Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 47

Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Sævar Jónsson Þegar menn finna aö þjálfari vill ekki nota þá, veröa þeir svekktir og sjálfstraustið minnkar. Arnór í baráttu um boltann viö hin fræga leikmann Maradonna, er lið Anderlecht og Barcelona léku í upphafi keppnistímabilsins. 47 <arl Þóröarson. Laval:___ „Ómögulegt að segja hvort ég held áfram“ HANN er ekki hár í loftinu. En máltækid segir: Margur er knár þó hann sé smár. Þetta eru svo sannarlega orö aö sönnu um Skagamanninn Karl Þóröarson. Karl, sem nú leikur meö 1. deildarliöinu Laval, í Frakklandi hefur staöið sig mjög vel þau þrjú keppnistímabil sem hann hefur leikið með Laval. Karl er afar leikinn og lipur meö knött- inn og fellur því vel inní leikstíl Frakka. Hann hefur næmt auga fyrir samleik og spilar meöherja sína jafnan vel uppi. Karl hefur átt viö nokkur meiðsli aö stríöa á keppnistímabilinu og þegar viö ræddum viö hann haföi hann veriö frá knattspyrnuiök- un í 10 daga. — Ég tognaöi illa í hné, svo til á sama staö og síöast. En eftir stranga læknismeöferö er ég nú aö lagast aftur. Spila líklega um helgina. Þá mætum viö sterku liöi, Nimes. Viö erum núna í átt- unda sæti í 1. deild sem er bara nokkuö gott. Viö erum með til- tölulega nýtt liö, unga menn sem eru aldir upp hjá félaginu. Viö misstum fimm af fastaleikmönn- um liðsins fyrir keppnistímabiliö. Viö getum því vel viö unaö. — Þá erum viö enn meö í bik- arkeppninni. Komnir þar í 16 liöa úrslit og á þaö veröur lögö mikil áhersla. Þegar viö inntum Karl, sem oröinn er 29 ára gamail, hvort hann væri ekki orðinn þreyttur á knattspyrnunni og ætlaöi sér aö koma heim svaraöi hann: — Þaö koma augnablik sem maöur er verulega þreyttur á þessu öllu og búinn aö fá nóg. En þau gleymast fljótt. Oftast er mjög gaman aö standa í þessu. Núna eru allir vellir hér blautir og þungir og þá er erfitt aö leika, drullan er svo mikil, en þetta fer aö lagast aftur. — Það er ómögulegt aö segja hvort ég held áfram hér úti eða kem heim. Samningur minn viö Laval rennur út í vor og þaö er„ allt á huldu enn hvaö ég geri. Ekkert ákveðiö í þeim efnum. Aö sögn Karls er mikill áhugi á knattspyrnu í Frakklandi núna og ætti velgengni franska landsliðs- ins stóran þátt í því. Hann sagöi aö meöaláhorfendafjöldi á leik hjá Laval væri 9—10 þúsund manns. Þá biöu knattspyrnu- áhangendur spenntir eftir úrslit- unum i Evrópukeppni landsliða sem fram færi víösvegar um Frakkland í sumar. — ÞR árus Guömundsson, Waterschei:_ „Alveg óvíst hvort ég verð hér áfram“ Lárus Guðmundsson er 22 ára gamall, en þrátt fyrir ung- an aldur hefur hann spjarað sig vel í atvinnumennskunni. Hann varö belgískur bikar- meístari með liöi sínu Wat- erschei og var þá leikmaöur- inn sem var mest í sviösljós- inu í úrslitaleiknum. En hann skoraöi þá tvö mörk og annað þeirra var sigurmark leiksins. Það er vel fylgst meö Lárusi í Belgíu og hefur Waterschei fengiö óformleg tilboð í kapp- ann. Til dæmis sýndi Stutt- gart-liöiö áhuga á því aö fá hann þegar þeir voru að leita aö miöherja fyrir keppnistíma- bilið. Samningur Lárusar við félagið rennur út í vor og að hans sögn er alveg óvíst hvort hann verður áfram hjá félaginu eða fer eitthvert annað. — Ég verð að fá gott tilboð frá liði sem er áhugavert, segir Lárus. En hvernig skildi Lárusi hafa líkað hjá liðinu? — Okkur hjónunum hefur liðið vel hér í Belgíu og mér hefur líkað dvölin hjá Wat- erschei mjög vel. Það er mikil reynsla fyrir unga menn að starfa svona erlendis, læra tungumál sem eru framandi og kynnast nýjum og ólíkum sið- um. Knattspyrnulega hefur mér gengið allvel þegar á heildina er litið, en því veröur ekki leynt, að frammistaða Wat- erschei-liðsins á yfirstandandi keppnistímabili hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Þaö er ekki gott aö segja hvað veldur. Við erum með nákvæmlega sama lið og und- anfarin tvö ár og leikur okkar virtist lofa góðu í haust þegar keppnistímabilið hófst. En síö- an fór að halla undan fæti og nú erum