Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Minning: Sigfús Páll Þor- leifsson Dalvík Fæddur 30. janúar 1898 Dáinn 1. raars 1984 Þeim fækkar óðum hinum eldri Dalvíkingum sem hægt er að kalla aldamótakynslóðina. Einn í þeirra hópi var tengdafaðir minn, Sigfús Páll Þorleifsson, sem lést 1. mars sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eftir stutta legu þar. Sigfús fæddist að Syðra-Holti í Svarfaðardal 30. janúar 1898 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Rósa Gunnlaugs- dóttir og Þorleifur Sigurðsson er þar bjuggu. Kristín var ekkja eftir Sigfús Pálsson og áttu þau fimm börn, Guðlaugu, Guðrúnu, Gunn- laug, Jón og Sigurð. Sigfús var eina barn þeirra Kristínar og Þorleifs. Aldursmun- ur Sigfúsar og hálfsystkina hans var nokkur og hafði hann því lítið af þeim að segja í uppvextinum. Skólaganga var takmörkuð á þeim tíma sem Sigfús ólst upp. Þó naut hann kennslu heimiliskenn- ara við lestur og skrift og gekk síðar tvo vetur í barnaskóla á Dalvík. Þegar hann var sextán ára hóf hann nám í járnsmíði í fyrstu í Svarfaðardal en síðar á Akureyri hjá Ólafi Jónatanssyni. Að námi loknu hóf hann að stunda járnsmíðar á Dalvík fyrst og fremst á vetrum. Þótti hann snjall við smíðarnar og voru þær orðnar margar skeifurnar sem hann smíðaði um dagana fyrir sveitunga sína og aðra. Fljótt kom í ljós að það var mik- ið í Sigfús spunnið því að honum var um tvítugsaldur falið það trú- verðuga starf að vera formaður í fjögur sumur á tólf smálesta báti sem Höeppnersverslunin á Akur- eyri átti og stundaði vöru- og fólksflutninga milli Akureyrar, Dalvíkur, Hríseyjar og fleiri byggðarlaga við Eyjafjörð. Þrátt fyrir reynsluieysi fórst honum þetta verk vel úr hendi. Eftir tvo áratugi lagði hann járnsmíðarnar á hilluna en sneri sér að mestu að útgerð og fisk- verkun sem hann raunar hafði stundað meðfram iðn sinni allt frá árinu 1920. Hann byrjaði útgerð á sexær- ingi sem hann lét smíða fyrir sig á Dalvík. Sá bátur þótti fljótt of lít- ill og keypti þá Sigfús fjögurra smálesta dekkbát í féiagi við ann- an mann. Þessir tveir bátar urðu upphaf hans útgerðar sem spannaði yfir hálfa öld. Fram til ársins 1957 hafði Sigfús gert út ýmist einsam- all eða í félagi við aðra sex vélbáta og um tíma tvo vélbáta samtímis. Gert var út á handfæri á smærri bátunum en síðar línuveiðar og síldveiðar á sumrin. Árið 1948 tók Sigfús þátt í stofnun hlutafélags sem keypti 360 smálesta skip frá Englandi sem gert var út til síldveiða frá Dalvík og var þess á milli leigt til flutninga. Skip þetta hét Pól- stjarnan og síðar Baldur og var selt árið 1956. Þegar íslensk stjórnvöld hófu undirbúning að byggingu togskipa í Austur-Þýskalandi vaknaði áhugi Sigfúsar á að kaupa slíkt skip til Dalvíkur, skip sem gæti sótt á fjarlæg mið þar sem línu- veiðar minni skipa fóru þá þverr- andi. Varð það úr að Sigfús og Björgvin Jónsson skipstjóri tryggðu sér kaup á einu þessara togskipa. Síðar var ákveðið að stofna hlutafélagið Útgerðarfélag Dalvíkinga um kaup skipsins ásamt Dalvíkurhreppi og Kaupfé- lagi Eyfirðinga. Skip þetta sem skírt var Björgvin kom til Dalvík- ur síðla árs 1958. Síðar hafði fé- lagið bolmagn til að kaupa annað sams konar skip sem hlaut nafnið Björgúlfur. Sigfús var fram- kvæmdastjóri þess félags til árs- ins 1%6 er' hann seldi hlut sinn í félaginu. Á sviði fiskverkunar lét Sigfús einnig til sín taka. Hann tók þátt í rekstri fiskvinnslufyrirtækja á Dalvík og einn af stofnendum Söltunarfélags Dalvíkur og um skeið framkvæmdastjóri þess. Loðdýrarækt var eitt af áhuga- málum Sigfúsar og var fyrir hans forgöngu sett á fót minkabú á Dalvík sem þar var rekið um ára- bil á fimmta áratugnum. Sigfús