Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 25 Ólögleg lyf og efni í innfluttu fóðri: Engin slík efni í inn- lendum fóðurblöndum Tvö hundraðasta lífbjörg björgunarsveitar varnarliðsins: Lendingarsvæðið upp- lýst með bálköstum — segir Hjörleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Fóðurblöndunnar hf. ÓLÖGLEG lyf og íblöndunarefni eru í hluta þeirra fóður- blanda fyrir svín og hænsni, sem fluttar eru til landsins, að sögn Gunnars Sigurðssonar deildarstjóra fóöureftirlitsdeildar Kannsóknastofnunar landbúnaðarins. Gunnar segir að þessi efni séu ekki í þeim fóöurblöndum sem framleiddar eru hér á iandi, nema litarefni í varpfóðri í einhverjum mæli. Hjörleifur Jónsson framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar hf. segir aftur á móti, að engin slík efni séu notuð hér. EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær bjargaði lcitar- og björgunar- sveit varnarliðsins tvö hundraðasta mannslífinu sl. fimmtudagskvöld frá því að sveitin tók til starfa á fslandi haustið 1971. Þyrla björgunarsveitar varnarliðsins fór að bænum Laugar- holti í Skjaldfannardal við Djúp og sótti þangað 91 árs gamlan hjarta- sjúkling og flutti til Reykjavfkur. Hefur sveitin þá bjargað 125 íslend- ingum, 21 Bandaríkjamanni, 18 Fær- eyingum, 8 Vestur-Þjóðverjum, 7 Sovétmönnum, 6 Dönum, 5 Bretum, 5 Grænlendingum, 2 Finnum, einum l’ólverja og einum Austur-Þjóðverja. Flestum var bjargað árið 1973, eða 45 manns, þar af 33 frá Vestmanna- eyjum í gosinu þann 23. janúar. í fyrra bjargaði sveitin sjö mannslíf- um og hefur þegar bjargað sjö mönnum þar sem af er þessu ári. Um hádegisbilið í gær var þyrla sveitarinnar enn á ferð, HH-3E Jolly Green Giant af Sikorsky- gerð, og flutti skipverja sem slas- aðist á auga um borð í Viðey RE 6 til Reykjavíkur. Sú ferð flokkast ekki undir lífbjörg, þar sem skip- verjinn var ekki í lífshættu, en alls hefur sveitin farið í meira en 2.500 leitar- og björgunarflug frá árinu 1971. Björgunin í Skjaldfannardal Það var klukkan 17.38 á fimmtu- daginn að Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands, hafði samband við varn- arliðið og leitaði eftir aðstoð varn- arliðsins við að sækja fársjúkan mann í Skjaldfannardal. Á innan við 30 mínútum var þyrlan komin i loftið og tvær HC-130 Hercules- flugvélar fylgdu fljótt í kjölfarið, en þær gegna leiðsöguhlutverki í slíkum ferðum. Önnur Hercules- vélin sneri til baka þegar á áfangastað var komið, en hin hringsólaði umhverfis svæðið til að halda sambandi við þyrluna. Þyrlan lenti um 400 m frá bæn- um Laugarholti á snæviþaktri jörðu. Myrkur var skollið á og höfðu ættingjar og nágrannar gamla mannsins lýst upp lend- ingarsvæðið með ljóskösturum og bálköstum. Þrír menn úr áhöfn þyrlunnar arefni hefðu verið prófuð í varp- blöndum um tíma en þar sem fóð- ureftirlitið hefði bannað efnið hefðu þeir hætta að nota það. Sagði hann að alltaf væri reynt að komast hjá notkun efna sem bönn- uð væru, en hins vegar væri sumt bannað hérlendis sem leyft væri erlendis, t.d. vaxtaraukandi lyf og væru þeir ekkert ánægðir með að þurfa að keppa við innflutning á slíkum blöndum, sem auk þess væru niðurgreiddar af Efnahags- bandalaginu. Ekki sagði Hjörleif- ur að eggjaframleiðendur þrýstu neitt á um notkun litarefna, enda sagði hann mögulegt að gera eggjarauðuna rauðari með ýmsum náttúruiegum efnum. Einar Eiríksson bóndi í Mikla- holtshelli í Hraungerðishreppi sagðist hafa notað innflutta danska varpblöndu um tveggja áratuga skeið og væri hún örugg- lega án allra litarefna. Hins vegar hefði hann þurft að nota írska blöndu um tíma þegar innflutn- ingsbann var frá Danmörku og í henni hefði greinilega verið litar- efni. Þetta væri sín eina reyns'a af þessum efnum. Sagði hann að íblöndunarefnin væru sjálfsagt hættulaus. Þau gerðu rauðuna einungis rauðari en hefðu engin áhrif á bragðið. Sagði Einar að kjúklingabændur yrðu að svara fyrir sig, en óskir um litarefni í varpblöndur væru áreiðanlega ekki komnar frá eggjaframleið- endum. Björgunarþyrla varnarliðsins, HH-3E Jolly Green Giant af Sikorsky-gerð, á lendingarsvæðinu við Borgarspítal- ann. Myndin er tekin um tvöleytið í gær, þegar varnarliðsmenn komu með slasaðan sjómann af miðunum. MorKunblaöiö/RAX. aðstoðuðu íslenskan lækni við að undirbúa sjúklinginn undir ferða- lagið, en á leiðinni var hlúð að honum eins og best mátti með súr- efnisgjöf og fleiru. Ferðin til Reykjavíkur tók einn og hálfan tíma, en skyggni var mjög lélegt á Reykjavfkurflugvelli og þurfti þyrlan leiðsögn við lendinguna á Reykjavíkurflugvelli. Þaðan var sjúklingnum ekið í skyndi í hjartabíl á Landspítalann. Yfirmaður björgunarsveitarinn- ar, Joseph M. Nall, hafði