Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 20

Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Morgunblaöinu hefur birst frásögn sem sýn- ir aö í desember 1971 lýsti Arne Treholt sig fúsan til aö aðstoða vinstri stjórn á íslandi viö aö færa fiskveiöi- lögsöguna út í 50 sjó- mílur og koma bandaríska varnarliöinu frá íslandi. Tre- holt taldi sig eiga auðvelt meö aö safna líöi á Noröur- löndunum öllum undir merki þessa málstaðar. Ekki er vafi á því aö Arne Treholt hefur lagt ómetanlegan skerf af mörkum í þágu sovésku njósna- og ógnarstofnunar- innar KGB sem útsendari í áhrifastööu. KGB hefur margar leiöir til aö afla sér upplýsinga um varnarkerfi og áætlanir vestrænna ríkja í öryggismálum, en KGB hefur vonandi ekki marga útsend- ara sem komast jafn langt í stjórnmálalífi Vesturlanda. Enginn vafi er á því aö á Noröurlöndum er virkt skoö- anamyndandi kerfi sem lýtur stjórn manna eöa er undir sterkum áhrifum frá mönnum sem vilja til dæmis aö þau þrjú landanna, Dan- mörk, ísland og Noregur, sem eru í Atlantshafsbanda- laginu slíti tengslin viö bandalagið. Arne Treholt var í þessum hópi, þaö sannar íslenska skýrslan frá 1971. Ástæöa er til aö ætla aö þetta kerfi hafi verið virkjaö á undanförnum árum í barátt- unni fyrir kjarnorkuvopna- lausu svæöi á Norðurlöndun- um. Raunar liggur fyrir staö- fest sönnun um aö kerfinu hafi veriö beitt í þessum til- gangi og kraftarnir samstilltir aö minnsta kosti síöan í júní 1981 þegar haldinn var friö- arfundur á Álandseyjum. í umræöum síöari ára um kjarnorkuvopnalaus svæöi á Noröurlöndunum hefur Jens Evensen, sendiherra og fyrr- um ráöherra í Noregi, gegnt lykilhlutverki eins og fram kemur í því yfirliti sem hér birtist. Engin afstaöa skal tekin til þess hvort Arne Tre- holt samdi sögufræga ræöu Evensens um kjarnorku- vopnalaust svæöi á Norður- löndunum. Hafi sú ræöa ver- iö samin aö undirlagi Júrí Anropovs, sem þá var yfir- maöur KGB, fær samantekt um þessi mál á sig þann blæ, aö oft sé veruleikinn ótrúlegri en skáldsaga. Á síöari árum hafa vest- rænir sérfræðingar og rithöf- undar sem skrifa um undir- róður og njósnir KGB beint athyglinni æ meira aö út- sendurum í áhrifastööum, sem geta í senn ráöiö skoö- anamyndun og ákvörðunum. Á árinu 1974 varö Willy Brandt aö segja af sér emb- ætti kanslara Vestur-Þýska- lands þegar upp komst um útsendara og njósnara Austur-Þjóöverja í nánasta samstarfshópi hans. Síöan hefur Brandt aö nýju hafist til mestu áhrifa í flokki sínum, Jafnaðarmannaflokknum, þar sem hann er nú formað- ur. Enginn skyldi því ætla aö sjálfgefið sé aö áhrifa Jens Evensen eigi ekki eftir aö gæta áfram í norskum og norrænum umræöum og stjórnmálum. Jens Evensen og Arne Treholt á blaðamannafundi fyrr á árum, þegar Evensen var ráðherra og Treholt nánasti samstarfsmaóur hans og pólitískur aðstoðarmaður. Fyrir orð Treholts gekk Evensen í Verkamannaflokkinn og sagt er að Treholt hafi um tíma barist fyrir þvf að Evensen yrði formaður flokksins. Náin samvinna Arne Treholt, sem nú hefur verið afhjúpaður sem útsendari KGB, og Jens Ev- ensen, ráðherra og sendiherra, hefur beint athyglinni að þeim stórpólitísku ákvörðunum sem þeir stóðu að saman. Þar ber hæst samning Norðmanna og Sovét- manna um „gráa svæðið" í Bar- entshafi, sem þeir félagar gerðu í Moskvu 1977. Enginn vafi er á því að sá samningur er hagstæður fyrir Sovétstjórnina í mörgu til- liti. Hann veitir sovéskum fiski- skipum víðtækari veiðiheimildir en norskum. Með samningnum er ekki skorið úr þrætunni um markalínu milli landanna í Barentshafi, heldur er Sovét- mönnum veitt aðstaða til þrýst- ings og íhlutunar gagnvart Norð- mönnum. Þessu næst hefur at- hyglin beinst að tillögunum sem Jens Evensen setti fram um að Norðurlöndin gefi þjóðréttarlega bindandi yfirlýsingar um að þau séu kjarnorkuvopnalaust svæði. Þessi tillaga sá fyrst dagsins ljós í ræðu sem Jens Evensen flutti á aðalfundi Landssambands efnaiðnaðarverkamanna í Noregi í október 1980. I norska stórblaðinu Aftenposten var sagt 24. janúar sl., að Arne Treholt hefði samið ræðuna í heild. Eftir að fréttin um þetta birtist sagði Jens Evensen að hún væri röng, sig minnti ekki betur en Treholt hefði verið í New York á þessum tíma 1980. 