Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 5. FEBRÚAR 1984 25 „Þessa stundina á hið opin- bera erfitt með að ná endum saman. Svo hefur fyrr verið. Andrés á Hrísbrú í Mosfellssveit var hreppsnefndarmaður á fjórða tug aldarinnar og lýsti stöðu mála á þessa leið: — „Það er grínlaust að stjórna heilu hreppsfélagi á krepputímum með trafik, konkurance og nota bene.“ Þetta er ein af hinum bráðfyndnu sögum Leifs Sveins- sonar til að krydda tilveruna í samnefndri skopsagnabók, sem út kom fyrir jólin. Og ekki veitir af að krydda til- veruna á þessum síðustu vanda- málatímum. í vikunni sá ég að eitt af vanda- og áhyggjumálum félagsmálaráðherra er að mann- afli muni aukast á voru landi um 30 þúsund næstu 20 árin og vitað að nokkrar aðalatvinnugrein- arnar geta ekki tekið við honum. Verði hvers kyns þjónustuiðnað- ur og nýiðnaður þær starfsgrein- ar, sem í síauknum mæli muni taka á móti fjölguninni á vinnu- markaði og standa undir gjald- eyrisöfluninni. Ætli þetta tákni ekki með öðr- um orðum: Nú eru góð ráð dýr. Og að hver sem betur getur verði að fara að finna upp á einhverju og nýta allar smugur. Fara að hugsa smátt, engu síður en stórt. Miklu skemmtilegra að hugsa sér að sigra heiminn og eignast heimsmarkaðinn um leið og manni dettur eitthvað íðilsnjallt í hug. Og að varla tekur að spara og nýta nema stórupphæðir. Lík- lega er þó aðeins farið að lækka flugið á þessum síðustu og verstu tímum. Kannski kjörorð- in sem fyrir nokkrum árum gengu í heiminum, „Small is be- autiful" eða smátt er fallegt, eigi brátt upp á pallborðið hjá okkur líka. Tvennt svona smáræði kom í hugann í Portúgalsferð í haust, en sitt af hvoru tagi. Sem ég gekk um í sólarhitanum í Al- garve í byrjun nóvember vöktu athygli einhverjir skermar á húsunum. Við nánari athugun kom í ljós að þetta voru sólar- hitasafnarar, sem afla ókeypis orku fyrir húsið. Að vísu þurfa íbúarnir ekki jafn mikla orku og við til að hita upp, en til loftkæl- ingar innanhúss ekki minni. Það munar því um þetta, hvort sem orkan dugar alfarið eða að ein- hverju leyti, því Portúgal er svo orkusnautt að það verður að flytja hana inn. Nú finnst sjálfsagt mörgum að við Islendingar þurfum að spara ýmislegt frekar en orku. Ekki þó þeir sem þurfa að kynda með olíu. Þar og raunar á hvaða heimili sem er munar um ókeyp- is eða ódýrt tillegg, engu síður en portúgölsku heimilin um sólar- orkuna. Og ekki eru íslendingar alveg utan við þetta. Hafa verið fluttir inn nokkrir tugir lurka- katla á sl. 2 árum, þeirrar nátt- úru að brenna rekaviði og notað- ir þar sem reki berst að landi. Árni Pétursson hefur látið eftir sér hafa að slíkir lurkakatiar, sem þarf að bæta í 3—4 sinnum á sólarhring, borgi sig upp á 7—9 mánuðum og að 6 katlar gefi álíka mikið af sér og heilt vísitölurefabú. Minnist ég þess þá að á eynni Mön sá ég í upp- hafi orkukreppunnar og verð- hækkunar á eldsneyti bæjarbúa vera að taka upp mó til að drýgja tekjurnar á afmörkuðu svæði, sem úthlutað hafði verið á sama hátt og heimilin hér í Reykjavík fá skika undir kart- öflugarða til búdrýginda. Og minna má á að landi okkar Jón Kristinsson arkitekt er að byggja í Hollandi fjölda húsa, sem nota