Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 OPNA NYJA FJÖLRITUNARSTOFU unDiK riArmnu FJÖLRITUN SF. Neö nýjwm og fullkomnustu tækjum sem völ er á, bjóöum uiö upp á vöndun og hraöa i vinnslu. Viö munum leggja metnaö okkar í aö veita sem besta og hagkvæmustu þjónustu á sviöi offsetfjölritunar og Ijósritunar. Viö munum einnig veita margskonar þjónustu s.s. vélritun, pappírssölu, blokkir og minnismiöa, skurö og bókband, silkiprent á ýmsa hluti, litglærur fyrir myndvarpa ofl. Hafiö samband og kynniö ykkur möguleikana, sem þjónusta okkar býöur upp á. Opnum í dag laugardag mm Skipholt 1 OFFSET FJÖLRITUN SF. Sími 91-25410 Sýning laugardag og sunnudag kl. 13—17. STENH0J pressur á íslandi í 20 ár. Lítið inn á sýninguna hjá okkur um helgina. Það er heitt á könnunni og kjörís á boðstólum. Stenh0j loft- og vökvapressur. G. HINRIKSSON HE Skúlagötu 32 Sími 91-24033. Vaka mót- ar stefituna Kosningar til stúdenta- og há- skólaráðs fara fram fimmtudaginn 15. mars næstkomandi og verður kjörfundur opinn frá kl. 09:00 til 18:00. Þrír listar eru í framboði, A- listi Vöku, B-listi Félags vinstri manna og C-listi Félags umbótasinn- aðra stúdenta. Laugardaginn 18. feb. hélt Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, stefnuskrárráðstefnu í Lögbergi. Á ráðstefnunni var stefna Vöku í brýnustu hagsmunamálum stúd- enta mótuð. Rúmlega tveir áratugir eru liðnir síðan Vaka hélt sína fyrstu stefnuskrárráðstefnu og ávallt síðan hefur ráðstefnan verið árviss viðburður í starfi Vöku. Hér birtist útdráttur úr stefnu Vöku. Menntamál Vaka leggur áherslu á að háskól- inn skuli vera akademísk vísinda- og fræðslustofnun sem hafi það a? markmiði að stuðla að vísindaiðk- unum, rannsóknum og menntun manna til starfs og lífs. Vaka hefur ávallt barist fyrir að allir hafi jafnan rétt til náms og rækta þá hæfileika sem í hverjum og einum býr. Háskólinn skal gefa nemendum sínum sem flest tæki- færi í námi. Nemendum háskólans verði tryggður sá réttur að fá að halda áfram námi svo lengi sem þeir standast þær faglegu kröfur sem deildir setja. Vaka lýsir sig andvíga fjöldatak- mörkunum og lýsir ábyrgð á þeim á hendur fjárveitingavaldinu. Sjálf- stæði háskólans til þróunar og framfara er í hættu vegna þess hve fé til skólans er skorið við nögl. Grinargerð um „Sáttadóm" Ástæðan fyrir því að Vaka setur fram hugmynd um svokallaðan „Sáttadóm" er að nemendur og kennarar geti skotið ágreinings- málum beit til aðila sem getur á sem hlutlausastan hátt skorið úr þessum ágreiningi eða náð sáttum. Aðilar eins og háskólaráð og deildarráðsfundir eru oft á tíðum ekki í stakk búnir til þess að af- greiða slík mál á eðlilegan hátt. Hvernig horfir núgildandi kerfi við nemanda sem þarf að fá úrlausn mála sinna? 1. Talar við kennara. 2. Skýtur máli sínu til deildarráðs- fundar. 3. Sé hann enn óánægður leitar hann til háskólaráðs, sem e.t.v. óskar eftir túlkun lögskýringar- nefndar á lagaatriðum. Dæmin sýna að þetta kerfi leiðir ekki alltaf til réttlátrar niðurstöðu gagnvart stúdentum og er upp- spretta ágreinings og er þá dóm- stólaleiðin ein eftir. Þess vegna vill Vaka „Sáttadóm". Öllum ágreiningsmálum nem- enda, kennara og annarra þeirra aðila sem fara með málefni nem- enda mætti skjóta til „dómsins" á hvaða stigi málsins sem er. T.d. gæti máli verið skotið til „dómsins" án þess að deildarráð eða háskóla- ráð hafi áður fjallað um málið. Sá möguleiki er hugsanlegur aö „Sáttadómur" hefði úrskurðarvald en úrskurðir dómsins þyrftu stað- festingu háskólaráðs. Tvö ný frímerki PÓST- og símamálastofnunin hefur gefið út tvö ný frímerki að verðgildi 25 og 6 krónur. 6 króna frímerkið prýðir mynd af þyrnirós (Rosa pimpinellifolia) og á 25 króna merkinu er mynd af tágamuru (Potentilla anserina). Bæði merkin eru marglit og þau teiknaði Þröstur Magnússon. Útgáfudagur er 1. mars. Keflavík: Tilboð í leigu- íbúðir aldraðra FYRIR skömmu voru opnuð tilboð í leiguíbúðir aldraðra við Suðurgötu í Keflavík. Fimm tilboð bárust, en kostnaöaráætlun hljóöar upp á 8 milljónir 362 þúsund krónur. Lægsta tilboðið barst frá Ingólfi Bárðarsyni, rafverktaka í Njarðvík, 6 milljónir 945 þúsund krónur eða 83% af kostnaðar- áætlun. Hjalti Guðmundsson, tré- smíðameistari í Keflavík, bauð 7 milljónir 147 þúsund krónur, eða 85,8% af kostnaðaráætlun. Húsanes hf. í Keflavík bauð 7 milljónir 944 þúsund krónur, eða 95% af kostnaðaráætlun, Trésmiðja Arnars Jónssonar bauð 8 milljónir 148 þúsund krónur, eða 97,4% af kostnað- aráætlun og Húsbygging, Garði, bauð 8 milljónir 405 þúsund krónur í verkið eða 105% af kostnaðaráætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.