Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 22

Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Vetrarólympíuleikarnir í Sara- jevó í febrúar verða helsti íþróttaviðburður vetrarins. I‘á munu margir, sem annars fylgjast aldrei með íþróttum, allt í einu fá áhuga á skauta- listdansi, sleöakeppni, skíða- stökkvi, svigi og bruni. Þeir sem vinna verðlaun verða heimsfrægir og fólk fylgist jafnvel með íþróttafréttum í dálítinn tíma eftir leikana til að sjá hvernig stjörnurnar standa sig. En þessar stjörnur eru flestar nú þegar orðnar frægar í hópi þeirra sem fylgj- ast með íþróttum að staðaldri. Fréttir af skíðakeppnum eru t.d. daglegt brauð í fjóra mán- uði á hverju ári. Keppnirnar hefjast í byrjun desember og halda áfram til marsloka. Það er keppt á mörgum stöðum um heimsbikarinn og Evrópubik- arinn, í karla- og kvenna- flokki, í bruni, svigi, stórsvigi og risasvigi og svo mætti lengi telja. Brunið vekur ávallt sér- staka athygli og sagt verður frá einni slíkri keppni hér, en fyrst verður aðeins litið á kostnaðarhlið og auglýsinga- gildi skíðakeppnanna. Séð yfir Wengen Lagt af stað. Aðdáendur Urs Raber ætluðu alla að æra með kúabjölluhljómi. Allir vilja græða Alpin-íþróttirnar hafa ekki ver- ið vinsælar svo ýkja lengi. Það var t.d. ekki keppt í þeim á Vetrar- ólympíuleikum fyrr en 1936, en fyrstu leikirnir voru haldnir í Chamoni árið 1924. Það var sjón- varpað frá vetrarólympíuleikum í fyrsta sinn árið 1956. Alþjóða- skíðasambandið hóf heimsmeist- arakeppni á skíðum skömmu eftir seinna stríð. Hún er haldin fjórða hvert ár, tveimur árum á eftir Ólympíuleikunum. Árið 1967 var fyrst keppt um heimsbikarinn og því hefur verið haidið áfram á hverju ári síðan. Heimsbikarkeppnirnar eru um 50 talsins. Þær eru haldnar á ýms- um stöðum í Austurríki, Sviss, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjun- um og Noregi og einnig í Júgóslav- íu, Búlgaríu, V.-Þýskalandi, Kan- ada og Svíþjóð. Mjög víða er sjón- varpað frá þeim beint og staðirnir, þar sem keppnirnar eru haldnar, verða frægir og draga til sín ferðamenn. Marga skíðastaði dreymir því um að halda heims- bikarkeppni en það geta ekki allir sem vilja. Fyrst verður að halda eina Evrópukeppni á staðnum og helst nokkrar aðrar keppnir á veg- um alþjóðaskíðasambandsins. Það er dýrt að halda þessar keppnir og staðirnir tapa yfirleitt á „skyldu- leikunum". Kostnaður við eina heimsbik- arkeppni í Sviss t.d. er allt frá rúmlega einni milljón ísl. kr. upp í fimm og hálfa milljón. Þá er lyftu- og hótelkostnaður ekki reiknaður með en eigendur þeirra og ann- arra stofnana á staðnum vinna yf- irleitt með bæjarfélaginu, sjálf-' boðaliðum og skíðafélaginu að undirbúningi keppninnar. Kostn- aður við Olympíuleikana er um 650 til 700 sinnum meiri en við eina heimsbikarkeppni. En nóg er af fyrirtækjum sem vilja styrkja íþróttir og reyna að græða á þeim. Klukku- og tölvu- fyrirtæki semja um að mæla tím- ann og reikna út, bifreiða-, ljós- mynda- og næringarfyrirtæki veita þjónustu og koma nöfnum sínum á framfæri, bankar og tryggingafyrirtæki láta sitt ekki eftir liggja og ekki má gleyma skíðaframleiðendum. Þeir eyða t.d. um 80 milljónum ísl. kr. í pen- ingum í útbúnað og þjónustu fyrir svissneska landsliðið á ári. Nöfn skíðanna verða þekkt og framleið- endur græða á því. Skíðaáhuga- menn græða einnig þar sem að framleiðslan er prófuð og reynd við erfiðustu aðstæður og stöðugar framfarir eiga sér stað á útbúnað- inum. Góðir skíðakappar komast á samning við fyrirtæki þegar þeir fara að skara fram úr. Þeir hoppa af skíðunum um leið og þeir koma í mark og reisa þau við öxl sér svo að nafn og gerð skíðanna sjáist á myndunum sem teknar eru. Hinir allra bestu geta unnið sér inn um 1,5 milljón ísl. kr. á ári með aug- lýsingum og allt upp í 6,5 milljónir ef þeir gerast hálf-atvinnumenn. Mikil vinna liggur að baki áður en íþróttamenn komast á svona góða samninga. Þeir hafa yfirleitt stundað skíðaíþróttina frá barns- aldri og æft og keppt í sex ár. Þann tíma geta þeir ekki lifað af íþróttinni og mennta sig ekki frek- ar fyrir önnur störf. — Það er ekki vitað hvaða áhrif skíðakapparnir hafa á sölu einstakra merkja. Elan-skíðin seljast t.d. ekki sér- staklega vel í Alpalöndunum þótt Ingemar Stenmark komist mjög vel áfram á þeim og Ólympíusig- urvegararnir Bernhard Russi og Franz Klammer hafa ekki komið í veg fyrir minnkandi eftirspurn á Kneissl-Sterns-skíðunum. „Nú er úti veður vont ... “ Heimsbikarkeppni getur einnig haft neikvæð áhrif á vinsældir staða. Margir fastagestir taka því illa ef gamli staðurinn þeirra verður allt í einu frægur og fyllist af nýjum gestum, skíðaköppum og áhangendum þeirra. Veðurbrestur á þessum stöðum hefur einnig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.