Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 18

Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 18 Könnun Vinnueftirlits ríkisins: Sex illkynja mesótelíóma- tilfelli greindust 1965—82 Parket-viðargólf frá Tarkett Tarkett er stærsti parketframleiðandi veraldar í dag. Tarkett hefur framleitt viðargólf í 100 ár. Tarkett-parket fæst í fjölbreyttu úrvali m.a. eik, beyki, aski, demantsfuru o.m.fl. i Tarket-parket er allt fulllakkað og tilbúið til lagningar. Harðviðarval h.f. Skemmuvegi 40, sími 74111. KAUPÞING HF í KÖNNUN sem Vinnueftirlit ríkis- ins og Rannsóknarstofa Háskólans gengust fynr í sameiningu, greind- ust sex tilfelli hér á landi af illkynja mesótelíóma-sjúkdómi á árunum 1965 til 1982. Tíðni sjúkdómsins virðist svipuð hér á landi og í Bret- landi og N-Ameríku og hefur tilfell- um heldur farið fjölgandi á undan- förnum árum. Könnunin bendir til að asbestmengun sé algengari meðal þeirra sem fengu sjúkdóminn en hjá viðmiðunarhóp, sem valinn var til samanburðar. Spurningalistar voru lagðir fyrir aðstandendur hinna látnu, en kerfisbundin leit var gerð í skrám Krabbameinsfélags íslands og Rannsóknarstofu Háskólans, að því er fram kemur í greinargerð Vinnueftirlits ríkisins. Erlendar rannsóknir benda til þess að auk þess að stórauka hættu á illkynja mesótalíóma, valdi innöndun asbestryks aukinni tíðni lungnakrabbameins. Andi menn að sér asbestryki í miklum mæli getur það einnig valdið vefjabreytingum í lungum, en ekki er kunnugt um að slík tilfelli hafi komið upp hérlendis. Asbest hefur verið notað um áratuga skeið á (slandi í ýmsum tilgangi. Talið er að hættan sé fyrst og fremst fólgin í því að menn andi að sér asbestryki. Ljóst er að mest hætta stafar af asbesti á vinnustöðum en menn geta einn- ig orðið fyrir mengun af völdun efnisins annars staðar. Vinnueftirlit ríkisins dregur þá ályktun af framangreindum rann- sóknarniðurstöðum að takmarka beri asbestnotkun hérlendis eins og framast er mögulegt. Þegar hafa tekið gildi reglur sem banna innflutning og notkun asbests nema í undantekningartilvikum, en slíkar undanþágur verða tak- markaðar eins og kostur er. Sam- kvæmt þessum reglum ber þeim sem óska eftir að nota asbest og vörur úr asbesti að sækja um heimild til þess til Vinnueftirlits ríkisins sem getur veitt undan- þágu til notkunar asbests þegar óhjákvæmilegt er að nota það og ber þá að gera ítarlegar varúðar- ráðstafanir til að draga úr meng- un og tryggja að starfsmenn séu eins vel varðir gegn menguninni og kostur er. Sjúkdómurinn illkynja mesótel- íóma er æxli vaxið frá brjóst- himnu, sem umlykur lungu og klæðir innan innri vegg brjóst- kassans, eða lífhimnu, sem umlyk- ur líffærin í kviðarholinu. Sjúk- dómurinn er sjaldgæfur en á und- anförnum árum hefur tíðni mesót- elíóma vaxið i nágrannalöndum okkar og hefur sú aukning verið rakin til aukinnar asbestmengun- ar fyrir nokkrum áratugum. Hef- ur samband þessa sjúkdóms og asbestmengunar komið æ betur í Ijós m.a. í nýjum rannsóknum frá Bandaríkjunum og Kanada. Venjulega líður langur tími frá því að menn verða fyrir asbest- mengun þar til mesótelíóma hefur myndast og vaxið þannig að það greinist. Sjúkdómurinn leiðir yfir- leitt til dauða nokkrum mánuðum frá því hann greinist og enn sem komið er hafa læknisaðgerðir, svo sem uppskurður, lyfjameðferð eða geislalækningar haft lítil sem eng- in áhrif á gang hans. Talin er meiri hætta á sjúkdómnum eftir því sem asbestmengunin er meiri, en grunur leikur á að sjúkdómur- inn geti komið fram þó mengun hafi verið fremur lítil. Þannig hafa verið leiddar að því líkur að ættingjum þeirra sem vinna í mik- illi asbestmengun og bera með sér asbestryk heim úr vinnunni sé hættara við sjúkdómnum en öðr- um. Rannsóknir benda til að sum- ar asbesttegundir leiði frekar en aðrar til þessa sjúkdóms, en gera verður ráð fyrir að allar teg- undir asbests séu hættulegar í þessu tilliti. Síðastliðið haust tóku gildi regl- ur sem banna notkun asbests á Is- landi nema í undantekningartil- vikum. Ljóst er þó að áfram verði unnið með asbest á ýmsum vinnu- stöðum vegna viðhalds búnaðar sem inniheldur asbest, við niðurrif bygginga úr asbesti, viðhald hita- veitulagna o.fl. Fróðlegt þótti að athuga hvort illkynja mesótel- ióma hefði orðið vart á íslandi, en lauslegar upplýsingar frá læknum og meinafræðingum bentu til þess að slík tilfelli hefðu greinst. Ákveðið var að gera á þessu skipu- lega rannsókn og var hún fram- kvæmd í samstarfi Vinnueftirlits- ins og Rannsóknarstofu Háskól- ans í meinafræði. Var rannsóknin framkvæmd þannig að leitað var kerfisbundið í skrám Krabba- meinsfélags (slands og Rannsókn- arstofu Háskólans, en síðan kann- aðar sjúkra- og krufningsskýrslur og farið yfir niðurstöður vefja- greininga. s«86988 STORKOSTLEGT TÆKIFÆRI 25 MÁNUÐIR OG 10 ÁR eiþú átt 200.000 kr. KAUPÞING HF ___Húsi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988 Erum með í sölu 3ja og 4ra herbergja íbúðir í þessu glæsilega húsi í miðbæ GARÐABÆJAR þar sem þú hefur: - stórkostlegt útsýni - tvennar svalir - þvottahús og búr í hverri íbúð — stutt í alla þjónustu — leiksvæði fyrir börn sameign fullfrágengin Dæmi um staðgreiðsluverð og greiðslukjör: 200 þús. kr. við undirskrift 480 þús. kr. á 30 mánuðum. Yfirtekið húsnæðis- stjórnarlán og eftirstöðvar á skuldabréfi til 10 ára Staðgreiðsluverð íbúðar 3ja herb. 102m2 1.596 þús.kr. Afhentar tilbúnar undir tréverk eftir 18 mánuði Byggingaraðili: Byggingarfélagið hf. Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson hs. 83135 Margrét Garðars hs. 29542 Guðrún Eggertsd. viðskfr. Símatími sunnudag kl. 13 til 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.