Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Sundkennsla grunn- skólabarna í Kópavogi — eftir Alexander Alexandersson Þann 15. febr. sl. skrifaði ég fjrein í MorKunblaðið, sem bar yf- irskriftina: Kópavogsbær vanræk- ir sundkennslu Krunnskólabarna. Þar er rakin fyrirspurn sem bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Bragi Michaelsson gerði í bæjar- stjórn 20. janúar sl. og svör skóla- fulltrúa Kópavogs við þeim. I svari skólafulltrúa kemur glöggt fram að yfir 20% grunn- skólabarna fá litla sem enga sund- kennslu, vegna skorts á laugar- rými. í framhaldi af svari skóla- fulltrúa leyfði ég mér að auglýsa eftir skólanefnd Kópavogs í þessu máli sem og öðrum skólamálum Kópavogs. Þetta var gert til þess að vekja nefndina af þeim þyrnirósar- svefni, sem hún hefur verið í varð- andi sundkennslu í bæjarfélaginu. Auglýsingin bar árangur 25. febrúar sl. mátti lesa í Morg- unblaðinu greinarstúf eftir Sigríði Kinarsdóttur kennara. Sigríður hefur átt sæti í skólanefnd Kópa- vogs frá upphafi þessa kjörtíma- bils bæjarstjórnar fyrir Alþýðu- flokkinn, eða um tvö ár. Sigríður virðist undrandi yfir þeirri ósvífni minni að auglýsa eftir nefndinni í blöðum rétt eins og nefndin væri týnd, og bendir mér á að kynna mér bókanir nefndarinnar og hvað hafi verið lagt til þessara mála sl. haust. Ég vil fullvissa Sigríði um, að mér er fullvel kunnugt um alla þá umræðu sem hún minnist á og þykir mér því rétt að birta allar bókanir skólanefndar, sem snerta sund eða sundkennslu það sem af er þessu kjörtímabili nefndarinn- „Kins og áður hefur komiö fram, kom fyrirspurn Braga fyrir á bæjarstjórnarfundi 20. janúar sL, og var rædd þar. I»á gerðist sá gleðilegi at- burður að flutt var tillaga um fimm manna byggingarnefnd fyrir sundlaugarmannvirki á Rútstúni.“ ar. Bókanir þessar eru til komnar út af tillögu, sem oddviti Alþýðu- flokksins flutti í bæjarráði um sundlaug í kjallara Snælands- skóla, sem hann vildi að kæmi þar í stað leikfimisalar. „25. fundur skólanefndar Kópa- vogs 1983 var haldinn þann 10.10. að Digranesvegi 12. Mættir voru undirritaðir skólanefndarmenn, skólastjóri Snælandsskóla og skólafulltrúi sem ritaði fundar- gerð. Formaður setti fund. Þetta gerðist: 1. Sundlaug í Snælandsskóla Mættur var á fundinn Sig. Björnsson bæjarverkfræðingur og útskýrði teikningar af C og D áfanga Snælandsskóla. Rætt var um staðsetningu sundlaugar í C áfanga í stað leikfimisalar sbr. 7. lið fundargerðar skólanefndar frá 06.10. sl. Meirihluti skólanefndar sam- þykkti eftirfarandi bókun: Skólanefnd hefur fjallað um framkomna tillögu um að sett verði sundlaug í kjallara C áfanga Snælandsskóla í stað leikfimisal- ar. Nefndin telur breytingu þessa óæskilega með tilliti til skóla- starfs í Snælandsskóla og leggur til að húsið verði reist samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Af- staöa þessi er í samræmi við álit skólastjóra í austurhluta Kópa- vogs og kennara í Snælandsskóla. Hins vegar tekur nefndin undir nauðsyn þess að bæta aðstöðu til sundkennslu í bænum. Telur nefndin að með tilliti til þarfa nemenda sé æskilegast að koma upp slíkri aðstöðu í tengslum við íþróttahúsið við Skálaheiði. Skóla- nefnd mælir með því að bæjarráð láti hið fyrsta gera áætlun um slíka framkvæmd. Einn skóla- nefndarmanna lýsti sig andvígan tillögu þessari og óskaði að eftir- farandi yrði bókað: Með tilliti til þess að nú er verið að ljúka byggingu íþróttahúss með verulegu rými til íþróttakennslu sem leysir úr brýnustu þörf skól- anna, en mikill skortur er á að- stöðu til sundkennslu, tel ég rök- rétt að bygging sundlaugar við