Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 21 Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar: Aðeins hluti dæmisins lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga „1>AÐ ER rétt að nokkuö af þessu eru ríkisstjórnarákvarðanir, en að- eins nokkur hluti dæmisins lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga og gerð var grein fyrir því þá. Annað lá ekki fyrir,“ sagði Lárus Jónsson formað- ur fjárveitinganefndar, er Mbl. spurði hann álits á þeirri fullyrðingu Magnúsar Péturssonar hagsýslu- stjóra í viðtali við Mbl., að stærstur hluti þeirra 1.845 millj. kr. sem fjár- lög stefna nú í rekstrarhalla á hefði verið kunnur við afgreiöslu fjárlaga og af völdum ákvarðana ríkisstjórn- arinnar sjálfrar. Lárus sagði að ákveðnir liðir hefðu verið kunnir. Hann nefndi þar fyrst útflutningsbæturnar, en gengið hefði verið frá upphæð til þeirra með viðmiðun við raungildi í fyrra. Þá hefði verið gengið út frá 300 millj. kr. sparnaði í trygg- ingakerfinu. Gengið væri nú út frá meiri fjárþörf Lánasjóðs ísl. námsmanna en þarna væri sam- tals um að ræða 520 millj. kr. Auk þess hefðu ýmsir smærri liðir ver- ið kunnir sem lausir endar, sem ætlunin hefði verið að taka upp í viðræðum við sveitarfélögin sem hugsanlegan verkefnaflutning. Þar væri um að ræða um 150 millj. kr. til viðbótar. „Um þetta var kunnugt," sagði Lárus, „en annað ekki.“ Hann sagði það rétt að nokkuð af þessu væri vegna ríkisstjórnar- ákvarðana, t.d. ákvörðunar um að færa milli ára 80 millj. kr. til niðurgreiðslna rafhitunar. Þá sagði hann að það yrðu ríkis- stjórnarákvarðanir, ef ákveðið væri að eyða þeim 300 millj. kr. sem ætlunin hefði verið að spara í tryggingakerfinu og 100 millj. í Lánasjóð ísl. námsmanna og ef menn ætluðu að eyða umræddum 120 millj. kr. til viðbótar í útflutn- ingsbætur. Lárus rakti síðan þá liði sem hann sagði að engar upplýsingar hefðu legið fyrir um: „Raunveru- leg staða sjúkratrygginganna, en þar er nú talið vanta 350 millj- kr. Raunveruleg fjárþörf vegna rekstrar sýslumannsembætta og fógeta, þar vantar nú 150 millj. kr. Þá er ýmislegt sem alls ekki kom til tals, eins og það að greiða ríkisábyrgðarlán loðnudeildar Lárus Jónsson verðjöfnunarsjóðs. Auk þess er í þessari uppsetningu gert ráð fyrir 200 millj. kr. í ófyrirséð og að taka 200 millj. kr. minni lán til að bjarga þessum málum öllum,“ sagði hann. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI UnniÖ úr slíjmdum reyr, fléttad með leðri. Fyrirliggjandi í natur lit og hægt að sérpanta í hvítu, rauðu, bláu, brúnu, svörtu og bleiku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.