Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 21 lýst á þann veg að í henni felist að gerður verði þjóðréttarsamningur sem byggist á fjórum grunnþátt- um: Ríkin á kjarnorkuvopnalausa svæðinu skuldbinda sig til að vera án kjarnorkuvopna á styrjaldar- og friðartímum; kjarnorkuveldin ganga í ábyrgð og heita því að beita hvorki kjarnorkuvopnum gegn löndum á svæðinu né hóta með beitingu þeirra; komið verði á fót eftirlitsnefnd til að fylgjast með framkvæmd samningsins; til- koma svæðisins muni draga úr spennu og þar með stuðla að varð- veislu friðar. Meginmunurinn á tillögum Ev- ensens og opinberri stefnu jafnað- armannaflokkanna í Noregi og Danmörku er sá, að Evensen vill að Norðurlöndin lýsi einhliða yfir því að þau séu kjamorkuvopna- íaust svæði en flokkarnir vilja að til svæðisins sé stofnað í tengslum við afvopnunarskref í Evrópu allri. Talsmenn jafnaðarmanna- flokkanna telja að i tillögum þeirra felist ekki, að Noregur, Danmörk og ísland þurfi að breyta aðild sinni að Atlants- hafsbandalaginu þótt þær komi til framkvæmda. Evensen á móti NATO Clive Archer segir í ritgerð sinni þegar hann hefur lýst þessu viðhorfi jafnaðarmannaflokk- anna: „í Bretlandi hafa Baráttusam- tökin fyrir kjarnorkuafvopnun (CND) sér það til ágætis, að þau hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé tvöfeldni að berjast fyrir kjarnorkuvopnaleysi á Bretlandi án þess að leggja til að landið fari úr NATO, sem byggir varnir sínar á kjarnorkuvopnum. Það heyrir til undantekninga að þeir sem hvetja til kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum takist á við þessa siðferðilegu spurningu." Undir þessi orð Archers er unnt að taka með vísan til umræðna um þessi mál hér á landi en her- stöðvaandstæðingar og aðrir sem segjast aðhyllast þá skoðun að ís- land eigi að verða hluti af kjarn- orkuvopnalausu svæði á Norður- löndum hafa ekki svarað afdrátt- arlaust spurningum um það, hvort þar með sé úr sögunni baráttan undir kjörorðinu: lsland úr NATO — herinn burt! Archer telur að tillaga Evensens eigi rætur að rekja til ótta við kjarnorkuvopna- stefnu NATO. Evensen vilji að Norðmenn og Danir hverfi frá þeirri stefnu sem tengi lönd þeirra við varnarstefnu NATO. Og Clive Archer segir: „Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum þýðir í raun að þessi ríki einangrast frá helstu NATO-ríkjunum, sem tryggja ör- yggi þeirra eins og málum er nú háttað. Með því að slíta tengslin við kjarnorkuvopnastefnu NATO, en kjarni hennar er fæling, breyt- ist staða landanna tveggja (Nor- egs og Danmerkur; innsk. Bj.Bj.) í óvisst hálf-hlutleysi og þau yrðu annað hvort að laga sig að vilja öflugasta ríkisins á svæðinu — Sovétríkjanna — með milliríkja- samskiptum eða þau yrðu að koma á risavelda-samstjórn yfir stefnu sinni — og Svíþjóðar og Finnlands — í öryggismálum, en samkvæmt henni ábyrgðust risaveldin öryggi á svæðinu. Frumrök Evensens byggjast á þeirri skoðun að fæl- ingarmáttur kjarnorkuvopna í Evrópu sé helsta ástæðan fyrir ör- yggisleysi á Norðurlöndum og því sé tímabært fyrir Norðurlönd að fjarlægjast kjarnorkuvopnin." í niðurstöðum ritgerðar Clive Archer segir meðal annars: „Áætl- anir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum byggjast á því að tekið sé stökk út í myrkrið. Engin trygging liggur fyrir um það, að af því