átti um áratugaskeið vörubifreiðir og annaðist um tíma akstur þeirra. Leigði hann á þeim tíma malarnám Dalvíkinga í landi Hrísa. Var það mikið starf að ann- ast sölu á byggingarefni til Dal- víkur og fleiri byggðarlaga. í fé- lagi við aðra keypti hann upp- mokstursvél, þá fyrstu sinnar teg- undar sem til Dalvíkur kom, og þótti hún stórvirkt tæki á þeim tíma. Eins og sjá má á því sem hér hefur verið rakið var Sigfús mikill atorku- og dugnaðarmaður og bar jafnan hag byggðarlags síns fyrir brjósti. Er óhætt að segja að það hafi verið hans hugsjón að gera veg þess sem mestan, þess vegna var hann ávallt reiðubúinn að til- einka sér nýjungar í atvinnu- rekstri sem hann taldi að myndu leiða til aukinna framfara. Sigfús sinnti ýmsum félags- störfum. Hann var fulltrúi útgerð- armanna á fiskiþingum og aðal- fundum Landssambands íslenskra útvegsmanna. Á árunum 1954 til 1958 var hann formaður skóla- nefndar Dalvíkurhrepps. Einnig sat Sigfús landsfundi Sjálfstæðis- flokksins um árabil. Sigfús var líflegur maður, kvik- ur á fæti og fullur atorku að hverju sem hann sneri sér. Hann var félagslyndur og mannblend- inn, hafði góða frásagnargáfu og ákveðnar skoðanir á málefnum og lét þær ávallt í ljósi. Áræði var hans sterki eiginleiki sem kom m.a. fram í viðureign hans við náttúruöflin, bæði á sjó og landi. Oft var hann fenginn til að fylgja lækni í misjöfnum veðrum til sjúkra og var hann ávallt farsæll í þeim ferðum. Á Akureyri hafði Sigfús kynnst konuefni sínu, hinni mætu mann- kostakonu, Ásgerði Jónsdóttur frá Grímsgerði í Fnjóskadal. Þau gengu í hjónaband 29. september 1918 og hófu búskap í Syðra-Holti í Svarfaðardal en fluttu hálfu ári síðar til Dalvíkur og byggðu sér hús sem þau fluttu í árið 1921. Það hús skemmdist af völdum jarð- skjálftans 1934 og var þá ráðist í byggingu annars húss sem þau bjuggu í allt þar til þau fluttu á dvaiarheimili aldraðra á Dalvík á árinu 1979. Sigfús og Ásgerður eignuðust fimm börn; Kristínu sem lést 1959, gift Einari Einarssyni, Hlín sem gift er undirrituðum, Hörð kvænt- an Hermínu Þorvaldsdóttur og Kára kvæntan Guðrúnu Guðna- dóttur. Einnig eignuðust þau dreng sem lést í æsku. Fósturdótt- ir Sigfúsar og Ásgerðar er Ragn- heiður Sigvaldadóttir, gift Júlíusi Kristjánssyni. Heimili þeirra hjóna stóð jafn- an opið ættingjum og vinum auk þess sem þau höfðu sjómenn og aðra, sem störfuðu við útgerð þeirra, á heimilinu. Reyndi þá mest á dugnað og atorku húsmóð- urinnar. Þegar niðjahópurinn stækkaði var oft mannmargt í kringum þau hjónin og trúi ég að barnabörnin gleymi seint sumardvölinni hjá afa og ömmu. Ég bið góðan Guð að varðveita eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar og kveð tengdaföður minn með erindi úr kvæðinu „Höfðingi smiðjunn- ar“ eftir eyfirska skáldið Davíð Stefánsson, sem Sigfús hafði miklar mætur á: Hann tignar þau lög, sem lífið, með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði sín verk að vanda og vera engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins. Blessuð sé minning hans. Þórður Pétursson Það var við því að búast, að hérvistardögum Sigfúsar Þor- leifssonar útgerðarmanns á Dal- vík tæki að fækka. Hann var far- inn að lýjast og hafði lifað langan dag, en falls von að fornu tré, seg- ir gamalt orð. Samt sem áður er erfitt að sætta sig við þá tilhugs- un, að vinnulúnar hendurnar þreifi ekki lengur um pontuna og hann bjóði manni ekki oftar tó- bakskorn. Hann lést 1. marz sl. á sjúkrahúsinu á Akureyri. Sigfús fæddist í Syðra-Holti í Svarfaðardal hinn 30. janúar 1898, einkasonur hjónanna Þorleifs bónda þar Sigurðssonar á Þor- leifsstöðum Sigurðssonar og Kristínar Rósu Gunnlaugsdóttur í