Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 37 leikum, sem tengdir voru vaxandi sjósókn. Þegar Sigfús hóf útgerðarferil sinn á árunum fyrir 1920 voru hafnarskilyrði mjög erfið á Dalvík og aðstæður allar. En smátt og smátt færðist þetta í betra horf og er ekki ofsagt, að Sigfús hafi jafn- an verið í hópi þeirra, sem hvöttu til athafna og að nýr rekstur yrði settur á fót. Eitt þessara fyrir- tækja var Ishúsfélag Dalvíkinga, sem stofnað var upp úr 1920, en rekstur þess var m.a. í því fólginn, að beitan var tekin á sumrin og geymd fram á vor. Gjörbreytti þetta útgerðarháttum Dalvíkinga. Sigfús annaðist beitumálin um áratugi, fyrst á Skúmi, bát beitu- félagsins, en síðar á eigin bifreið, en hann var einn þeirra, sem fyrstir eignuðust vörubifreið á Dalvfk og meðal stofnenda bíl- stjórafélagsins þar. í tengslum við þann rekstur flutti hann fyrstu ámokstursvélina til Dalvíkur og nýtti malarnám Hrísabænda til hvers konar byggingarfram- kvæmda. Enginn vafi er á því, að Útgerð- arfélag Dalvíkinga hf. er sá bauta- steinn, sem lengst mun halda nafni Sigfúsar á lofti, en þeir Björgvin Jónsson beittu sér mjög fyrir stofnun þess á árunum fyrir 1960 í samvinnu við Dalvíkurbæ og KEA, sem þar eru aðaleigend- ur. Árið 1959 kom Björgvin til landsins og Björgúlfur ári síðar, 250 tonna togskip, smíðuð í Austur-Þýzkalandi. Fram til árs- ins 1966 var Sigfús framkvæmda- stjóri félagsins, en þá tók Björgvin við því starfi og gegndi því til síð- ustu áramóta. Hefur þetta fram- tak reynst Dalvíkingum farsælt, enda markaði það þáttaskil í hrá- efnisöflun fyrir frystihúsið. Fyrir réttum áratug endurnýjaði félagið skipastól sinn, er skuttogarar voru keyptir í stað hinna eldri skipa og bera þeir nöfn þeirra. Þá var Sig- fús meðal stofnenda Söltunarfé- lags Dalvíkur sf. og framkvæmda- stjóri þess um skeið. Það lýsir vel áhuga Sigfúsar á öllu því, sem mátti verða til þess að auka á fjölbreytni atvinnulífs- ins og skapa nýjar útflutnings- tekjur, að hann setti á stofn all- stórt minkabú á Dalvík upp úr 1940 í félagi við Kjartan Magnús- son á Mógili og norskan mann og ráku þeir það með góðum árangri, þangað til slíkur rekstur var bannaður með lögum. Sigfúsi varð tíðrætt um reynslu sína af þessari starfsemi, þegar við hittumst, og auðheyrt, að hann átti erfitt með að sætta sig við, að þessi atvinnu- grein skyldi aflögð einmitt þegar Islendingar höfðu náð góðum tök- um á henni. Sigfús var mikill áhugamaður um kirkjubyggingu á Dalvík og formaður byggingarnefndar. Þá lét hann sig skólamál varða og var um skeið formaður skólanefndar. Sigfús kvæntist Asgerði Jóns- dóttur Gíslasonar bónda í Hrís- gerði i Fnjóskadal 29. september 1918. Börn þeirra: Jóna Kristín, nú látin, sem gift var Einari Einars- syni bifvélavirkja í Reykjavík. Hlín, gift Þórði Péturssyni bif- vélavirkja í Reykjavík. Hörður, bifvélavirki á Dalvík, giftur Hermínu Þorvaldsdóttur. Kári, sem dó ungur, en síðar var annar sonur þeirra heitinn eftir honum, sem er viðskiptafræðingur að mennt og skrifstofustjóri í ríkis- bókhaldi, kvæntur Guðrúnu Guðnadóttur. Fósturdóttir Ás- gerðar og Sigfúsar er Ragnheiður Sigvaldadóttir, gift Júliusi Krist- jánssyni forstjóra á Dalvík. Þau Ásgerður og Sigfús voru farsæl í einkalífi og áttu barna- láni að fagna. Þau voru góð heim að sækja, vinmörg og vinsæl. í mínum huga hvílir heiðríkja yfir minningu Sigfúsar. Hann var dæmigerður