Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 46

Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 46 íslendingar hafa löngum átt góða fulltrúa á knatt- spyrnusviði í Belgíu — og þar leika nú fjórir íslendingar: Sævar Jónsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson og Lárus Guðmundsson. Peir hafa allir staðið vel fyrir sínu; eru góð landkynning eins og oft hefur verið sagt um knattspyrnumenn okkar á erlendri grund. í Frakklandi leika nú tveir íslendingar, Karl og Teitur Pórðarsynir. Um síðustu helgi birtum við samtöl við íslendingana sem leika í Pýskalandi: nú röbbum við við þá í Frakklandi og Belgíu — nema hvað ekki náðist í Pétur Pétursson í tíma. Um næstu helgi birtum við svo viðtöl við þá þrjá sem eftir eru í „atvinnuflokknunT: Jóhannes Eðvaldsson hjá Motherwell í Skotlandi, Magnús Bergs hjá Santander á Spáni og Pétur Pétursson hjá Antwerpen í Belgíu. Arnór Guójohnsen, Anderlecht:________ „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir mig“ LÁNIÐ hefur ekki leikið viö Arnór Guðjohnsen á þessu keppnis- tímabili. Arnór varð fyrir því óhappí í landsleik með íslandi að meiðast og endirinn varð sá að Arnór varð að gangast undir upp- skurð og er ekki enn orðinn góð- ur. Að sögn Arnórs kom í Ijós þeg- ar hann var skorinn upp að vöðva- festingar efst á lærvöövanum inn viö beinið höfðu rifnað og komin var ígerð í meiðslin. Læknirinn vildi kenna því um aö Arnór hafði reynt að æfa lítillega og samfara bólgu í meiðslunum kom ígerðin. Arnór var skorinn upp ytra af þekktum skurðlækni sem fullyrti að hann mundi verða fullkomlega jafngóður. En þaö mun taka nokk- urn tíma áður en allt er komið í samt lag. — Ég er búinn að hlaupa lítil- lega í þrjár vikur, en má ekkert sparka bolta. sagði Arnór er við spjölluöum við hann fyrir helgina. — Það er nokkurn veginn alveg Ijóst að ég fer ekki að leika knattspyrnu fyrr en um miöjan mars eða jafnvel ekki svo snemma. Ég er með örlítinn seiöing enn í laerinu og finn til þegar ég tek eitthvaö á að ráði. Ég á að mæta i ýtarlega læknisskoöun á þriðjudag- inn og þá fæ ég aö vita hvenær ég má fara aö æfa rólega. Svona er nú knattspyrnan. Annan daginn geng- ur manni allt í haginn en svo er stutt í mótlætiö. — Þetta er búiö að vera mér mjög erfitt tímabil. Ég er pirraöur og oft uppstökkur, þetta leggst þungt á mann að geta ekkert æft og verða að horfa á alla leiki. En þetta er líka viss reynsla sem gefur manni góðan þroska. Lífið er ekki dans á rósum það veit maöur og maður herðist af mótlætinu. Maður veit að þetta getur alltaf komið fyrir í knattspyrnunni hvenær sem er. — Ég var kominn í skínandi góða æfingu í upphafi keppnistíma- bilsins gekk vel og féll vel inn í leik Anderlecht-liðsins. Ég náöi aö skora falleg mörk og bæði í deild- inni og í Evrópukeppninni og var bjartsýnn á framhaldiö þegar þetta áfall kom. Nú er þetta keppnistíma- bil farið að mestu leyti fyrir lítið sem ekki neitt. — Leikmenn Anderlecht-liösins hafa verið yfir höfuö frekar óheppn- ir á keppnistímabilinu þaö hefur veriö mikiö um meiösli. Þaö hefur sett strik í reikninginn hjá félaginu og ég á ekki von á því aö liðið verði í baráttunni um toppætiö í ár. En Anderlecht á góöa möguleika í bik- arkeppninni og gæti vel sigrað í henni. Þá hefur liðiö líka leikið mjög vel í Evrópukeppninni. — Að mínum dómi þá mun Bev- eren halda sínu striki og sigra í deildinni í ár, og er þaö nokkuö óvænt. Ég held að enginn hafi reiknaö með því. Já svona getur það veriö hjá at- vinnuknattspyrnumönnunum. Heilt keppnistímabil fer forgörðum vegna meiðsla. Arnór haföi leikiö afar vel í haust meö hinu fræga liði Anderlecht. En Arnór gerði samn- ing viö félagið síöastliöiö sumar. Arnór var á síðasta keppnistímabili kjörinn einn besti leikmaöur í 1. deild í Belgíu og hann hefur marg sýnt það að hann býr yfir geysileg- um hæfileikum