Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
33
í lok æfingarinnar settu leikarar sig í stellingar sem hæfa hlutverki hvers og eins.
Vorið vaknar
— litiö inn á æfingu hjá leikfélagi Menntaskólans í Kópavogi
VORIÐ vaknar, „Friihlings er-
wachen“ á frummálinu, nefnist
leikrit sem leikfélag Menntaskól-
ans í Kópavogi frumsýnir í kvöld.
„Vorid vaknar“ skrifaði I»jóðverj-
inn og „expressjónistinn“ Frank
Wedekind árið 1891, en leikritið er
nú sett á fjalirnar hérlendis í
fyrsta sinn. Er það í íslenskri þýð-
ingu Hávars Sigurjónssonar, sem
jafnframt er leikstjóri, en 15 nem-
endur koma fram f sýningunni.
Blaðamaður og ijósmyndari
brugðu sér á æfingu hjá LMK fyrr
í vikunni og fræddust um leikritiö,
efni þess og höfund af leikstjóran-
um.
— Um hvað fjallar leikritið ?
„Það má segja að leikritið
gangi fyrst og fremst út á ungl-
inga sem eru að spekúlera í líf-
inu og tilverunni, kynlífinu og
heiminum eins og hann er þegar
barn er að þroskast í ungling,"
sagði Hávar. „Jafnvel má um-
orða þetta svo, að meining
Wedekind sé að sýna hvernig
viðurkennt siðferðiskerfi beygi
unglinginn undir sig, á þeim
tíma sem hann er að vakna til
vitundar um lífið og tilveruna.
Og í framhaldi af því, um þá
unglinga sem ekki eru tilbúnir
til að beygja sig undir slíkt sið-
ferði.
Persónurnar sem mest koma
við sögu eru þrír unglingar, tveir
strákar og stelpa. Annar strák-
urinn er þessi óskipulagði, við-
kvæmi einstaklingur sem á eng-
an hátt er tilbúinn að mæta öll-
um þeim kröfum sem til hans
eru gerðar. Þar ber hæst á kröf-
um um góða frammistöðu í skól-
anum. Þetta er unglingurinn
Hávar Sigurjónsson, leikstjóri og
þýðandi.
sem á endanum kennir sjálfum
sér um allt það sem miður fer,
hvort svo sem hann er ábyrgur
fyrir því eður ei. í hinum strákn-
um eru dregnar upp andstæð-
urnar, hann er sá sem forherðist
því meir sem á móti blæs. Stelp-
an er síðan nokkuð öðruvísi. Hún
nálgast að vera fórnarlamb
fremur en gerandi. Tekur ekki
ákvarðanir sjálf, henni er ekkert
sagt til og á endanum verður
hún ólétt. Það er nú sjálfsagt
ekki vinsælt að verða óléttur í
dag, 14 ára gamall, en ég hugsa
að viðbrögðin sem Wedekind
sýnir séu öllu alvarlegri. Hann
var jú að skrifa fyrir sinn tíma
og síðan eru liðin hartnær
hundrað ár.“
— Stenst boðskapur leikrits-
ins í dag?
„Það verður hver og einn að
meta. Ég fékk hins vegar sönnun
á því þegar ég sýndi krökkunum
handritið í fyrsta sinn. Ég
geymdi þar til eftir samlestur-
inn að segja þeim hvenær leik-
ritið hefði verið skrifað. Vildi sjá
fyrst hvort þeim fyndist það
barnalegt, úrelt eða eitthvað í þá
veru. Þau komu hins vegar af
fjöllum þegar ég sagði þeim hvað
þetta væri gamalt og það var
besta sönnun þess að leikritið
væri gjaldgengt enn í dag. Þessi
hópur er líka einna best dómbær
á það. Þeim er í fersku minni
hvernig það er að vera fjórtán
ára gamall. Það er ekki síður
mikilvægt hversu mikið erindi
boðskapur leikritsins á við leik-
endurna, þannig að þeir geti sett
sig í spor sögupersónanna.
Skilningur leikendanna á þessu
hjálpar líka töluvert upp á að
tæknigallar sem óhjákvæmilega
verða til í öllum áhugamanna-
sýningum komi ekki eins berlega
í ljós. Þá sakar ekki að „fullorðn-
ir“ í leikritinu eru fremur „týp-
ur“ heldur en miðaldra fólk,
þannig að krakkarnir þurfa ekki
að leika upp fyrir sig. Reynir þá
kannski meira á eftirhermu-
hæfileikana."
