Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Vestmannaeyjar: Yfirvinnubann boðað 16. marz Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvennafélagið Snót hafa boðað yfirvinnubann frá og með lostudeg- inum 16. marz, en upp úr samninga- viðræðum við atvinnurekendur slitn- aði í gærmorgun. Verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum felldu samkomu- lag ASÍ og VSÍ á sínum tíma og hafa verið í viðræðum við atvinnurekend- ur síðan. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að mjög mikið bæri á milli deiluaðila og því ekki um annað að gera en grípa til aðgerða. „Það er mikill baráttuhugur í fólki, mikið meiri en maður átti von á. Skýr- ingin er sú að fiskvinnslufólk hér er orðið þreytt á að vera alltaf skilið eftir í samningum sem ASÍ- forystan gerir og vill ekki una þessu ástandi lengur. Samningur- inn heldur launum bónusvinnu- fólks niðri og kemur því ekki til góða,“ sagði Jón. Jón sagði að verkalýðsfélögin hygðust prófa þessar aðgerðir fyrst og sjá til hvaða áhrif þær hefðu, það mætti herða á aðgerð- um síðar ef á þyrfti að halda. Hann sagði að atvinnurekendur hefðu viljað vísa deilunni til ríkissáttasemjara en verkalýðsfé- lögin hafnað því. Vertíðin er nú í fullum gangi og mikið um að vera í Eyjum. Er unn- ið á vöktum í bræðslum og við loðnuhrognavinnsiu. Þá hefur mik- il vinna verið í fiskvinnslustöðvum undanfarnar vikur enda góður afli. Að sögn Arnars Sigurmundsson- ar hjá Samfrosti Vestmannaeyja eru helstu kröfur verkalýðsfélag- anna umfram samning ASÍ og VSÍ þessar: Flokkahækkanir sem nema 6—7% kauphækkun, eftirvinna verði felld niður en í staðinn komi yfirvinna, aukin réttindi í veikind- um, aukin þátttaka fiskverkenda í vinnufatnaði, hádegismatartími á helgidögum verði greiddur þegar unnið er, breytingar á kauptrygg- ingarsamningum og styttri samn- ingstími en í samningi ASÍ og VSÍ. Þá hafa verkalýðsfélögin sett fram kröfur um að lágmarkslaun fyrir 18 ára og eldri gildi einnig fyrir 16 og 17 ára. Að sögn Arnars höfðu viðræður borið nokkurn árangur þegar upp úr slitnaði, einkum hafði verið fjallað um aukna þáttöku fisk- vinnslustöðva í vinnufatnaði og leiðir til þess að lækka kostnað starfsfólks á hlífðarfatnaði, „en útilokað er fyrir vinnuveitendur í Vestmannaeyjum að verða við hærri kaupkröfum en annars stað- ar hefur verið samið um. Af þeim ástæðum slitnaði upp úr samning- um,“ sagði Arnar Sigurmundsson. Komi til yfirvinnubanns í Vest- mannaeyjum má fastlega reikna með að fiskiskipafloti þeirra stöðv- ist að mestu um miðja næstu viku. Eyjatogarar sem landa eiga um miðja næstu viku verður komið í löndun annars staðar, komi til yf- irvinnubanns verkalýðsfélaganna, skv. upplýsingum Mbl. 13 erlend rœkjuskip á Dornbanka NÚ ERU TVEIR belgískir togarar að veiðum innan íslenzku landhelg- innar samkvæmt gildandi fiskveiðisamningi þjóðanna. Eru þeir á veið- unum vestur af Eldey. Þá eru nú 13 rækjuveiðiskip á veiðum á Dorn- banka rétt utan 200 mílna markanna. 6 þeirra eru norsk, 4 grænlenzk og 3 færeysk. Meðfylgjandi mynd af einu skipanna, sem eru að athafna sig í íshraflinu, tók Tómas Helgason, er starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar flugu yfir veiðisvæðið í vikunni. Afrakstur loðnuveiða og vinnslu í Neskaupstað frá febrúarbyrjun: Mánaðarlaun í fiskimjöls- verksmiðjunni um 52.000 kr. Meðaltalsaflahlutur skipanna um 190.000 kr. Tekjur hafnarsjóðs 600.000 kr. FYRIRSJÁANLEGAR tekjur Hafnarsjóðs Neskaupstaðar vegna loðnulöndunar og útflutnings loðnuafurða frá því loðnan tók að veiðast í febrúarbyrjun nema um 600.000 krónum. Lágmarksvinnu- laun starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar, en þar er unnið á tvískiptum vöktum, nema um 13.000 krónum á viku, 52.000 krónum á mánuði. Ætla má að meðaltalsaflahlutur sjómanna á loðnuskipunum þremur, sem gerð eru út frá Neskaupstað, verði um 190.000 krónur frá febrúarbyrjun til loka vertíðar miðað við að þau fylli kvóta sinn. Frá því í febrúarbyrjun til 5. marz hefur verið landað um 22.000 lestum af loðnu í Neskaup- stað. Hefur Síldarvinnslan keypt það hráefni á samtals 28.751.000 krónur. Úr því hafa verið unnar 3.415 lestir af mjöli og 1.550 lestir af lýsi. Áætlað útflutningsverð- mæti þessara afurða eru 49.000.000 króna miðað við heimsmarkaðsverð. Þá hafa verið frystar um 100 lestir af loðnu- hrognum að útflutningsverðmæti um 5.000.000 króna. Heildarút- flutningsverðmæti þessara 22.000 