sáralitla orku. Segir að engin kúnst sé að minnka með litlum tilkostnaði upphitunar- kostnað í nýjum byggingum á Is- landi um 40—50%. Fimmtíu til níutíu prósent sparnaður náist einungis með einangruðum gluggahlerjum jafnvægisloft- ræstingu með varmaendur- vinnslu og útlitsbreytingu húsa vegna nýtingar sólarorku á suð- urhlið. Um það bil helming af lághitavarma til upphitunar á húsum á Islandi megi fá ókeypis sem sólarorku. Sagt er að forfeð- ur okkar hafi fyrr byrjað að borða skóbætur en þeim hug- kvæmdist að nýta skelfisk úr fjörunni og ýmiskonar grös. Gæti ekki verið að vantaði líka eitthvað á hugmyndaflugið hjá okkur? Eða er slíkt alltof smátt fyrir okkur stórhuga nútíma- fólk? En við vorum að tala um hann Árna Pétursson, sem hefur sl. 3 ár verið hlunnindaráðunautur þessarar þjóðar, og á kafi í að fá okkur aftur til að nýta eitthvað af því sem þessi þjóð hefur iifað á í 1100 ár. Hefur helgað sig mest æðarræktinni, rekanum og silungsveiðinni, sem er að kom- ast svolítið á veg. En hann nefn- ir líka ýmislegt sem við ekki telj- um til hlunninda í dag , svo sem sölvafjöru, fjallagrös, krækling, hrísrif, fuglatekju, eggver. Ætli við gætum ekki bjargað okkur obbolítið meira með eitthvað af þessu sjálf, þótt ekki sé stefnt á heimsmarkaðinn með það. Svona án þess að sett sé opinber nefnd í málið og samin stór skýrsla. Hér að ofan var minnst á tvenns konar hugljómun í Portú- galsferð. Sú hin síðari gerðist í íslensku flugvélinni á leiðinni út, er Gáruhöfundur fékk vatnið í kamparídrykkinn sinn í snoturri plastdós með áletruninni: Nor- water og skýringunni á ensku að þarna væri ómengað lindarvatn frá einum afskekktasta stað Noregs. Þetta þótti mér dulítið skondið, að sitja á leið frá Is- landi í íslenskri flugvél og fá vatn frá einum afskekkasta stað Noregs í drykkinn minn. En svona er það. Hér hafa verið uppi miklar ráðagerðir um að setja upp verksmiðju skilst mér og flytja út vatn í stórum stíl, helst leggja undir okkur heims- markaðinn. En svona smáræði eins og að setja íslenskt vatn í plastdósir til brúks í flugvélum er líklega of smátt verkefni. Mætti nú ekki gera þetta í ein- hverju af þessum ágætu mjólk- urbúum, sem eru til um allt landið? Samskonar pakkning, aðeins minni, er undir íslenskan smurost, sérstaklega pökkuð fyrir Flugleiðir og Air Bahamas, stendur á ensku á dósunum og svo undirskriftin: Osta og smjörsalan, Reykjavík. Afskap- lega væri notalegt að fá bara Gvendarbrunnavatn í drykkinn sinn í íslenskum flugvélum. Það gæti sparað flutninginn á því fyrir gjaldeyri frá afskekktasta stað Noregs. Þegar í huganum er hreint og tært háfjaliavatn í dós með fjallamynd er ekki langt í hugar- tengslin við Bláfjallavatn. Þar er önnur vara, ilmvatn, sem ís- lenzkar konur nota og við flytj- um inn dýrum dómum, en sem hugvitssamur efnaverkfræðing- ur, Jóhann Jakobsson, tók að framleiða eftir eigin uppskrift í vetur og setja í fallegar umbúðir. Þarna er alíslenskt ferskt fjalla- ilmvatn, sem margir keyptu í jólagjafir til útlanda og notuðu sjálfir. Annar lúxusvarningur er hér býsna mikið notaður, síðan grill- steiking komst í tísku, viðarkol. Skógræktin ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og