Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 43 Steinunn Reynis dóttir - Minning Fædd 11. febrúar 1954 Dáin 29. janúar 1984 Með nokkrum orðum vil ég minnast vinkonu minnar og skóla- systur, Steinunnar Reynisdóttur. Steinunn fæddist að Eyvík í Grímsnesi 11. febrúar 1954, dóttir hjónanna Reynis Tómassonar og Emmu Kolbeinsdóttur. Hún var elst þriggja barna þeirra en hin eru Sigrún Reynisdóttir og Kol- beinn Reynisson. Steinunn yfirgaf foreldrahús til þess að stunda nám í Reykjavík árið 1967 og bjó þá á veturna hjá móðursystur sinni, Sólveigu Kolbeinsdóttur, og fjöl- skyldu hennar, í Drápuhlíð 19, en fór heim til foreldra sinna á sumr- in. Steinunn var mjög góð náms- manneskja og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vor- ið 1971 með frábærum náms- árangri. Stuttu eftir að náminu þar lauk kynntist Steinunn Pétri Haukssyni og giftu þau sig 10. júní 1972 og stofnuðu heimili í Reykja- vík. Þau eignuðust tvo syni, Guð- mund, fæddan 27.11.1972, og Reyni, fæddan 7.3.1976. Steinunn og Pétur slitu samvistir árið 1982 og skömmu síðar kom í ljós að Steinunn var með sjúkdóm sem að lokum lagði að velli þessa ungu dugmiklu konu tæplega þrítuga að aldri. Steinunn sýndi þvílíkan styrk í baráttu sinni við sjúkdóm þennan að undrum sætti og alltaf stundaði hún vinnu sína á milli þess sem hún lá á spítala. Tveim vikum fyrir andlát hennar hitti ég Steinunni á heimili hennar og var þá framundan löng sjúkrahúsvist. Steinunn bar sig vel að venju en hafði dreymt draum sem hún tengdi sjúkdómi þessum og var viss um að nú yrðu einhver þátta- skil í lífi sínu til góðs eða ills eins og hún orðaði það. Enginn skilur hvað veldur að ung móðir er hrifin burtu frá börnum sínum, en við sem eftir stöndum treystum því að Steinunni sé ætlað annað mikil- vægara starf. Steinunn kvaddi þennan heim með vissu um það að um líf eftir dauðann væri að ræða, og sagði að Steinunn heitin amma sín tæki á móti sér hinum megin, og vitnaði þá til áðurnefnds draums. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur Reynir, Emma og fjölskylda og ykkur, Guðmundur minn og Reyn- ir, og bið guð að gefa ykkur styrk í ykkar þungu sorg. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Passíusálmar: 4. sálmur 24 vers.) Hvíli Steina mín í friði. Minning hennar lifir áfram í huga okkar allra. Dagný Hildur Leifsdóttir Nú þegar leiðir skilja langar mig til að minnast Steinunnar frænku minnar. Hún var fædd að Eyvík í Grímsnesi þann 11. febrú- ar 1954, dóttir hjónanna Emmu Kolbeinsdóttur og Reynis Tómas- sonar. Hjá þeim ólst hún upp við öll venjuleg sveitastörf. Eftir fermingu fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík. Það- an lauk hún prófi með ágætiseink- unn, önnur hæst yfir skólann það vor. Að námi loknu fór hún að vinna við skrifstofustörf hjá Egg- ert Kristjánssyni & Co. Hún giftist Pétri Haukssyni húsgagnasmið og eignuðust þau tvo syni, þá Guðmund Kristin og Reyni Viðar. Þau slitu samvistir 1982. Eftir fæðingu eldri sonarins hætti hún vinnu um stund en hóf síðan hlutastarf hjá endurskoðun- arskrifstofu. Nokkrum árum síðar fór hún svo að vinna á Lögmanns- og endurskoðunarskrifstofu hjá- Þorsteini Haraldssyni og fleirum. Vegna