Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 t Eiginkona mín, STEINUNN KRISTINSDÓTTIR, Nðnnufeili 3, andaöist á gjörgæsludeild Landakotsspítala 4. febrúar. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Dagbjartur Geir Gudmundsson. t Faöir okkar, HJÖRLEIFUR JÓNSSON, fv. bifreiöaeftirlitsmaöur, andaöist í Borgarspítalanum 31. janúar. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarfélög. Börn hins látna. t Útför dóttur okkar og móður, STEINUNNAR REYNISDÓTTUR, Hraunbæ 124, sem andaöist í Landakotsspítala sunnudaginn 29. janúar, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 11.00. Jarösett verður aö Stóru-Borg sama dag. Emma Kolbeinsdóttur, Reynir Jónsson, Guömundur Kristinn Pótursson, Reynir Viöar Pétursson. Axel Konráðsson frá Bœ - Kveðjuorð Það getur stundum verið gaman að stinga niður penna, en stundum dálítið erfitt, ekki síst þegar karl- inn í sjálfum manni er ekki alveg tiltækur til verka. Fóstbróður minn Axel Kon- ráðsson var fæddur á Gunnars- stöðum í Dalasýslu 21. júli 1921. Var hann því aðeins 62ja ára er hann lést á heimili sínu í Borgar- nesi. Það er svo langt frá að með eðlilegum hætti mætti segja að hans dagur væri að kveldi kominn. Kornungur kom hann í Bæ til fósturs hjá ömmu sinni og afa. Jófríði og Jóni í Bæ. Þeim hjónum þótti vænt um drenginn, enda mjög efnilegur, fríður sýnum og vel vaxinn. Búið í Bæ átti lítinn en afar snotran bát (trillu). Ég man hvað mér fannst hann alltaf fal- Iegur er hann lá á legunni, vel málaður og hreinn. Þessi bátur var nefndur Axel í höfuðið á þeim manni sem er hér til umfjöllunar. Það er ekkert leyndarmál að ég fann til öfundar yfir að fengi slíka tign svona ungur strákur. Man ég að seinna á lífsleiðinni, er við sát- um heima hjá honum í Borgar- nesi, trúði ég honum fyrir því að ég hefði stundum hugsað um það hvort prammi sem alltaf var í brúkun heima, bikaður að utan sem innan, lak stundum én stund- um ekki, hvort það hefði ekki verið rétt að kalla hann Höska. Axel sagði um leið og hann hló að prammar væru ekki látnir heita neitt sérstakt. Foreldrar Axels voru þau Þórdís Jóhannsdóttir, fögur kona en fremur hlédræg og Konráð Jóns- son frá Bæ Stórglæsilegur maður Axel var í Reykholtsskóla í tvo vetur, og fór það ekki fram hjá neinum sem þar var að hann var einn af allra bestu leikfimis- mönnum skólans. Seinna fór hann í iðnnám til Björgvins Fredrek- sens, sem þá var kunnur um allt land fyrir sinn frystihúsabúnað. Jón í Bæ þekkti Björgvin og mér er nær að halda að gamli maður- inn hafi viljað hafa Axel á trygg- um og góðum stað. Ekki kunni Ax- el vel við starfið, var þar í tvö ár en sá aldrei eftir að hafa farið i það. Hann var maður laginn og hafði gaman af vélum. Þá sneri hann sér að verslunarstörfum hér í Reykjavík. Svo varð hann fyrir slysi og fór í Borgarnes, svona fyrst í stað í var. Gerðist starfs- maður K.B. og var í Borgarnesi um 20 ára skeið. Kaupfélags- stjórahjónin Geirlaug og Þórður Pálmason reyndust honum ákaf- lega vel. Hann átti líka hauka í horni þá bræður frá Bæ, Geir og Valgarð. Árið 1948 kom Axel til Kaup- mannahafnar með flokk íþrótta- manna. Hann var þá formaður ÍR. Hann gaf sér tíma til að líta inn til mín sem snöggvast, en þar var ég um tveggja ára skeið. Hann sagðist ekki geta stansað lengi því hann þyrfti að hafa auga með drengjunum sínum. Hverjir voru það? Jú, það var kjarninn í ísl. frjálsíþróttapiltum, sem voru þá búnir að gera garðinn frægan, heima og heiman. Nú er vinur minn Axel kominn norður í Bæ, þar var hann oftast í sínum fríum og þar leið honum vel. Frá mörgum stórbýlum í Skaga- firði getur að líta mikla náttúru- fegurð, þó óvíða meiri en frá Bæ. í suðri rís Mælifellshjúkur. í vestri er Tindastóll og hin töfrumroðna Drangey. í norðri er Höfðavatn eins og glitofin ábreiða. Vestur af vatninu er hinn rammaukni Þórð- arhöfði, víkingurinn í herklæðum einskonar Lómagnúpur í skag- firsku umhverfi. Þetta kunna þeir að meta sem þekktu best. Blessuð sé minning Axels Kon- ráðssonar. Höskuldur Skagfjörð t Móöir okkar og tengdamóöir, JÓFRÍÐUR KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Njálagötu 76, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Edda Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Bjarni Sigurósaon. t Útför BRYNJÓLFS H. ÞORSTEINSSONAR, vélstjóra, Laugarnesvegi 72, veröur gerö frá Fossvogskirkju þrlöjudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag Islands. Ólöf G. Geirsdóttir, Árni Brynjólfsson og fjölskylda. Útför t HEBU GEIRSDÓTTUR, Hringbraut 57, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Aóstandendur. Sæmundur