Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
42
Minning:
Heba Geirsdóttir
Jóhannesson
Fædd 20. aprfl 1901
Dáin 27. janúar 1984
Ein af kærum minningum frá
bernskuárum mínum er þegar
ágæt frænka mín, Heba Geirs-
dóttir, kom í heimsókn og dvaldi
nokkra daga í sumarhúsi foreldra
minna. Það geislaði frá henni
hlýju út í umhverfið og andrúms-
loftið varð hlaðið af söng, tónum
og fjöri. Hún fór með þjóðlög og
kvæði, sem ég hafði ekki heyrt áð-
ur, en sem urðu mér æ síðan eftir-
minnileg. Hún var ljúfmannleg
ung stúlka, með liðað, ljósleitt
hár, hreint yfirbragð og fágaða
framkomu, enda hafði verið vand-
að til uppeldis hennar.
Heba var fædd á Akureyri hinn
20. apríl 1901. Var faðir hennar
Geir Sæmundsson prestur og síðar
vígslubiskup. Hann var talinn
góður kennimaður, orðlagður
söngmaður og mjög vel látinn af
sóknarbörnum sínum. Móðir
hennar var Sigríður, föðursystir
mín, dóttir Jóns Péturssonar há-
yfirdómara og Sigþrúðar Frið-
riksdóttur Eggerz. Séra Geir hafði
tekið við prestsembættinu á Akur-
eyri, þegar Matthías Jochumsson
lét af störfum um síðustu alda-
mót. Á þessu myndar- og menn-
ingarheimili ólst Heba upp ásamt
bróðurnum Jóni, er síðar varð
læknir á Akureyri. Bernskuárin
voru henni einkar hugstæð og síð-
ar sýndi hún Akureyri þá rækt-
arsemi að gefa krikjunni þar píanó
í minningu um foreldra sína.
Frá Akureyri lá leið Hebu suður
til höfuðstaðarins. Þar bjó þá
móðursystir hennar, Þóra Jóns-
dóttir, kona Jóns Magnússonar,
sem var forsætisráðherra á árun-
um 1917 til 1926. Til þeirra hjóna
flutti Heba.
Var mjög kært á milli þeirra
frænkna, Hebu og Þóru móður-
systur hennar. Og má segja, að
forsætisráðherrahjónin, sem voru
barnlaus, hafi verið henni sem
ástkærir foreldrar í höfuðstaðn-
um. Þóru þótti vænt um að hafa
þessa ungu, aðlaðandi frænku sína
hjá sér og alúðin var gagnkvæm.
Varð Hebu síðar tíðrætt um heim-
ilið á Hverfisgötu. Blær þeirra ára
og fágun urðu Hebu varanlegt
veganesti á lífsleiðinni. Á síðari
árum yljaði hún sér við minn-
ingarnar frá þeim glæstu æsku-
tímum, sem einnig voru ungdóms-
ár í sögu hinnar sjálfstæðu ís-
lensku þjóðar. Á þessum árum
höfðu tvær enskar menntakonur
verið hér á ferð og kynnst þeim
Þóru og Jóni Magnússyni. Þessi
vinátta varð til þess að Hebu var
boðið til dvalar hjá bresku hefðar-
fólki í London þar sem hún lagði
stund á ensku og bókmenntir og
kynntist breskum siðvenjum.
Heba dvaldi einnig um nokkurt
skeið hjá frænku sinni, Ásu Guð-
mundsdóttur Wright, sem hafði
gifst enskum Iögmanni og hafði
mikla umsýslu og eftirlit með
eignum suður á Cornwall-skaga.
Átti Heba þar margar ánægju-
stundir samvistum við heimilis-
vini og sómdi sér vel í því hlut-
verki að umgangast gesti og ræða
við þá af kunnáttu.
Hinn 22. desember 1934 urðu
mikil þáttskil í lífi hennar er þau
dr. Alexander Jóhannsson próf-
essor gengu í hjónaband, en hann
var sonur Jóhannesar Ólafssonar,
sýslumanns Skagfirðinga
(1884—1897) og konu hans, Mar-
grétar Guðmundsdóttur. Dr. Alex-
ander varð margsinnis rektor Há-
skóla íslands á árunum 1932 til
1952. Eins og kunnugt er var dr.
Alexander merkur fræðimaður,
mjög athafnasamur við uppbygg-
ingu háskólans, jafnframt því að
vera brautryðjandi í flugmálum
og mikill atorkumaður i ýmsum
öðrum félagsmálum. Heba var
manni sínum ástríkur félagi og
skapaði honum fagurt og menn-
ingarlegt heimili. í tímafreku
starfi átti hann þar vísa um-
hyggju og öryggi. Hjónaband
þeirra einkenndist jafnan af ástúð
og gagnkvæmri virðingu, þar sem
húsbóndinn umgekkst eiginkonu
sína af einstakri nærgætni.
