Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 23 ■■ Franz Klammer heldur á sér hita fyrir keppnina. Vedrið var alveg vitlaust og keppn- inni var frestað. Bill Johnson: „Ætlar hann að vinna mig?“ Johnson andar léttar. mjög slæm áhrif. Það kemur þeim mjög illa að þurfa að aflýsa keppni vegna vonskuveðurs eða of lítils snjós. í fyrra þurfti að aflýsa Laub- erhorn-keppninni í Sviss af því að snjóinn vantaði. Það kostaði bæj- arfélagið um hálfa milljón ísl. kr. Brun- og svigkeppni hefur verið haldin þar síðan 1930 og aðeins þurft að aflýsa henni nokkrum sinnum. Brunbrautin frá Lauber- horninu niður í bæinn Wengen er hin lengsta í heimsbikarkeppn- inni, 4281 m löng og hæðarmunur- inn 1028 m. Keppnin er vel kunn og yfirleitt borin saman við keppnina í Kitzbiihel í Austurríki, en brautin þar þykir hin erfiðasta í heimsbikarkeppninni. Einna mest þykir koma til sigurvegara þessara tveggja keppna. Lauberhorn-brunið var haldið um miðjan janúar að þessu sinni. Síöasta æfingin var haldin föstu- daginn 13. en þá höfðu skíðakapp- arnir verið í Wengen í nokkra daga. Skíðaliðin eru á sífelldum þeytingi milli staða og hótela allt keppnistímabilið. Allt frá einum upp í 12 menn eru í hverju lands- liði. Æfingin fór fram alveg eins og um alvöru keppni væri að ræða. Veðrið var sæmilegt og keppend- urnir hituðu upp í brekku skammt frá brautinni. Svona 20 mínútum áður en æfingin hófst fóru þeir inn á start-svæðið og héldu sér heitum með hnébeygjum, hoppi og handaslætti. Þjónustuliðið frá skíðafyrirtækjunum gróf holur í snjóinn, stóð þar ofan í og lag- færði skóna á köppunum og festi á þá skíðin. Andrúmsloftið á staðnum var gott. Austurríkismaðurinn Franz Klammer, sem vann Lauberhornið þrisvar í röð, 1975, ’76 og ’77, var brosmildur og spjallaði við Urs Raber, sem Svisslendingar binda miklar vonir við. Brautin var af- mörkuð með litlum grenigreinum og greni var dreift um hana. Ráb- er fór fyrstur niður á slaginu 11 og kom í mark 2 mínútum 47,55 sek- úndum seinna. Hinir 95 eltu með 90 sekúndna millibili til að byrja með og síðan 60 sekúndna. Allt gekk vel. Brautin var sögð heldur hæg og Bandaríkjamaðurinn Bill Johnson kom í mark með besta tímann, 2:43,56. Stóra stundin átti að renna upp klukkan 12 næsta dag. Veðrið var hroðalegt. Skýjað, rok og stundum rigning en veðurstofan sagði að það myndi stilla og stytta upp um hádegið i eina tvo tíma. Skíða- kapparnir voru komnir upp í brekku snemma um morguninn og hituðu sig upp en oft þýddi lítið að reyna að hreyfa sig, vindurinn var svo sterkur. Keppnin stóð enn til um hálftólf og áhorfendur söfnuðust saman á stöðum þar sem útsýni yfir braut- ina var gott. Veðrið var þó ómögu- legt og loks var ákveðið að fresta keppninni fram á næsta dag. Kapparnir brunuðu þá niður hlíð- arnar og marga, sem ekki vissu að keppninni var aflýst, rak í roga- stans þegar þeir mættu keppend- unum sjálfum á alfaraleið og þeir þustu framhjá með hjálmana á höfði sér. Keppendurnir kipptu sér ekki upp við að keppninni var frestað. Bandaríkjamennirnir horfðu á vídeó-bíómyndir allan eftirmið- daginn, Kanadamennirnir hvíldu sig og nokkrir Svisslendinganna komust heim. Það sást til Peters Múllers, Svisslendingsins sem vann Lauberhorn-brunið 1980, á lestarstað. Farþegar á brautar- pallinum báðu óðum um eigin- handaráritanir og farþegar í lest- unum þustu út í glugga. „Þetta er augsýnilega einhver þjóðarhetja," varð Breta að orði og þótti lítið til koma. Það lyftist þó á honum brúnin þegar aðdáendur Urs Ráb- er fóru hjá með 9 heljarstórar kúabjöllur sem þeir sveifluðu í há- værum takti. Tveir Danir tóku þátt í Laub- erhorn-bruninu. Mads Bödker, annar þeirra, fékk sér góðan mat í hádeginu á laugardag og sagðist vera heldur feginn að keppninni hefði verið frestað. Hann hafði verið með hálsbólgu og feginn að geta hvílt sig einn dag í viðbót. Hann játti því að Danmörk væri ekki beint ákjósanleg til skíða- ferða en sagðist hafa farið til Nor- egs á skíði sem krakki og fengið bakteríuna þar. Þeir eru fjórir í skíðalandsliði Dana og æfa aðal- lega í Austurríki og Suður- Frakklandi. Hann sagðist ekki kvíða fyrir