Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 47 Bjarni Guðmundsson lék sinn 138. landsleik í gœrkvöldi er íslenaka landsliöiö í handknattleik sigraöi Sviss meö fjórum mörkum, 18—14. Bjarni skoraöi fyrsta mark leiksins úr hraöaupphlaupi eins og hann gerir hér. Öruggur sigur í Sviss Frá Önnu Bjarnadóttur frétta- ritara Mbl. í Sviss. íslenska landsliöið í hand- knattleik sigraöi svissneska landsliöiö meö 18 mörkum gegn 14 í Olften í gærkvöldi. Leikurinn var heldur hægur og sókn beggja lióa meö lakara móti. Vörn ís- lenska liðsins var hinsvegar góö og Einar Þorvaröarson stóö sig sérstaklega vel í markinu. Staöan í fyrri hálfleik var 9—8 fyrir Islendinga. Bjarni Guð- mundsson byrjaði leikinn vel fyrir íslenska liöiö, hann náöi boltanum á fyrstu minútu og skoraöi úr hraöaupphlaupi fyrsta mark leiks- ins. Þetta var 138. leikur Bjarna meö íslenska landsliöinu, þaö eru jafnmargir leikir og Ólafur H. Jónsson lék meö landsliöinu. Bjarni mun þó ekki slá met Ólafs á morgun þar sem hann veröur aö Tapar Fortuna sínum 4. leik í röö í dag? — VIÐ eigum erfiöan leik fyrir höndum um helgina gegn Kais- erslautern heima. Þeir hafa ver- iö á uppleið og unniö síöustu þrjá leiki en viö höfum aftur á móti tapaö síöustu þremur leikjum okkar. Viö erum því undir mikilli pressu. Ekki bætir þaö úr skák aö þaö eru þrír leikmanna okkar tognaöir og ég og annar erum þessum leik, sagöi Atli Eövalds- son í gær. Atli sagöi að ferö Fortuna til Suöur-Kóreu heföi veriö erfiö. Leiknir voru tveir leikir gegn landsliðinu, öörum lauk meö jafntefli, hinn tapaöist 0—2. Aö sögn Atla lék Pétur Ormslev mjög vel í Kóreu og á æfingum aö undanförnu hefur Pétur staöið sig meö mikilli prýöi, Atli átti því von á því aö Pétur halfslappir eftir flensu. En viö myndi hefja leikinn í dag og spila veröum aö vona þaö þesta viö hann allan. höfum alls ekki efni á, því aö tapa — ÞR. halda til Þýskalands og leika meö liöi sínu á sunnudag. Alfreö Gislason lék ekki meö liö- inu. Sigurður Gunnarsson skoraöi fimm mörk, Kristján Arason fjögur, Þorbjörn Jensson þrjú, Páll Ólafs- son eitt, Guömundur Guömunds- son eitt, Atli Hilmarsson tvö og Bjarni Guðmundsson tvö. Þetta var sextugasti leikur Kristjáns. Bogdan þjálfari var ánægöur meö frammistööu liösins gegn Sviss. Hann sagöi aö leikmenn væru þreyttir eftir fimm leiki á und- anförnum sjö dögum en kvíöir ekki landsleiknum annaö kvöld. Hann sagöi þó aö þaö væri erfitt aö leika gegn svissneska liöinu þar sem þaö spilar hægt og meirihlutl leiks- ins fer í varnarleik. Þjálfari svissn- eska liösins, sem er Júgóslavi, sagöi eftir leikinn aö íslenska liöiö væri sterkt, á því væri enginn vafi. Góö byrjun íslenska liösins réöi úr- slitum í leiknum sagöi hann. En í upphafi fyrri hálfleiksins náöi land- inn þriggja marka forystu, 6—3. Leikmenn Sviss eru ungir og meö litla reynslu í landsleikjum. Áhorf- endur voru fáir. Rummenigge til Milan? SKYRT var frá því í sjónvarps- fréttum seint í gærkvöldi í V-Þýskalandi aó ítalska liöiö AC Milan heföi sett sig í samband viö Karl Heinz Rummenigge og byöi honum mun hærri upphæð held- ur en Fiorentina ef hann vill semja vió Milan. Var talaö um átta milljónir marka í þessu sam- bandi en þó óstaðfest. Ef satt reynist er þetta hæsta upphæö sem um getur í sölu á knatt- spyrnumanni til ítalíu. Þá á Rummenigge aö fá sérstakan líf- vörö, stóra villu, bíl og bílstjóra og ýmis skattfríöindi. Milan vill svar frá Karl Heinz fljótlega og vill fá hann til þess aö skrifa und- ir sem fyrst. Óstaðfestar fróttir hermdu að hann myndi skrifa undir og fara til félagsins. — ÞR. KR SIGRAÐI lið Hauka í úrvals- deildinni í gærkvöldi meö 78 stig- um gegn 73. í hálfleik var staóan 36—32 fyrir KR. KR haföi yfir- höndina í síðari hálfleiknum og sigurinn var sanngjarn eftir gangi leiksins. — ÞR. Bremen tapaði heima Tveir leikir fóru fram í „Bundesligunni" í gærkvöldi. Offenbach tapaöi á heimavelli, 0—4, fyrir Hamborg SV, sem lék mjög vel. Mörk Hamborg skoruðu Milewski, Magath, Rolff og Jak- obs. Þá