Morgunblaðið - 16.02.1984, Page 21

Morgunblaðið - 16.02.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 21 Afmæli f DAG er sjötugur Jóhannes Guð- jónsson frá Neskaupstað í Norð- firði, skipstjóri og fyrrum útgerð- armaður hér í Reykjavík, Grett- isgötu 77. Kona hans er Ragnheið- ur Maríasdóttir frá ísafjarðar- kaupstað í Skutulsfirði. Hann er að heiman. Bridge: Átta stórmeistarar Þessa dagana er verið að ganga frá meistarastigatöflu bridgespilara. Kemur þar fram að átta bridgespilarar hafa nú náð yfir 500 meistarastigum frá því að skfaning hófst 1976. Þórarinn Sigurþjórsson varð fyrstur fslendinga að ná þessum áfanga en eftirtaldir aðilar hafa nú náð stórmeist- arastigunum: Ásmundur Páls- son, Orn Arnþórsson, Guð- laugur R. Jóhannsson, Jón Baldursson, Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson og Sævar Þorbjörnsson. Athugasemd í umræðum á Alþingi um sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Eimskipa- félaginu, sagði fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, að tilboð hefðu verið opnuð jafnóðum og þau hefðu borist, enda hefðu þau verið send til ráðuneytisins í um- slögum, sem ekki hefðu verið sér- staklega merkt. Þetta er rangt. Á umslag um tilboð Fasteigna- markaðarins var ritað stóru letri að innihaldið væri tilboð í hluta- bréf í eigu ríkissjóðs. Með þökk fyrir birtinguna, f.h. Fasteignamarkaðarins, Jón Guðmundsson Annað tölublað Blika komið út ÚT er komið annað tölublað af Blika, tímariti um fuglalíf á fs- landi. Ritið er gefið út af dýra- fræðideild Náttúrufræðistofnunar íslands í samvinnu við Fugla- verndarfélag íslands og áhuga- menn um fugla. Bliki er fyrsta rit sinnar teg- undar, sem gefið er út hér á Is- landi. Því er ætlað að birta sem fjölbreytilegast efni um íslenzka fugla, bæði fyrir leikmenn og lærða. Áherzla verður lögð á nýtt efni, sem ekki hefur birzt áður á prenti fremur en endur- sagt efni. Meðal efnis í Blika að þessu sinni má nefna greinar um heiðagæsavarpið í Grafarlönd- um eystri, Skúmsvarp í Þjórs- árverum, fuglalíf á Þingvöllum, músvák í Sellöndum, fuglataln- ingu, vepjuvarp í Meðallandi, húsendur vestan Fljótsheiðar i Suður-Þingeyiarsýslu, koll- þernuvarp á Islandi, gráþresti á Húsavík og vatnagleðu á íslandi. Bliki mun koma út óreglulega, en að minnsta kosti eitt hefti á ári. Þeim, sem þess óska, er bent á að hafa samband við útgefend- ur. Þeir fullorðnu sniffa líka Samúel kafar ofan í svokallað atvinnusniff. Um fjögur þúsund manns „sniffa" sér til heilsutjóns vegna vinnu sinnar með leysiefni eins og þynni, lakk og lím. Þessi getur nauðlent upp á eigin spýtur Samúel skoöar stjórnklefa í nýjustu tölvuvæddu þotunni. RúnarJúi rífjar upp gömlu góðu bítlaárin Meira af dönsku milljóna- stúlkunni Jeanette HANN BÍÐUR EFTIR ÞÉR Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAD /omúcl IblackI <1 1 1 1 1 1 1 ABS SQR VAL LEN USR l T0 I 1 THEN T _ 1 i 1 I = J IT LLIST BIN INKEYS Pl r / 1 1 =1 1 1 > I 1 1 1 SYMBOL SHIFT 1 1 J A SINCLAIR SPECTRUM 48K. VERÐAÐEINS KR. 6.450- Nú bjóöum viö Sinclair Spectrum 48K tölvuna á stórlækkuðu veröi. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin: Hún hefur 48K minni, allar nauösynlegar skipanir fyrir Basic, fjölda leikja-, kennslu- og viðskiptaforrita, tengimöguleika viö prentara og aðrar tölvur, grafiska útfærslu talna og er í lit. Viö erum sveigjanlegir í samningum. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI8- 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.