Heba var víðlesin, fróð um
bókmenntir og leikin i ýmsum
tungumálum. Var því ánægjulegt
fyrir prófessor í íslenskri tungu og
germanskri samanburðarmál-
fræði að geta unnið að hugðarefn-
um sínum við hlið skilningsríkrar
eiginkonu. Til dæmis, þegar samin
voru erindi um uppruna málsins
eða unnið að gerð orðabókar. Heba
hafði gaman af tónlist og lék á
slaghörpu og söng sér og nánum
vinum til skemmtunar.
Spölkorn frá háskólanum stóð
hús þeirra hjóna við Hringbraut,
en þau áttu einnig sumarhús á
fegursta stað við Þingvallavatn.
Þangað var farið eftir erilsama
daga til þess aö hlýða á vorfugla-
sönginn, teyga { sig bjarkarilm
sumarsins og sjá haustlitað kjarr-
ið, hraunið og fjöllin standa á
höfði f vatnsfletinum. Þangað
komu í heimsókn einkavinir þeirra
hjóna og þar átti hún sér fagurt
athvarf i sögulegu umhverfi og
þar dvaldist hún meðan maður
hennar, sem formaður þjóðhátíð-
arnefndar, undirbjó lyðveldishátíð
á Þingvöllum 1944. Á heimilinu
þurfti húsmóðirin vafalaust einn-
ig að koma viðhorfum sínum á
framfæri, þegar bóndi hennar
ræddi af eldmóði um stofnun
happdrættis háskolans eða þær
fjölmörgu byggingar, sem hann
átti þátt í að sjá um að reisa. Heba
missti mann sinn 7. júní 1965.
Ætla mætti að eiginkona dr. Al-
exanders Jóhannessonar, þessa
fjölhæfa forystumanns, væri
áberandi á mannamótum, svo var
þó ekki. Heba sóttist ekki eftir
margmenni eða veisluglaumi, en
hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá
skarkala lífsins og naut þess
vegna ekki alltaf fyllilega þeirrar
sæmdar, sem hlaust af heilla-
drjúgu starfi eiginmannsins.
Hebu þótti alltaf ánægjulegt að
fylgja manni sínum í utanlands-
ferðum. Þar naut hún sín meðal
menntamanna á erlendri grund.
Nú er frænka mín, Heba, lögð af
stað í sína hinstu ferð og hefur
kvatt á sinn hæverska hátt.
Sturla Friðriksson
Föðursystir mín, Heba Geirs-
dóttir, andaðist að morgni þess 27.
janúar sl. Hún var dóttir hjón-
anna Geirs Stefáns Sæmundsson-
ar f. 1. september 1867 í Hraun-
gerði í FLóa, d. 9. ágúst 1927 á
Akureyri, Jónssonar prófasts á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, og Sig-
ríðar Jónsdóttur, f. 3 október 1867
í Reykjavík, d. 23. október 1923 í
Reykjavík, Péturssonar háyfir-
dómara.
Geir lærði til prests við Kaup-
mannahafnarháskóla. Var hann
prestur á Hjaltastað í Hjalta-
staðaþinghá, frá 1897 til 1900 —
að hann fluttist til Akureyrar, þá
kvæntur og með elsta barnið,
Sæmund. Settur var hann prófast-
ur í Eyjafjarðarprófastsdæmi og
síðar skipaður vígslubiskup i
Hólabiskupsdæmi. Á Akureyri
fæddist þeim tvö börn, Heba, þann
20. april 1901 og Jón Pétursson,
þann 8. desember 1905.
Bernskuheimilið var yndislegt
framan af, mikið sungið og spilað.
Sigríður nam píanóleik i Dan-
mörku hjá Horneman. Lék hún
mikið á píanó og tók einnig börn í
kennslu. Tók hún og mjög mikinn
þátt í erilsömu starfi manns síns
og var mikið elskuð, virt og metin.
Mikill harmur sótti þó að, er
Sæmundur var kallaður burt, að-
eins barn að aldri, og móðirin
veiktist mikið. Kom þá i húsið
yndisleg kona, Anna Margrét Sig-
urðardóttir, ættuð úr Skagafirði,
og tók við búsýslu. Var hún börn-
unum, þeim Hebgu og Jóni sem
önnur móðir, elskuðu þau hana
mikið og virtu. Ekki vék Anna frá
þeim fyrr en hún andaðist í októ-
ber 1942 á Akureyri. Anna var
ávallt reiðubúin til að fara suður
ef þörf var á og dvaldi þá ýmist á
heimili þeirra Hebu og Alexand-
ers Jóhannessonar, á Hringbraut
57 hér í bæ, eða í hinu undursam-
lega sumarhúsi þeirra hjóna á
Þingvöllum.