uröu þau óvæntu úrslit aó Werder Bremen tapaöi á heima- velli sínum, 2—3, fyrir Eíntracht Frankfurt í hörkuspennandi leik. Er þetta fyrsta tap Bremen á heimavelli í marga mánuói. í hálf- leik var staöan 2—1 fyrir Frank- furt. Bremen náói aö jafna metin, 2—2, en Tobilek skoraöi sigur- Borðtennis • islandsmót unglinga og öld- unga veróur haldiö í Laugardals- höll um helgina. Keppni hefst kl. 14.00 í dag og kl. 13.00 á morgun. mark Frankfurt 10 mínútum fyrir leikslok. Uwe Reinders skoraði bæöi mörk Bremen. Falkenmayer skoraði tvö mörk fyrir Frankfurt og Tobilek eitt. — ÞR. Unglinga- sundmót UMSB UM HELGINA fer fram í sundlaug- inni í Borgarnesi unglingamót UMSB í sundi. Keppt veróur í fjórum aldursflokkum 16 ára og yngri, og veröa keppnisgreinarn- ar 40 alls. i fyrra sigraöi Umf. Skallagrímur í þessu móti og Umf. Islendingur varö í 2. sæti. Búist er viö spennandi keppni á milli félaganna aö þessu sinni. Keppni hefst kl. 14 báöa dagana. — HBj. Olafur Jensson kjprinn formaður hjá IF • Þátttakendur á ársþingi íþróttasambands fatlaðra sem fram fór 2.-3. marz á Hótel Loftleiöum. ARSÞING iþróttasambands fatl- aóra var haldiö dagana 2.—3. mars sl. á Hótel Loftleiðum og sátu þaó um 50 fulltrúar og gestir. Þingforsetar voru kjörnir Hann- es Þ. Sigurðsson og Jóhann P. Sveinsson og þingritarar Guö- björg Eiríksdóttir, Sunneva Þrándardóttir og Sigurður Björnsson. j upphafi þings fluttu ávarp Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og Gísli Halldórsson form. Ólympíu- nefndar íslands og færöi hann sambandinu kr. 25 þús. aö gjöf frá Ólympíunefnd islands til stuönings þátttöku í Ólympíuleikum fatlaöra, sem fram fara í Bandaríkjunum á komandi sumri, i New York og III- inois. Báöir létu þeir í Ijósi ánægju sína meö blómlegt og gróskumikiö starf hjá iþróttasambandi fatlaöra og aðildarfélögum þess. Siguröur Magnússon lagöi fram og skýröi ýtarlega skýrslu sam- bandsins og gat þess í lok ræöu sinnar, aö hann mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem for- maður sambandsins. Höröur Barðdal geröi grein fyrir endur- • Siguröur Magnússon og Ólafur Jensson, nýkjörinn formaður ÍF. skoöuöum reikningum svo og fjár- hagsáætlun næsta starfsárs. Mikill fjöldi mála lá fyrir þinginu og voru þau rædd í nefndum á laugardagsmorgni og fundi síöan fram haldiö eftir hádegi á laugar- dag. í stjórn I.F. til tveggja ára voru kjörnir: Ólafur Jensson formaöur og aörir i stjórn: Höröur Barödal, Ólafur Þ. Jónsson, Guörún Hall- grímsdóttir og Gunnar Gunnars- son. í varastjórn voru kjörnir Sveinn Áki Lúövíksson, Jón Hauk- ur Daníelsson og Böövar Böövars- son. Framkv.stj. IF er Markús Ein- arsson. Auk fráfarandi formanns gáfu ekki kost á sér til endurkjörs Magnús B. Einarsson, Páil B. Helgason og Ólafur Ólafsson. Bæöi gestir þingsins, einstakir þingfulltrúar og nýkjörinn formaö- ur geröu sérstaklega aö umtalsefni mikil og góö störf Siguröar Magn- ússonar, sem þeir töldu afgerandi í uþpbyggingu íþróttastarfsemi fatl- aöra hér á landi. Besti leikur IBK í vetur Keflvíkingar unnu sigur á liöi Vals í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi meö 101 stigi gegn 91. Var þetta besti leik- ur IBK í allan vetur og með sams- konar leik gæti liðiö hæglega unnið bikarkeppnina. Leikur liö- anna var mjög hraöur, spennandi og vel leikinn. Jafnframt var mikil barátta í honum og ekki hægt aö sjá að hann skipti litlu máli fyrir liöin. i hálfleik var staöan í leiknum 57—44 fyrir ÍBK. Þaö var mjög góöur þriggja mínútna kafli í lok fyrri hálfleiks sem réði miklu um úrslitin. Staöan var 43—42 fyrir ÍBK. Þá tóku þeir mikinn kipp og skoruöu fjórtán stig gegn tveimur. Mesti munur á liðunum i síöari hálfleik var 79—60. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var staö- an 91—78. Stig ÍBK skoruöu: Jón Kr. 27, Guöjón 20, Þorsteinn 18, Óskar 18, Björn 10, Siguröur 6, Ólafur 2. Stig Vals: Torfi 38, Tóm- as 20, Kristján 16, Leifur 9, aörir leikmenn minna. ÓT/ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.