við búnir að missa af lestinni, bæöi í deildarkeppn- inni og bikarkeppninni. Við fengum nýjan þjálfara og hann hefur ekki staðið sig sem skyldi, en ég er ekki að skella allri skuldinni á hann, sagði Lárus. — En ég er nokkuð viss um að hann verður ekki endurráð- inn fyrir næsta keppnistímabil. Leikmönnum líkar ekki alls kostar við hann. Lárus sagöi að deilda- keppnin hefði veriö jöfn en nokkuð óútreiknanleg. Mörg furöuleg úrslit hefu séð dags- ins Ijós. Hann sagðist reikna með því að Beveren myndi sigra í deildarkeppninni, en útilokaö væri að spá um úrslit í bikarnum. Lárus sagðist vera í mjög góðri æfingu og hann hefði að mestu sloppiö við meiðsli það sem af væri keppnistímabilinu. Þess má svo að lokum geta, að lið Waterschei er nú í ní- unda sæti í 1. deildarkeppn- inni, en er fallið úr bikarnum. — ÞR Sævar Jónsson hjá Cercle Bruqge: „Ég fer frá félaginu ef þjálfarinn verður áfram“ „GENGI okkar hefur veriö mis- jafnt í vetur — en viö erum nú í 6. til 7. sæti í deildinni," sagöi Sævar Jónsson, knattspyrnu- maöur hjá Cercle Brugge í Belgíu í samtalí viö Mbl., „en hvað mig sjálfan varöar á ég í svolitlum útistööum viö þjálfara liðsins — ekki þó eins alvarleg- um og Lárus Guömundsson hjá Waterschei." „Einn daginn leik ég sem vinstri bakvörður, þann næsta sem miðvallarleikmaöur, síöan sem miðvöröur og hægri bak- vörður þar næst. Ég hef meira að segja einu sinni leikiö sem miö- herji og skoraði þá eitt mark. Þaö var aö vísu í æfingaleik. En litlu munaöi aö ég skoraöi annaö mark í næsta leik er ég kom inn á sem varamaöur — ef ég heföi skoraö þá væri ég kannski miö- herji liösins í dag!" sagöi Sævar. Hann sagöist allt annaö en ánægöur með hvernig farið heföi verið meö sig, og heföi hann rætt við þjálfarann um það. „Þegar menn finna aö þjálfari vill ekki nota þá verða þeir svekktir og sjálfstraustiö minnkar. Ég hef spilaö marga leiki í vetur — en oft verið 12. maður — og meö það er ég ekki ánægöur. Mér finnst ég hafa átt skilið aö vera í liöinu. Ég skoraði t.d. gegn And- erlecht á dögunum og átti mjög góöan leik þó ég segi sjálfur frá; en var svo settur út í næsta leik á eftir. Ég fæ þaö á tilfinninguna aö það sé sama hvernig ég spili — ég geti ekki tryggt mér fast sæti í liðinu." Sævar sagöi aö Beveren væri meö sterkasta liöiö í Belgíu í dag, Standard og Anderlecht væru slakari en í fyrra. „Beveren er meö mjög jafnt lið — enginn stjarna er i liöinu heldur er þaö sterk liösheild sem gerir liöið svo gott. Deildin er mjög jöfn, en í vetur eru „minni" liöin aö nálgast þau „stóru." Seraing hefur t.d. komiö mjög á óvart og viö einn- '9 “ Sævar var rekinn af velli gegn Standard um síöustu helgi í leik er Brugge tapaöi 2:0. „Viö vorum betri í fyrri hálfleiknum og ekki heföi verið ósanngjarnt aö viö hefðum verið einu eða tveimur mörkum yfir í leikhléi. Ég var rek- inn útaf í lok fyrri hálfleiksins og einum færri í seinni hálfleik áttum viö ekki möguleika á sigri. Ég var rekinn af velli fyrir mitt fyrsta brot í leiknum. Bókun heföi eflaust veriö réttlát en ekki brottrekstur! Knattspyrnulögun- um var breytt í haust — Belgar tóku upp til reynslu þær reglur sem Bretar voru meö; þaö mátti nánast ekkert gera þá voru menn reknir útaf. Þetta hefur veriö mjög gagnrýnt og lítið veriö um brottrekstra aö undanförnu. Dómarar voru hættir aö taka svo strangt á brotum þannig aö þaö kom mór mjög á óvart aö ég skyldi vera rekinn útaf." Nokkrar líkur eru á því aö þjálfari Cercle Brugge hætti hjá liðinu í vor; hann tekur sennilega viö stjórninni hjá hinu liöi borgar- innar, FC Brugge. „Hann þarf aö gefa ákveðiö svar um þaö í lok febrúar — og fljótlega eftir það ættu mín mál aö skýrast. Hvort óg verö áfram hér. Ég reikna fastlega með því aö verði þjálfar- inn áfram muni ég fara frá félag- inu. Samningur minn rennur út nú t vor," sagði Sævar, sem sagöi aö sér og konu sinni liði mjög vel í Brugge. „Þetta er fal- leg borg og aöstaöa félagsins er mjög góö. Hún gerist varla betri hér í Belgíu." — SH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.