Fljótlega eftir fermingu fór
Heba til Reykjavíkur og var til
heimilis hjá móðursystur sinni,
Þóru, giftri Jóni Magnússyni for-
sætisráðherra og var mjög kært
þar í millum — allt þar til Þóra
andaðist í hárri elli. Þegar Heba
var um tvítugt hélt hún til Dan-
merkur til föðurbróður síns, Páls,
og konu hans, Magneu Guðmunds-
dóttur. Frá Danmörku lá leiðin til
Englands, til frænku sinnar Ásu
Guðmundsdóttur, sem þá var gift
Henry Newcome Wright, lögfræð-
ingi, en þær Heba og Ása voru
systradætur.
Nam Heba ensku þar í landi.
Frá Englandi fór Heba til Frakk-
lands, kenndi þar á einkaheimili
frönskum börnum ensku og nam
sjálf frönsku. Talaði hún og ritaði
með afbriðgum vel mörg erlend
tungumál, þótt enska og franska
væru henni hugljúfust. Kom sér
þetta vel því að ótalin urðu þau
ferðalög, sem hún átti fyrir hendi
og öll þau lönd, er hún ferðaðist til
með eiginmanni sínum. Þann 22.
desember 1934 giftist Heba öðl-
ingsmanninum Alexander Jó-
hannessyni fyrrum háskólarektor
og prófessor. Var hjónaband
þeirra afar farsælt. Ekki eignuð-
ust þau börn, en voru bæði með
afbrigðum barnelsk og tóku miklu
ástfóstri við systkinabörn sin og
börn þeirra. Fylgdust þau vel með
uppeldi þeirra og síðar námi og
glöddust jafnan yfir góðum
árangri. Þessu hélt Heba áfram
ótrauð eftir fráfall Alexanders í
júní 1965, sem var henni og öllum
ættingjum mikill harmur.
Heba var mjög trúuð kona og
unni öllu, sem gott var og fagurt,
söngelsk var hún og lék á píanó.
Það var hennar yndi — og mikla
og fágaða handavinnu lætur hún
eftir sig. Þolinmóð var hún við
litlu börnin og kenndi þeim bænir
og kvæði. Fylgja henni siðasta
spölinn mörg þeirra, nú raunar
orðin fullorðin, sem minnast
gömlu góðu áranna.
Mjög góða og einlæga vinkonu
átti frænka mín, frú Áslaugu Sív-
ertsen. Var þar í millum vinátta,
sem aldrei bar skugga á. Er henni
hér með þakkað allt hennar trygg-
lyndi og umhyggja. Á sl. ári eign-
aðist hún aðra góða vinkonu,
Önnu Helgadóttur. Hittust þær
kvölds og morgna. Er henni einnig
þökkuð vinsemd og tryggðir.
Þá vil ég þakka öllum ættingj-
um Alexanders Jóhannessonar,
sem sýndu föðursystur minni
mikla hlýju og ræktarsemi.
Við drúpum höfði og biðjum
elskulegri frænku okkur og vin-
konu allrar blessunar. Hafi hún
þökk fyrir allt.
Sigríður Jónsdóttir
Halldór Magnús
Asmundsson - Minning
Fæddur 21. ágúst 1916.
Dáinn 26. janúar 1984.
Á morgun, mánudaginn 6.
febrúar 1984, verður frá Dóm-
kirkjunni i Reykjavík gerð útför
Halldórs Magnúsar Ásmundsson-
ar.
Halldór, eða Bói, eins og hann
var alltaf kallaður, en það nafn
gaf kona min og systir hans hon-
um, þegar þau voru börn að aldri,
var vinur minn, mágur og sam-
starfsmaður í áratugi.
Hann var frábær starfsmaður
og veit ég að fjöldi viðskipta-
manna verkstæðis mins mun
sakna hans, hann vildi hvers
manns vanda Ieysa og átti mjög
gott með að umgangast fólk, ég
held að öllum sem kynntust hon-
um, hafi þótt vænt um hann.
Hann kvæntist ungur að aldri
Guðríði Sigurðardóttur og þegar
þeim varð ekki barna auðið, tóku
þau unga telpu og ættleiddu,
henni var gefið nafnið Guðríður
og óhætt er að segja að hún hafi
verið augasteinn föður síns og hún
hefir líka reynst foreldrum sínum
einstök dóttir.
