Morgunblaðið - 16.02.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984
27
Umræðan og tillagan um íslandssögukennslu:
„Kveikjan hjá Morgunblaðinuu
— sagði Hjörleifur Guttormsson
Fyrstu umræöu um tillögu til þingsályktunar um kcnnslu í
íslandssögu, sem Eiður Guðnason o.fl. flytja, var fram haldið
í Sameinuðu þingi í fyrradag en lauk ekki. í framhaldsum-
ræðunni töluðu tveir þingmenn kvennalista og einn þingmað-
ur Alþýöubandlags.
Sigríður Dúna Hjörleifur Guórún
SIGRÍÐUR DÚNA KRIST
MUNDSDÓTTIR (Kvl.) andmælti
staðhæfingum Eiðs Guðnasonar
um íslandssögu sem samsögu
kvenna og karla og að ekki væri til
neitt sem héti kvennamenning eða
kvennasaga. „Konur og karlar eru
ekki eins,“ sagði þingmaðurinn,
„ekki aðeins líkamlega, heldur
einnig menningarlega. Frá alda
öðli hafa konur haft með. höndum
önnur störf en karlar og frá alda
öðli hafa konur — en ekki karlar
— gengið með börnin, fætt þau í
þennan heim og annazt þau fyrstu
æviárin. Þetta hvort tveggja gerir
það að verkum að lífsreynsla
kvenna og karla er ekki sú sama,
þar er óhjákvæmilega um nokkurn
mun að ræða.“ íslandssagan, eins
og hún væri kennd, þegi um þær
þúsundir kvenna, sem byggt hafi
þetta land í 1100 ár.
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
(Abl.) flutti langt mál og sagði
m.a. augljóst að flutningur þessar-
ar tillögu væri „sprottinn af þeirri
umræðu, sem Morgunblaðið
hleypti af stað fyrir tilverknað
blaðamannsins Guðmundar
Magnússonar þann 13. nóv. sl. og
sem hefur orðið kveikja að meiri
blaðaskrifum um þetta efni á þeim
tíma sem síðan væri liðinn en ég
man eftir að hafa séð um íslands-
sögumálefni og raunar um mál-
efni skólanna almennt."
Hjörleifur dró í efa gildi þeirrar
skoðanakönnunar um fslands-
söguþekkingu, sem til væri vitnað.
Hann vitnaði einnig í leiðaraskrif
Þingmenn halda áfram að spyrja
ráðherra spjörunum úr:
• SALOME ÞORKELSDÓTTIR
(S) spyr dómsmálaráðherra: 1)
Hvernig er háttað rannsókn um-
ferðarslysa hér á landi? 2) Er
fyrirhugað að skipa sérstaka um-
ferðarslysanefnd sem hafi það
hlutverk að rannsaka afleiðingar
Mbl., sem þingmaðurinn fann sitt
hvað til forráttu, og ennfremur í
grein Wolfgangs Edelstein í sama
blaði, sem hann taldi hrekja leið-
araskrifin. í lok ræðu sinnar sagði
umferðarslysa, sbr. 84. gr. umferð-
arlaga?
• GUÐRÚN AGN ARSDÓTTIR
(Kvl.) spyr heilbrigðisráðherra:
Hverjar eru aðstæður hér á landi
til að veita athvarf og heilbrigðis-
þjónustu þeim börnum og ungling-
um sem eru illa haldin andlega og
líkamlega um styttri eða lengri
tíma vegna fíkniefnaneyzlu?
• FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON (S)
spyr menntamálaráðherra: Hvað
hefur verið gert til að framfylgja
þingsályktun frá 22. marz 1979 um
verndun og könnun lífríkis Breiða-
fjarðar?
• KARL STEINAR GUÐNASON
(A) spyr menntamálaráðherra: 1)
Hvað líður athugun á því að
Námsgagnastofnun fái til dreif-
ingar í skóla myndefni sem sjón-
varpið hefur framleitt á liðnum
árum og telst gagnlegt til notkun-
ar í skólum? 2) Hvað kemur í veg
fyrir að Námsgagnastofnun geti
fengið slíkt efni til birtingar? 3)
Hver er stefna menntamálaráð-
herra að því er varðar notkun
þessara mikilvægu og sterku fjöl-
miðla í skólakerfinu? 4) Hver er
Hjörleifur efnislega að skrif Mbl.
hafi gengið fram með þeim hætti
„að sízt er til þess fallið að tekið
verði á þessum málum þannig að
til heilla horfi".
stefna menntamálaráðherra varð-
andi þátttöku íslands í samvinnu
skólasjónvarpsdeilda sjónvarpa á
Norðurlöndum?
• KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
(Kvl.) spyr dómsmálaráðherra: 1)
Hversu oft hefur verið kært fyrir
nauðgun síðan Rannsóknarlög-
regla ríkisins var sett á stofn árið
1977? 2) Hve margar kærur hafa
leitt til ákæru? 3) Hve mörgum
málum hefur lokið með sátt og hve
háar upphæðir er um að ræða í
hverju tilviki? 4) Hve margar
kærur hafa verið felldar niður
vegna skorts á sönnunum? 5) Hve
margar ákærur hafa leitt til dóms
og hver hefur refsing orðið í
hverju tilviki?
• EIÐUR GUÐNASON (A) spyr
menntamálaráðherra: Hvað líður
framkvæmd þingsályktunar frá 3.
maí 1982 um aðgang almennings
að íslenzku sjónvarpsefni á
myndsnældum?
• GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR
(Kvl.) spyr heilbrigðisráðherra:
Hverjar eru aðstæður í heilbrigð-
iskerfi til að sinna geðrænum
vandamálum barna og unglinga?
Ráðherrar spurðir spjörunum úr
Stuttar þingfréttir:
Fimm frumvörp til skattalagabreytinga
Fjögur frumvörp til breytinga á
lögum um tekju- og eignaskatt
vóru á dagskrá þingdeilda í gær og
eitt að auki um skattfrádrátt vegna
fjárfestingar í atvinnuskyni, sem
miðar að því að sparnaður sem
settur er í áhætturekstur njóti
hliðstæðra skattréttinda og annar
sparnaður. Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra, svaraði fyrir-
spurnum frá Guðrúnu Helgadóttur
(Abl.) um fyrirframgreiðslur ör-
yrkja og ellilífeyrisþega og birt-
ingu skattskrár efnislega á þessa
leið:
• Ekki er hægt að ákveða lækk-
un fyrirframgreiðslna fyrr en
framtöl liggja fyrir. Á grund-
velli reglugerðar 798/1983 er
heimilt að lækka slíkar greiðslur
ef rauntekjur hafa lækkað milli
ára um 25%, eða aðrar aðstæður
breytzt sem réttlæti lækkunina.
Umsóknareyðublöð um slíka
lækkun liggja fyrir hjá skatt-
stjórum og ber að skila umsókn-
um með framtölum.
• Samhliða mun ég láta kanna,
hvort ástæður eru til að breyta
reglugerð í þá veru að lækka
fyrirframgreiðslur elli- og ör-
orkulífeyrisþega.
• Ráðherra sagðist og hlynntur
þeim hugmyndum sem fram
hefðu verið settar um birtingu
álagðra skatta og síðar endan-
legra skatta.
Vörumerki — einkaleyfi
— áfrýjunarnefnd
Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp um breytingu á lög-
um nr. 47/1968 um vörumerki.
Lagt er til að felld verði niður
heimild til að áfrýja til iðnaðar-
ráðherra ágreiningsmálum er
varða skráningu vörumerkja.
Þess í stað verði lögfest máls-
meðferð með skipun sérstakrar
áfrýjunarnefndar til að úr-
skurða í málum sem þessum.
Frumvarpið er flutt samhliða
frumvarpi til laga um breytingu
á einkaleyfalögum um sama
efni. Lagt er til að ein nefnd úr-
skurði í ágreiningsmálum í báð-
um þessum málaflokkum og að
heiti nefndarinnar verði í sam-
ræmi við það: áfrýjunarnefnd í
vörumerkja- og einkaleyfamál-
um.
