Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Guðmundur Val- geir Sigurðsson Borgamesi Fæddur 30. desember 1912. Dáinn 3. mars 1984. í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðmundur V. Sigurðsson, heið- ursfélagi og fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Við fráfall Guðmundar koma upp í huga minn ótal minningar frá áratuga ánægjulegu samstarfi okkar að félagsmálum. Mér er ríkt í minni er ég sem unglingur, árið 1960, fylgdist með stjórnarkjöri í Verkalýðsfélagi Borgarness. Fé- lagsmenn gátu þá valið um tvo lista, en það hafði oft gerst áður, því að um árabil hafði óeining ver- ið ríkjandi og pólitískir flokka- drættir drógu úr starfsmætti. Formannsefni á þeim lista, sem boðinn var fram gegn þáverandi stjórn var Guðmundur V. Sigurðs- son, bifreiðastjóri. Hann var __formaður í bílstjóradeild félagsins árið 1958, en hafði fram að því lítið tekið þátt í starfi félagsins. Þegar úrslit í stjórnarkjörinu lágu fyrir kom í ljós að listi Guðmund- ar hafði sigrað með fjögurra at- kvæða mun. Ég minnist þess, að Guðmundur sagði mér frá því, þegar fráfar- andi formaður kom með eignir fé- lagsins á heimili hans, en þær voru skápur, kjörkassi og nokkrar krónur í sjóði. Félagið hafði ekki fastan samastað og voru stjórn- arfundir oftast haldnir heima hjá formanni og þangað leitaði fólk ef það átti erindi við Verkalýðsfélag- ið. Guðmundur V. Sigurðsson og félagar hans gerðu sér strax ljóst að friður yrði að ríkja innan fé- lagsins ef það ætti að geta orðið öflugur málsvari alþýðu manna. Andstæðingar stjórnarinnar reyndu að gera henni erfitt fyrir, og fundir voru hávaðasamir. Það var því ekki auðvelt verk að gegna formennsku í Verkalýðsfélagi Borgarness á þessum árum, en Guðmundur sýndi mikla þolin- mæði og lagni, sem leiddi til þess að eftir þrjú eða fjögur ár tókst að koma á einingu innan félagsins. Nýr tími öflugs félagsstarfs rann í garð. Að sjálfsögðu voru kjara- og at- vinnumál aðal viðfangsefnið, en Guðmundur lagði áherslu á fjöl- breytt félagsstarf. Hann hvatti mjög til þess að haldnar væru árshátíðir á vegum félagsins og var hrókur alls fagnaðar á þeim samkomum. Þá beitti Guðmundur sér fyrir skemmtiferðum að sumarlagi. Ferðalögin voru ánægjulegur þáttur í félagsstarf- inu, sem margir minnast með þakklæti. Guðmundur átti gott myndasafn úr ferðum þessum, svo og öðrum sem hann fór. Hann kunni vel að meta fegurð landsins og bjó yfir fróðleik um hina ýmsu staði, sem komið var til. Árið 1964 var tekið á leigu hús- næði undir starfsemi Verkalýðsfé- lagsins. Árið 1972 tókst svo að koma á samvinnu milli stéttarfé- laganna í Borgarnesi um kaup á húsnæði, sem síðan hefur verið að- setur félaganna. Guðmundur lagði sig fram um að af þessu samstarfi yrði. Þar var stigið mikið heilla- spor. Jafnhliða formennsku í Verka- lýðsfélagi Borgarness hlóðust á Guðmund fjölmörg trúnaðarstörf. Hann tók þátt í stofnun Lífeyr- issjóðs Vesturlands og átti sæti í stjórn sjóðsins frá 1970 til 1976, og í stjórn sjúkra- og orlofssjóðs Verkalýðsfélags Borgarness frá stofnun sjóðanna til dauðadags. Fulltrúi á þingum ASÍ frá 1960 til 1976 og fulltrúi á þingum VMSÍ meðan hann var formaður. Þá var Guðmundur varamaður í sam- bandsstjórn ASÍ. f trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfélags Borg- arness átti hann sæti til aðalfund- ar 1983. Guðmundur átti sæti í hreppsnefnd Borgarneshrepps frá 1966—1970. Þar lét hann atvinnu- mál sig miklu varða og var á þess- — Minning um árum í atvinnumálanefnd, sem starfaði á Vesturlandi. Guðmundur gegndi formennsku í Verkalýðsfélagi Borgarness til ársins 1973, en þá gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var farsæll formaður, sem naut þakk- lætis og virðingar