Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Minning: Jófríður Kristín Þórðardóttir Fædd 9. ágúst 1890 Dáin 31. janúar 1984 Á morgun, mánudaginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju elskuleg föður- systir mín, Fríða frænka, eins og við systkinin kölluðum hana ævin- lega. Þá leitar hugurinn til liðinna ára. Gísli, faðir minn, og Fríða misstu föður sinn, Þórð Gíslason, þegar Fríða var 2 ára. Ég man með hverri reisn amma mín, ólöf Jónsdóttir, minntist þess síðar að aldrei hefði hún þegið eyri af sveit til framdráttar börnum sínum. Amma mín dvaldi á heimili for- eldra minna að Ölkeldu í Stað- arsveit til æviloka. Hún var rúm- föst síðustu tíu árin og annaðist móðir mín, Vilborg Kristjánsdótt- ir, hana með mestu alúð. Sýndi Fríða fyrr og síðar þakklæti sitt fyrir þá umönnun. Fríða vann fyrir sér við ýmis störf eins og fátækar stúlkur gerðu í þá daga. Þegar Fríða kom í heimsókn að Ölkeldu var hátíð í hvert sinn. Elskulegt viðmót hennar og glaðværð og innileg tengsl við foreldra mína og okkur systkinin hlýja mér enn um hjartarætur. Alltaf kom hún færandi hendi með gjafir til okkar þó nærri megi geta að af litlu væri að taka. Hún giftist 3. nóvember 1923 ólafi Bergmann Erlingssyni ágætum manni, hann andaðist 28. janúar 1973. Þau eignuðust 3 dætur, Kristínu, gifta Bjarna Sigurðs- syni, eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn; Ólöfu, sem var gift Svavari Pálssyni, sem lést af slysförum 1968, og áttu þau 3 syni; og Eddu, sem ávallt hefur búið með móður sinni. Ekki mátti á milli sjá um ræktarsemi þeirra hjóna við ættingja og vini þeirra beggja. Ég minnist þess úr bernsku að mér þóttu þá fyrst komin jólin þegar ég fann ilminn úr eplakassanum frá Ólafi og Fríðu frænku og margt fleira fylgdi með sem gladdi huga sveitabarna á þeirri tíð. Mest gaman var þó þegar þau komu sjálf í heimsókn og litlu dæturnar með, þá var oft glatt á hjalla. Einn bróðir minn átti erfitt með mál, hann dvaldi fjóra vetur í málleys- ingjaskólanum í Reykjavík, þá naut hann ástríkis ólafs og Fríðu, þau tóku hann heim um hverja helgi og sýndu honum alla þá um- önnun, sem fjarstaddir foreldrar gátu ekki veitt. Þegar við hjónin stofnuðum heimili í Reykjavík, var Fríða frænka mín stoð og stytta eins og mín besta móðir, alltaf fús að gæta barna minna og aðstoða mig á allan hátt ef með þurfti. Fríða fór ekki varhluta af and- streymi. Mann sinn missti hún , ODYRAR BILAPERUR VIÐURKENND CÆÐAVARA MIKIÐ ÚRVAL 45 eftir langvinn og erfið veikindi. Ástkær tengdasonur dó sviplega á besta aldri. Sjálf átti hún oft við veikindi að stríða. Samt álít ég hana gæfumanneskju. Gæfa henn- ar bjó í skapgerð hennar, kjarki, starfsgleði, bjartsýni og góðvild. Hjálpsamari manneskju hef ég aldrei þekkt. Henni var unun að veita öðrum. Ég vil aðeins nefna tvö dæmi af mörgum. Eldri hálf- systur sinni, Sigríði Stefaníu, sem átti heima í Borgarnesi og var löngum heilsulitil, liðsinnti Fríða mikið, tók hana heim til sín um tíma og kom stöðugt til hennar að Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hún átti athvarf síðustu árin. Gömul hjón, fyrrum sveitungar hennar, bjuggu í grennd við hana í mikilli fátækt, átti Fríða þangað ótaldar ferðir og ekki tómhent. Þannig var hún gagnvart öllum sem hún komst í snertingu við. Hún naut ástúðar og umhyggju dætra sinna og fjölskyldna þeirra. Lengst af bjó hún með Eddu, dótt- ur sinni, á gamla heimilinu á Njálsgötunni og þótti henni gott að geta verið heima. Edda sýndi henni mikla umhyggju, en að lok- um hafði henni hnignað svo að hún varð að vera á spítala síðasta áfangann. Minning góðra manna slær bjarma á vegu okkar ófarna og eflir trúna á guð og lífið því þar sem góðir menn fara eru guðs veg- ir. Þessi fátæklegu orð til frænku minnar eru hinsta kveðja mín til hennar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ég sendi dætrum Fríðu, tengda- syni og barnabörnum, innilegar samúðarkveðjur. Elín G. Gísladóttir + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför AXELS KONRÁDSSONAR frá Bæ. Vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Smyrlahrauni 25, Hafnarfirói. Sérstakar þakkir til starfsmannafélags ÍAV og íslenskra aöalverk- taka, Keflavíkurflugvelli. Þakkarkort veröa ekki send, andviröi þeirra veröur látiö renna til líknarmála. Guórún Sigurmannsdóttir, Hafdía Sigurmannsdóttir, Stefán Rafn, Myral Williams, börn og barnabörn. DANSKUR l_l NGAPHON E Á Áður: 3.160 Nú: Kr. 1.960 Viö léttum undir meö nemum á öllum aldri og bjóðum hin árangursríku Lingaphone-námskeið í dönsku á stórlækkuðu kynningarverði. Lingaphone er fullkominn málakennari fyrir fólk á öllum aldri og ómetanlegur stuðningur við þá fjölmörgu grunnskólanemendur sem þreyta sam- ræmt próf í vor einmitt með aðstoð segulbands. Kr. 1.960 fyrir danskt/íslenskt námskeið með íslenskum skýringartexta, dansk/íslenska orðabók, 4 snældur og aðra nauðsynlega fylgihluti. LINGAPHONE ER LEIÐIN TIL LÉTTARA NÁMS Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.