Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Það er kostnaðarsamt átak fyrir fámenna þjóð í stóru og strjálbýlu landi að byggja upp nútíma vegi er tengi saman allar byggðir landsins. Það kostar og ósraáar fjárbsðir að halda þessu veganeti opnu, ekki sízt á vetrum, þegar vetur konungur hleður niður snjó. Fyrri hluti þingbréfs í dag fjallar um vegamál. Síðari hlutinn fjallar um flugstöð á Keflavíkurflugvelli — eða orðaskipti alþýðubandalagsmanna og framsóknarmanna um það fyrirbæri. Vegir og flugstöð: Þormóður Kolbrún- arskáld í þingræðu í vegaáætlun eru vegir flokkaðir í stofnbrautir og þjóðbrautir. Stofn- brautir er taldar 3.766 km, þar af 3.728 km akfærir. Aðeins 707 km af stofnbrautum eru með bundnu slit- lagi. Þjóðbrautir eru taldar 4.665 km, þar af 4.578 km akfærir. Nær ekkert af þjóðbrautum er með bundnu slitlagi eða einvörðungu 48 km. Auk stofnbrauta og þjóðbrauta koma þjóðvegir í þéttbýli, 162 km, þar af 125 km með slitlagi. Vonir standa til að allir þjóðvegir í þéttbýli fái slitlag á næstu árum. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum hefur ríkisstjórnin ákveðið að samdráttur verði ekki í vegaframkvæmdum 1984 og að bundið slitlag spanni 130 lengdarkm í lok ársins í stað 100 km í upphafi þess. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í máli IVlatthíasar Bjarnasonar, samgönguráðherra, er hann mælti fyrir „Vegaáætlun 1983—1986“ í sameinuðu þingi sl. þriðjudag. • Þjóðartekjur og vegagerð Það sem hér á eftir verður rak- ið, varðandi vegamál, er að megin- efni sótt í framsögu Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráðherra, er hann mælti fyrir Vegaáætlun snemma í nýliðinni viku. Alþingi samþykkti vorið 1981 að 2,2% af þjóðarframleiðslu skyldu renna til vegamála 1983, 2,3% 1984 en 2,4% 1985 og síðar. Vega- áætlun, sem lögð var fram á síð- asta þingi, var í samræmi við þessar forsendur, en vegna mikilla verðhækkana umfram verðlags- spár varð heildarfjármagn til vegamála þó einungis 2%. Sam- dráttur þjóðarframleiðslu og þjóð- artekna, sem við blasir, veldur því, að óhjákvæmilegt er að lækka þetta viðmiðunarhlutfall. Er nú miðað við 2,2% 1984 en hlutfall áranna 1985 og 1986 er 2,4% í samræmi við langtímaáætlun. Markaðir tekjustofnar til vega- mála hafa af ýmsum ástæðum, sem hér verða ekki raktar, lækkað verulega. Til að vega á móti þess- ari þróun hefur ríkisstjórnin ákveðið tvær grundvallarbreyt- ingar: 1) Að 50% af heildartekjum rík- issjóðs af benzínsölu skuli að lág- marki renna til vegaframkvæmda skv. vegaáætlun. Til viðbótar benzíngjaldinu komi því aðrar skatttekjur af benzíni unz þessu marki er náð. 2) Gúmmígjald verður fellt niður frá og með árinu 1984, til að minnka álögur á hjólbarða, en ástand þeirra hefur mikil áhrif á öryggi ökumanns og farþega. • Sumar- og vetr- arviðhald Á árunum 1975—1982 er talið að til sumarviðhalds vega hafi runnið frá 59% —74% af metinni þörf. Nú standa tillögur til að auka allveru- lega fjármagn til sumarviðhalds, þannig að í lok þessarar áætlunar verði fjárveitingar komnar í um 83% af þörf. Hefur þá verið tekið tillit til þess að fjármagnsþörf eykst um 15% á ári vegna aukinn- ar umferðar. Þetta réttlætist m.a. af því, að þessi verkþáttur hefur setið á hakanum lengi undanfarið. Vetrarviðhald er mjög breyti- legt, eftir árferði, og hefur legið á bilinu frá 80 m.kr. til 130 m.kr., á verðlagi ársins 1983, undanfarin ár. Þessi kostnaður hefur hækkað jafnframt því sem vegir hafa batnað og kröfur hafa aukizt um tíðari snjóruðning. Orðrétt sagði ráðherra um vetr- arviðhald: „A hinn bóginn er þess að gæta, að miklir fjármunir fara í þessa þjónustu og mætti í því sambandi velta fyrir sér, hvort hún sé of dýru verði keypt; hvort fá mætti betri þjónustu fyrir sama fjármagn. Væri áhugavert Alþýðubanda- lag og Fram- sóknarflokk- ur í hvanntöku að gera