Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 36 „Rannsóknin á málinu var í höndum Örnulfs Tofte, lögregluforingja í Leyniþjónustu norska ríkisins.“ Þetta voru niðurlagsordin í fyrstu fréttatilkynningu norska ríkissaksóknarans um handtöku Arne Treholts, skrif- stofustjórans í utanríkisráðuneytinu, sem hefur viður- kennt að hafa njósnað fyrir KGB, sovésku leyniþjónust- una. Tofte hefur verið leyniþjónustumaður í 35 ár og komið nærri öllum njósnamálum í Noregi eftir stríð. Hann er því þekktur og vel metinn meðal starfsbræðra sinna þar og erlendis, en að öðru leyti hefur hann verið hálfgerður huldumaður. Tofte felldi hins vegar Arne Treholt og um leið svipti hann hulunni af sjálfum sér. I þessu viðtali, sem hér fer á eftir, nokkuð stytt og birtist í norska blaðinu Aftenposten, segir Örnulf Tofte frá sjálfum sér og starfinu, hvað það er að vera leyni- þjónustumaður í Noregi. ® ® rnulf Tofte stjórnaði Orannsókninni á Arne Treholt allt frá upphafi, löngu áður en leyniþjón- ustumennirnir í lög- reglustöðinni í Ósló vissu að hverj- um hún beindist. Treholt er ekki fyrsti njósnarinn, sem Tofte og menn hans veiða í gildru. Frá lok- um siðari heimsstyrjaldar hefur Tofte komið við sögu í öllum njósnamálum í Noregi. Það var hann, sem sagði „leiknum er lokið" við Asbjörn Sunde árið 1954 og það var hann, sem handtók Gunvor Haavik árið 1977. Handtaka henn- ar var að því leyti óvenjuleg, að norsku lögreglumennirnir lentu þá í handalögmálum við sovéskan sendiráðsmann. Af öllum njósnamálunum hefur Treholt-málið verið það langerfið- asta. Treholt hafði verið yfirmaður kynningardeildar utanríkisráðu- neytisins, var nýorðinn skrifstofu- Fyrstu 15 árin var Tofte í „götu- deildinni" og skipulagði „njósnirn- ar um njósnarana" ásamt ýmsum öðrum, sem nú eru háttsettir í lög- reglunni. Hvernig fer eftirlitið fram? „Ef grunur leikur á einhverri manneskju er fylgst með ferðum hennar án þess hún verði þess vör og öllum upplýsingum haldið til haga, hversu smávægilegar þær eru. Með öðrum orðum, þá norpa eftirlitsmennirnir á götuhornum á veturna og stikna í sólarhitanum á sumrin. Þetta starf er ómissandi þáttur í leyniþjónustustarfseminni og t.d. höfðum við hendur í hári Gunvor Haavik eftir að hafa „skyggt“ hana í langan tíma. Við vissum, að Rússarnir höfðu ein- hvern á sínum snærum, en við viss- um ekki hver það var. Rússarnir höfðu þann háttinn á þegar þeir ORNULF TOFTE Gunvor-málinu og þeir gerðu það líka í Treholt-málinu. Þeir hafa ekki haft trú á, að við værum nógu miklir atvinnumenn — og það er kannski ágætt. Norska leyniþjón- ustan hefur hins vegar á sér gott orð víða erlendis. Njósnaraleit er erfitt verk og sérstaklega í byrjun. Sterkur grun- ur beinist að einhverjum manni og þá verður að komast að því hvort hann er á rökum reistur. Jafnframt verður svo að sjá um, að enginn viti um grunsemdirnar. Við getum ekki treyst öðrum en okkur sjálfum, en verðum þó að láta vissa lykilmenn, t.d. ráðherra, vita. Treholt-málið var óskaplega erfitt, nokkurs konar línudans, og ekki auðvelt að afla nægra sannana. Það er tvennt, sem verður að liggja fyrir áður en njósnari er handtekinn: Við verðum að geta sannað fund hans með fulltrúa er- lends ríkis og sýnt fram á hvaða skjöl eða upplýsingar hann hefur afhent. Þetta er að sjálfsögðu eng- inn leikur oftast nær, en ljós- myndavélin er vissulega betri en engin," segir Tofte. Hefur KGB fleiri njósnara í Noregi? „Við getum ekki leyft okkur að halda annað. Það eru um 100 njósnaforingjar við sendiráð kommúnistaríkjanna í Ósló og þeir eru ekki í sumarfrii. Þeir eru í fullu starfi og auðvitað hafa þeir eitt- hvað upp úr krafsinu. í KGB hafa þeir nokkurs konar punktakerfi hvað varðar framann í starfi. Sá, sem tekst að fá annan til njósna fyrir sig, er hækkaður í tign, og ef hann nær tökum á enn öðrum, eykst frami hans enn. Til að fá frekari stöðuhækkun þarf hann hins vegar að sýna fram á raun- verulegan árangur af njósnunum. Maðurinn sem kom upp um njósnarann Arne Treholt stjóri þess og var þekkt nafn í póli- tíkinni. „Við urðum að vera alveg vissir í okkar sök. Okkur máttu ekki verða á nein mistök. Þetta mál hefur hvílt á okkur eins og mara í mörg ár, verið andleg áraun allt þar til við