26. janúar skýrði Aftenposten frá því að j>eir Evensen og Treholt hefðu dvalist samtímis í Genf 29. júní til 18. ágúst 1980 en um mánaðamót- in maí/júní hefði Evensen verið beðinn að flytja ræðuna. Kemur fram í frétt Aftenposten að það sé með miklum ólíkindum að þeir Treholt og Evensen hafi dvalist samtímis í Genf án þess að hittast eða ræða saman. Arne Treholt var í vinstra armi eftir Björn Verkamannaflokksins og bæði andvígur þátttöku Noregs í Atl- antshafsbandalaginu og aðild landsins að Evrópubandalaginu (Efnahagsbandalagi Evrópu). Þegar Tryggve Bratteli skipaði Jens Evensen viðskiptaráðherra í stjórn sinni haustið 1973 var Ev- ensen ekki í Verkamannaflokkn- um. Hann gekk ekki í flokkinn fyrr en í maí 1975 og þá að ráði Arne Treholt, sem var stjórnmála- ráðgjafi Evensens og persónulegur ritari á þessum árum og allt til 1979 þegar embætti hafréttar- ráðherra var lagt niður og Even- sen varð aftur sendiherra í utan- ríkisþjónustunni. Sprengjunni kastað Þegar Jens Evensen tók til máls á aðalfundi efnaiðnaðarverka- manna í október 1980 var hann hættur sem hafréttarráðherra og gegndi störfum sendiherra og þjóðréttarfræðings. Hann taldi sig þó hafa það mikið pólitískt svig- rúm að hann þyrfti ekki að bera efni ræðunnar undir Knut Fryd- enlund, utanríkisráðherra og flokksbróður sinn, sem var stadd- ur í Helsinki daginn sem ræðan var flutt. Var Frydenlund þar í föruneyti ólafs Noregskonungs. „Ég hef orðið fyrir miklum persónulegum vonbrigðum ... og skil ekki hvers vegna hann þarf að vekja máls á þessu einmitt núna,“ sagði Knut Frydenlund í Helsinki jægar blaðamenn spurðu hann álits á ræðu Evensens, sem snerist ekki aðeins um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum held- ur einkenndist jafnframt af andúð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og forystu Verkamannaflokksins um að koma fyrir bandarískum Bjarnason birgðum í Noregi á friðartímum þannig að auðveldara yrði að flytja liðsauka til landsins á hættustundu. Ahrifa ræðunnar gætti tiltölu- lega fljótt innan ríkisstjórnarinn- ar því að í áramótaávarpi Odvars Nordli, forsætisráðherra, á ný- ársdag 1981, vék hann að því að huga þyrfti að kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlöndunum og skoða málið í samhengi við þróun afvopnunarmála almennt í Evr- ópu. Ræða Nordlis var túlkuð á þann veg að þetta mál hefði hætt að vera viðfangsefni innan Verka- mannaflokksins og væri komið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Sendiherrar erlendra ríkja streymdu í norska utanríkisráðu- neytið og leituðu skýringa á því hvað um væri að vera. Norskir sendiherrar í Washington, London og Bonn voru beðnir að koma til viðræðna í utanríkisráðuneytum gistilandanna og skýra orð forsæt- isráðherrans. Var norska stjórnin að breyta um afstöðu til varnar- stefnu Atlantshafsbandalagsins? Bundinn var endi á þessar vangaveltur um stefnu norsku rík- isstjórnarinnar þegar Verka- mannaflokkurinn tapaði fyrir borgaraflokkunum í stórþing- skosningunum haustið 1981 og Hægriflokkurinn myndaði ríkis- stjórn. En andi Evensen-ræðunn- ar sveif ekki aðeins yfir jafnaðar- mönnum í Noregi — hann barst til bræðraflokkanna á Norðurlöndum og hér á landi var honum sérstak- lega fagnað af Alþýðubandalag- inu. Hvað vill Evensen? Hugmyndina um kjarnorku- vopnalaust svæði má rekja til Adam Rapacki, utanríkisráðherra Póllands, sem hreyfði henni 1957. Sá sem var fyrstur til að gera það að tillögu sinni að tekið yrði til við að ræða um Norðurlöndin sem kjarnorkuvopnalaust svæði var Búlganín, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, í bréfum sem hann rit- aði forsætisráðherrum Noregs og Danmerkur í janúar 1958 en á sama tíma stóð hann í bréfaskrift- um við Hermann Jónasson, for- sætisráðherra íslands, og hafði í hótunum vegna varnarstöðvarinn- ar á Keflavíkurflugvelli. Urho Kekkonen, Finnlandsfor- seti, er sá norrænna stjórnmála- foringja sem fyrstur varð til þess að leggja til að á Norðurlöndunum yrði kjarnorkuvopnalaust svæði. Fyrsta tillaga Kekkonens er frá 1963, önnur tillaga Kekkonens er frá 1972 og þriðja tillaga Kekkon- ens er frá 1978. Mikið hefur verið ritað um allar þessar tillögur og fjöldi sérfræðinga hefur lagt sig fram um að skýra hvað í þeim felst, en allt er það harla óljóst. í október 1980 bættist svo Jens Evensen í hóp tillögusmiða um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Eins og við var að búast byggði þessi alkunni og raunar heimsfrægi þjóðréttar- fræðingur tillögur sínar á því, að unnt væri að gera þjóðréttarlega bindandi samning um kjarnorku- vopnalaust svæði sem tryggði ör- yggi Norðurlanda betur en núver- andi skipan mála. Nú um áramótin kom út í Bret- landi ritgerð eftir Clive Archer, aðstoðarforstöðumann rann- sóknastofnunar um varnarmál við Aberdeen-háskóla, þar sem hinar ýmsu hugmyndir um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum eru skilgreindar (Centrepiece 6, Deterrence and Reassurance in Northern Europe', Fæling og frið- mæli í Norður-Evrópu, 70 bls.). I ritgerðinni er tillögu Evensens

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.