Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 tónlistarlífinu Kristinn Sigmundsson Herbert von Karajan er án efa frægasti hljómsveitarstjóri okkar tíma. Hann á að baki 55 ára viðburðaríkan og stormasaman feril. Hann er mjög ákveðinn og sterkur persónuleiki og um hann hefur alltaf staðið nokkur styrr. í því sambandi er skemmst að minnast árekstra hans við Fflharmoníuhljómsveit Berlínar, þar sem hann var, árið 1955, ráðinn aðalhljómsveitarstjóri til lífstíðar. Þetta mál kom upp vegna ráðningar ungrar stúlku, Sabine Meyer, í sæti 1. kiarinettuleikara. Eftir hæfnispróf mælti dómnefndin með Meyer í stöðuna. Það gerði Karajan líka. Hljómsveitin var hins vegar á annarri skoðun og greiddi meirihluti hennar atkvæði gegn því að Meyer hlyti stöðuna. Þetta varð til þess að Karajan lýsti því yfír, að hann hefði ekki lengur áhuga á því að stjórna hljómsveitinni. Onnur saga, öllu skemmti- legri, frá dögum 3. ríkis- ins: Karajan var að stjórna sýningu á Wagneróperu. Hann stjórnaði nótnalaust, sem endranær. Svo illa vildi til að hann gleymdi sér eitthvað og úr því varð stórslys í flutningnum. Þetta hefði ef til vill ekki komið að sök, ef Hitler og nokkrir gæð- ingar hans hefðu ekki verið viðstaddir sýninguna. í hléi kom Göbbels til Karajans að tjalda- baki með þau skilaboð frá for- ingjanum, að honum bæri að við- lagðri refsingu að hafa nótur þegar hann stjórnaði. Karajan hlýddi þessu, fór með nóturnar, opnaði bókina á réttum stað, en lagði hana síðan á hvolf á púltið. Hinn 5. apríl á síðasta ári varð Karajan 75 ára. f tilefni afmæl- isins átti tímaritið Die Búhne við hann viðtal, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu. í barnæsku fékk hann oft að heyra, að hann væri „ekki orðinn nógu gamall til að læra á píanó". Þegar stóri bróðir var í píanó- tímum faldi hann sig bak við gluggatjöldin og hlustaði, „fullur öfundar“, eins og hann viður- kennir nú. um hvers konar tækninýjungar, enda stundaði hann verkfræði- nám í tæp fjögur ár. Hann lætur ekkert fara fram hjá sér, sem lýtur að upptökutækni. „Þessi þróun er svo heillandi, að ég vildi óska að ég væri að minnsta kosti tuttugu árum yngri til að geta tekið þátt í þessu." Vissuð þér í æsku, að þér yrð- uð hljómsveitarstjóri? „Nei, en sennilega hefur píanókennarann minn grunað það, því hann sagði mér að ég þyrfti átta hendur til að geta túlkað á píanóiö allt sem mig langaði til. Ég vildi ekki bara spila, ég vildi líka vera skapandi í tónlist. Það fylgir því mikil Herbert von Karajan „Ég fæddist ekki til að hlýða öðrum Nú hefði hann hins vegar ekk- ert á móti því að vera öriítið yngri. Hann getur samt verið forsjóninni þakklátur, því hann byr enn í dag yfir ótrúlegri starfsorku og tónnæmi, jafnvel svo, að menn á besta aldri geta öfundað hann af. „Oft veit ég varla hve gamall ég er. Ég lít á mig sem stórt barn." Það sakar ekki að geta þess hér, að þegar Karajan var 5 ára, var strax far- ið að tala um hann sem undra- barn. Karajan er mikill áhugamaður fullnægjutilfinning að vera hljómsveitarstjóri og móta tón- listina eftir eign höfði." Hvað með nóturnar? „Nótur eru dauðar. Þær eru einungis tákn, sem ekki verða lifandi tónlist nema með aðstoð hugmyndaflugs og tilfinninga flytjandans." Hvernig verða menn hljóm- sveitarstjórar? „Menn verða ekki hljómsveit- arstjórar. Annað hvort eru menn hljómsveitarstjórar