Lauberhorn-keppninni, Kitzbúhel væri erfiðari en hún. Brautin stytt og brunað í mark Andrúmsloftið á start-svæðinu á sunnudag var all ólíkt því sem það hafði verið á föstudeginum. Klammer brosti þó enn. Þetta var hans 100. brunkeppni og hann hafði unnið 24 af þeim og aöeins 16 sinnum lent í sæti neðar en fyrstu 15. Svisslendingarnir virt- ust heldur stressaðir og fátt var talað. Veðrið var litlu skárra en dag- inn áður. Skyggnið var þó aðeins betra og ekki eins hvasst. Kepp- endur bjuggust alveg eins við að keppninni yrði aflýst en stjórn- endur ákváðu að færa start-pall- inn um 800 metrum neðar í hlíðina og stytta brautina sem því næmi til að komast hjá versta veðrinu. Það var nýfallinn snjór á braut- inni og nokkrir af öftustu mönn- unum voru látnir fara fyrstir til að ryðja brautina. Þeir áttu hvort eð er afar litla möguleika á að geta eitthvað. Síðan fóru fyrstu mennirnir og hinn fimmti, Aust- urríkismaðurinn Erwin Resch, náði mjög góðum tíma, 2:11,17. Hann var í miðju „sigurvegaravið- tali“ þegar maður númer 21, Bill Johnson, sló millitíma hans. Resch þagnaði og fylgdist með Johnson. Honum urðu allt í einu á mistök í síðustu beygjunni og var næstum dottinn. Þulnum svelgdist á í lýs- ingunni þegar Johnson fór út af brautinni og hoppaði inn á hana aftur og kom í mark með besta tímann, 2:10,89. Johnson er 23ja ára, ljóshærður og frjálslegur. Hann vann í þrem- ur Evrópubikarmótum í fyrra en var settur út úr bandaríska liðinu um tíma af því að hann neitaði að skokka 5 mílur daginn sem hann stóð upp úr flensu. „Ég get vel hlaupið 5 mílur, en ég þarf ekki að sanna það núna,“ sagði hann og hló. Hann býr í Los Angeles og helstu áhugamál hans fyrir utan vetrarskíðaíþróttina eru vatna- skíði, „sörf“ og stelpur. Hann ólst upp í Oregon og ætlar að flytjast þangað aftur svo að hann geti æft brun allan ársins hring. Bræður hans æfðu einnig á skíðum til skamms tíma en pabbi þeirra hafði að lokum ekki efni á að hjálpa þeim öllum og hinn besti hélt áfram. Johnson lék á als oddi í markinu og sagðist varla geta beðið eftir að fara að græða á íþróttinni. En hann þagnaði allt í einu þegar Austurríkismaðurinn Anton Steiner með númer 59 kom brun- andi niður hlíðina. í hálfa mínútu leit út fyrir að hann gæti unnið Johnson en svo varð ekki. Steiner varð annar í keppninni með tím- ann 2:11,00 og Johnson andaði léttar. Úrslit keppninnar komu á óvart. Bandaríkjamaður hafði aldrei fyrr sigrað í brunkeppni. Margir kenndu veðrinu um og sögðu brautina hafa verið óhagstæða. En það breytir ekki niðurstöðunni. — Menn voru þreyttir eftir keppn- ina en margir þurftu að ferðast sama dag. Sumir fóru í svigkeppn- ina sem var haldin í Parpan í Sviss daginn eftir, aðrir fóru á slóðir Evrópubikarkeppninnar og enn aðrir hvíldu sig fram á næsta dag og héldu þá til Kitzbúhel. Vonir flestra voru bundnar við Sarajevó. Johnson tryggði sér miða þangað með sigrinum í Lauberhorn-bruninu. Keppnin milli hinna stóð enn og svo er að sjá hvernig þeir standa sig sem komast á Ólympíuleikana. ab Hydrovane — Loft- pressur Eigum fyrirliggjandi loftpressur t. MRSTEim 8 JOHNSON R.F. Ármúla 1 Sími 85533 Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur / ____ i i AVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ10 - 17 Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 06.02/84 Ár R. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1971 1 15.072 1977 2 1.693 1972 1 13.642 1978 1 1.376 1972 2 11.138 1978 2 1.082 1973 1 8.413 1979 1 934 1973 2 8.019 1979 2 702 1974 1 5.247 1980 1 608 1975 1 4.114 1980 2 459 1975 2 3.057 1981 1 392 1976 1 2.792 1981 2 289 1976 2 2.300 1982 1 275 1977 1 2.030 1982 2 203 ■Óverðtryggð ~ veðskuldabréf Ár 1 2 3 4 5 6 20% 81.3 74,0 67,8 62,7 58.3 54,6 21% 81.9 74.9 68.9 63.8 59,5 55.9 ■Verðtryggð — veðskuldabréf Ár 1 2 3 4 5 Söhig. 2 afb/ári. 95,2 6 81,6 91,9 7 78,8 89,4 8 76,1 86,4 9 73,4 84,5 1 10 70,8 sölu. Verðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. ÁvömiM# VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ungur nemur gamall temur Látiö Ávöxtun sf. annast fjármál ykkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.