Vanræksla í bflbelta-
notkun — sektarákvæði
KARL STEINAR GUÐNASON
(A) o.fl. þingmenn úr öllum þing-
flokkum hafa lagt fram frum-
varp til breytinga á umferðar-
lögum, sem kveður svo á að 2.
málsgein 6. greinar umferðar-
laga falli niður. í greinargerð
með frumvarpinu segir að 165
farþegar og ökumenn hafi látið
lífið í bifreiðaslysum á árabilinu
1972—’83. í skyrslum um þessi
slys hafi komið í ljós að líkur
bendi til að notkun bílbeita hefði
getað forðað 104 (af 165) þessara
manna frá dauða. Fullreynt sé
að ekki sé hægt með áróðri eða
fræðslu að auka bílbeltanotkun
frá því sem nú er (27% öku-
manna). Reynsla annarra þjóða,
s.s. Breta, sýni, að bílbeltanotk-
un hafi aukizt verulega með
sektarákvæðum. Banaslysum
farþega í framsæti hafi fækkað í
kjölfarið úr rúmlega 2.200 í 1.500
á einu ári, eða um þriðjung.
Tímabært sé að færa sér þessa
reynslu í nyt.
Orkubú Suðurnesja
SVERRIR HERMANNSSON,
iðnaðarráðherra, kvaðst myndu
leggja fyrir þetta þing frumvarp
til laga um Orkubú Suðurnesja
eða frumvarp til breytinga á lög-
um til Hitaveitu Suðurnesja á
þann veg að hún fái að breyttum
lögum hlutverk orkuveitu.
Frumvarp um kirkjusóknir
Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp um kirkjusóknir,
safnaðarfundi, sóknarnefndir,
héraðsfundi o.fl., sem er að meg-
instofni samið af kirkjulaga-
nefnd. Frumvarpið er kaflaskipt:
1) Umdæmisskipting þjóðkirkju,
2) Kirkjusóknir og skipan þeirra,
3) Sóknarmenn og réttur þeirra
til kirkjulegrar þjónustu, 4)
Safnaðarfundir, 5) Sóknarnefnd-
ir, skipun, störf og starfshættir,
6) Starfsmenn kirkjusókna, 7)
Héraðsnefndir og héraðsfundir,
8) Stjórnvaldsreglur.
Lausaskuldum bænda
breytt í föst lán
Fram hefur verið lagt frum-
varp um nýjan flokk banka-
vaxtabréfa hjá veðdeild
Búnaðarbanka íslands, sem ein-
göngu verði notuð til að breyta
lausaskuldum bænda í föst lán.
Athuganir hafa leitt í ljós að
milli 200 og 300 bændur hafa
ríkulega þörf fyrir slíka skulda-
breytingu. Þegar hafa borizt um-
sóknir um 150 m.kr. lán og víst
er talið að ekki séu öll kurl kom-
in til grafar.
Bifreiðir -
þinglýsingarreglur
Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp um breytingu á
þinglýsingarlögum. Frumvarpið
kveður m.a. á um að skjal er
varðar skráða bifreið og móttek-
ið sé til þinglýsingar skuli
kunngera bifreiðaeftirliti og
verði þess getið í ökutækjaskrá.
Þá felur frumvarpið í sér að
þinglýsing skuli framvegis fara
eftir reglum 7. kafla um þinglýs-
ingu á almennu lausafé en ekki
vera umdæmaskipt.
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR
(Kvl.) vék einnig að orðum Eiðs
Guðnasonar, sem hún sagði þýða
að ekki væri til nein sérstök
kvennamenning, bara menning,
ekki nein sérstök kvennasaga,
bara mannkynssaga. Hún sagði
konur ekki hafa verið gerendur
eða skrifendur sögu sinnar en
fyrst og fremst þolendur hennar.
Þegar farið er segja frá athöfnum
manna og rás sögunnar séu það
ekki konur, heldur karlar, sem
segi frá. Á sama hátt sé sagan
metin út frá karlasjónarmiði.
Guðrún vitnaði til könnunar á
sænskum þingræðum. Þar hefðu
orðin barn, konur, foreldrar og
menntun komið oftar fyrir í ræð-
um þingkvenna er þingkarla. Öðru
máli hafi verið að gegna um
fyrstupersónufornafnið ég, orðið
framleiðsla, orðið fyrirtæki. Þar
hefðu karlar haft vinninginn. Nú
eru breyttir tíma, sagði þingmað-
urinn, konur vilja ekki lengur
verða meðsekar um áhrifaleysi
sitt.
Umræðunni lauk ekki.
Meöum
við eldd
freista
þínmeð
leik-
- Þú gætir svo
sem litið inn
á Broadway
líka!
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu télagi
Við fljúgum þérsuður