fengum lokasönnunina í hend- ur. Sjálfur byrjaði ég t.d. að reykja eftir 15 ára bindindi," segir Tofte og kveikir sér í Dunhill-vindli. Tofte er af gamla skólanum, rólegur og íhugull. Byrjaði í lög- reglunni á hernámsárunum, árið 1941, stakk af til Svíþjóðar árið eft- ir og tók síðar þátt í að skipuleggja liðssveitir lögreglumanna, sem börðust gegn þýska hernámsliðinu. Var t.d. í Finnmörku í sömu sveit og Svenn Stray, núverandi utanrík- isráðherra. „Quisling svipti mig ríkisborg- ararétti í Noregi þegar ég fór til Svíþjóðar og ég veit ekki einu sinni hvort ég hef fengið hann formlega aftur,“ segir Tofte. Eftir striðið hóf Tofte aftur störf í lögreglunni, en árið 1949 var hann kallaður inn í skrifstofu Kristians Welhaven lögreglustjóra, sem spurði hvort hann gæti hugsað sér að byrja störf í leyniþjónustunni. „Ég sagði strax já, án þess að hafa hugmynd um hvað leyniþjón- ustan var. Ég hef verið þar síðan, 35 ár í vor, og nú veit ég betur um hvað málið snýst," segir Tofte. Örnulf Tofte er 61 árs að aldri og ætti samkvæmt reglum um opin- bera starfsmenn að vera kominn á eftirlaun. Samstarfsmönnum hans og yfirmönnum fannst hins vegar ótækt að missa hann og þess vegna hefur hann stöðugt verið hækkaður í tign og er nú lögregluforingi. Þess vegna þatf hann ekki að hætta fyrr en 67 ára, hvað allir njósnarar at- hugi. fóru á stefnumót við hana, að þeir óku um Ósló og nágrenni í marga klukkutíma til að villa um fyrir hugsanlegum leyniþjónustu- mönnum, en það dugði þeim ekki. Loksins náðum við ljósmyndum af Gunvor með tengilið hennar úr KGB og þá var ekki lengur um að villast." Var Treholt veiddur á sama hátt? „I því máli höfðum við fyrst ekki hugmynd um hver maðurinn var. Við yfirheyrslurnar yfir Gunvor tók okkur að gruna, að KGB hefði annan mann á sínum snærum í stjórnkerfinu, mann, sem skipaði einhverja ábyrgðarstöðu. Gunvor var að hætta, fara á eftirlaun hjá KGB eftir njósnir í 30 ár, en hún hafði dregið þá ályktun af samtöl- um sínum við KGB-menn, að hún ætti sér háttsettan kollega í njósn- unum. Við sannfærðumst líka um, að svo væri.“ Vissi Gunvor, ad Treholt var maðurinn? „Nei, örugglega ekki. Að minnsta kosti nefndi hún hann aldrei og það er lika ótrúlegt, að hún hafi vitað um hann, því að KGB lætur aldrei tvo njósnara vita hvorn um annan jafnvel þótt þeir vinni báðir á sömu skrifstofunni árum saman. Ég vil annars leggja áherslu á eitt í sam- bandi við Treholt: Þetta var ein- leikur. Vangaveltur í blöðunum um að hann hafi haft einhverja hjálp- arkokka eru rangar. Hann var einn að verki og notaði stöðu sína til að þjóna KGB.“ ★ Örnulf Tofte segist vita hverjum hann eigi að þakka, að upp komst um Treholt. Það er Rökke, dóms- málaráðherra, sem varð við öllum óskum leyniþjónustunnar, bæði um fé og annað, og svo „götudeildin", sem enn á ný sýndi hvers hún er megnug. „Það er reyndar annað líka,“ segir Tofte. „Rússarnir van- mátu okkur. Þeir gerðu það í Sovésku njósnararnir tilheyra annaðhvort KGB eða GRU. KGB sér um pótitískar njósnir og iðnað- arnjósnir, en GRU hefur hernað- arnjósnirnar á sinni könnu." Hvernig er hinn fullkomni njósnari? „Hann er maður, sem hefur taug- ar til að lifa tvöföldu lífi. Maður, sem lætur sem ekkert sé á heimili sínu og í vinnunni og stundar njósnirnar samtímis af kappi.“ HvaA veldur því að menn ger- ast njósnarar? „Stundum einhvers konar hug- sjón, en oftast eru það peningar. KGB beitir líka kúgun og neyðir menn til njósna, en slíkir menn eru yfirleitt lélegir njósnarar. Sum mál eru þannig vaxin, að í upphafi eru menn neyddir til njósnanna, en láta síðan glepjast af fjárhagslegri hagnaðarvon." Borgar KGB vel? „Þar gildir reglan um framboð og eftirspurn. Ef varan er góð, er greiðslan í samræmi við það. Sem dæmi má nefna sænska ofurstann Stig Wennerström, en hann var á tvöföldum ofurstalaunum hjá KGB.“ Hvernig er góður leyniþjón- ustumaður? Er það maðurinn í rykfrakkanum, með uppbrettan kragann og hatt og dagblað undir handleggnum? „Góður leyniþjónustumaður, t.d. sá, sem njósnar um ferðir grun- samlegs manns, verður fyrst og fremst að vera eðlilegur. I fyrsta sinn sem ég var í því hlutverki var ég hreint út sagt ein taugahrúga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.