allan þér/ æ meðan tóri ég hér/ ávöxtinn iðju minnar/ í akri kristninnar þinn- ar.“ Askriftarsimim er 83033 VERÐBREFA- IÐSKIPTANNA ENN BATNA KJÖR SPARIFJÁREIGENDA OG VALMÖGULEIKAR AUKAST: 1. Nýtt útboö verötryggöra spariskírteina ríkissjóðs 1984-1. fl. Vextir: 5,08% á ári. Binditími 3 ár — Tveir gjalddagar á ári. Hámarkslánstími 14 ár. 2. Gengistryggö spariskírteini ríkissjóös m/v gengi SDR 1984-1.fl. Vextir: 9% á árí. Binditími 5 ár. Hámarkslánstími 5 ár. 3. Eldri flokkar verötryggöra spariskírteina og happ- drættisláns ríkissjóös Vextir: 5—5%% á ári Binditími og hámarkslánstími frá 25 dögum til allt aö 5 árum. 4. Verðtryggð veöskuldabréf tryggð meö lánskjaravísi- tölu. Vextir: 8,75—9,87% á ári. 1—2 gjalddagar á ári. Hámarkslánstími 1 —10 ár. Kynniö ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á markaönum í dag. Starfsfólk Veröbréfamarkaöar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiðubúiö aö aöstoöa viö val á hagkvæm- ustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 6. febrúar 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Sölugengi Ávöxtun- Dagafjöldi Ar-flokkur pr. kr. 100 arkrafa til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. í Seölab 5.02.84 1971-1 14.816,27 5,00% 1 ár 219 d. 1972-1 13.533,78 5,00% 1 ár 349 d. 1972-2 11.053,06 5,00% 2 ár 219 d. 1973-1 8.428,79 5,00% 3 ár 219 d. 1973-2 8.107,50 5,00% 3 ár 349 d. 1974-1 5.308,05 5,00% 4 ár 219 d. 1975-1 4.002,39 Innlv. í Seölab. 10.01.84 1975-2 3.021,25 Innlv. í Seölab. 25.01.84 1976-1 2 809.49 5,00% 34 d. 40 d. 1976-2 2.273,74 Innlv. i Seölab. 25.01.84 1977-1 2.055,45 5,00% 49 d. 1977-2 1.702,42 5,00% 214 d. 1976-1 1.393,65 5,00% 49 d. 1978-2 1.087,60 5,00% 214 d. 1979-1 936,14 5,00% 19 d. 1979-2 706,77 5,00% 219 d. 1980-1 599,69 5,00% 1 ár 69 d. 1980-2 463,81 5,00% 1 ár 259 d. 1981-1 397,24 5,00% 1 ár 349 d. 1981-2 295,12 5,00% 2 ár 249 d. 1982-1 277,36 5,00% 1 ár 25 d. 1982-2 205,85 5,00% 1 ár 235 d. 1983-1 158,88 5,00% 2 ár 25 d. 1974-D 5.157,40 5,50% 44 d. 1974-E 3.504,50 5,50% 295 d. 1974-F 3.504,50 5,50% 295 d. 1975-G 2.299,04 5,50% 1 ár 295 d. 1976-H 2.128,94 5,50% 2 ár 54 d. 1976-1 1.660,68 5,50% 2 ár 294 d. 1977-J 1.498,52 5,50% 3 ar 55 d. 1981-1 ft 315,77 5,50% 2 ár 85 d. Veðskuldabréf - verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári 1 ér 95.69 2 ár 92.30 3 ár 91.66 4 ár 89.36 5 ár 88.22 6 ár 86.17 7 ár 84.15 8 ár 82.18 9 ár 80.24 10 ár 78.37 11 ár 76,51 12 ár 74,75 13 ár 73,00 14 ár 71,33 15 ár 69.72 16 ár 68.12 17 ár 66,61 18 ár 65,12 19 ár 63,71 ,20 ár 62.31 Nafnvextir (HLV) 2V/. 2V»% 3%% 3V4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% Veðskuldabréf óverðtryggð Avöxtun umfram verötr. 8.75% 8.86% 9.00% 9,12% 9,25% 9,37% 9,50% 9,62% 9,75% 9.87% 10,00% 10,12% 10.25% 10,37% 10,49% 10.62% 10,74% 10,87% 10,99% 11,12% Sölugm/v 1 afb á ári 14% 16% 18% 20% (Hlvj 21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 81 3 ár 63 65 67 69 70 4 ár 55 57 159 62 63 5 ár 49 51 554 56 57 Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboðssölu. Daglegur gengisútreikningur Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.