Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 27 Bitov og ýmsir félaga hans vonuðu að slakað yrði á klónni er Juri Andropov (efst í miðju) tók við stjórnvelinum af Leonid Breshnev (neðst til hægri). urlöndum kallað „KGB Gazette", en Bitov þrætir fyrir sannleiks- gildi þess. „Ég var undrandi að heyra það. Reyndar vorum við með harðlínumann við stjórnvöl- inn, svo harðan karl að það þurfti ekki KGB til að birta skrif sem gagnrýndu Vesturlönd. Mér fannst gott að vinna þar, blaðið var það besta í Sovétríkjunum og það var vegna þess að efni þess var nógu gott til að vekja athygli. Að bendla KGB við þetta blað er ein af mörgum vísbendingum þess að Vesturlandabúar eru margir hverjir með KGB einum of á heil- anum. Ég hef orðið var við sams konar hugarfar í Sovétríkjunum, þar eru ótrúlega margir með CIA á heilanum og kenna þeirri stofn- un um allt sem illt getur talist. Ég er ekki að mæla KGB bót, málið er einfaldlega að blaðinu var talið fullvel stjórnað af ritstjóranum Alexandr Chakovski, sem hafði gaman af að kalla sjálfan sig „há- karl sósíalismans". Ritstjórnar- fundir voru mjög opnir ef svo mætti segja, þrátt fyrir hættuna á því að einhver hlustaði og til- kynnti um óæskilegan þankagang, menn sögðu meiningu sína og lögðu út frá henni og ritstjórinn mat það þó harður væri og oft óbilgjarn," eru orð Bitovs. Hann var á toppinum í sovéska blaða- heiminum, blaðamenn Literary Gazette fengu meira að segja að fletta Sunday Times og Playboy. Að vísu næstir á eftir ritskoðun- inni. Horft til baka Nú, þegar Bitov er kominn til Vesturlanda fyrir fullt og allt, þykir honum athyglisvert og lær- dómsríkt að horfa yfir farinn veg. „Ég var einfeldningur er ég lauk háskólanámi mínu og hélt ég væri á einhvers konar þróunarbraut. Því var ég eins og fiskur á þurru landi er mér var sparkað af ung- liðablaðinu. Ég sé núna, að ég var lengi að læra, lengi að sjá í gegn- um sovéska kerfið. Ég byrjaði að læra er ég var rekinn frá Koms- omoskaya, því ég vissi að ég var saklaus og hafði ekkert rangt gert af mér. Eg gekk ekki í Kommún- istaflokkinn af hugsjón, heldur af hagkvæmnissjónarmiðum, enginn komst eða kemst neitt áleiðis í Sovétríkjunum nema hann sé í flokknum. En þrátt fyrir mótbyr- inn komst ég áfram og þó mér hafi liðið vel og líkað vinnan, sé ég núna að ég stóð í stað og velgengni mín tafði einungis fyrir því að ég fengi fullt frelsi. En árið 1977 sá ég Berlínarmúrinn í fyrsta skipti. Það augnablik breytti lífi mínu. Það var tekist á inni í mér. Ég sá með eigin augum mótsagnirnar. Fyrir austan múrinn var allt að kafna í öryggisgæslu, enginn mátti gera neitt án eftirlits. Fyrir vestan múrinn var fólk afslappað og lifði sínu lífi. Þegar ég kom heim var ég gagntekinn af þessu og gat ekki um annað talað. Eftir þetta fór ég ekki svo til útlanda að ekki hvarflaði að mér að flýja til Vesturlanda, en ég varaði mig á því að lenda í útistöðum við yfir- völd, þó svo að mér fyndist að mér þrengt æ meira," segir Bitov. í byrjun síðasta árs, fór að fara verulega um Bitov og hann skynj- aði að stundin myndi senn renna upp. Hinir frjálslyndari vinnufé- lagar hans og hann sjálfur vonuð- ust til þess að við leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum, myndi klónni vera slakað, en útkoman varð sannar- lega önnur. Bitov segir: „Það var engu líkara en að einhvern í æðstu stjórn blaðsins hefði brostið allt þor. Ritskoðunin var enn hert til mikilla muna og það litla svigrúm sem við höfðum til að tjá skoðanir á prenti hurfu. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir og særði mig, ég þýddi og kom á framfæri því sem mér þótti mikilvægast i vest- rænum bókmenntum, skilaði við- horfum vestrænna rithöfunda til Sovétmanna. Ég reyndi að gera svo heiðarlega." Ég var aldrei „tekinn á teppið“ og skammaður einu sinni fyrir allt, allt öðrum og óþægilegri aðferðum var beitt. Yf- irboðarar mínir höfðu fremur þann háttinn á að gefa ýmislegt ótvírætt í skyn. Það var kannski sagt við mig í gríni og alvöru: Heyrðu vinur, þú ættir að hætta að eyða tíma í að skrifa um alla þessa vestrænu rithöfunda og fleira í sama dúr mætti nefna. Og hvað svo? Bitov heldur áfram: „Smátt og smátt fannst mér líf mitt snúast æ meira um að feta vandgenginn milliveg milli þess hvað ég mátti rita, vildi rita og átti að rita. Mér fannst oft sem ég væri að fá taugaáfall af spennunni, ég gat ekki þolað þetta til lengdar." Hann getur varla lýst því með orðum hvernig hann gat tekið svo afdrifaríka ákvörðun að flýja iand, hlaupa frá rótum sínum, vinnu og fjölskyldu. Hann segir: Þetta var hræðileg ákvörðun, en ég sé ekki eftir að hafa tekið hana. Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af högum konu minnar og dóttur og ég óska þess heitt að sovésk yfir- völd leyfi þeim að flytja vestur til mín. Ég óttast einnig að flótti minn kunni að koma niður á vinnufélögum mínum, eftirlit með þeim verði enn hert. Mér þykir það slæmt, því þeir voru góðir vin- ir. En ef ég snéri aftur, veit ég vel hver viðbrögð mín yrðu. Ég gæti ekki þolað umhverfið í svo mikið sem einn dag. Ég sný aldrei aft- ur.“ Bitov hefur nú dvalið á Vestur- löndum á fimmta mánuð. Þrátt fyrir það á hann enn erfitt með að aðlagast því tjáningarfrelsi sem þar ríkir. „Það tekur sinn tíma, en gamli ritskoðandinn inni í mér er að deyja." — gg Heimildir: Sunday Telegraph og AP. Hendersson í ferðasögu sinni. Þjóð- minjasafnið stóð fyrir sýningu á ljósmyndum Nikoline Weyvath og Hansínu Björnsdóttur í bókasafninu er það var opnað og sóttu þá sýningu um 400 manns. Gréta Jónsdóttir listakona hélt svo málverkasýningu í safninu í desember sem 200 manns sáu. Gréta er nýflutt hingað frá Reykjavík og býr á bænum Hamri i Hamarsfirði. Stefnt er að því að að minnst ein sýning verði i safninu á ári. Nú, ef við höldum áfram með menningarmálin má geta þess að í vetur var i fyrsta skipti starfandi tónlistarskóli á Djúpavogi. Hann er í tengslum við grunnskólann og sér Eyjólfur Ólafsson um kennslu og alla starfsemi. Kennir hann á flest- öll hljóðfæri og er það mikill fengur að hafa svo fjölhæfann mann. Nem- endur skólans, sem eru 50 talsins, flestir byrjendur, héldu tónleika um miðjan desember og sungu þá einnig kórar skólans, barnakór og blandað- ur kór fullorðinna. Barnaheimili á sumrin í sumar reyndum við í fyrsta skipti að reka barnagæslu og var hún sambland af dagheimili og leikskóla. Fóstrunemi héðan tók þetta að sér og var húsnæði skólans notað undir starfsemina. Aðsókn var ekki mjög mikil en ætlunin er samt sem áður að reyna aftur næsta sumar. Grundvöllurinn ætti að vera fyrir hendi því bara á þessu nýliðna ári fæddust 17 börn á Djúpavogi. LítiIIega hefur verið rætt um að koma á fót barnaheimili, sem starfa mundi allt árið en ekki er það mál komið mikið lengra. Þá hefur einnig verið rætt um að byggja fyrir aldr- aða og þá í tengslum við heislu- gæslustöð til að nýta starfskraftinn. Byrjunarfjárveiting var veitt til að vinna að undirbúningi hennar 1981 og voru þá gerðar teikningar. Síðan hefur allt verið stopp og ekki útlit fyrir að breyting verði þar á 1984. Á Djúpavogi hefur verið góð veðrátta i allt haust og um jólin. Má segja að fyrsti snjórinn sé að koma núna.“ Maöur fær svo mikiö fyrir peninginn á Vetrarútsölunni í Karnabæjarbúðunum aö þ«.\ð er aldeilis ótrúlegt. Maður Jakkaföt t^our tra 3.950 150 15% afsláttur af nýjum jakkafötum Stakir jakkar 1.490 Buxur 690 Peysur frá Joggingbuxur 490 Legghlifar 100 Ullarstretcbuxur Þú hefur ekki efni á því að láta þetta fram hjá þér fara. lí!|j KAftNABÆR 0 '&V=r-- Wmm EBEm GHRÍtl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.