Morgunblaðið - 10.03.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 10.03.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Takið eftir! Leöursófasett. Verö frá kr. 28.720.- Hornsófar margar gerðir. Verð frá kr. 18.930.- Góð greiðslukjör. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10—16. OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14—16. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirfti. S.: 54343. VANDtATlR VELJA Westinqhouse m -p. \ I Westinghouse heimilis- tækin hafa sýnt og sannað ágæti sín. Vandaðar vörur fyrir vandlátt fólk, sem veit hvað það vill. KR. 34.642.- ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR iffl J il } jbík i Sri Lanka: Fundir deilu- aðila kynnu að leiða til lausnar FULLTRÚAR starfandi stjórnmálaflokka á Sri Lanka, svo og sérskipaðir fulltrúar sinhalesa, tamila og kristinna hafa nú byrjað fundahöld í Col- ombo til að reyna að komast að samkomulagi ura þau vandamál sem hafa hrjáð landið vegna ágreinings þessara hópa og ójafnrar aðstöðu þeirra til áhrifa. Eins og mönnum er ugglaust í fersku minni urðu blóðugar óeirðir og átök í landinu á sl. sumri þar sem hundruð manna létust og samkvæmt opinberum tölum misstu um hundrað þúsund manns heimili sín. Eigna- tjón nam milljónum rúpía. Lengi hefur verið grunnt á því góða milli tveggja aðalíbúanna á Sri Lanka, tamila og singhalesa, og hinir síðarnefndu hafa ráðið lögum og lofum í landinu í skjóli þess að þeir eru óumdeilanlegur meirihlutahópur. Tamilar hafa ekki notið sömu aðstöðu hvorki til starfa né menntunar og verið hálfgerður undirmálshópur í landinu. Kristnir menn eru að vísu langtum fámennari en hinir hóparnir tveir, en krefjast auk- inna áhrifa. Það sem skilur tam- ila og singhalesa að er ekki fyrst og fremst trúarleg atriði heldur eru þarna tveir kynþættir sem deila. Óhætt er að segja að Indverj- um megi eigna bróðurpartinn af heiðrinum af því að tekizt hefur að koma þessum samningavið- ræðum á laggirnar. Á syðsta horni Indlands er sérstakt ríki tamila og þegar til óeirðanna dró leituðu tamilar á Sri Lanka til frænda sinna á Indlandi og kröfðust þeir þess að Indverjar styrktu þá m.a. með vopnum. Stjórn Indiru Gandhi harðneit- aði að blanda sér í það sem voru að sjálfsögðu ótvíræð innan- landsátök, en gaf hins vegar skorinorða tilkynningu um að hún myndi fús að miðla málum og hafa forgöngu um sáttatil- raunir. Sem hefur svo borið þann árangur, að deiluaðilar eru að minnsta kosti byrjaðir að tala saman. Þegar haft er í huga, hversu djúpstaæður ágreining- urinn er og hversu heitt er í kol- unum sl. sumar, og ekki sízt er þá átt við reiði tamila, verður það að teljast bærilegur árang- ur, sem gefur fyrirheit. Það hef- ur og komið fram í öllum undir- búningi og frummræðum, að for- ystumönnum allra þessara nefndu hópa er ljóst að blóðbað- ið á síðasta sumri má ekki endurtaka sig. Ekki hefur að sögn miðað að ráði í viðræðun- um enn og það vefst fyrir mönnum að leysa það, sem er vitanlega meginmálið, þ.e. hvernig það tvennt skuli gert samtíða að tryggja hagsmuni allra kyn- og trúflokka og í öðru lagi að sætta sinahalesa við að afsala sér að nokkru þeirri yfir- burðastöðu sem þeir hafa óneit- anlega nú. Viðskiptaráðherrann, Lalith Athulathmudali, hefur verið skipaður talsmaður fundarins. Hann hefur verið varfærinn í orðum um hvernig gengi, en þó hefur mátt greina nokkra bjartsýni hjá honum, að þvf sem spakir menn segja. F’lest þarf þó að fylla upp í enn. Þátttakendur Frú Bandaranaike virðast skiptast í tvo hópa: Þá sem vilja snögga og réttláta lausn og þá sem vilja það ekki. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að álykta að þar muni sinhal- esar væntanlega vera í meiri- hluta. Það eitt út af fyrir sig að fá hópana til að sameinast um dagskrá ráðstefnunnar var mjög erfitt viðfangs. Junius Javaw- ardene forseti gerði fyrst drög að skjali þar sem fjórtán atriði voru sett á oddinn til að byrja með. Nú hefur ekki verið greint frá því hvað þessi 14 atriði fólu í sér, en það var ljóst að Jayaw- ardene forseti hafði staðið í við- ræðum við leiðtoga Tulf-flokk tamila. Sérlegur sendimaður Indiru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, Gopalaswami Parathasar- athi, hafði verið í stöðugum ferð- um á milli deiluaðila og reynt að miðla málum fyrir fundinn. Af öllu var sýnt að stjórn Jayaw- ardene fagnaði afskiptum Ind- verja og taldi þau geta ráðið úr- slitum um hvernig málinu vegn- aði. Utanríkisráðherra Indlands mun einnig hafa komið við sögu og hann beitti sér óspart fyrir því að Tulf-flokkurinn sýndi þann sveigjanleika sem dygði, svo að viðræðum yrði komið á. En auðvitað voru ýmis fleiri Ijón á veginum. Vangaveltur voru um það hvort fyrrverandi forsætisráðherra Sirimavo Bandaranaike, formaður Frelsis- flokksins, myndi fá að sitja fundina. Bandaranaike er bönn- uð þáttaka í stjórnmálum lands- ins, en hún hefur engu að síður mikil ítök og sonur hennar An- ura er leiðtogi flokksins á þingi. Frú Bandaranaike var svipt borgararéttindum fyrir fjórum árum, eins og alkunna er, og margir óttuðust að hún myndi reyna að fá sína menn til að hundsa viðræðurnar. Lyktir urðu þær eftir mikið samningaþóf bak við tjöldin — og reyndar einnig fyrir framan þau — að fundirnir hófust og all- ir fulltrúar, sem boðið var til Javawardene forseti setu á þeim, mættu til leiks. Þeg- ar þetta er ritað hafa allmargir fundir verið haldnir og nokkrar nefndir skipaðar til að vinna úr sérstökum tillögum. Enn er of snemmt að spá um það hvort þessar viðræður leiði til lausnar á viðkvæmum og flóknum vandamálum Sri Lanka. En fyrir fáeinum mánuðum hefðu sjálf- sagt fáir þorað að vera svo bjart- sýnir að ætla að alvarlega yrði tekið til hendinni hvað þetta snertir. Og eins og þar stendur, eru orð til alls fyrst. (Byggt á grein Manik de Silva í Far Eastern Economy Review).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.