Hrappstaðakoti Sigurðssonar. Þau hjón brugðu búi árið 1920 og fluttu til Dalvíkur, þar sem Krist- ín andaðist fjórum árum síðar en Þorleifur lést í hárri elli. Sigfús var því Svarfdælingur í húð og hár og festi mikla tryggð við þær byggðir. Hugur Sigfúsar hneigðist ekki til búskapar, heldur beindist at- hygli hans að þeim breyttu at- vinnuháttum, sem þá voru að ryðja sér til rúms hér á landi á fyrstu áratugum aldarinnar. Ung- ur lærði hann járnsmíði á Akur- eyri og setti síðan á stofn eigin smiðju á Dalvík. En hún fullnægði ekki athafnaþrá hans, sem beind- ist í æ ríkari mæli að þeim mögu- Guðmundur Magnm- son Hóli — Minning Fæddur 10. marz 1912. Dáinn 4. marz 1984. Með þakklátum huga vildi ég minnast með fátæklegum orðum Guðmundar Magnússonar, áður bónda á Hóli í Bolungarvík, er lézt óvænt og skyndilega að kvöldi hins 4. þ.m. Guðmundur var fæddur að Hóli 10. marz 1912, sonur mætra hjóna, Heigu Ólafsdóttur og Magnúsar Tyrfingssonar, er þar bjuggu. Systkinahópurinn var stór og þetta var myndarlegt atgervisfólk. Magnús Tyrfingsson lézt um aldur fram er Guðmundur var enn barn að aldri, en ekkjan hélt áfram búskap með börnum sínum af miklum dugnaði. Saga þessarar fjölskyldu varð saga þungrar reynsiu harma og heilsuleysis, en allt virtist það borið af reisn og án möglunar. Guðmundur lifði öllu lífi sínu allt til loka á þessari sinni fögru föðurleifð, fyrst á búi móður sinn- ar og systkina og síðan sjálf- stæður bóndi um áratuga skeið. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Örnólfsdóttur, mikilhæfri konu, sem bjó manni sínum og 5 börnum þeirra elsku- legt og gott heimili. Slíkur er lauslega byggður hinn ytri rammi um líf Guðmundar Magnússonar. Hann var maður góðra hæfileika og lagði á marga hluti gjöva hönd, lagði mörgum góðum málum lið og vann að velflestum félagsmálum af heilindum og drenglund. Þeim hlutum verða eflaust gerð betri skil af mér færari mönnum. Hér verður aðeins rætt um aðal- störf hans að búskap og í þágu bændanna og þeirra málefna, en veg þeirra vildi hann sem mestan. Ekki veit ég hvort búskapurinn á Hóli var hans óskadraumur eða bara hlutskipti, en hitt veit ég að hann unni sinni jörð og vann henni mikið og vel, enda fríkkaði og yngdist þetta forna höfuðból í höndum hans. Hún þynnist nú óðum hin vaska fylking þeirra bænda sem voru svo lánsamir að lifa sín manndómsár á tímum þeirrar miklu byltingar sem tilkoma tækninnar hafði í för með sér í sveitum þessa lands. Það er mikill ljómi yfir þessum tímum og einhvern veginn hefði allt hið mikla strit horfið úr minn- ingum. Landið er dýrasta eign hverrar þjóðar og þeim auðnaðist að skila komandi kynslóðum nýju landi og margföldum möguleikum, en hinni undursamlegu tilfinningu þess manns sem hefur horft á undrið gerast — nýtt land skapast og heilar byggðir endurrísa á fáum árum og veit sig hafa skilað sínum hlut, þeirri tilfinningu er ekki hægt að deila — þeir eiga hana einir. Guðmundur Magnússon gekk vel fram í þessum hópi. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri og kom vissulega þaðan með nýjar hugmyndir og nýjan anda heim að Hóli. Hann vann mikið ræktun- arstarf með hinum fyrstu frum- stæðu tækjum búnaðarfélagsins og hafði þá oft langan vinnudag. Síðar eignaðist hann sjálfur fyrstu dráttarvélina með sláttuvél og þá þurfti að slá nýju túnin, bæði sín og annarra, því aldrei var til „nei“ í hans munni hvernig sem á stóð. Hann var maður sem ákaf- lega gott var að biðja og vildi öll- um greiða gera, en ekki verða slík- ir kostir einyrkjanum til verk- drýginda og er þá ótalið það sem var nágrönnum hans ómetanlegt, en það voru hæfileikar hans til dýralækninga og má öllum ljóst vera