að starfi loknu. Á 50 ára afmæli félagsins 1981 var Guðmundur einróma kjörinn heið- ursfélagi þess. Árið 1944 gerðist Guðmundur starfsmaður Kaupfélags Borgfirð- inga, sem bifreiðastjóri. Það starf stundaði hann lengst af til ársloka 1982. Félagsmálastörf Guðmundar voru því öll unnin í frístundum, án þess að greiðsla kæmi fyrir. Oft varð því vinnudagurinn langur. Hann varði ómældum tíma í þágu félagsins en aldrei heyrði ég hann kvarta yfir því. Það var lærdómsríkt að vinna með Guðmundi að félagsmálum. Hann lagði jafnan áherslu á að leysa mál með sátt, en ef það tókst ekki var Guðmundur fastur fyrir og gekk ótrauður til baráttu. Hann hvatti ungt fólk til starfa í félaginu. Þegar ég hóf störf í stjórn Verkalýðsfélags Borgarness ungur að árum mætti ég sérstakri velvild og hjálpsemi hjá Guð- mundi. Til hans var ávallt gott að leita ef vanda bar að höndum. Mér er nú efst í huga þakklæti fyrir góð ráð og vinsemd, sem Guðmundur sýndi mér í öllu okkar samstarfi fyrr og síðar. Á heimili Guðmundar var ánægjulegt að koma. Þar ríkti jafnan glaðværð og gott viðmót. Það eru margar góðar minningar frá þessum árum. Kona Guðmundar var Ingvarína Einarsdóttir. Hún varð bráðkvödd 20. nóvember 1972. Það varð Guð- mundi þungt áfall, en hann var þá staddur á þingi ASÍ í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru: Erla Guðrún, búsett í Danmökru, Þor- geir og Eydís, búsett í Borgarnesi. Á kveðjustund þakkar Verka- lýðsfélag Borgarness Guðmundi V. Sigurðssyni ómetanleg störf í þágu félagsins, og við sem unnum með honum söknum góðs vinar og félaga. Verkalýðsfélag Borgarness hef- ur nú misst einn sinn besta liðs- mann, en áhrifa starfa hans í fé- laginu mun lengi gæta. Ég votta ástvinum Guðmundar innilega samúð. Jón Agnar Eggertsson. Guðmundur Valgeir var fæddur að Smiðjuhólsveggjum í Álfta- neshreppi. Foreldrar hans voru Sigurður Ótúelsson og kona hans, Erlendína Erlendsdóttir, bændur lengst að Leirulækjarseli. Foreldrar Sigurðar voru Otúel Guðnason og kona hans Þuríður Sigurðardóttir. Foreldrar Erlendínu voru Er- lendur Erlendsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Guðmundur var afkomandi bænda á Mýrum vestur og alinn upp við hin kröppu kjör á öðrum áratug þessarar aldar. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt eftirlifandi bræðrum sínum, Sól- mundi, sem fæddur var 1899 og Gunnari, sem var fæddur 1915. Foreldrar Guðmundar urðu fyrir þeirri miklu raun að missa þrjú börn á einni viku úr barna- veiki árið 1911. Árið 1903 misstu þau ungan dreng, Guðmund að nafni. Svo grimm voru örlögin þessu góða fólki. Guðmundur vann við landbún- aðarstörf hjá foreldrum sínum og öðrum bændum í sinni heimasveit fram yfir tvítugsaldur. Sjóróðrar á árabátum voru árvisst starf á hverju vori og var fiskað á hand- færi. Fuglatekja var og stunduð á þessum árum. Guðmundur varð ungur góður veiðimaður, og stund- aði ýmsar veiðar í tómstundum sínum um dagana. Guðmundur fór á nokkrar ver- tíðir á Vatnsleysuströnd og í Grindavík. Það var helsti bjarg- ræðisvegur dugandi bændasona á gömlu kreppuárunum. Guðmund- ur var einn námstímabil í skólan- um í Haukadal, og talaði um skólastjórann, Sigurð Greipsson, af mikilli virðingu og hlýhug. Á árunum 1940—1944 var Guð- mundur í Reykjavík, hafði eignast vörubifreið og vann við akstur hjá herliðinu. Árið 1944 fluttist Guðmundur til Borgarness. Hóf hann þá störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við bifreiðastjórn og stundaði þá vinnu til ársloka 1982. 