er að byrja tilraunir með að framleiða við- arkol úr íslensku kurli. Bregst þar við þörfinni innanlands. Lýkur hér framleiðslutali með Ijóði Gunnars Dal um Fram- leiðslu á Lækjartorgi: Sá mælikvarði er mestur hér hve mikið hjá oss framleitt er. Ég heiðrað kerfi heldur spyr um hvernig menn það framleiðir. rður að nýta af meiri hófsemd en áður, þ.e. aö laga veiðisókn að veiðiþoli. vitni um. Þessi skuldasöfnun, eða greiðslubyrði af henni, hefði síðan kallað á mun hærra orkuverð en eðlileg verðþróun hefði leitt til. Vísitöluleikur stjórnvalda hefði því valdið bæði fyrirtækinu og al- mennum orkukaupendum veru- legum umframkostnaði. Flest öll þjónustufyrirtæki, opinber, eru undir þessa sök, skammsýnnar pólitískrar stjórnsýslu á liðnum árum, seld. Þessi skýrsla iðnaðarráðherra, sem hér er drepið á, og nær til 15 fyrirtækja sem öll eru forvitnileg, á erindi til allra, er láta sig þjóð- mál varða. Kastljósi sjónvarpsins hefur oft verið varpað á óverðugra fyrirbæri. Vonandi verður þetta framtak hans til þess að ráðherrar gefi þingi og þjóð árlega skýrslu um starfsemi fyrirtækja og stofn- ana, er undir þá heyra. Slík skýrslugerð, sem yrði al- mannaeign, væri betra aðhald í opinberum rekstri en flest annað. Hér var vel og réttilega að málum staðið. Tæknibylting og atvinnuöryggi „Það vandamál sem við tslend- ingar stöndum nú frammi fyrir er að mannafli á vinnumarkaði (inn- skot: fjöldi fólks á vinnualdri) eykst um 30.000 manns næstu 20 árin. Við vitum að nokkrar at- vinnugreinar geta ekki, af ýmsum ástæðúm, tekið á móti þessu vinnuafli. I öðrum má búast við að ný tækni geti jafnvel leitt til fækkunar starfsfólks, t.d. í fisk- vinnslu og sjávarútvegi. Sam- kvæmt áliti sérfræðinga mun iðn- aður ekki taka á móti jafnstórum hluta þessarar fjölgunar og áður var talið. Af þessu leiðir að þjón- usta og hvers kyns þjónustuiðnað- ur og nýiðnaður verði þær starfs- greinar sem í síauknum mæli taka á móti fjölguninni á vinnumarkað- inum og standa undir gjaldeyris- öfluninni." Þannig komst Alexander Stef- ánsson, félagsmálaráðherra, að orði, er hann svaraði fyrirspurn á Alþingi um könnun á áhrifum nýrrar tækni á íslenzka atvinnu- vegi. Enginn vafi er á því að aukin tölvuvæðing og sjálfvirkni setur mark sitt á framleiðslu og at- vinnustarfsemi næstu árin. Hún er óhjákvæmileg til að auka fram- leiðni og samkeppnishæfni ís- lenzkrar framleiðslu, samhliða því að halda tilkostnaðarþróun (verð- lagshækkunum) innan þeirra marka sem ríkja í samkeppnis- löndum. Ef íslenzk framleiðsla á að halda velli, heima og heiman, hlýtur hún að tileinka sér tækni- byltingu, sem nú gengur yfir hinn vestræna heim. Þegar þess er gætt að hefð- bundnar atvinnugreinar (veiðiþol fiskistofna og sölumöguleikar bú- vöru) bjóða ekki upp á umtals- verða aukningu starfstækifæra, jafnvel samdrátt vegna tæknivæð- ingar, er eðlilegt, að hugað sé ann- arsstaðar að afkomumöguleikum fyrir þá 30.000 Islendinga sem ná vinnualdri á næstu tveimur ára- tugum. Það er rétt, sem ráðherra segir, að þjónustustörf hverskonar koma til með að taka drjúgan hluta þessa vinnuafls. En þó því aðeins að til staðar séu undir- stöðuatvinnuvegir, frumvinnsla