leiði ekki hættulega röskun á þvi öryggi sem nú ríkir á Norðurlöndum." Um leið og tekið er undir skil- greiningu og niðurstöðu Clive Archer er ástæða til að vekja at- hygli á því, hve mikill skyldleiki er á milli hugmynda Jens Evensens wmnrmnn Titilsíðan á bókinni sem Þjóðviljinn fagnaði svo mjög 27. nóvember 1980. Tilurð fundarins lýsti Þjóðvilja- ritstjórinn með þessum hætti: „... Marlena Öhberg, 26 ára skóla- nemi í Stokkhólmi, ættaður frá Álandseyjum, fékk þessa hug- mynd yfir kaffibolla ásamt Tor- gny Sköldberg, virkum friðar- sinna, fyrir ári síðan ... Hugmynd þeirra var að safna öllum þeim að- ilum sem á einhvern hátt höfðu friðarmálefni á sinni dagskrá á Norðurlöndum undir einum frið- arfána, ef svo má að orði komast. Ef vel til tækist átti árangurinn að vera sá að allir þessir hópar næðu saman, skiptust á upplýs- ingum og hugmyndum, og sköpuðu tengsl sin á milli. Með pærsónu- legum samböndum, tengslum milli félagasamtaka og sameiginlegri baráttu gætu svo í framtíðinni skapast aðstæður til þess að hafa veruleg áhrif á pólitíska kerfið á Norðurlöndum." 99Lok,^^^^ m * fÉSl? megin” Evensen a Norræna fríðarfundinum á Alandseyj ' VÍA „ tsnLvÞm, um: Norðurlöndln eru ekki atómvopnalaust svæði um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum og samningsins sem Evensen og Arne Treholt gerðu við Sovétstjórnina um „grátt svæði“ á Barentshafi. í báð- um tilvikum er opnuð leið til íhlutunar og þrýstings fyrir Kremlverja án þess að afleiðingar þess séu fyrirsjáanlegar. í báðum tilvikum er risa-herveldi réttur litli fingurinn. Með þvi að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndunum væri verið að færa öryggi þeirra inn á „grátt svæði“. Bók næsta skrefiö Eftir að Jens Evensen gekk fram fyrir skjöldu með þessum hætti hefur Verkamannaflokkur- inn í Noregi færst til vinstri í ör- yggis- og varnarmálum. Til dæmis hefur hann snúist gegn fram- ATOMVÁPEN OG USIKKEJRHETS- POLITIKK BIDRAG FRA 27 FORFATTERE REDIGERT AV Thorbj0m Jagland Sverre Bergh Johansen Jo'.cin Nvhamar Ame Treholi TIDEN NORSK FORLAG Efri myndin var á baksíðu Þjóðviljans 2. júlí 1981. Hún var tekin á friðarfundinum á Álandseyjum í júní 1981 þar sem 350 manns samstilltu krafta sína að sögn fundarmanna í samhæfðri friðarbaráttu hvarvetna á Norðurlöndum. Helsta erindi Jens Evensen til Álandseyja var að fræða friðarfundarmenn um tillögur sínar um kjarnorkuvopnalaus svæði. Þannig sagði Þjóðviljinn frá málinu 3. júlí 1981 — eins og kunnugt er eru engin kjarnorkuvopn á Norðurlönd- um. kvæmd ákvarðana NATO um Evr- ópueldflaugarnar, en Knut Fryd- enlund var utanríkisráðherra þeg- ar þær voru teknar í desember 1979. Fáeinum vikum eftir Evensen- ræðuna eða í nóvember 1980 kom bókin Atomvápen og usikkerhets politikk — Kjarnorkuvopn og ör- yggisleysisstefna — út i Noregi. Þar er að finna ritsmíðar eftir 27 höfunda og var bókin kynnt með þeim hætti að í henni væri ekki síst að finna áhyggjur verkalýðs- foringja af þróun heimsmála. Ritstjórar bókarinnar eru fjórir og segja þeir að megintilgangur hennar sé að vekja athygli á hætt- unni af vígbúnaðarkapphlaupinu og hvetja þeir verkalýðsfélög sér- staklega til að láta að sér kveða í þágu friðar. Bókin hefst á ritgerð eftir Jens Evensen, sem hann nefnir Noregur í hættulegri heimi. Einn fjögurra ritstjóra bókarinn- ar er