25. nóvember 1944 kvæntist Guðmundur Ingvarínu Einars- dóttur, mikilli ágætis konu. Hún var Grindvíkingur, fædd 15. sept- ember 1917. Þau hjón byggðu sér hús í Borgarnesi, sem þau stækk- uðu síðar og endurbættu. Börn þeirra hjóna eru: Erla, fædd 1945, gift Boye Pedersen, þau eiga tvö börn og búa í Danmörku; Þorgeir, fæddur 1949, kvæntur Rebekku Benjamínsdóttur, þau eiga fjögur börn og búa í Borgar- nesi; Eydís, fædd 1951, gift Þor- steini Benjamínssyni, þau eiga tvö börn og búa í Borgarnesi. 20. nóvember 1972 missti Guð- mundur eiginkonu sína. Það varð honum mikil áfall. Fráfall hennar kom svo óvænt og snöggt. Guð- mundur fór til Reykjavíkur þenn- an morgun til að sitja þing ASÍ. Inga varð bráðkvödd á heimili þeirra þann dag. Guðmundur V. Sigurðsson var ágætur félagshyggjumaður og drengur góður, mikill félagi og vinur. Þrátt fyrir langan vinnudag við mjög erfið störf, tók hann að sér, fyrir beiðni félaga sinna, for- mennsku í Verkalýðsfélagi Borgarness. f 13 ár, 1960—1973, var hann formaður félagsins. Hann var mjög farsæll í því starfi og hafði traust félagsmanna. Guðmundur var kosinn í sveit- arstjórn 1966, sat í fjögur ár í hreppsnefnd Borgarness. Guð- mundur var fulltrúi síns félags á mörgum þingum Alþýðusam- bandsins og Verkamannasam- bandsins. Hann var í fyrstu stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands og í trúnaðarmannaráði Verkalýðsfé- lagsins til dauðadags. Guðmundur var virkur félagi í Alþýðubandalaginu og sat marga flokksráðs- og landsfundi. Guðmundur ferðaðist allmikið. Hann kom á skemmtiferðum í Verkalýðsfélaginu. Var farið á hverju sumri, oftast í þriggja daga ferðir. Voru félagsmenn mjög þakklátir að fá þar tækifæri til að njóta landsins okkar. 1962 fór Guðmundur við þriðja mann á 1. maí hátíðarhöldin í Moskvu, og þaðan í skoðunarferð suður til Svartahafs. Var það mik- ið ævintýri. Eftir að hann varð ekkjumaður fór hann margar utanlandsferðir og naut þess að skoða fjarlæg lönd. Guðmundur tók góðar myndir á ferðalögum sínum. Nutu margir þess að skoða þær og hlýða á skemmtilegar frásagnir hans. Nú þegar leiðir skilja um sinn, kveð ég góðan vin og félaga með miklu þakklæti og virðingu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Fjölskyldan á Borgarbraut 43 sendir börnum, bræðrum og fjöl- skyidum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Sigurður B. Guóbrandsson Laugardaginn 3. þ.m. lést Guð- mundur V. Sigurðsson, fyrrum formaður Verkalýðsfélags Borg- arness, liðlega 71 árs að aldri. Guðmundur var fæddur að Smiðjuhólsveggjum á Mýrum þann 30. desember 1912 og voru foreldrar hans hjónin Erlendína Erlendsdóttir og Sigurður Otúels- son, en þau bjuggu lengst af í Leirulækjarseli á Mýrum. Guðmundur mun hafa stundað öll algeng störf framan af ævi, en 1944 var hann kominn til Borgar- ness og starfaði eftir það nær ein- vörðungu hjá Kaupfélagi Borg- firðinga og lengst af sem bílstjóri. Guðmundur kvæntist árið 1944 Ingvarínu Einarsdóttur, hinni ágætustu konu, Ingvarína lést 20. nóvember 1972 langt fyrir aldur fram. Var fráfall hennar Guð- mundi mikið áfall. Þau hjónin eignuðust 3 börn sem upp komust. Erlu Guðrúnu, fædda 1945, en hún er búsett í Danmörku og gift þarlendum manni, Þorgeir, fæddan 1949 og Eydísi, fædda 1951, en þau eru bæði gift og búsett í Borgarnesi. Þau Guðmundur og Ingvarína bjuggu síðari ár sín í Borgarnesi að Þórólfsgötu 8 og áttu þar mjög hlýlegt og notalegt heimili. Það fór ekki hjá því að á Guð- mund hlæðust trúnaðarstörf, enda maðurinn mjög félagslyndur að eðlisfari. Hann var formaður bíl- stjóradeildar Verkalýðsfélags Borgarness árið 1958 og tveimur árum seinna varð hann formaður verkalýðsfélagsins og var ávallt endurkjörinn meðan hann gaf á því kost eða til 1973; hefur enginn annar gegnt formannsstarfi í fé- laginu svo lengi. Hann var fulltrúi félagsins á þingum Alþýðusam- bands íslands 1960—1976 og á þingum Verkamannasambands ís- lands frá stofnun þess 1964 til 