eða ekki. Þetta er ekki hægt að læra nema að mjög takmörkuðu leyti. Það er ekki nóg að hafa sterka til- finningu fyrir tónlist, heldur þurfa menn auk þess að geta miðlað hljómsveitinni þessari tilfinningu og fengið hana á þann hátt til að gera það sem þeir ætlast til. Þetta er ekki öll- um gefið. Eruð þér taugaóstyrkur fyrir tónleika? „Ég var það alltaf á meðan ég var píanisti, en eftir að ég byrj- aði að stjórna hefur ekki borið á því. Hins vegar verð ég vanalega mjög syfjaður, rétt fyrir byrjun tónleika eða óperusýningar." Þér hafi einnig leikstýrt nokkrum óperusýningum. Hvers vegna? „Ég var búinn að horfa upp á of margar vitleysur í sviðsetn- ingu.“ Þér hafið alltaf farið fram á algert sjálfræði. „Já. Ég fæddist ekki til að hlýða öðrum. Mér finnst of hættulegt að láta aðra ráða yfir mér. Menn ná aðeins fullkomn- un, ef þeir geta undirbúið allt sjálfir. Þegar eitthvað fer úr- skeiðis, er heldur ekki við neinn að sakast nema mig sjálfan.“ Þér hafið aldrei farið troðnar slóðir, og „rútínuvinnubrögð" ýmissa hljómsveitarstjóra eru yður ekki að skapi. Hvers vegna ekki? „Vegna þess að það sem aðrir kalla atvinnu, er mér gleði og ánægja. Tónlistin er mér sálu- hjálp.“ Hvaða hljómsveitarstjórar hafa haft mest áhrif á yður? „Þeir eru margir. í fyrstu lærði ég mjög mikið af Franz Schalk og Richard Strauss. Síðar varð ég fyrir miklum áhrifum af Toscanini og Furtwángler. Ég hef reynt að sameina í mér kosti þeirra beggja: Nákvæmni og festu Toscaninis og galdur Furtwánglers. Hann gaf hljómsveitinni oft lausan taum- inn. Það koma oft þau augnablik, sem ég vil sem minnst trufla hljómsveitina." Hvers vegna stjórnið þér allt- af með lokuð augu? „Ég þarf ekki að hafa augun opin þegar ég stjórna. Ég er í nánu sambandi við hljómsveit- ina og anda með hverjum með- limi hennar. Ég á líka betra með að einbeita mér með lokuð aug- un. Auðvitað vérður maður að ráða yfir svo góðri tækni, að maður þurfi ekki að hugsa um hana. Tæknin verður að vera ómeðvituð. Þá fyrst getur maður einbeitt sér að viðfangsefninu. Ég gef ekkert fyrir tilviljana- kenndan árangur." Hafið þér aldrei stjórnað með nótur fyrir framan yður? „Hvers vegna skyldi ég gera það? Ég hef þetta llt í höfðinu." Hafið þér einhverntíma feng- ist við tónsmíðar? „Nei. Ég hef aldrei fundið hjá mér þörf til þess. En ef ég gerði það, myndi ég vilja semja á líkan hátt og Sjostakovits. Það er bara svo mikið til af góðri tónlist, að ég finn enga þörf hjá mér til að semja lélega tónlist. Auk þess hef ég nóg með að þroska hæfi- leika mína sem hljómsveitar- stjóri." Nú er mikið talað um að flytja eigi tónlist sem allra stílhrein- asta. Hvert er álit yðar á þeirri stefnu? „Mér finnst þetta orð „stíl- hreinn" að miklu leyti merking- arlaust. Hver hljómsveitarstjóri fyrir sig verður að túlka þær hugsanir og tilfinningar tón- skáldsins, sem hann hefur skráð sem nótur og gæða þær lífi í tónlistinni. Tónlistin er eilíf eins og önnur andans verk.