hversu ómetanlegt það var meðan ekki var til lærðra að leita, en þeirri kvöð varð ekki af honum létt fyrr en Bárður sonur hans varð fyrsti fasti dýralæknir hér. Guðmundur Magnússon var formaður Búnaðarfélags Hóls- hrepps um langt skeið og vann að hagsmunamálum bænda af alúð, hvar sem hann fékk því við komið. Má þar vel nefnast mikið starf hans við stofnun og byggingu Mjólkursamlags ísfirðinga og nágrennis, en hann vann því mál- efni mjög og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn. Allt þetta skal þakkað af heilum hug, en mest og bezt skal þó að leiðarlokum þakkað viðmótið hlýja og glaða, traust vináttan og ótal gleðistundir. Ógleymanleg stund á heimili þeirra hjóna á sjötugsafmæli hans þar sem sveitungar hans fjöl- menntu og svo margt fleira. Fyrir aðeins einni viku hittum við hjónin hann á bókasafni bæj- arins, en hann annaðist það hin síðustu ár af mikilli natni og um- hyggju. Glaður og reifur kom hann til móts við okkur teinréttur og höfðinglegur að vanda — eng- um gat dottið í hug að svo langt væri liðið á daginn. Ég veit að ég mæli fyrir munn sveitafólksins hér, þegar ég flyt honum hjartans þakkir fyrir allt og votta eftirlifandi konu hans, börnum og öllum aðstandendum innilegustu samúð. Ég veit að við söknum öll þeirra ára, sem ef til vill hefðu gefist, en gott er hverj- um þeim sem hlíft er við erfiðu elliböli, óbuguðum og með fullri reisn hvarf hann á vit þess óþekkta. Guðs friður fylgi honum. E.Þ. Andlát Guðmundar á Hóli bar að óvænt. Hann varð bráðkvaddur milli kirkju og bæjar siðastliðinn sunnudag; hafði gengið sér út eftir kvöldskattinn. Þetta var kyrrt vetrarkvöld með nýju tungli og birtu brugðið um dal og hlíð á Hóli. Kirkjan þó flóðlýst sem endranær og fjöllin þessir nálæg- ur varnarveggir. Kannski hefur vini mínum orðið hugsað til liðins tíma, þegar ærnar hans blessaðar dreifðu sér um hólinn ellegar stóðu í hnapp, strangar á svip, við fjárhúsdyrnar að bíða eftir því að fá góðu lyktina gefna á garðann. Hann hafði þennan þykka, hlýja lófa, sem grípur varlega um horn- ið á ánni niðri við rót, svo það brotni ekki. Svo varð hljótt. Og dauðdaginn var í stíl við þennan æðrulausa, glaðlynda og röska mann. Þegar mér barst helfregn hans, var ég þakklátur fyrir það, að hann skyldi ekki þurfa að þreyja á sjúkrahúsi eða á gamalmennaheimili, þessi geðríki sjarmör, þessi vestfirski óðals- bóndi. Guðmundur Magnússon fæddist á Hóli 10. mars 1912, yngsta barn hjónanna Magnúsar Pálma Tyrf- ingssonar, bónda á Hóli, og konu hans, Helgu Ólafsdóttur. Afi hans, Tyrfingur Pálmason, bjó á Hóli á undan syni sínum, sonur Pálma Ásmundssonar á ósi, en móðir Magnúsar var Karítas Bárðar- dóttir, ljósmóðir í Bolungarvík í rúm 40 ár, vinsæl og vel látin í starfi. Móðurfaðir Guðmundar á Hóli var Ólafur bóndi á Minna- Hrauni Guðmundsson, bónda á Minni-Bakka í Skálavík Helgason- ar. Það var stór og myndarlegur systkinahópur á Hóli í þann tíð. Börnin voru átta. Elstur var Magnús Helgi, er lést úr berklum árið 1924, aðeins 27 ára að aldri; þá Sæunn Karítas, látin árið 1923, einnig langt um aldur fram; þá ólafur Sigurður, er lést 1958; Jón, bóndi á Hóli, lést 1980 nær átt- ræður að aldri, en hafði þá lengi verið sjúklingur; Tryggvi, fæddur 1904, fyrrum bóndi og jarðeigandi á Hóli, hinn eini systkinanna, sem nú lifir, dvelur í Sjúkraskýli Bol- ungarvíkur; Sæunn, átti Hannes Sigurðsson, vélvirkja í Bolungar- vík, lést árið 1977; Ólöf, lést 1968, átti Einar Steindórsson, fram'- kvæmdastjóra í Hnífsdal. Þá ólu þau Magnús og Helga upp fóstur- barn, Lilju Ketilsdóttur, húsfreyju í Bolungarvík. Guðmundur ólst upp í foreldra-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.