Arne Treholt. Þjóöviljinn fagnar Útkomu bókarinnar í Noregi var fagnað með óvenjulegum hætti í Þjóðviljanum 27. nóvember 1980. í ritstjórnardálkinum Klippt og skorið lýsti Einar Karl Har- aldsson, ritstjóri, bókinni meðal annars með þessum orðum: „Eitt hið athyglisverðasta sem gerst hefur í þeim átökum sem átt hafa sér stað í Noregi er útkoma bókar hjá Tidens-forlag í byrjun þessa mánaðar. Þar leggja máls- metandi norskir kratar fram gagnrýni á varnarstefnuna. Frum- kvæðið að bókinni átti hópur sem rætt hefur þessi mál að undan- förnu og er kenndur við Jens Ev- ensen, sendiherra og fyrrverandi ráðherra í norsku kratastjórninni. Evensen flutti ræðu á ársþingi „Kjemisk" fyrir tæpum tveimur mánuðum og veittist þar harka- lega að ósjálfstæði Norðmanna í varnarmálum og ótta almennings við það að stjórnvöld væru að keyra Noreg inn í öngstræti at- ómstríðs." Eins og þessi frásögn sýnir voru áhrif ræðu Evensens fljót að breiðast til þeirra aðila annars staðar á Norðurlöndum sem helg- að hafa sig baráttunni gegn vest- rænu varnarsamstarfi og á út- komu bókarinnar var litið sem meiriháttar atburð í þessum hóp- um. Einar Karl segir glaðbeittur í þessari sömu grein: „Um Noreg þveran og endilangan hafa ýmis- konar friðar- og afvopnunarsam- tök efnt til mótmælagangna." Fundurinn á Álandseyjum Fyrstu dagana í júlí 1981 gátu lesendur Þjóðviljans haldið að upp væri að renna nýtt tímabil í mannkynssögunni eftir „friðar- fundinn“ á Álandseyjum 24. til 28. juní. Einar Karl Haraldsson, rit- stjóri, sótti fundinn auk ólafs R. Grímssonar, þáv. þingflokksfor- manns Alþýðubandalagsins, og Maríu Þorsteinsdóttur, sem er ásamt áróðursskrifstofu sovéska sendiráðsins í Reykjavík, Novosti, útgefandi og ábyrgðarmaður Frétta frá Sovétríkjunum. Hrifn- ing Einars Karls var mikil þegar hann lýsti fundinum á Álandseyj- um i fréttum og greinum í byrjun júlí. Af kaffidrykkju tvímenning- anna leiddi sem sagt, að 350 manns komu saman til fundar á Álandseyjum „til þess að sam- stilla krafta sína“ eins og Þjóðvilj- inn orðaði það og beina þeirri ein- dregnu ósk „til stórveldanna í austri og vestri að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja Norðurlöndunum stöðu sem kjarnorkuvopnalausu svæði“. Jens Evensen hylltur Einn kaflinn í frásögn Einars Karls Haraldssonar af fundinum á Álandseyjum ber sömu yfir- skrift og hér að ofan. Þar segir meðal annars: „Jens Evensen sendiherra flutti síðan ítarlegt erindi um kjarn- orkuvopnalaus svæði í ljósi þjóð- arréttar og var hann hylltur lengi og innilega að lokinni ræðu sinni fyrir þátt hans í því að lyfta um- ræðunni um þetta efni á það póli- tiska plan sem hún nú stendur á, og nær þegar langt inn í ríkis- stjórnar- og krataflokka víðast á Norðurlöndum." Á baksíðu Þjóðviljans birtist mynd þar sem þeir standa með Jens Evensen ólafur R. Grimsson og Einar Karl Haraldsson. Segir Einar Karl, að Evensen hafi látið þessi orð falla þegar hann hitti ólaf: „Loksins hittumst við án þess að slást. Nú sitjum við sömu megin við borðið og berjumst fyrir sama málstað. Það var kominn tími til.