Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 5 Útlaginn gerir víðreist — Verður sýndur í franska sjónvarpinu í vor Kaffisala Dómkirkju- kvenna á Hótel Loft- leiðum Á MORGUN, sunnudaginn 11. mars, verður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með kaffisölu í Vík- ingasal Hótel Luftleiða. Hefst hún kl. 15, að lokinni síðdegismessu í Dómkirkjunni. Þar prédikar Ævar R. Kvaran leikari, Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur einsöng og sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. — Strætisvagn fer frá kirkjunni suður að Loftleiðum strax að messu lokinni og í bæinn aftur kl. 6.15. til að nýtt orgel komi í kirkjuna á næsta ári, á Dach-ári og 200 ára afmæli biskupsstóls í Reykjavík. Um leið og ég þakka kirkju- nefndarkonum framtak þeirra og starf, vildi ég mega vænta þess, að unnendur Dómkirkjunnar mæti vel í messurnar og kaffisöluna á morgun. Þórir Stephensen. „ÚTLAGINN" hefur verið seldur til ýmissa landa að undanförnu. Ýmist til sýninga í sjónvarpi eða til almennrar dreifingar. Söluverð hefur verið mjög misjafnt eftir löndum. Að sögn Ágústs Guðmundsson- ar, leikstjóra „Útlagans", tekur langan tíma að selja kvikmyndir og kostar mikla fyrirhöfn. Mynd- in hefur þegar verið seld til Nor- egs, Svíþjóðar, alira þýskumæl- andi svæða, til Bretlands, Ástr- alíu og Nýja Sjálands og nú síð- ast til Frakklands. „Útlaginn" hefur verið sýndur á kvikmyndahátíðum víða um heim, svo sem í Berlín, Cannes, London á kvikmyndahátíðinni Filmex 82, á ftalíu, í Seattle og Denver í Bandaríkjunum. Mynd- in var einnig sýnd í Tékkóslóv- akíu, þar sem reynt var að selja hana til austantjaldslandanna en það tókst ekki. Ágúst sagði að samkeppnin á kvikmyndamark- aðinum væri hörð og ekki á hvers manns færi að selja. Umboðs- maður mynda þarf að þekkja fólk, þekkja markaðinn og vita hvaða verð er hægt að fara fram á. Ágúst kvaðst persónulega fremur vilja fá erlenda um- boðsmenn til að selja sínar myndir, taldi það árangursrík- ara. Hann sagðist hafa rekið sig fljótlega á að ekki þýddi að senda myndir til sýninga á kvikmynda- hátíðum nema að hafa einhvern til að annast sölumálin. Að öðr- um kosti mætti næstum ganga að því vísu að árangurinn yrði rýr. Kaffisala Dómkirkjukvenna hefur verið fastur liður í starfi þeirra um áratuga skeið. Þær hafa átt því láni að fagna að fá góða aðsókn þess fólks, sem vill stuðla að starfi þeirra. Ágóðinn rennur allur til hins kirkjulega starfs. Óþarft mun að rifja hér upp enn einu sinni, hve mikið og fórnfúst starf konurnar inna af hendi fyrir kirkjuna sína. Þær hafa með ein- hverjum hætti stutt flest það, sem fyrir Dómkirkjuna hefur verið gert, nú í meira en hálfa öld. Jafn- framt er ýmsum líknarmálum lagt gott lið á ári hverju og öðru, sem þeim tengist. í dag er ekki síst unnið að því að efla Orgelsjóð Dómkirkjunnar, en vonir standa Simon Vaughan Páll Pampichler Páls- Mannabreyting- ar í La Traviata og Rakaranum í Sevilla SÚ BREYTING er orðin á sýning- um á óperunni La Traviata eftir Verdi og Rakaranum í Sevilla eftir Rossini, að Páll P. Pálsson hefur tekið við hljómsveitarstjórn af Marc Tardue og í La Traviata hefur Simon Vaughan tekið við hlutverki Grenvilles læknis af Kristni Halls- syni. Páll Pampichler Pálsson fædd- ist í Graz í Áusturríki og nam við tónlistarskólann þar hljóðfæra- leik og tónsmíðar, en síðar hljómsveitarstjórn og hélt 1959 til Hamborgar til frekara náms í henni. Hann hefur stjórnað Lúðra- sveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og síðan 1971 verið fastur stjórnandi við Sinfóníu- hljómsveit íslands. Á árinu 1982, stjórnaði hann 27 sýningum á Sígaunabaróninum hjá Islensku óperunni. Simon Vaughan fæddist í Lundúnum árið 1948. Hann hóf störf sín við Bresku þjóðaróper- una og hlaut eftir fjögurra ára söngferill þar Richard Tauber- verðlaunin, sem hann varði til tveggja ára söngnáms í Vínar- borg. Simon hefur jöfnum hönd- um lagt stund á ljóðasöng og óperu- og óratoríusöng, bæði á Bretlandi, þar sem hann býr, og annars staðar. Simon Vaughan hefur haldið fjölmarga tónleika á íslandi, oft í félagi við konu sína, Sigrlði Ellu Magnúsdóttur. Fílsterkur framrtíóarbíll! Uno þessi galvaniseraöi meö 6 ára ryövarnarábyrgö Ekki sœtta þig vid annaö en þaö besta. í F1A.T UNO íinnur þú flesta þá kosti sem góöan bíl mega prýöa. Kostirnir em raunar svo margir að þeim verða ekki gerö nein tœmandi skil í stuttu máli en hér veröa taldir nokkrir þeir helstu: HVERGI BETRIKJÖR Rými Gottpláss íyrir ökumann og íarþega, jaínvel betra en gerist í stœni og miklu dýrari bílum. 4.3 lítrar/lOO km. Aksturseiginleikar, UNO er írábœr í akstri, íisléttur í stýri, viðbragðsíljótur, kraítmikill og í óíœrö- inni heíur hann staöiö sig írábœrlega vel, svo vel aö viö höíum geíið honum naíniö SKAFLAKLJÚFURINN. FLAT UNO er sérstaklega sparneytinn, og má neína að í sparaksturspróíi sem íram íór á Ítalíu á s.l. sumri var meðal- eyösla hjá UNO ES 3.9 lítrar á hundraði. Á 90 km. meöalhraöa eyöir UNO ES 4.3 lítrum og UNO 45 Super 5 lítmm á hundraði. 1929 Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.