athafnamaður, sem hvarvetna eygði nýja möguleika og var óðfús að byrja á nýju verk- efni, þegar hið síðasta var komið í höfn. Hann var einarður í skoðun- um en þó hlýr í viðmóti og allra manna skemmtilegastur, hafði enda góða frásagnargáfu. Um skeið tók hann virkan þátt í leik- húslífi Dalvíkinga og lék þá gjarna hlutverk af léttara taginu, sem honum þótti takast vel. Sigfús fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um fast að málum, enda var það í samræmi við þá lífsskoðun hans, að okkur vegnaði best þegar ein- staklingurinn væri frjálsastur til athafna og framtaks. Á þeim vettvangi áttum við gott samstarf og geymi ég hlýjar endurminn- ingar frá samfundum okkar fyrr og síðar. Þessi fátæklegu orð bera Ás- gerði og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna við fráfall góðs drengs, sem sjónar- sviptir er að. Ég bið þeim guðs blessunar í þeirra þungu sorg. Megi Sigfús Þorleifsson í friði hvíla. Halldór Blöndal Afi okkar er nú farinn til heim- kynna Föður síns. Það var ávallt mikil tilhlökkun að fara til Sigfúsar afa og Ásgerð- ar ömmu á Dalvík á sumrin. Við fundum það vel hvað við vorum velkomnir bæði hjá þeim og öðr- um ættingjum okkar. Þau höfðu alltaf nóg að starfa, því að í mörg horn var að líta, en jafnan var mjög gestkvæmt á heimili þeirra. Við áttum þarna mjög ljúfar minningar og okkur fannst Dalvík vera mikið ævintýraland. Þar var hægt að svala athafnaþránni með ýmsu móti, t.d. með því að dorga á bryggjunni, veiða silunga á stöng í Svarfaðardalsá, salta síld, tína ber, hjálpa við heyskap, fara á sjó og keppa í knattspyrnu o.fl. Afi var einkar hugkvæmur mað- ur og laginn í höndunum, þannig að allt lék I höndunum á honum. Hann hafði lært járnsmíði og lagði stund á þá iðju jafnhliða þvi sem hann rak útgerð. Eru okkur minnisstæðar frásagnir hans af erfiðleikum þeim sem þá voru og menn hér á landi urðu að búa við til að hafa í sig og á. En með mikl- um dugnaði og atorku tókst hon- um að brjótast út úr erfiðleikum þessara kreppuára. Honum tókst að kaupa einn bátinn af öðrum, annaðhvort einn eða í félagi með öðrum. Hétu nokkrir bátanna Björgvin og Baldur og var okkur minnisstætt hve hann hélt mikið upp á þessi skipsnöfn í gegnum tíðina, enda voru þetta jafnan miklar happafleytur. Þannig vann hann bæði við járnsmíðastörf og stundaði útgerð á sama tíma. Hann lét sig þó fleira skipta. Hann stundaði jafnhliða þessu nokkra sauðfjárrækt, síldarsöltun og minkarækt og sá auk þess um alla malardreifingu á Dalvík og nágrenni til húsbygginga og vega- gerðar. Meira að segja sóttu Hris- eyingar og Grímseyingar möl til Dalvíkur. Mokaði hann mölinni jafnan sjálfur með vélskóflu á vörubílinn og keyrði síðan. Vann hann gjarnan við malarflutn- ingana þegar bátarnir voru á sjón- um. Það voru ófáar ferðirnar sem við strákarnir fengum að sitja í vörubílnum þegar afi var að flytja möl um sveitina og á Dalvík. í öllu þessu umfangsmikla starfi kynnt- ist hann fjölda fólks og gaf sér jafnan góðan tíma til að ræða við menn, þrátt fyrir mikið annríki, um ýmis mál og ekki síst mál sem snertu framfarir á Dalvík og í sveitinni. En í allri umræðu hans kom fram mikill áhugi fyrir hag byggðarinnar á Dalvík svo og þjóðmálum almennt og trú á at- orku einstaklingsins. Hann var ágætlega ritfær og vel máli farinn og fékkst nokkuð við leiklist á sín- um yngri árum. Afi og amma reistu sér hús sem stóð á sjávarkambinum