eftirfar- andi að segja: „Þessi sögulega tvö hundraðasta lífbjörgunarferð, eins og reyndar. allar hinar einnig, tókst sem skyldi fyrst og fremst vegna frábærrar samræmingar og samvinnu Slysavarnafélags ís- lands, íslenskra flugumferðar- stjóra og björgunarsveitar varn- arliðsins." Gunnar sagði í samtali við Mbl. að þau lyf sem hér væri um að ræða væru fúkalyf og vaxtar- hvetjandi lyf sem ekki væri heim- ilt að hafa í fóðurblönður hér á landi. Aðspurður um hvort notkun efnanna væri hættuleg, sagðist Gunnar ekki leggja dóm á það. Málið væri það að þessi efni væru bönnuð í fóðri hér á landi og það væri hans hlutverk að hafa eftirlit með fóðrinu og útiloka efni sem ekki væri heimilt að nota. Kvaðst hann mundu gefa skýrslu um mál þetta til landbúnaðarráðuneytis- ins og þar yrði tekin ákvörðun um framhaldið. Hjörleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar hf. sagði að í hans fyrirtæki væru engin ólögleg efni notuð í fóður- blöndur, hvorki litarefni né lyf og taldi hann að svo væri einnig hjá framleiðendum. Sagði hann að lit- Hundaræktarfélag íslands: Vandræðaástandið í hundamálum sök borgaryfirvalda HUNDARÆKTARFÉLAG fslands telur að borgaryfirvöld í Reykjavík eigi sök á því ófremdarástandi sem nú ríkir í hundamálum í borginni. Telur að það hafi skapast af því að yfirvöld hafi stungið höfðinu í sand- inn og hingað til ekki viljað vita af tilvist hunda í borginni. Reykjavík hafi hins vegar aldrei verið hundlaus borg. Nú er talið að a.m.k. 1.500 hundar séu í borginni. Um varnir gegn sullaveiki er farið eftir 60 ára gamalli reglu- gerð. Guðrún Guðjónsen, for- maður Hundaræktarfélagsins, segir að helstu varnir yfirvalda hafi verið að útrýma hundum í stað þess að hreinsa þá. Hún kvað Hundaræktarfélag Islands hafa lagt til við borgaryfirvöld að hundahald verði leyft í borginni með ströngum skilyrðum og fræðsla aukin í stað þess að ala á fordómum eins og gert hefur ver- ið. Einn liður í fræðslu Hunda- ræktarfélagsins hefur verið um mikilvægi þess að hreinsa hunda af ormum. Guðrún Guðjónsen sagði ennfremur að Hundaræktar- félagið væri tilbúið að taka hönd- um saman við yfirvöld til að skapa betri hundamenningu og ástand í þeim efnum sem allir ættu að geta unað við. Ahöfn þyrlunnar sem bjargaói lífi gamla mannsins í Skjaldfannardal á fimmtudaginn. í efri röð frá vinstri eru: Ignacio Cabrera, liðþjálfi og fallhlífarstökksmaður; lautinant Andrew Zarick, skurðlæknir; Scott Morrison, liðþjálfi og fallhlífarstökksmaður. f neðri röð frá vinstri eru: Steven Shields, aðstoðarflugmaður; yfirliðþjálfinn Peter Thomas, flug- virki, og David Wetlesen, flugstjóri. 56.500 atvinnuleys- isdagar í febrúar í febrúarmánuði sl. voru skráðir 56.500 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem svarar til þess að 2.600 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn eða 2,3% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaói, sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Sam- kvæmt þessu hefur skráðum at- vinnulcysisdögum fækkað frá mán- uðinum á undan um 27.500 daga, atvinnulausum um 1.300 manns og hlutfallslegt atvinnuleysi lækkað um 1,1 prósentustig. Hlutdeild kvenna í skráðu atvinnuleysi í febrúar var 46% segir í frétt frá vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins. í fréttinni segir ennfremur: Enda þótt atvinnuástand hafi batnað verulega frá því sem var í janúarmánuði sl. eru skráðir at- vinnuleysisdagar í síðasta mánuði verulega fleiri en í sama mánuði undanfarin ár. Ástæðurnar má að verulegu leyti rekja til þess að vertíð fór nú venju fremur seint af stað, gæftir hafa verið stirðar.og afli minni. Þannig er þorskaflinn um fjórðungi minni frá áramótum en á síðasta ári, sem að sjálfsögðu hefur veruleg áhrif á atvinnu í fiskvinnslu, sem er víðast hvar uppstaða atvinnulífsins utan þéttbýlissvæðanna. Þegar á heildina er litið má segja að þróunin í febrúarmánuði sé í samræmi við það sem ráð var fyrir gert og getið var í síðasta yfirliti. Svæði: Höfuðborgarsvæði Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Reykjanes Atvinnuleysisdagar: Atvinnulausir Febrúarmánuður 1981 1982 1983 1984 1981 19821983 1984 4.556 7.386 14.44819.667 210 341 667 908 135 2.733 2.425 2.942 7 126 112 136 33 277 452 664 2 13 21 31 1.292 967 3.761 4.688 59 45 174 216 4.175 3.586 6.365 11.771 193 165 294 543 1.408 1.154 1.933 3.808 1.195 1.302 3.515 4.292 1.243 3.060 3.413 8.647 57 141 157 399 Landið allt: 14.585 20.465 36.312 56.479 673 9441.6762.606 Skrá yfir fjölda atvinnuleysisdaga í febrúarmánuði sl. fjögur ár. Í hægra dálki töflunnar eru samsvarandi tölur yfir fjölda atvinnulausra allan mánuð- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.