Elías Jónsson Sólheima- hjáleigu - Minning Vinur minn, Sæmundur E. Jóns- son, fyrrum bóndi í Sólheimahjá- leigu í Mýrdal, lést í Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 29. þ.m. áttatíu og sex ára að aldri. Sæmundur var elstur barna þeirra Jóns Sæmundssonar bónda í Sól- heimahjáleigu og konu hans, Elín- ar Sigurðardóttur, voru börnin fjögur. Systkini Sæmundar eru: Tómas kvæntur Gróu Þorsteins- dóttur frá Garðakoti í Mýrdal, búa þau nú í Hafnarfirði, en bjuggu lengst af í Vík; Sigríður gift Jóni Hallgrímssyni frá Felli, nú búsett í Reykjavík, en þau bjuggu einnig lengst af í Vík. Yngst var Ingveld- ur sem lést ung fyrir mörgum ár- um. Árið 1930 kvæntist Sæmund- ur Áslaugu Magnúsdóttur frá Reynisdal í Reynishverfi í Mýrdal, hún lést fyrir mörgum árum eftir löng og erfið veikindaár. Eignuð- ust þau þrjú börn, tvo syni, sem dóu báðir á unga aldri, og eina dóttur, Eyrúnu, sem býr nú í Sólheimahjáleigu ásamt eigin- manni sínum, Einari Þorsteins- syni, héraðsráðunaut, eiga þau fjögur börn. Sæmundur ól allan sinn aldur á æskuheimilinu. Tók við búi fyrst með móður sinni en seinna hóf hann þar búskap og bjó þar miklu myndarbúi ásamt eig- inkonu sinni, þar til dóttir og tengdasonur hans tóku við. Hann byggði jörðina vel og sjást þess enn merki. Margar vertíðir sótti Sæmundur, eins og algengt var á þessum árum og var aðallega á togurum frá Reykjavík. Hefir mér verið sagt að eftir honum hafi ver- ið sóst, sökum afburða dugnaðar. Sæmundur var með eindæmum hjálpfús og duglegur maður og hafa margir orðað það við mig er þekktu Sæmund. Mig skortir þekkingu til þess að rekja hér lífshlaup þessa sæmdarmanns, en ég kynntist honum fyrst fyrir um það bil tuttugu árum, þegar ég gekk að eiga systurdóttur hans, og svo aftur og betur þegar við flutt- umst til Víkur fyrir rétt tíu árum. Þá var hann roskinn maður að ár- um, en ungur í anda og glaður vel. Hann starfaði mikið á fyrstu ár- um mínum hjá KS við málningar- vinnu og viðhald á húsum KS í Vík. Hann var hugmikill og með eindæmum samviskusamur og áreiðanlegur í vinnu. Það var lær- dómsríkt fyrir alla að fylgjast með Sæmundi og ég held að margt mundi betur fara hjá okkur yngra fólkinu ef við tækjum vinnubrögð Sæmundar okkur til fyrirmyndar. Heiðarleiki, stundvísi og dugnaður í fyrirrúmi. Einnig er það mikill lærdómur út af fyrir sig að kynn- ast og starfa með því fólki á ís- landi, sem óx úr grasi á einhverj- um mestu breytingatímum, sem yfir land og þjóð hafa gengið, það er fólkið sem var ungt upp úr síð- ustu aldamótum. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför LÚÐVÍKS JÓNSSONAR, Fróöasundi 4, Akureyri. Sigurbjörg Guömundsdóttir, Laufey Lúövíksdóttir, Ingólfur Gústafsson, Elín Lúövíksdóttir, Guðmundur Árnason, Svava Lúðvíksdóttir, Gunnlaugur Traustason, Gunnar Lúövíksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför GUOMUNDAR RÓSMUNDSSONAR, Kleppsvegi 8. Sigríöur Guöjónsdóttir, Karólína Guömundsdóttir, Frímann Gunnlaugsson, Guömundur H. Frímannsson, Elisabet Hjörleifsdóttir, Gunnlaugur Frímannsson, Guölaug fsaksdóttir, Sigríöur Frimannsdóttir, Katrín Frímannsdóttir, Haraldur Bjarnason, Karl Frímannsson. Sæmundur Jónsson frá Sól- heimahjáleigu var einn þeirra og mun hann fljótt hafa tileinkað sér nýjungar í búskaparháttum og fylgdist vel með öllu sem til framfara leit. Sæmundur fór svo sannarlega ekki varhluta af þeim erfiðleikum og sorg, sem mennirnir verða að finna fyrir í þessu lífi. Aðeins 10 ára gamall missti hann föður sinn og var það fyrsta lífsreynslan, svo barnamissir og heilsuleysi eigin- konunnar í mörg ár áður en hún dó. En hann æðraðist aidrei, kvartaði ekki, hann átti sorgirnar fyrir sig. Sólheimakapella, þar sem hann verður jarðsunginn og borinn til grafar, átti hug hans allan. Hann hafði brennandi áhuga á því að þessu litla guðshúsi væri ávallt vel við haldið. Og þeir sem vilja halda minningu Sæmundar á lofti ættu að minnast þess. Ég vil að lokum með þessum fá- tæklegu kveðjuorðum þakka Sæ- mundi fyrir samfylgdina nú síð- ustu árin og allan hlýhug og elskulegheit í okkar garð á Aust- urvegi 6 í Vík. Við áttum margar góðar stundir með honum, bæði þar og í Sólheimahjáleigu, þar sem gestrisni var mikil. Hann fékk hvíldina eftir langan og starfssaman dag og hefir nú geng- ið á fund ástvina sinna, sem Sæ- mundur saknaði svo mikið og taka nú á móti honum opnum örmum. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Við sendum Eyrúnu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Matthías Gíslason og fjölskyida, Vík. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.