sem knattspyrnu- maður. Á því leikur enginn vafi aö hann á eftir að ná sér að fullu og nýta hæfileika sína og krafta og komast í fremstu röð. Hann er að- eins 22 ára gamall. Samningur hans við Anderlecht rennur út i júlí árið 1985. — ÞR Teitur Þórðarson Lengstu feröir á útileiki eru 1200—1300 km og standa í 2—3 daga. Lárus Guðmundsson í leik meö Waterschei. Karl Þórðarson fyrir miðju veifar til áhorfenda áður en leikur hefst. Teitur Þórðarson, Cannes:_____ „Hér er mjög gott að vera - algjör paradís" TEITUR Þórðarson gekk til liös við franska 2. deildarliðið Cann- es frá samnefndri borg á „Cote d’Azur", frönsku rívíerunni, síö- astliðiö haust en áöur haföi hann leikið meö Lens í 1. deild viö góöan orðstír. Morgunblaöiö ræddi við Teit í vikunni og sagöi hann aö sér og sínum liöi mjög vel í Cannes. „Hér er virkilega gott að vera — það má segja aö þetta sé algjör paradís," sagöi Teitur. Cannes hefur náö nokkuö jöfn- um árangri í 2. deildinni undan- farin ár; venjulega hafnað í 6. eöa 7. sæti í sínum riöli, en í haust ákváöu forráðamenn liðsins aö gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að koma liöinu upp í 1. deild. Þeir gerðu þriggja ára áætlun þess efnis — en ekki virö- ist liöið ætla aö komast upp úr 2. deild í vetur. 2. deildinni er skipt í tvo riöla — efsta liö í hvorum riöli fer beint upp í 1. deild og lið númer tvö og þrjú leika viö liö úr hinum riölin- um um sæti f deildinni. „Þetta hefur veriö jákvæöara hjá okkur eftir áramót en fyrri hluta vetrar- ins. Viö erum nú í 6. sæti og erum aö nálgast liöin í næstu sætum fyrir ofan okkur en viö þyrftum á talsveröri heppni aö halda ef viö ættum aö komst upp í vetur," sagöi Teitur. Þaö er geysilega stórt fyrirtæki í Cannes sem stendur á bak viö liðið — „ööruvisi væri ekki hægt aö reka atvinnumannalið hér. Áhuginn fyrir knattspyrnu er ekki mjög mikill í borginni: áhorfenda- fjöldi á heimaleikjum er venjulega um 2.000 manns; fer kannski í 4.000 er vel gengur. Hér býr mik- iö af kvikmyndastjörnum og ööru ríku fólki og þaö stundar heldur fjarhættuspil — fer frekar í spila- vítin, sem hér er nóg af, en aö fara á völlinn." Teitur sagöi aö sér heföi geng- iö nokkuö vel undanfariö en mjög illa framan af hausti — „kannski þaö hafi verið hitanum aö kenna; þaö er ekki svo auðvelt aö leika í 40 stiga hita, eins og var hér í fyrstu leikjunum." Keppnistímabiliö hófst óvenju snemma í haust; síöast í júlí sem er þremur vikum fyrr en venju- lega. Þaö er vegna úrslitakeppni Evrópukeppni landsliöa sem veröur í Frakklandi næsta vor, þannig aö deiidarkeppninni þarf aö Ijúka snemma. En þrátt fyrir þaö fá leikmenn ekki lengra sumarfrí. „Viö fáum lengra frí frá deildarkeppninni, en verðum við æfingar og spilum æfingaleiki al- veg fram í júní. Deildinni lýkur í endaöan apríl," sagöi Teitur. Vegalengdir eru miklar i Frakklandi — landiö er stórt og oft langt í útileikina. „Þaö lengsta sem viö þurfum aö fara i útileiki eru 1.200—1.300 kílómetrar, og þær feröir standa yfir í þrjá daga! En í þá leiki sem Frökkunum finnst vera nálægt okkur förum við í rútu — og þaö er 10 tíma feröalag. Viö förum aö vísu alltaf daginn fyrir leik. En þaö er hreint ekki gaman aö sitja í rútu svo lengi. Aö ekki sé nú talað um þegar sólin skín fyrir utan glugg- ann," sagöi Teitur. Eins og nærri má geta er veör- iö yfirleitt hiö besta þarna syöra enda sagöi Teitur aö menn yröu ekki mikið varir viö aö nú væri vetur. „Maöur gengur hér um á einni peysu. Veöriö er „mjög þokkalegt" núna og sæmilega frískt loft á kvöldin. Þá er ekki eins heitt og yfir daginn." Teitur geröi tveggja ára samn- ing viö Cannes; er því samn- ingsbundinn félaginu til haustsins 1985, og ekki sagöist hann vita hvað þá tæki viö. „Ég er ekki far- inn aö hugsa um þaö enda nógur tími til stefnu." — SH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.