og úrvinnsla, er geri þessi þjónustu- störf gildandi. Hvert undirstöðu- starf við verðmætasköpun í þjóð- arbúskapnum fæðir af sér þrjú til fjögur hliðarstörf, ef þann veg má komast að orði. Það þarf óhjá- kvæmilega að vera til slík undir- staða — verðmætasköpun — sem ber uppi lífskjör í landinu, hvort heldur sem þau flokkast undir einkaneyzlu, samneyzlu eða fé- lagslega þjónustu. Þessvegna þarf að huga að margskonar möguleikum, van- nýttum, sem til eru: Fiskeldi, nýt- ing hafsvæða utan 200 mílna, orkuiðnaði o.s.frv. Sá þvergirð- ingsháttur, sem til staðar var hér í pólitískri stjórnsýslu 1978—83, og seinkað hefur nýjum skrefum í þá átt að breyta orku fallvatna okkar í atvinnu, verðmæti og batnandi lífskjör, er hliðstæð mis- tök en þau, sem fram komu í ofveiði bolfisks, þrátt fyrir fiski- fræðilegar viðvaranir. Þessu til viðbótar var reistur varnargarður óðaverðbólgu gegn annars hugsanlegum alhliða vexti atvinnulífs í landinu. Vinstri mennskan, sem einkenndi stefnu stjórnvalda í atvinnu- og efna- hagsmálum sl. fimm ár hefur reynzt og á eftir að reynast þjóð- inni dýr, á miklu fleiri sviðum en greiðslubyrði erlendra skulda, sem nema nú 60% af þjóðarfram- leiðslu. Það er óhjákvæmilegt að taka tæknina í þjónustu íslenzks þjóð- arbúskapar. Hins vegar þarf að stuðla að sem snurðulausastri hagnýtingu hennar í atvinnuveg- um landsmanna. Um þetta efni verður að takast góð samvinna milli aðila vinnumarkaðarins. Þeir, sem hverfa að nýrri tækni í atvinnurekstri, þurfa að hafa eðliiegan aðþóttunartíma að breytingum, veita starfsfólki tækifæri til þjálfunar og endur- menntunar, ef þörf er á. Þar eiga kennslu- og stjórnvöld einnig hlutverki að gegna. Takist að eyða verðbólgu og skapa stöðugleika í efnahagslífi til einhverrar framtiðar er fyrsta mikilvæga skrefið stigið til upp- byggingar í atvinnulífinu. Sam- hliða þarf að stuðla að innlendum sparnaði og stýra honum til þátt- töku í áhætturekstri. Fram hafa verið lögð stjórnarfrumvörp til breytinga á skattalögum sem horfa til þeirrar áttar. Undir- stöðuatvinnuvegir þurfa að hafa rekstrargrundvöll, tekjur til að mæta tilkostnaði, tæknivæðingu, vexti og eðlilegri launaþróun. Ríkisbúskapurinn má ekki taka það stóran hlut af þjóðartekjum hverju sinni, að ekki sé nægilegt eftir af sameiginlegum aflahlut (nettó-þjóðartekjum) til að reisa á eðlileg lífskjör almennings og nauðsynlegan framgang atvinnu- starfsemi í landinu. Þrjátíu þúsund íslendingar vaxa úr grasi inn á vinnumarkað á næstu tuttugu árum, að sögn fé- lagsmálaráðherra, eða 1.500 ein- staklingar að meðaltali á ári. Eigi þetta unga fólk að mæta atvinnu- öryggi og sambærilegum afkomu- líkum og jafnaldrar þess í velferð- arríkjum, verða íslenzkir atvinnu- vegir og þjóðarbúskapur að búa við heilbrigt efnahagsiíf, grósku og stöðugleika. Þjóðartekjur á mann eru allt að helmingi meiri í ríkjum borgara- legs hagkerfis en í þjóðfélögum sósíalismans. Þjóðartekjur á mann eru eini raunhæfi mæli- kvarðinn á samheitið lífskjör. Það er því beinlínis höfuðþáttur kjara- baráttu að halda steingervingum marxismans utan við þjóðfélags- áhrif hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.