1973. Þá átti hann um skeið sæti í sambandsstjórn ASl sem vara- maður. Guðmundur vann mjög mikið starf við stofnun Lífeyrissjóðs Vesturlands og átti sæti í fyrstu stjórn sjóðsins. í trúnaðarmannaráði verkalýðs- félagsins átti hann sæti frá 1960—1982 og hann gaf ekki kost á því lengur af heilsufarsástæðum. I stjórn sjúkra- og orlofssjóð átti hann sæti frá stofnun sjóðsins til dauðadags. Þá sat hann eitt kjörtímabil, 1966—1970, í hreppsnefnd Borg- arneshrepps fyrir Alþýðubanda- lagið. Af framangreindri upptalningu er ljóst að Guðmundur hefur skil- ið eftir sig verulegan þátt í sögu verkalýðshreyfingarinnar í Borg- arnesi og nafn hans er skráð í sögu Verkalýðsfélags Borgarness með óafmáanlegum hætti. Eins og áður segir var Guð- mundur aö eðlisfari mjög félags- lega sinnaður og hafði flest það til að bera, sem góðan félagsmála- mann má prýða. Hann átti mjög létt með að umgangast fólk, og var laginn að leita heppilegra leiða til lausnar félagslegum vandamálum án þess að missa sjónar á þeim meginmarkmiðum, sem að var stefnt hverju sinni. Hann var ein- lægur verkalýðssinni og sósíalisti að lífsskoðun en laus við alla kreddufestu og einstrengingshátt. f persónulegri viðkynningu var hann einstakt Ijúfmenni og hjálp- fús svo að af bar. Ég held að hann hafi notið þess af heilum hug að rétta vinum sínum og félögum hjálparhönd og gera þeim greiða. M.a. þess vegna var gott að leita til hans með vandamál, hvort heldur það snerti hina daglegu önn, eða um stærri framtíðarverk- efni væri að ræða. Hann var einn þeirra manna sem hver maður verður ríkari af að kynnast og eiga að vini. Ég átti þess nokkrum sinnum kost að njóta gistivináttu og gest- risni hans og þeirra hjóna. Frá þeim stundum eigum við hjónin ómetanlegar minningar. Má ég svo að lokum þessara fáu og fátæklegu orða þakka Guð- mundi Sigurðssyni samfylgdina og samvinnuna. Við hjónin sendum börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðark veðj ur. Þórir Daníelsson Fiskeldis- og hafbeitar- stöðvum fiölgar stöðugt Aðalfundur Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva var haldinn í Reykjavík hinn 25. febr. sl. Á fundinn mættu fulltrúar frá 17 fiskeldis- og hafbeitarstöðvum á Norðurlandi, Vestfjörð- um og Vestur- og Suðvesturlandi. Helsta verkefni fundarins var kynning stjórnar sambandsins á tillögum sínum til breytinga á frumvarpi til laga um ræktun, eldi og veiði vatnafiska, sem bráðlega mun verða lagt fyrir Alþingi. Utan venjulegra aðalfundar- starfa beinast verkefni þeirra mjög að því, að sambandsaðilar kynna hver fyrir öðrum verkefni hverrar stöðvar og miðla af reynslu sinni af ræktun á laxi við margvíslegar aðstæður, endur- heimtu í hafbeitarstöðvum og um rannsóknir og tilraunir í eldi í kerjum og í sjó. Á sl. ári voru reistar tvær stór- ar laxeldisstöðvar, sem þegar hafa hafið ræktun, svo og sjóeldisstöð í Botni í Tálknafirði. Hinar eru Fljótalax hf. í Fljótum, Skaga- fjarðarsýslu, og Fiskræktarstöð Vesturlands hf. í Borgarfirði. Þær hafa allar gengið í landssamband- ið. Á eftir aðalfund Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva hélt Félag áhugamanna um fiskrækt aðalfund sinn á sama stað að Háaleitisbraut 68, Reykja- vík. Aðalfundurinn samþykkti að leggja félagið niður og ánafnaði landssambandinu félagssjóð sinn, rúmar 20 þúsund krónur, með þeim skilmálum, að það fé gangi til almenns fræðslustarfs á vegum sambandsins. Formaður Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva er Jón Kr. Sveinsson, Lárósstöðinni, Snæfellsnesi, varaformaður er Sigurður St. Helgason, fra Eldi hf. Grindavík, og gjaldkeri er Sigur- jón Davíðsson frá Laxeldisstöð- inni á Sveinseyri sf. Tálknafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.