— Hvernig var leikritinu tek-
ið á sínum tíma?
„Wedekind dregur vægast sagt
ekki upp fallega mynd af þýsku
aldamótaþjóðfélagi í þessu leik-
riti og leikritið var umdeilt eins
og höfundurinn. Wedekind var
ýmist dáður eða hataður. Menn
eins og Brecht mátu hann mik-
ils, en aðrir sáu til þess að hann
„Við erum óendanlega hátt hafnir yfir örvæntingu og gleði." Eggert
Kaaber í hlutverki Moritz.
„Þegar ég eignast börn ætla ég að láta þau vaxa eins og illgresið. Enginn
hugsar um það og það verður stórt og hátt.“ F.v. Jóhanna Pálsdóttir,
Guðrún ísberg og Elín Jónsdóttir.
Ljósm. Mbl./ KOE
neyddist til að fljýja land um
tíma og eyddi síðan einum vetri í
stofufangelsi.
Leikritið var bannað á sínum
tíma og ekki sett upp fyrr en
1906, fimmtán árum eftir að
Wedekind skrifaði það. 1920 var
búið að sýna verkið 600 sinnum,
en þó hvergi opinberlega, heldur
undir því yfirskyni að um einka-
sýningar væri að ræða. í Eng-
landi var það bannað til ársins
1963. En þó að leikritið hafi ver-
ið þetta lengi í banni ber ekki að
skilja þá staðreynd svo að það sé
eitthvað yfirmáta dónalegt, ljótt
eða efni þess stangist á við
mannlegt eðli. Þetta er ekki leik-
rit sem okkur fyndist særandi í
dag og við verðum að taka það
með í dæmið að um aldamótin
voru Þjóðverjar að banna verk
eftir höfunda eins og Ibsen og
Strindberg, og voru nokkuð dug-
legir við það.“
— Hvernig hefur svo verið að
vinna þetta með krökkunum í
MK?
„Það hefur gengið ágætlega.
Mörg þeirra þekkti ég nú áður en
byrjað var að æfa þetta leikrit,
hafði verið með leiklistarnám-
skeið í skólanum frá því á síð-
astliðinu hausti. Reyndar var nú
ekki nema einn strákur á nám-
skeiðinu, en sex karlhlutverk í
leikritinu, þannig að við fórum á
stúfana og fundum fimm stráka
til viðbótar. Það sem aðallega
hefur háð okkur er þetta vana-
lega vandamál áhugahópa, að
geta ekki æft allan tímann í sýn-
ingarhúsnæðinu og með leik-
mynd. En slík vandamál blessast
alltaf einhvern veginn," sagði
Hávar að lokum. Eins og áður
segir eru leikendur fimmtán
talsins. Aðalhlutverkin eru í
höndum þeirra Eggerts Kaaber,
Jóhönnu Pálsdóttur og Iæifs
Svavarssonar, en Egill Árnason
sér um lýsingu.
VE
Leikbrúðuland
aftur í Iðnó
í DAG kl. 3 hefjast sýningar Leik-
brúðulands á nýjan leik í Iðnó.
Þetta eru 4 einþáttungar, Ást-
arsaga úr fjöllunum, Búkolla,
Eggið og Draumlyndi risinn, sem
bera saman heitið Tröllaleikir.
Leikmyndir og brúður eru eftir
Bryndísi Gunnarsdóttur, Hall-
veigu Thorlacius og Helgu Steff-
ensen og stjórna þær brúðunum
ásamt Þórhalli Sigurðssyni sem
einnig er leikstjóri. í ráði er að
fara með „Tröllaleiki" til útlanda í
vor, svo sýningar geta ekki orðið
mjög margar að sinni. Sýnt verður
framvegis á sunnudögum kl. 3.
Húsma'ðraskólinn
á Hallormsstaó:
Viðauki við bók
um skólann
IIJÁ Bókaútgáfunni Þjóð.sögu koni
út bók um llú.smæðraskólann á
llallormsstað 1982.
Prentað hefur verið blaö með
viðauka og leiðréttingum sem
festa má inn í bókina. Fæst það
ókeypis hjá útgefanda og nokkrum
b<>ksölum. Bókin um Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað er 50 ára
afmælisrit, prýtt mörgum mynd-
lim. (KréUatilkynning)