“ Runa af undrunarefnum Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið: Listamaður fer niður stiga eftir Tom Stoppard. Þýðandi: Steinunn Sigurðardóttir. Leikstjóri: l^rus Ýmir Oskarsson. Litamaður fer niður stiga greinir frá ævi þriggja aldraðra lista- manna sem haldið hafa hópinn frá því að þeir voru ungir, allir fram- úrstefnumenn. í upphafi leiksins hefur einn þeírra, Donner, fallið niður stiga og hálsbrotnað. En leikritið gerist mest í upprifjun- um, lýsir samtölum sem áttu sér stað fyrir lát Donners og hverfur aftur i timann þegar hinir ungu menn eru allir skotnir í sömu stúlkunni, Sophie. Hún hefur hrif- ist af samsýningu þeirra, en þó mest þeim sjálfum, en er orðin blind þegar af fundum hennar og þeirra verður. Hún fer að búa með Baeauchap, en undir lokin virðist hún hafa tekið hann í misgripum fyrir Donner. Sophie fargar sér eftir stutta sambúð með því að fleygja sér út um glugga og sjálfsmorð hennar tengist örlög- um Donners. Aldraður maður er Donner farinn að mála eins og Sophie vildi að myndir væru, þ.e.a.s. sem líkastar raunveruleik- anum, en Beauchamp er á kafi í tilraunamennskunni og styðst við segulband. Donner kallar verk hans drasl. Hinn þriðji þeirra fé- laga, Martello, er fyrirferðar- minnstur í verkinu, en gegnir þó nauðsynlegu hlutverki. í Listamaður fer niður stiga er spurt margra spurninga um líf og list og þrátt fyrir ýmiskonar bollaleggingar um listina er það lífið sem er veigameira. Þetta eru vissulega ekki nein ný sannindi. En Tom Stoppard nýtir vel þau tækifæri sem útvarps- leikrit gefur. Niðurstaðan verður áheyrilegt verk. Aðdáunarvert er hve Stoppard kann vel að segja hið hálfsagða, gefa meira í skyn en segja berum orðum. Áheyrand- inn fær að draga sínar eigin álykt- anir. Til dæmis verður það naum- ast ljóst með hvað hætti Donner féll niður stigann. f upphafi ásaka þeir Beauchamp og Martello hvor annan um morð. Samkvæmt seg- ulbandsupptöku eru síðustu orð Donners: „Nú þarna ertu ..." Við hvern er hann að tala? Sér hann kannski Sophie fyrir sér á dauða- stundinni? Margar frískar uppákomur eru í leikriti Stoppards, sumar í tölu- verðum absúrdstíl, ekki síst gönguferð þeirra félaga um Frakkland 1914. í þeirri ferð gefur Beauchamp eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Listin er runa af undrunar- efnum. Listin á aldrei að vera í samræmi við hið viðtekna. Listin á að brjóta loforðin sem hún hefur gefið ... “ Lárus Ýmir Óskarsson stýrði leikriti Stoppards farsællega í prýðilegri og einkar hnyttinni þýðingu Steinunnar Sigurðardótt- ur. Leikararnir gerðu hlutverkun- um góð skil. Einna minnisstæðast- ur er Valur Gíslason. Auk hans léku Steindór Hjörleifsson, Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Gísla- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Tom Stoppard Pálmi A. Gestsson og Jóhann Sig- urðsson. Tæknilega hliðin var vel af hendi leyst. Bræla í upp- siglingu á loönumiðunum BRÆLA var í uppsiglingu á loðnu- miðunum í gær og um klukkan 17 höfðu aðeins 5 báUr tilkynnt um afla. Fimmtudagsaflinn varð alls 9.220 lestir af 19 skipum. Til viðbótar þeim ..kipum, sem tilkynntu afla á fimmtudag og getið var í Morgunblaðinu, bætt- ust eftirfarandi í hópinn: Bergur VE, 450, Örn KE, 400, Sæbjörg VE, 560, Heimaey VE, 500, Hilmir II SU, 500, Gullberg VE, 590, Gísli Árni RE, 150, Keflvíkingur KE, 500, Dagfari ÞH, 500, Erling KE, 370, Þórður Jónasson EA, 460, Sig- hvatur Bjarnason VE, 610, Bjarni Ólafsson, 900 og Óskar Halldórs- son RE 300 lestir. Til klukkan 17 í gær tilkynntu eftirtalin skip Loðnunefnd um afla: Kap II VE, 260, Húnaröst ÁR, 530, Jón Finnsson RE, 550, Víkingur AK, 450 og Grindvíking- ur GK 550 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.