lesta er því um 54.000.000 króna. Tekjur Hafnarsjóðs af þessu nema samtals um 600.000 króna, en Hafnarsjóður fær 0,85% að verðmæti landaðs hráefnis og 56,40 krónur fyrir hverja lest af útfluttum afurðum. I fiskimjöls- verksmiðjunni starfa um 30 manns á tvískiptum vöktum og nema lágmarkslaun þeirra sam- kvæmt taxta um 13.000 krónum á viku eða 52.000 krónum á mánuði. Auk þess vinnur nokkur fjöldi fólks við hrognafrystinguna og kemur sú vinna að mestu sem aukavinna ofan á aðra vinnu í frystihúsinu. Frá Neskaupstað eru gerð út þrjú loðnuskip, Beitir, Börkur og Magnús, sem veita um 45 manns vinnu. Útlit er fyrir að þau muni taka mestan hlut kvóta síns á tímanum frá febrúarbyrjun til loka vertíðar eða um 30.000 lestir samtals. Áætla má að meðal- skiptaverð sé um 90 aurar á kíló og miðað við það er meðaltals- aflahlutur háseta á þessum skip- um um 190.000 krónur á um- ræddu tímabili. Þannig vinna beint um 75 manns í Neskaupstað við veiðar og vinnslu loðnunnar og er þá ótalin öll þjónusta og verzlun, sem þessu tengist. Tekjur bæjar- ins eru því ekki aðeins tekjur Hafnarsjóðs heldur einnig aukn- ar útsvarstekjur og tekjur af þjónustu og verzlun. Af þessu má glöggt sjá hve mikil búbót loðnan er þeim stöðum og skipum, sem hana hreppa. Starfsmenn borgarinn- ar undirrita samninga Reykjavikurborg og starfsmann afélag Reykjavíkurborgar undirrit- uðu aóalkjarasamning um miðjan dag í gær, sem er samhljóða þeim samningi er BSRB gerði við ríkisvald- ið í fyrri viku. „Þetta er niðurstaða endurmats okkar á stöðunni. Við gáfum okkur góðan tíma til að skoða hlutina og sáum ekki fram á að það væri um annað að ræða í stöðunni," sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, í samtali við Morgunblaðið. „Það má kannski breyta máltæk- inu og segja að við setjum fólkið okkar á Albert og gaddinn. Við vonum að stjórnarstefnan sé rétt og hún komi til með að skila árangri. Við teljum að launþegar í landinu séu búnir að borga sinn skerf og ef eitthvað vantar enn upp á, þá mótmælum við því algerlega að það sé tekið af okkur,“ sagði Haraldur ennfremur. Ljósmynd: Kristján G. Arngrímsson. A heröablöðunum á Lœkjartorgi VORIÐ, sem fyllt hefur loftið undanfarna daga, gæti orðið skammvinnt að þessu sinni. Það hefur ekki komið í veg fyrir að ungt fólk — og eldra fólk ungt í hjarta — hafi brugðið á leik og hunsað dagatalið. Það gerðu nokkrir ungir menn á Lækjartorgi í gær. Þeir voru þar frjálslega klæddir og skemmtu vegfarendum með mögnuðum dansi, svokölluðum „break“-dansi er ku vera nýjasta nýtt á sviði fótamenntar. Þeir létu sér þó ekki nægja að nota fæturna í dansinum — á stundum voru þeir á herðablöðunum í bókstaflegri merkingu! Veruleg fækkun atvinnulausra SKRÁÐIR atvinnulcysisdagar í febrúar sl. voru 56.500 á landinu öllu, sem svarar til þess að um 2.600 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, eða 2,3% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði. At- vinnuleysisdögum hefur samkvæmt þessu fækkað frá mánuðinum á und- an um 27.500 daga, atvinnulausum um 1.300 og hlutfallslegt atvinnuleysi lækkað um 1,1 prósentustig. Hlut- deild kvenna í skráðu atvinnuleysi var 46%. Eigi að síður var tala at- vinnulausra 56% hærri í febrúar sl. en í febrúar á síðasta ári. Frá áramótum hafa rúmlega 60 milljónir króna verið greiddar í at- vinnuleysisbætur, að sögn Eyjólfs Jónssonar hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði, þar af 31 milljón í janú- ar. Fullar bætur eru 525,12 krónur á dag eftir hækkunina 21. febrúar, en fullar bætur fást ef viðkomandi hefur unnið yfir 1.700 vinnustundir á síðasta ári. Lágmarksbætur eru 131,28 krónur á dag, en til þess að njóta þeirra þarf að hafa skilað yf- ir 425 vinnustundum á liðnu ári. Auk þess greiðist 21 króna fyrir hvert barn yngra en 17 ára, sem viðkomandi kann að hafa á fram- færi sínu. (Sjá nánar frétt á miðopnu.) Má hafa hund að læknisráði FYRIR nokkru var felld niður sekt í Sakadómi Reykjavíkur í máli konu, sem heldur hund í borginni. Embætti lögreglustjóra sendi málið til Sakadóms eins og venjulega í slíkum málum, en eft- ir að lögmaður konunnar hafði sent borgarstjóra beiðni um und- anþágu, barst bréf frá Davíð Oddssyni, borgarstjóra, til emb- ættis lögreglustjóra þess efnis, að „eigi verði amast við hundi þess- um“. Konan mun hafa fengið hundinn að læknisráði. Að fengnu áliti borgarstjóra var ekki dæmd sekt í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.