Snælandsskóla sé næsta fram- kvæmd. Jafnframt tel ég að nauð- synlegt sé að hefja undirbúning að byggingu íþróttaaðstöðu við sama skóla og af þeirri stærð að tveir kennslusalir verði í húsinu. (sign) Sigríður Einarsdóttir." Eftir lestur á þessum bókunum geta lesendur séð afrakstur tveggja ára strits Sigríðar í skóla- nefnd Kópavogs, varðandi sund eða sundkennsíu, æsku Kópavogs til handa. Eitt er það sem Sigríður nefnir ekki á nafn í grein sinni, það er að á næsta bæjarráðsfundi á eftir bókun hennar dró oddviti og flokksbróðir hennar tillögu sína til baka, og þar með var sá draum- ur um sundlaug í Snælandsskóla að engu orðinn. Nefnd var kosin Éins og áður hefur komið fram, kom fyrirspurn Braga fyrir á bæj- arstjórnarfundi 20. janúar sl. og var rædd þar. Þá gerðist sá gleði- legi atburður að flutt var tillaga um fimm manna byggingarnefnd fyrir sundlaugarmannvirki á Rútstúni. Þessari tillögu var vísað til bæjarráðs, kom tillagan þaðan aftur til bæjarstjórnar 10. febr. sl., nokkuð breytt að vísu en tillag- an hljóðar nú svona: „Bæjarstjórn samþykkir að kjósa 5 manna undirbúningsnefnd fyrir byggingu sundlaugarmann- virkja á Rútstúni. Nefndin taki til endurskoðunar þá uppdrætti, sem fyrir liggja af mannvirkjunum og geri í samráði við arkitekt sundlaugarinnar til- lögu um þau í endanlegri mynd og aðra valkosti og tillögur um bygg- ingaráfanga." Eins og áður er að vikið gerðist þetta 10. febr. sl., en mér barst ekki bréf frá bæjarritara um skip- an í þessa nefnd fyrr en 17. febr., svo ekki gat ég um þetta talað í grein minni sem kom í Mbl. 15. febr., þetta veit ég, að þú skilur, Sigríður. Einnig vil ég þakka þér þá yfir- lýsingu, sem þú gafst í grein þinni um samstarf við okkur sem skip- um þessa nefnd. En mér þykir rétt að benda þér á, að skólanefnd ber ávallt að fylgjast vel með öllum námsgreinum skólanna og getur ekki vikið sér undan því, sund- kennslu líka. Nú er beðið eftir að formaður Tómstundaráðs, Snorri S. Kon- ráðsson, kalli nefndina saman, ég vona að það dragist ekki í hans höndum. Að endingu vil ég ítreka þá ósk mína að sundkennsla kom- ist sem fyrst í fullan gang í bæjar- félaginu. Til þess að svo megi verða, þurfa allir ráðamenn Kópa- vogs að taka saman höndum um verkefnið. Kópavogi, 1/3 ’84, Alexander Alexandersson Alexander Alexandersson er fyrr- verandi hæjarfulllrúi í Kópavogi. Fundur málfreyja á íslandi FYKSTA ráð málfreyja á íslandi held- ur sinn þriðja fund í KK-húsinu í Keflavík í dag, laugardag. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist, segir að á með- al þess sem verði á dagskrá sé ræðu- keppni (ensk-íslensk) og kjör til stjórnar fyrsta ráðs fyrir starfsárið 1984 —85. Þar segir ennfremur að á hverju starfsári séu fundir fyrsta ráðs fjórir talsins og á árinu hefur verið mikil fjölgun í Málfreyjusam- tökunum. Forseti Málfreyjusamtak- anna á Islandi er Kristjana Milla Thorsteinsson. Þelddr þú vandaða innihurð, pegarþú sérðhana? aratugi hafa hurðirnar fra Sigurði Elíassyni notið alits sokum vanaaðrar smiði og fallegs utlits Margar nýjungar i framleiðslu og frá- gangi mmhurða a islandi hafa att upphaf sitt a verkstæði okkar Mú kynnum við enn eina nýjung í smíði SELKO mmhurða Með nýrri gerð innleggs hefur okkur tekist að hafa hurðirnar léttar, en þær eru efnismeiri og þykkari en áður. Að 1/3 massífar, traustar, þola mikið álag og, síðast en ekki síst, veita mun melrl hljóðelnangrun. ° Pekkir þú næst vandaða innihurð, þegar þú sérð hana? SELKD AUÐBREKKU l-3 20 \ SIGURÐUR ELÍASSON HF. 200 KÓPAVOGI SÍMI: 4 I3 80 %vwc#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.