tilraunir á þessu sviði, t.d. með því að auka þjónustu við veg- farendur haust og vor meðan yfir- leitt er fremur snjólétt en draga í staðinn úr mokstri á erfiðari leið- um yfir háveturinn, þegar kostn- aður er mestur en umferð í lág- marki." í lokaorðum sínum sagði ráð- herra m.a.: „Það er persónuleg skoðun mín að þrátt fyrir fram- kvæmdir, skv. þessari vegaáætlun, eigi að undirbúa á þessu ári lán- töku til stóraukinna framkvæmda við vegagerð, einkum hvað varðar lagningu slitlags og til að hraða undirbúningi að jarðgangagerð; verkefni valin sem stytta vega- lengdir og lengja notkunartíma vega og færa byggðir saman í fé- lagslega heild ...“ • Hvannarót í björg- um stjórnmála Fyrir kemur að þingmenn slá á léttari nótur, jafvel þegar háal- varleg mál eru á dagskrá. Eitt mesta hitamál sem þingið fjallaði um í liðinni viku var frumvarp um lántöku vegna flugstöðvarbygg- ingar á Keflavíkurflugvelli, sem til stendur að byggja með veru- legri kostnaðarþátttöku Banda- ríkjamanna. Álþýðubandalags- mönnum var mikið niðri fyrir þá málið var rætt og settu á langar tölur, sem mældust í mörgum „hjöllum". Steingrímur Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags, sagði m.a.: „Ef við höfum ekki efni á því að byggja okkar eigin flug- stöðvar, höfum við þá efni á því að byggja flugvelli? Ef við höfum ekki efni á að reka okkar eigin björgunarþyrlur, höfum við þá efni á því að byggja sjúkrahúsin til að taka við því fólki, sem þyrl- urnar flytja?" Að lokinni ræðu Steingríms sté Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks, í ræðustól og sagði: „Fjórði þingmaður Norðurlands eystra flutti hér um margt athygl- isverða ræðu. Hann undirstrikaði að samstarf við aðra væri ávallt á þann veg að þá skorti á um sjálf- 1111*1 111111 111111 111« ótrúlega hagstœtt verd KANARÍEYIAR-TENERIFE EYJA HINS EILÍFA VORS — STÆRST OG FEGURST KANARÍEYJA VIÐ BJÓÐUM KANARÍEYJAFERÐ, SÓLSKINSPARADÍS í SKAMMDEGINU MEÐ NÝJU SNIDI FJÓRÐA VIKAN ÓKEYPIS — HÆGT AD STANSA í LONDON í 2Vi DAG Á HEIMLEIÐ ÁN AUKAKOSTNAÐ- AR OG í MIÐBORGINNI HÓTEL MEÐ BAÐI OG SJÓNVARPI INNIFALID. 10, 17, 24 eða 31 dags ferðir Brottfarardagar: 8., 15., 22. og 29. febr. 2., 9., 16., 23. og 30. mars. 6., 13., 20., og 27. apríl. 4., 11., 18. og 25. maí. Nú getiö þiö fengiö tvær feröir í einni og sömu feröinni á ótrúlega hagstæöu veröi. Notiö hvíldar og skemmtunar i fegurstu sólskinsparadís Kanaríeyja og átt viöburöaríka daga í heimsborginnl London, meö heimsins mesta leiklist- ar- og tónlistarlrfi og hagstæöum verslunum. Einnig allur tímlnn á Kanrí, án Lundúnastopps. AÐRAR FERÐIR OKKAR: Thailand, — Bangkok — baöstrandarbærinn Pattay, brottför 8. febr. og 7. mars. Karnival í Rio. Ævintýraferö til Brasilíu, brottför 2. mars. Hægt er aö velja um um dvöl á glæsilegum fjögurra stjörnu hótelum og íbúöum á stærsta og fjölsóttasta feröamannastaönum á Kanaríeyjum, Pu- erto de la Cruz. Þar eru tugir næturklúbba, diskóteka og hundruö frábærra matstaöa. Sjórinn, sólskiniö og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaö. Hundruö verslana hlaönar tollfrjálsum varnlngl, m.a. myndavélum, hljóm- tækjum, rafelndatækjum og tískufatnaöi frá frægustu fataframleiöendum heimsins. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferöir. Flugferðir—sólarflug Vesturgötu 17. Slmar 10661, 22100 og 15331. Frá Svíþjóð skrifar 24 ára kona, sem vill skrifast á við 22-30 ára karlmenn. Áhugamálin eru mörg: Susanne Nawitzky, Polhemsgatan 29, S-112 30 Stockholm, Sweden. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á lestri, tónlist og fþróttum: Yuko Suzuki, 821 Sugisaki Uchihara-machi, Higashiibaraki-gun, Ibaraki, 319-03 Japan. Japanskur karlmaður, 36 ára, sem áhuga hefur á tungumálum: Naoya Aoyagi, 1293 Jyousui-honmachi, Kodairashi, Tokyo 187, Japan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.