fyrir miðri höfninni og var þaðan ákaf- lega fallegt útsýni yfir höfnina og út á Eyjafjörðinn. Þaðan var því gott að fylgjast með skipum og bátum um fjörðinn og munum við vel hve gaman var að sjá bátana koma inn í höfnina drekkhlaðna af síld. í jarðskjálftunum miklu sumarið 1934 eyðilagðist járn- smiðjan gjörsamlega og eldra íbúðarhúsið, sem lokið var við að byggja 1921, skemmdist það mikið að byggja varð annað íbúðarhús við hliðina og tókst það fyrir mikla elju á 5 mánuðum, þannig að mögulegt var að flytja inn í það hús fyrir jólin 1934. Það hús hefur síðan staðið af sér allan íslenskan veðraham mjög vel. Þar bjuggu þau síðan þar til þau fluttu á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Ásgerður amma lifir mann sinn 88 ára gömul og biðjum við algóð- an guð að styrkja hana við fráfall eiginmanns um leið og við þökkum þeim fyrir ánægjulegar samveru- stundir á umliðnum árum. Sigfús Gauti, Pétur Orri, Ásgeir og Einar Ingi. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu viö þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. (Hávamál) í örfáum línum langar mig að minnast afa míns, Sigfúsar Þor- leifssonar. Það er erfitt að gera grein fyrir vinum sínum, ekki síst þeim sem eru manni hvað hug- stæðastir. — Afi var fæddur og uppalinn í sveit, en sem unglingur sá hann öldur brotna við fjöru- kamb á Dalvík. Þar varð síðan vettvangur starfs hans sem ungs manns og fuilþroska. Athafnamaður var hann alla tíð, í þess orðs bestu merkingu, og slakaði aldrei á klónni í málefnum þeim sem máttu horfa til betri vegar fyrir gróandi mannlíf í heimabyggð hans. Einn er sá þáttur sem mér fannst einkenna afa, en það var fyndni hans og gamansemi. Afi var gæddur heillandi frásagnar- gáfu sem unun var á að hlýða. Á undanförnum vikum og mán- uðum hafði afi búið við heilsu- brest, og kvaðst hann ekki ósáttur við að hverfa yfir „móðuna miklu“. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málefnum þessa heims og annars. I mínum huga gistir hann nú sína Höll sumarlandsins. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigvaldi Júlíusson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubíli. húsum á Hóli. Fátækleg verstöð með nokkrum umkomulausum húsum á malarkambi blasti við yf- ir ána í vestur. Það var Bolungar- vík. En Hóll var höfðingjasetur frá fornu fari. Áin liðaðist mjó og djúp hjá túnfætinum. Börnin á Hóli horfðu á Bolungarvík taka breytingum, úr vissri fjarlægð. Áin var á milli. Guðmundur var snemma tápmikill og frísklegur til allra starfa, ef til vill kaupsýslu- maður í sér, samt ötull og fylginn sér við búverkin. Eftir að móðir hans var orðin ekkja, gerðist Jón, bróðir hans, bústjóri hjá henni og keypti, árið 1926, hlut Gunnars Halldórssonar í jörðinni, en hafði áður átt sex hundruð sjálfur. Jón var fæddur bóndi, natinn með af- brigðum við skepnuhirðingu og með græna fingur. Tryggvi, bróðir þeirra, sömuleiðis mikill aðdáandi moldarinnar, gróðursins og fer- fætlinganna, veiktist af berklum skömmu eftir þetta og kom það þá í hlut bræðranna, Jóns og Guð- mundar, að vinna búinu allt það gagn, sem þeir máttu. Á meðan gerðist mikil saga í Bolungarvík. En á Hóli urðu líka miklir at- burðir. Árið 1936 festi Guðmundur Magnússon kaup á jörðinni allri, þegar undan er skilinn hluti Örn- ólfs Hálfdánarsonar, föður Krist- ínar, sem tveimur árum síðar átti eftir að verða kona hans. Og þótt