Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 t? LíEknirinn segir cÁ hann þarFí ab ■fiá. mikla hui Id." Þessir hringdu . . . Þakkir til Einars í Kjöti og fiski Móðir hringdi: — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til Einars í Kjöti og fiski, fyrir ein- staka góðvild hans í garð barn- anna hér í hverfinu á öskudaginn. Ekki bara núna heldur ár hvert hefur hann verið með marga hesta sem börnin fá að skreppa á bak á, en síðan fá þau íspinna og hvert andiit ljómar af gleði og ánægju. Ég er viss um að ég tala fyrir munn margra þegar ég segi: Hafi hann þökk fyrir. Er engin reglu- gerð um sorp- flutninga til? Garðar ÁgúsLsson hringdi: — Að undanförnu hefur mikið borið á því að rusl sem ýmsir keyra á haugana fjúki af bílunum og hefur orðið mikill sóðaskapur af þessu. Sorp og spýtnadrasl er ekki óvenjuleg sjón við veginn allt frá Elliðaám að afleggjaranum við Gufunes. Enginn virðist fylgjast með þessu. Langar mig til að gera fyrirspurn til gatnamálastjóra (eða lögreglustjóra ef þetta heyrir undir hann), hvort ekki sé til nein reglugerð varðandi þetta t.d. hvort menn séu ekki skyldugir til að hafa net eða eitthvað yfir sorp- förmum sem þeir flytja á bílum sínum. Einkennileg at- hugasemd um Hag- kaup í þættinum „Um daginn og veginn“ H.SJ. hringdi: — Ég hlustaði nýlega á Magnús bónda Finnboga- son tala um daginn og veginn í útvarpinu. í erindi sínu kom hann inná að sumir álitu að um offjár- festingu væri að ræða í landbún- aði. Vildi hann meina að meiri of- fjárfesting væri hjá verzluninni, aðallega þó í Reykjavík og í hneykslunartón nefndi hann að nú vildi Hagkaup fara að byggja. ást er ... að tilheyra honum TM Reg U.S. Pat. Off.-aH rigtits rcserved «1984 Los Angeles Times Syndteale HÖGNI HREKKVÍSI MJÁP" „ pAÐ ER SÍMSi/AI?(MNi HAHS hÖGM 5EM SVARAR " Sýnið frá leikjum Manchester United Michael Jackson á Lista- hátíð ’84 Kæri Velvakandi. Við erum hér nokkrir krakkar og viljum taka undir það að Michael Jackson verði fenginn á Listahátíð ’84. Þá viljum við leiðrétta stelpurn- ar sem skrifuðu um hann í Velvak- anda fyrir skömmu — það seldust 26 milljónir af plötunni hans en ekki 23 milljónir. Þá viljum við hvetja aðra Michael Jackson- aðdáendur til að láta í sér heyra. Kristín G. Gísladóttir, Harpa Hilmarsdóttir, Nína Kristinsdóttir, llöskuldur Pálsson, Guðbrandur V. Guðgeirsson, Lárus Sigurðsson, Sigríður Marinósdóttir, Sigrún H. Ómarsdóttir. Til Velvakanda. „Ég er hér ein, sem er mikill Manchester United-aðdáandi og ég er alveg sammála þeim sem sögðu að alltof mikið væri sýnt með Liv- erpool. Enska knattspyrnan hefur verið helguð Liverpool upp á síð- kastið og svo á að fara að sýna tvo leiki beint með Liverpool og í sama mánuðinum. Þetta verður þriðji leikurinn, sem er sýndur beint með Liverpool 1983—84; fyrst við Ips- wich Town og síðan tveir við Ever- ton. Það eru mörg lið á Englandi sem leika góða knattspyrnu, eins og t.d. Nottingham Forest, West Ham, Southamton, QPR, Norwich, Tott- enham, Aston Villa, Watford, Ars- enal, Birmingham og eflaust fleiri. Ég vona að næstu leikir (á eftir Liv- erpool-leikjum) sem sýndir verða beint verði ekki með Liverpool. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Manchester llnited-aðdáandi." Vegagerð ríkisins: Slælega staðið að verki á Vesturlandi Svava Svandís Guðmundsdóttir skrifar: „Á hlaupársdegi er konum allt leyfilegt svo nú er um að gera að nota tækifærið og skrifa dálítið bréfkorn. Ekki gat ég stillt mig um að kíma aðeins þegar ég las það í Mogganum 23. þ.m. að kominn væri út bækliingur frá Vegagerð- inni á Borgarnesi sem fjallaði um hvað hún gerði. Blessaðir karlarn- ir, hér sannast víst hinn forni málsháttur: „Ef ég hæli mér ekki sjálfur þá er mín dýrð engin“. Vegurinn hingað vestur er nefnilega landsfrægur fyrir það hvað vondur hann er. Fólk sem ferðast hingað að sumarlagi talar yfirleitt mest um veginn og svo fegurð Snæfellsness — en aðalega veginn, og man ég þá eftir konu sem gisti hérna. Hún gat ekkert sofið fyrstu nóttina fyrir sjóriðu eftir að hafa keyrt hingað að sunnan — „Vegurinn var svo voða- legur,“ sagði hún. öðrum gestum man ég eftir sem komu í fyrra- sumar. Þeir voru að niðurlotum komnir eftir að hafa keyrt þetta á 30 til 40 km hraða. Þegar þau komu á Vegamót blasti við þeim kyrrstæður veghefill sem einhver gárunginn hafði hengt á stórt spjald, sem á stóð: TIL SÖLU VEGNA VERKEFNASKORTS! Já, þeir hjá vegagerðinni hefðu getað fengið nóga brandara um sjálfa sig i bæklinginn ef þeir hefðu kært sig um, en líklega hafa þeir ekki haft áhuga á því. Ég hef ekki séð þetta merkilega rit ennþá en það var þó nokkur klausa um það I Morgunblaðinu og þaðan hef ég það sem ég vitna til. T.d. er sagt að Kerlingarskarð sé opnað þriðjudaga og föstudaga, eða næsta færan dag á eftir. Það snjóaði hér fyrst fyrir alvöru að- fangadag jóla — síðan held ég að skarðið hafi ekki verið opnað. Ef þetta er rangt hjá mér ættu þeir hjá Vegagerðinni að leiða mig í allan sannleika um þessi mál. YVsturland: Upplýsingabæklingur um vetrarviðhald vega Eru reglur til um það hversu oft á að hefla á sumrin? Ég man reyndar eftir vegheflinum a.m.k. tvisvar í fyrrasumar í allri þeirri rigningu sem þá var, svo það er ekki furða að vegurinn hafi verið vondur. Ég má líka til með að minnast á annað sem er mér hugleikið. Fyrir líklega 3—4 árum tóku þeir sig til hjá vegagerðinni og eyddu miklum tíma og peningum í að lækka veg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.