veikinda sinna varð hún að leggjast inn á spítala sjöttu hverja viku síðastliðið ár, en þess á milli var hún við vinnu eftir því sem heilsa leyfði og jafnvel meira til. Steinunn bjó á heimili mínu á sínum Kvennaskólaárum og kom þá aldrei fyrir að bækur eða annað lauslegt væri skilið eftir í herberg- inu, er hún fór út. Má segja að hennar aðalsmerki hafi verið sam- viskusemi og reglusemi á öllum sviðum. Einskis krafðist hún fyrir sig sjálfa, en allt vildi hún fyrir aðra gera. Sem sjá mátti er hún sagðist vera svo léleg, að allt væri ótiltekið heima, en hún hefði þó getað farið að vinna því þar gæti hún setið við störfin. Ég og fjölskylda mín óskum henni góðrar heimkomu hinum megin og biðjum góðan Guð að vera með drengjunum og öðrum ástvinum hennar. Sólveig Kolbeinsdóttir Það lýsir Steinunni Reynisdótt- ur vel að daginn sem líf hennar fjaraði út bauðst hún til að lána systur sinni nýju svörtu skóna á þorrablótið. Eftir hálfs mánaðar legu milli heims og helju hugsaði hún mest um að ljá öðrum lið. Steinunni þekkti ég best þegar við vorum börn í sveitinni. Hún var þá eins og hún átti alltaf eftir að vera stillt, fálát og ljúf. Hún varð strax fullorðin, tók á sig ábyrgð, og það var alltaf hægt að treysta henni. Hjálpsemi var eitt aðalsmerki Steinunnar, og stöðug umhyggja fyrir hag annarra. Ekki gat hún verið að slappa af í bænum um helgar þegar óþrjótandi verkefni biðu úrlausnar í Éyvík, heima hjá foreldrum hennar. Þegar þangað kom var hún fljót að kasta frá sér borgarfötunum og rjúka í fjósið eða sinna öðru sem þurfti. Hún kunni ekki að hlifa sér. Það er ekki hægt að setja sig í spor hennar sem ung er dæmd til að kveðja lífið og það sem kærast er, tvo barnunga syni. Það er ekki hægt að mæla styrkinn sem þarf til að taka svo óréttlátum dómi æðrulaust, án þess að missa móð- inn. Því það gerði Steinunn aidrei. Til hins síðasta talaði hún jafnan um það sem framundan væri, með fyrirvaranum „ef ég tóri þessa viku“ því hún gekk þess ekki dulin hvað verða vildi. í sínu harða stríði við hvítblæð- ið hygg ég að Steinunni hafi orðið það Ijósara en áður hve mikils aðrir mátu hana. Ég nefni vinnu- veitendur hennar, sem allt vildu fyrir hana gera, og sýndu það í verki. Á yfirborðinu virðist hið stutta líf frænku minnar hafa verið fá- breytt. Svo mikið er víst að það snerist um vinnu og aftur vinnu, og það var lítið um hopp og hí, en vera má að gleði hinna fálátu sé öðrum lokuð bók eins og sorgir þeirra. Saga Steinunnar Reynisdóttur er öðrum þræði harmsaga um grimm örlög. Hún er líka hetju- saga um unga konu, sem gafst ekki upp, hversu grimm sem ör- lögin voru. Steinunn Sigurðardóttir Látin er í Reykjavík Steinunn Reynisdóttir frá Éyvík í Gríms- nesi, rétt tæplega þrítug að aldri. Hún hafði um rúmlega eins árs skeið háð harðvítuga baráttu við erfiðan sjúkdóm þegar hún lézt. Steinunn var dóttir hjónanna Reynis Tómassonar bónda í Eyvík og konu hans Emmu Kolbeins- dóttur. í Eyvík ólst hún upp ásamt systkinum sínum, Sigrúnu og Kolbeini. Steinunn var elzt barna þeirra hjóna. Hún var afburða námsmaður og fór beint úr 11 ára bekk í gagn- fræðaskóla að Ljósafossi. Eftir einn vetur þar hélt Steinunn til Reykjavíkur og bjó hjá