Hól! hefði verið bústaður hefð- armanna fyrr á tíð, voru þar tún smá, þegar Guðmundur tók við búi. Hann réðst nú í það af miklu atfylgi að tína grjót úr móa og mýri, bringum og brekkum, ræsa fram votlendið og þurrka það upp, grafa skurði, reisa girðingar, slétta, plægja, herfa, slóðdraga, sá og bera á. Hann byggði bæ og úti- hús betri en verið höfðu áður, dreif þetta farva af mikilli smekkvísi, hafði margt í fjósi og var vel fjáreigandi jafnan. Hann átti ótalin spor um landareignina, því að á myndarbúi er í mörg horn að líta og á sólfögrum kvöldum hleypur vorfuglinn heiðló samsíða bóndanum, vini sínum, í skriðunni við troðninginn inn í Hólsdal og flautar veikt, þó vonglatt, á hljóð- færið sitt góða. Á þvílíku kvöldi lærirðu að bera kennsl á lífið og þekkir æ síðan, að það er það. Á veturna verður snjótittlingur- inn eftir í dalnum einn fugla, þeg- ar kollegar hans eru flognir suður á bóginn að halda metnaðarfulla konserta. En þótt Guðmundur og Kristín byggju myndarbúi, var bóndinn ekki þeirrar gerðar að sitja ein- rænn og sagnafár að sínu, lítt upp- næmur fyrir amstri annarra manna og áhugamálum. Hann var þvert á móti ákaflega félagslyndur og sá af ómældum tíma til marg- víslegra trúnaðarstarfa, sem sam- borgarar hans völdu hann til. Hann sat í hreppsnefnd Hóls- hrepps í mörg ár og síðar í bæjar- stjórn, virðulegur og traustur full- trúi Framsóknarflokksins, eins og sönnum bónda sæmdi. Meðal kjós- enda átti hann óskertum vinsæld- um að fagna fram á efri ár, ólíkt því, sem stundum vill verða í stjórnmálum, er hinir yngri menn skáka hinum eldri til hliðar f ung- æðislegum ákafa og æskufullu sjálfsöryggi. í langri og viðburða- ríkri röð af prófkjörum Fram- sóknarfélagsins í Bolungarvík átti Guðmundur sætum sigri að fagna í hvert einasta skipti, og það jafnt fyrir því, þótt ungir og áfram- gengir umsækjendur um trúnað- arstörf byðu sig fram við hlið hans. Ég átti því láni að fagna að starfa nokkuð að félagsmálum með Guðmundi Magnússyni. Við sátum um skeið saman í framtals- nefnd Hólshrepps og var starf hennar einkum fólgið í því að lesa yfir niðurjöfnun útsvars og freista að gera þar á nokkra leiðréttingu, ef þurfa þótti. Ávallt var Guð- mundur reiðubúinn að milda kröf- ur sveitarsjóðs, ef í hlut áttu gjaldendur, sem höfðu lítið að borga með. Fundir framtalsnefnd- ar voru öðrum þræði hinar skemmtilegustu samkomur og féllu margar spaugilegar athuga- semdir við upplestur á skattfram- tölum séðra og samhaldssamra bjargálnamanna í Bolungarvík. Einn var sá vinnuflokkur, sem við Guðmundur tilheyrðum og fékk okkur mikillar gleði og ánægju og það var jólagjafanefnd Lionsklúbbsins. Óðar en búið var að vefja glitpappír utan um marg- víslegan glaðning, var haldið af stað, oftar en ekki í bifreið Guð- mundar, að koma pökkunum til skila. Á þessum ferðum rifjaði Guðmundur upp endurminningar, hlýjar og græskulausar, er vörp- uðu ljósi á menn og málefni í Bol- ungarvík fyrr á tíð. En þótt leiðir lægju saman á vettvangi þessara tveggja vinnu- flokka, var þó hin þriðja nefnd, þar sem við unnum mest saman og það var skólanefnd. Þetta var I þann mund, sem skólamál voru að komast í tísku á íslandi. Hvar sem tveir eða þrír söfnuðust saman, var eins víst að umræðuefnið væri . fræðslumál. Þar sem menn hittust á strætum og gatnamótum og sáust stinga saman nefjum, mátti ganga að því vísu, að gerð væri úttekt á hæfni