Að leiðarlokum viljum við
Selma, kona mín, þakka honum
alla vinsemdina sem hann sýndi
okkur alla tíð og börnum okkar.
Hann bar alla tíð hag verkstæðis
okkar fyrir brjósti og fyrir það
þökkum við.
Kæra Gugga, Gully, Vilhjálmur
og börn, við Selma samhryggj-
umst ykkur innilega.
Arnór Halidórsson
Halldór Magnús Ásmundsson,
mágur minn, varð bráðkvaddur
fimmtudaginn 26. janúar. Tveim-
ur dögum áður hafði hann verið
hrókur alls fagnaðar i sjötugsaf-
mæli mágs síns. Þetta sýnir
okkur, sem eftir lifum, hve
skammt er milli lífs og dauða.
Hugurinn leitar 30 ár aftur í
tímann til fyrstu kynna okkar
Bóa. Við vorum kynnt í marg-
menni, hann tók mig í faðm sinn,
óskaði mér til hamingju með
stúdentsprófið og bauð mig vel-
komna í fjölskyldu sína. Þó að
langt sé síðan þetta var er mér
þessi stund enn svo minnisstæð.
Hann var svo hlýr og einlægur. En
þannig eru allar minningar mínar
um Bóa. Ég held, að honum hafi
þótt vænt um alla í kringum sig og
hikaði ekki við að láta það í ljósi.
Aldrei heyrði ég hann halla orði
til nokkurs manns.
Margar ljúfar minningar leita á
hugann á þessari stundu. Bói og
Guðríður kona hans áttu yndisleg-
an sumarbústað uppi í Svínadal í
Borgarfirði, sem glöggt ber vitni
natni þeirra hjóna og frábærri
handlagni húsbóndans. Þar hygg
ég, að hann hafi unað hag sinum
best, naut útiveru og samveru við
fjölskyldu sína, sem var honum
kærust alls. Hann hafði afar gam-
an af veiðum og tímum saman
fylgdumst við með honum úti á
bát sinum á Eyrarvatni. Ég man
sjaldan eftir Bóa öðruvísi en glöð-
um og kátum og glaðværð hans
var svo einlæg, að hún smitaði alla
viðstadda. Mér er til efs að mörg-
um hafi tekist að varðveita eins
barnið í sjálfum sér og honum.
Hann var einstaklega barngóður
enda hændust börn mjög að hon-
um.
Samúð mín og fjölskyldu minn-
ar er hjá Guggu, Gullý og fjöl-
skyldu hennar. Megi Guð létta
þeim söknuðinn.
Blessuð sé minningin um góðan
dreng.
Sigrún Erla Siguróardóttir
Á litlum vinnustað er einstakl-
ingurinn stór. Þess urðum við
áþreifanlega vör fimmtudaginn
26. janúar, þegar okkur barst sú
harmafregn að hann Bói væri dá-
inn.
Fréttin um að hann hefði látist
skyndilega þá um daginn var því-
líkt reiðarslag, að okkur setti
hljóða.
Halldór Ásmundsson var bif-
vélavirki að mennt, en hafði starf-
að síðastliðin 28 ár við járnsmíðar
á gervilimaverkstæði Arnórs
Halldórssonar í Reykjavík.
Hann var handlaginn með af-
brigðum og flest lék i höndum
hans sem hann fékkst við. Enda
bera margir smíðagripir hans þess
merki.
Bói hafði starfað á verkstæði
Arnórs frá árinu 1956 og var orð-
inn næstelsti starfsmaðurinn þeg-
ar hann lést.
Á vinnustöðum sem þessum
tengdist starfsfólkið nánum bönd-
um, og því er stórt skarð höggvið í
hópinn, þegar Bóa nýtur ekki
lengur við. Hjálpsemi hans og létt
lund styttu oft stundirnar við
starfið og einnig í kaffitimunum
þegar spilin voru tekin fram.
Bói átti sumarbústað í Borgar-
firði, og þar átti hann margar góð-
ar stundir. Ekki sist við sina
helstu tómstundaiðju, laxveiðar,
enda hefur hann margan vænan
laxinn dregið úr Eyrarvatninu.
En þó missir okkar sé stór er
missir fjölskyldu hans mun meiri.
Því sendum við fjölskyldu hans,
eiginkonu, dóttur, tengdasyni og
barnabörnum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur á þessari stundu.
Megi vinur okkar hvíla í friói.
Vinnufélagar
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.