“ í tilefni af þessari frétt Þjóð- viljans sagði í Staksteinum Morg- unblaðsins 4. júlí 1981: „Þegar þeir hittust fyrir rúmu ári ólafur R. Grímsson og Jens Evensen hafréttarfræðingur Norðmanna var það á „teppi Quislings" í Osló að sögn Ólafs R. Grímssonar. Á þeim tíma var Ev- ensen í forsvari fyrir Norðmenn í viðræðum um Jan Mayen og þótti ólafi R. Grímssyni og öðrum ís- lenskum kommúnistum hann allra karla verstur. Nú fyrir nokkru hittust þeir Evensen og Ólafur R. Grímsson að nýju og að þessu sinni á Álandseyjum, þar sem þeir ræddu um „frið“ að viðstöddum Einari Karli Haraldssyni, rit- stjóra Þjóðviljans, sem hefur dyggilega skýrt lesendum blaðs síns frá hinni sögulegu stund, þeg- „ ar þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins hitti Evensen ann- ars staðar en á „teppi Quislings“.“ Ekki þarf að taka fram að Þjóð- viljinn lagði á það höfuðáherslu eftir fundinn á Álandseyjum að Norðurlöndin ættu að verða kjarnorkuvopnalaust svæði í anda Evensens og helsta framlag Ólafs R. Grímssonar á Álandseyjum var að krefjast aðildar íslands að þessu svæði. Áhrifin frá Álandseyjum Hugmyndalega hafði fundurinn á Álandseyjum áhrif hér á landi en hingað hafa einnig komið ýms- ir þátttakendur í fundinum til að standa fyrir stofnun samtaka í nafni friðar. Má þar fyrst nefna Maj-Britt Tehorin, þingmann sænskra jafnaðarmanna og sendi- herra á vegum Palme-stjórnarinn- ar, sem lét til sín taka þegar Frið- arhreyfing kvenna var að komast á laggirnar. Einnig er rétt að geta Evu Norland sem hér var um síð- ustu helgi að stofna Samtök um friðaruppeldi. Einar Karl Haraldsson lýsti þætti Evu Norland á Álandseyjum þannig í júlí 1981: „Eva Norland, sem kunn er í norska Verkamannaflokknum, og var ásamt tveimur öðrum norsk- um konum upphafsmaður þeirrar friðargöngu sem nú er farin milli Kaupmannahafnar og Parísar, ræddi um friðarbaráttuna sem baráttu gegn öllu ofbeldi i sam- skiptum manna á meðal, hvort sem er heima fyrir, í hópum, milli ríkja með vopnaógn, eða milli ríkra í norðri og fátækra í suðri.“ Þegar Eva Norland dvaldist hér um helgina ræddi Ögmundur Jón- asson sjónvarpsfréttamaður við hana og sunnudagskvöldið 29. janúar voru eftirfarandi orða- skipti þeirra send út í þýðingu sjónvarpsins: „Hvaða áhrif heldur þú að Tre- holt-málið hafi á friðarhreyfing- una á Norðurlöndum?" „Við höfum alltaf vitað af njósnum risaveldanna. Það kemur okkur því ekkert á óvart þegar dæmin koma í ljós. Þetta getur styrkt friðarhreyfinguna séum við þess minnug að til er veikgeðja fólk sem lætur erlend ríki misnota sig. Séum við þessa veiklyndis minnug þá munum við geta styrkt samstarf friðarhreyfinganna frá hægri til vinstri, í hverju landi og jafnframt samstarf friðarhreyf- inga þjóða á milli bæði á Norður- löndum og á alþjóðavettvangi. Þetta er nú að gerast og þá getum við notað Treholt-málið til þess að styrkja þann þátt sem gerir okkur sterk. Og það jafnvel þegar kemst upp um veikgeðja fólk sem hefur látið misnota sig.“ Sé sú skoðun Evu Norland rétt að Arne Treholt hafi verið veik- geðja og veiklyndur einstaklingur geta kannski einhverjir fengið einhvern botn í þetta furðulega svar hennar. Flest bendir hins vegar til þess að Treholt hafi gerst sekur um landráð vegna skoðana sinna og hugsjóna, eða eins og Stefán Jónsson, fyrrum alþingis- maður, orðaði það: „Að mínu mati var hann eldheitur, gáfaður hug- sjónamaður. Hann var sér vel meðvitaður um hæfileika sína og gáfur og barðist persónulegri bar- áttu í pólitíkinni og náði miklum frarna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.