kennara, ásig- komulagi skólahússins, möguleik- um í útileikjum nemenda kringum skólabygginguna, jafnvíst að skeggrætt væri um tækjabúnað á áhaldaherbergi kennara, stjórn- málaskoðanir fræðaranna, einka- mál lærifeðranna og þannig áfram í það óendanlega. Skólamál voru nú allt í einu mál málanna og hver sá talinn maður að minni, sem ekki gat hvar og hvenær sem var lokið sundur munni um barna- kennslu af mikilli sérþekkingu, jafnvel sálfræðikunnáttu og gott ef ekki guðfræði. Guðmundur Magnússon hafði á árum áður kennt nokkuð við Grunnskólann og farist það verk vel úr hendi. Seta hans í skólanefnd einkennd- ist af sömu friðsemi og umburð- arlyndi og kennslan áður. Og það held ég hafi einkum og sérílagi helgast af því, að honum var inn- borinn hæfileiki til þess að líta viðfangsefnin úr heilbrigðri og hæfilegri fjarlægð. Það var eins og á uppvaxtarárunum á Hóli forð- um: áin var á milli. Og undir niðri vissi Guðmundur, að hvað sem kerfi og klásúlum liði, þá væri grundvöllurinn hvað sem hver segði annars staðar en í bókum: lífið sjálft var nú einu sinni statt úti á fiskimiðunum, niðri á túni, í aflabrögðunum og grassprettunni, í vöðvunum á vaxandi unglings- strákum og í hlátri stúlknanna á vorin, alveg eins og það hefur allt- af verið og verður meðan heimur stendur. Eg heyrði Guðmund á Hóli aldrei taka skakkan pól í hæðina á skólanefndarfundi. Eftir að hann brá búi rak hann um skeið verktakafyrirtæki, ásamt Örnólfi, syni sínum. Á gamalsaldri tók Guðmundur sig til og lagði gangstéttar um gjörvalla Bolungarvík. Var hann þá oft fasmikill með vindilinn milli tannanna. Hann vann ötullega að félags- málum bænda á Vestfjörðum, annaðist dreifingu áburðar og hafði á hendi forðagæslu, fór margar frægar bændaferðir, m.a. eina til Danmerkur og talaði dönsku nær reiprennandi. Hann var mikili dýralæknir í sér, þótt hann hefði ekki numið þau fræði í skóla, og unun að sjá hann fást við sjúkar skepnur. Stórgripi spraut- aði hann þannig, að hann drap vinstri hendinni leiftursnöggt á staðinn, þar sem nálin skyldi ganga í gegn, og stakk henni síðan á kaf með þeirri hægri og tæmdi sprautuna á augabragði, svo að klárinn eða kýrin vissu varla hvað um var að vera, fyrr en allt var um garð gengið. Þennan hæfileika erfði Bárður sonur hans eftir föð- ur sinn. Hinn 24. september 1938 gekk Guðmundur að eiga Kristínu Bergljótu Örnólfsdóttur, hina ágætustu konu, dóttur Örnólfs Hálfdánarsonar bónda á Breiða- bóli í Skálavík og konu hans, Mar- grétar Reinaldsdóttur. Þeim varð fimm myndarlegra barna auðið, en þau eru Helga, Margrét, Bárð- ur, Karítas og Örnólfur. Þau hjón- in voru prýðilega kirkjurækin og vildu vel kristnihaldinu í Bolung- arvík. Kristín var um árabil kirkjuvörður á Hóli og sá um ræstingu og þrif á kirkjunni af miklum myndarskap. Guðmundur og Kristín gáfu kirkjunni rúm- góða lóð undir bifreiðastæði og grunar mig, að hún verði í dag nokkuð þéttsetin. Ég hefi stundum leitt hugann að því, hve barnalega nýi presturinn hlýtur að hafa komið reyndum heimsmanninum fyrir sjónir og hvort Guðmundur muni ekki oftlega hafa furðað sig á blaðrinu úr prédikunarstólnum. „Oft veit ég ekkert fyrst í stað hvað þú ert að fara, en undir lokin finnst mér mesta furða, hvað þér tekst að tengja þræðina saman," sagði hann við mig eitt sinn, er við sátum á tali. Ég kveð vin minn með söknuði og sendi konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.