móður- systur sinni í Hlíðunum meðan hún stundaði nám í Kvennaskól- anum, en var við bústörf á Eyvík á sumrin. Kvennaskólaprófi lauk hún vorið 1971 með ágætisein- kunn. Árið 1972 giftist Steinunn Pétri Haukssyni húsgagnasmiði. Stein- unn og Pétur eignuðust tvo syni, Guðmund, sem er á tólfta ári, og Reyni, tæpra átta ára. Áttu þau fyrst heimili í Rofabæ 27, en síðar í Hraunbæ 124. Þau slitu samvist- ir. í Hraunbænum bjó Steinunn ásamt sonum sínum til dauðadags. Kynni okkar Steinunnar hófust fyrir 11 árum er við urðum vinnu- félagar. Síðar varð ég svo lán- samur að hún réðst til mín sem starfsmaður. Það duldist engum sem kynnt- ust Steinunni að hún var prýdd óvenjulegum mannkostum. Hún var við störf sín á fullorðinsárum eins og við nám í æsku í fremsta flokki, greind og örugg. Iðni henn- ar, ósérhlífni og óeigingirni verður vart lýst með orðum þannig að vel fari. Vegna þessara eðliskosta hennar var hún elskuð og virt af samstarfsfólki sínu og vinum. Kom þetta ekki síst fram eftir að hún veiktist, því aldrei kom til þess að hún missti dag úr vinnu, hversu lasburða sem hún var, utan þau skipti sem hún lá í sjúkrahúsi. Hún vísaði kurteislega á bug öll- um tilmælum um að hvílast, kaus fremur að sitja við vinnu sína. Steinunn vildi síðast af öllu að veikindi sín yllu öðrum óþægind- um. í lífi sínu gerði Steinunn hin- ar ströngustu kröfur til sjálfrar sín, en engar til annarra. Með framgöngu sinni sannaði hún að hún var í hópi þess fólks, sem er kjarni hvers samfélags. Við, vinnufélagar Steinunnar, söknum nú vinar, sem var okkur ómetanlega mikils virði, hennar sæti verður aldrei betur skipað. Mestur er þó missir sonanna tveggja er sjá á eftir ástríkri móð- ur á svo viðkvæmum aldri. Við sendum sonum hennar, for- eldrum, systkinum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að Guð haldi verndarhendi sinni yfir drengjunum ungu. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Haraldsson Lokaö vegna útfarar STEINUNNAR REYNISDÓTTUR, Hraunbæ 124, Reykjavík, veröur skrifstofa okkar lok- uö fyrir hádegi, mánudaginn 6. febrúar. Lögmanns- og endurskoöunarstofa sf, húsi Nýja bíós v/Lækjargötu. HEIMINCURINN FYRIR HELMINGSVERD! Hjónasæla fyrir eitt og hálft gjald Nú bjóða Flugleiðir hjónaafslátt á flugfargjöldum til New York, Chicago og Baltimore. Hjónaafsláttur hefur til þessa aðeins gilt á Evrópuleiðum, en Flugleiðir bjóða nú einnig fjölskylduafslátt vestur um haf. Fyrir hjón sem feröast saman Ef hjón ferðast saman, þarf annað hjóna að greiða skráð fargjald en hitt aðeins hálft fargjald: Eitt og hálft gjald fyrir hjón. Afslátturinn gildir aðeins fyrir hjón sem ferðast saman báðar leiðir. Svo eru þaö blessuð börnin Pessi helmings afsláttur gildir einnig er foreldri ferðast meö barni sínu á aldrinum 12-22 ára: Eitt og hálft gjald fyrir foreldri og barn. Petta gildir auðvitað einnig þegar báðir foreldrar ferðast með börn sín: Einn borgar fullt gjald, hinir hálft gjald. I raun þýðir þetta að ungmenni á aldrinum 12 til 22 ára njóta nú sömu kjara og þörn undir 12 ára aldri, ef ferðast er í fylgd með foreldrum. - Er ekki Ameríkudraumur fjölskyldunnar að rætast? Allar frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.